Morgunblaðið - 17.05.1975, Síða 36

Morgunblaðið - 17.05.1975, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975 Útgerðarmenn — Skipstjórar Hreinsum og málum fiskiskip af öllum stærðum. MÁLVERK S.F. Pósthólf 5507 Símar:2861 9 — 66324. Óska eftir að taka á leigu 3ja—5 herb. íbúð, sem næst miðbænum. Uppl. í síma 22351 . Sigmundur Örn Arngrimsson, Týsgötu 4. Aðalfundur Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka h.f. verður haldinn að Stað, Eyrarbakka, laugardaginn 31. maí n.k. kl. 14.00. Fundarefni: Venjuleg aðal- fundarstörf. Stjórnarkosning. Stjórnin. Hjartans þakkir til allra er sýndu mér vinarhug á 80 ára afmæli mínu 24. apríl s.l. með gjöfum, blómum, skeytum og símtölum. Guð blessi ykkur öll. Sa/óme Gunnarsdóttir, Mjógötu 3, ísafirdi. Til sölu — Bílar Peugeot404 1971 diesel Volvo 144 1971 de luxe sjálfsk. Fíat 127 1972 Til sýnis og sölu Hjarðarh. 54 Sími 1 4064. II. Háskólatónleikar verða haldnir á morgun, sunnudag kl. 3 i félagsstofnun stúdenta. Sigríður E. Magnúsdóttir og Simon Vaughan syngja við undirleik Jónasar Ingimundarsonar verk eftir Schubert, Schumann, Duparc, Wolf, Brahms og Britten. Tónleikanefnd Háskólans. Húsbyggjendur Einangrunar plast Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæðið með stuttum fyrirvara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMÁLAR Borgarplast hf. Borgarnesi sími:93-7370 Kvöldsími 93-7355. íslenzk ameríska félagið heldur VORFAGNAÐ að Hótel Loftleiðum í kvöld kl. 9. Á matseðlinum verða gómsætir réttir, eins og þeir eru tilreiddir á ameríska vísu: PIZZA TOSSED GREEN SALAD FRESH CORN ON THE COB Hljómsveitin Lísa leikur fyrir dansi. Bandarískir hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljóm- sveitinni skemmta. Aðgöngumiðar á aðeins 1100 kr. innifela matinn og verða seldir í anddyri Hótel Loftleiða í dag kl. 4 — 6 og við innganginn, ef eitthvað er eftir. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. H u marþvotta véla r Við smíðum hinar vinsælu Simfisk humar- þvottavélar. Fóstrur Staða fóstru við dagheímíli Borgarspítalans er laust til umsóknar nú þegar. Upplýsingar veitir forstöðukona spítalans i sima 81 200. Vé/averkstæðið Þór H.F. Vestmannaeyjum sími 98-1654 og 1655. Reykjavík, 15. maí 1975. BORGARSPÍTALINN. Dieselrafstöð til leigu Höfum til leigu vel búna dieselrafstöð 37 kVA, 380/220V " Orka h. f. Laugavegi 1 78. Ónæmisaðgerðir við mænuveiki fyrir fullorðna í Hafnarfjarðarumdæmi fara fram 20. og 21. mí kl. 18 1 Heilsuverndar- stöðinni að Standgötu 8. Þeir sem mættu tvívegis í fyrra ættu að láta bólusetja sig aftur í ár. Aðgerðirnar eru ókeypis. Hafnfirðingar 1. deild í dag leika á Kaplakrikavelli kl. 2, F.H. og Fram. Komið og sjáið nýliðana í 1 . deild. Aðgöngumiðaverð: fullorðnir kr. 300.-, börn kr. 100.