Morgunblaðið - 17.05.1975, Síða 21

Morgunblaðið - 17.05.1975, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975 > 21 Ljóðasöngvarinn Gerard Souzay í samtali við Morgunblaðið: Er háður slemningu augnablikslns 0 Hinn heimskunni franski Ijóðasöngvari, Ger- ard Souzay, er til íslands kominn öðru sinni, ásamt meðleikara sínum, píanóleikaranum Dalton Baldwin, en þeir hafa starfað saman um tveggja áratuga skeið, bæði að hljómleikahaldi og hljóðritunum á hljómplötur. Langt er nú um liðið frá því þeir voru hér síðast á ferð, það var vorið 1961, þá héldu þeir hér tvenna tónleika við mikla hrifningu. Að þessu sinni halda þeir aðeins eina hljómleika, á vegum Tónlistarfélags Reykja- víkur, og verða þeir í Háskólabíói í dag, laugar- dag, kl. 2.30. Á efnisskrá hljómleikanna er frönsk og þýzk Ijóðatónlist, eftir Faure, Ravel og Brahms og af því tilefni spurðum við Gerard Souzay, þegar við hittum hann sem snöggv- ast að máli I fyrrakvöld, hvort eðlis- munur væri á franskri og þýzkri Ijóðatónlist. Hann kvað svo vera. Þýzka Ijóða- tónlistin á rætur slnar í þjóðlögun- um þýzku en sú franska er til orðin meðal menntaðra tónlistarmanna og því að vissu leyti „fágaðri" og tengdari fagurbókmenntum, ef svo mætti segja. Hún höfðar líka að nokkru leyti til annars hlustenda- hóps en þýzku Ijóðin I Þýzkalandi, hélt hann áfram, er öll þjóðin gegnsýrð af músik. Þú kemur ekki svo I smáborg I Þýzka- landi, að þar sé ekki tónlistarfélag með 1000—2000 félögum a.m.k. Þetta finnurðu ekki I Frakklandi, þar er viss hópur manna, gjarnan menntaðs fólks, sem kann að meta músik og skilur hana, en þjóðin I heild hefur hins vegar meiri áhuga á málaralist, leiklist og Ijóðlist. Þetta skýrir ef til vill hvað ég á við með því að nota orðið „fágaðri" yfir franska Ijóðatónlist." Gerard Souzay er fæddur árið 1918 í Angers i Frakklandi og stundaði heimspekinám áður en hann sneri sér að sönglistinni. Hann lauk námi við tónlistarháskólann í Parls við mikinn orðstír eftir að hafa sýnt frábæra hæfileika. Slðan hefur hann ferðast heimshornanna á milli sem Ijóðasöngvari fyrst og fremst en á seinni árum hefur hann einnig sungið I óperum I vaxandi mæli. Blaðamaður spurði Souzay, hvort hann væri ekkert orðinn þreyttur á þessum þeytingi um heiminn og því lífi, sem hljómleikahaldinu fylgir. Hann neitaði þvl alfarið. — Ég væri ekki hér, ef ég væri orðinn þreyttur á þessu. Sá dagur kemur, að ég verð að láta af hljómleikaferðum og ég hlakka ekkert til þess. Mér fellur þetta Itf vel. .. Sjáðu til, ég kaus að helga llf mitt tónlist og hana flyt ég með mér, hvert sem ég fer, hún er mál, sem fólk skilur, hverrar þjóðar sem er, og þegar mér tekst vel upp skapast samband milli mín og áheyrenda. .. Stundum syng ég ekki eins vel og þá er sambandið minna og ekki eins ánægjulegt. En það er nú svona, þegar maður er mann- legur, þá gengur ekki alltaf jafn vel. Souzay hló við og bætti við: „ Ég er sjálfur heldur misjafn, ekki alltaf I „toppformi". -— Væri sá maður ekki orðin teknlsk vél, sem alltaf tækist jafn vel I músik? — Jú, ætli það ekki. Ég held raunar, að tæknin sé ekki endilega minn sterkasti þáttur sem söngvara, öllu heldur •— hann leitaði >að rétta orðinu — já, ég er maður augna- bliksins, afskaplega háður stemn- ingu augnabliksins Auðvitað vinn ég rækilega allt, sem ég syng, en ég geri alltaf ráð fyrir að geta gefið tjáningunni svigrúm fyrir áhrif líð- andi stundar. Sennilega er það þess vegna, sem ég er svo misjafn sem raun ber vitni. — Er einhver sérstök tónlist, sem þér takið fram yfir aðra: — Þv! er ekki svo gott að svara. Ég hef ánægju af margs konar tónlist. rómantlskri músik, franskri músik frá byrjun þessarar aldar, Mozart, Verdi, Wagner, Schumann, Schu- bert, þeir allir og margir fleiri eru mér mauðsynlegur hluti af llfinu. Hins vegar eru þau tónskáld vissu- lega til sem ég get án verið. — Til dæmis? — Það væri nú ekki sanngjarnt að nefna þau, er það? — Hvað um nútlmatónskáld? — Þau eru tónlistinni afar mikil- væg og þeirra starf, þvi að þau blása I hana nýju lífi og I listum verður alltaf eitthvað að vera að gerast. Margt af þvl, sem skrifað er og samið I dag eru eingöngu tilraunir. Sumt af þvl mun lifa, annað ekki, en þannig hefur það alltaf verið I músik. Fjöldi tónskálda, sem á sirv- um tima voru vel kunn og mikils metin, eru nú gleymd og grafin. Hvað sjálfum mér viðvikur, hélt Souzay áfram, er ég þeirrar skoð- unar, að fæst nútimatónskáld skrifi vel fyrir mannsröddina. Þeir nota hana I stað þess að vera henni til gagns. — Nota hana sem hljóðfæri, eigið þér við? — Já, einmitt sem hljóðfæri, oft án tillits til þess. að söngröddin er viðkvæmt og sérstakt fyrirbæri, sem þarf að fara vel með og skrifa fyrir á sérstakan hátt. Tónskáld sem semja fyrir rödd, þyrftu að hafa rækilega þekkingu á röddinni og sönglistinni og það finnst mér oft skorta. Eitt og annað fleira bar á góma I þessu samtali við Ijóðasöngvarann franska, sem kom okkur fyrir sjónir sem maður ákaflega rólegur, ein- lægur og hlýlegur, og hrokalaus með öllu. Meðal annars sem á var drepið var mismunandi söngtækni og hinn óliki raddblær söngvara af ýmsum þjóðernum, sem Souzay sagði fyrst og fremst stafa af móður- máli viðkomandi söngvara — Tækni er vissulega dálltið mis- munandi á hinum ýmsu stöðum. við höfum t.d. sérstaka italska tækni og rússneska, en það er fyrst og fremst málið, sem ákveður hvar röddin leggst, þýzka, franska, italska, rússneska, allt eru þetta ólik tungu- mál hljóðfræðilega. Um framboð á söngvurum, at- vinnumöguleika þeirra og sam- keppni. sagði hann meðal annars: — Það er afar mikið af ungum bráðefnilegum söngvurum i heimin- um núna, stórkostlegar raddir, og afar hörð samkeppni þeirra i milli, sérstaklega innan óperuhúsanna Nú orðið er næstum óhugsandi fyrir söngvara að verða eftirsóttur konsertsöngvari nema hann hafi sungið og syngi talsvert i óperum Þetta var öðruvisi i mínu ungdæmi. Þá var fremur auðvelt að byrja feril sinn sem Ijóðasöngvari, það var fljótlega upp úr heimsstyrjöldinni siðari og samkeppnin heldur ekki eins mikil. Ég söng mjög litið í óperum fyrstu árin, það færðist ekki i aukana fyrr en löngu seinna. — Fer áhugi almennings á söng- list vaxandi? — Það er ekki gott að segja. Jú, á óperum vissulega, þær eru ákaflega vinsælar í dag, Donnizetti, Rossini, Verdi, Bellini og allir þessir gömlu óperuhöfundar eru geysivinsælir — og nýjar óperur koma fram. Tökum til dæmis óperu Brittens, „Dauði í Feneyjum", hún var flutt svo til strax á Metrolpolitan I New York. Hins vegar er ég ekki frá þvi að áhugi á Ijóðasöng fari minnkandi, til dæmis sýnist mér þýzk Ijóðatónlist ekki eins vinsæl og var fyrir 30—40 árum. — Hver teljið þér að sé ástæðan, — nennir fólk kannski ekki að ihuga Ijóðatónlist? —- Mér virðist þetta kannski hluti þeirrar almennu tilhneigingar i nú- tíma þjóðfélagi að sækjast eftir öllu, sem er