-. F.H. Til sölu Til sölu er hellusteina-, holsteina- og milli- veggjaplötuvélar, ásamt hrærivélum og til- heyrandi botnum. Uppl. eftir kl. 7 á kvöldin á síma 74800 og á daginn frá kl. 10—12.30 í síma 30435. ID ÚTBOÐ Tilboð óskast í 1 2 dreífispenna fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 10. júní 1975 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFIMUIM REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ' Attrœður: Þórarinn Dúason fyrrum skipstjóri Næstkomandi mánudag, 2. í hvitasunnu, verður Þórarinn Dúason, fyrrum skipstjóri og hafnarstjóri í Siglufirði, áttræð- ur. Hann fæddist norður á Akur- eyri 19. mai 1895, þegar gróand- inn var að seilast til valda, bæði í umhverfinu og í þjóðlifinu. Það reyndist táknrænt fyrir lífsstarf hans og viðhorf öll. Foreldrar hans voru hjónin frú Aldís Jóns- dóttir og Dúi Benediktsson, lög- regluþjónn og útvegsmaður. Ungur að árum valdi Þórarinn sjósókn sem æfistarf og árið 1917 útskrifaðist hann frá Stýrimanna- skólanum i Reykjavík. Hann var um langt árabil stýrimaður og skipstjóri á síldveiðibátum fyrir Norðurlandi, frábær aflamaður og sjósóknari, sem orð fór af. Sjó- sókn Þórarins einskorðaðist þó ekki við skipsstjórn á síldveiði- skipum. Hann var stýrimaður á botnvörpungum, m.a. með hinum þjóðkunnu skipstjórum Guð- mundi Markússyni og Pétri Maack. Og um tíma gerði hann út með öðrum línuveiðarann Nonna. Til Siglufjarðar fluttist Þórar- inn árið 1939. Fyrstu árin starfaði hann hjá þeim valinkunna at- hafnamanni, Friðriki Guðjóns- syni, en siðar réðst hann í þjón- ustu Siglufjarðarkaupstaðar, fyrst sem aðstoðarhafnarstjóri, en hafnarstjóri frá árinu 1950 til 1965, er hann lét af störfum i samræmi við gildandi reglur um hámarksaidur opinberra starfs- manna. Sem hafnarstjóri í Siglufirði var Þórarinn harðduglegur og samvizkusamur starfsmaður og stjórnandi, sem bjó að meðfædd- um og áunnum hæfileikum, reynslu og þekkingu á útgerð og þörfum skipanna, sem leituðu hafnar í þessum gamalgróna út- gerðar- og fiskvinnslubæ. Þórarinn lét margháttuð félags- málastörf til sín taka. Hann var einn af stofnendum Skipstjóra- og stýrimannafélags Reykjavíkur. Starfaði i forystusveit Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Ægis í Siglufirði, Skipstjórafélagi Norð- lendinga og var um langt árbil Vináttukveðja frá Wales ÞETTA er 54. vináttukveðjan frá ungmennum Wales til æskulýðs allra þjóða á vináttu- daginn 18. maí 1975. ,,I dag senda ungmenni Wales kveðju sína til æskulýðs allra þjóða. Það er hörmulegt að hugsa til þess að nú á dögum, á þessari öld, skuli svo margt fólk þjást af hungri og fátækt jafnvel hér, í heimi allsnægta. Ein af aðal ástæðunum er SÖUN. Eyðsla til herbúnaðar er siðlaus sóun. Snilligáfu mannsandans er beint til eyðingar fremur en til skapandi máttar til verndar lífi. Við heitum á allar ríkis- stjórnir heims að hverfa frá þessari sóun og sinna bæn okkar um frið og vinsemd. En við, ungmenni allra landa, verðum einnig að leggja fram okkar skerf í baráttunni gegn þessari sóun. Við verðum að forðast að eyða orku okkar og tíma i fölsk og fánýt viðfangsefni, en í stað þess að verja kröftum okkar til gagns og gæfu fyrir meðborgara okkar og að bæta samfélagiö. 1 stað þess að sóa og eyðileggja viljum við byggja upp.“ Urdd Gobaith Cymru (Ungmennafélag Wales) /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.