hávært, stórt og mikið — og spennandi. Ljóðið er andstæða þessa alls — það er svo náið, inni- legt og kefjandi, og hlustandinn verður að gefa sig því á vald til að njóta þess i algerri kyrrð Gerard Souzay á fyrir höndum strangt hljómleikahald, þegar ísland er að baki. Næst fer hann til Manchester og Dublin, þá til Parísar til hljóðritunar og siðan í mánaðar- ferðalag til Bandarikjanna. í sumar syngur hann á tónlistarhátiðum, m.a. í Lucerne í Sviss og á South Bank Festival i London og þannig áfram. Þess á milli tekur hann sér tíma til að vinna að nýjum verkefn- um og kenna, hann kveðst stundum taka dálitinn hóp söngvara, sem komnir eru langt áleiðis I námi. „Við vinnum kannski nokkrar klukku- stundir í senn, þau syngja fyrir mig og ég reyni að gefa góð ráð, þetta er mjög skemmtilegt, þegar raddirnar eru góðar." Þar fyrir utan gefur hann sér tíma til að sinna öðru hugðarefni sinum, sem er abstrakt teikning. „Ég býst við að halda tónleika í Japan i júni á næsta ári og ætla þá að halda sýningu á teikningum min- um í leiðinni," sagði Souzay — og bætti við: „Kannski get'ég fengizt við þetta samfara kennslu, þegar ég er hættur hljómteikahaldi." — mbj. Píanóleikarinn Dalton Baldwin í samtali við Morgunblaðið: Lil ð mannsröddina sem hljöðf æri Guðs £ Píanóleikarinn Dalton Baldwin er Bandaríkja- maður, fæddur í New Jersey. Hann hefur starfað með Gerard Souzay í hartnær tvo áratugi og í huga tónlistariinnenda, sem hlýtt hafa á hljóm- plötur þeirra um árin eru nöfn þeirra því nátengd. Baldwin stundaði upphaflega nám við Juilliard School of Music í New York, en síðar í Oberlin tónlistarskólanum og framhaldsnám að lokum hjá Nadiu Boulanger í París og Madelaine Lipatti. Baldwin kom með Souzay hingað til fslands árið 1961 og sagði I samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, að sér væru tónleikarnir hér ákaflega minnisstæðir og koman til islands, bæði vegna hlustenda- hópsins, sem hefði verið þeim mjög að skapi, og þess fólks, sem þeir hefðu hitt hér — Það kom mér mjög á óvart, sagði hann, að hitta hér marga tónlistarmenn af er- lendum uppruna, jafnvel af spænsk- um og gyðinglegum uppruna — og svo heyrði ég að i ykkur (slending- um rynni líka írskt blóð — Já, við erum víst dálitið óstýri- látir sumir eins og frar. — Gættu að hvað þú segir, svar- aði hann hlæjandi, ég er nefnilega llka irskur. Við röbbuðum um hlutverk með- leikarans og ég spurði Baldwin hvort hann teldi það almennt farið að njóta þeirrar virðingar, sem þvi bæri. Hann svaraði: — Þetta er mjög að breytast frá þvi sem var, og fólk gerir sér í æ rikari mæli grein fyrir gildi meðleiksins. Á timum Richard Strauss, tónskáldsins fræga, var ástandið þannig, að þegar hann var að leika með konu sinni, breiddi hún úr sér, jafnskjótt og hún var búin með hvert lag, og huldi hann svo að segja með efnismiklum kjólnum sinum — hún vildi að öll athyglin beindist að sér. Nú eru aðrir timar og ég held, að nú sé almennt litið á meðleikarann eins og hljóðfæraleik- ara i kammersveit og viðurkennt, að músikalskt hlutverk hans sé jafngilt hlutverki söngvarans eða hljóðfæra- leikarans, sem hann er að vinna með I efnisskrá hljómleikanna segir, að þér hafið unnið að þvi að koma á laggir alþjóðlegum skóla fyrir Ijóða- túlkendur, er það fyrir meðleikara eða söngvara eða hvort tveggja — Fyrst og fremst höfum við unnið með söngvurum til þessa. Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.