Morgunblaðið - 17.05.1975, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1975
t
Piltur og stúlka
Eftir Jón Thoroddsen
er vistuð; eða því reynið þer eigi að
útvega yður aðra bústýru, sem bæði væri
betur við yðar hæfi og óvistuð?
Ekki fer ég þessu á flot, sagði Möller,
nema svo aðeins, aö bæði maddama Á. og
aðrir, sem hlut eiga að máli, séu því ekki
mótfallnir; því ber ég þetta mál fremur
fyrir yður en aðrar, að ég tek yður fram
yfir allar, sem ég þekki hér, og getið þér
ekki láð mér, að ég helzt kýs að hafa þann
kvenmann mér við hönd, sem ég veit að
er ráðvönd,trú og mér er þelbetra við en
nokkra aðra stúlku.
Þessi seinustu orð í ræðu sinni sagði
kaupmaður á þann hátt sem hann vildi,
að Sigríói skyldi verðaþau minnistæð; en
ekki gat hann rætt fleira um þetta efni að
því skipti, því nú voru þau komin inn í
bæ, og skildi kaupmaður þar við Sigríði
HÖGNI HREKKVÍSI
og geKK nu attur netsneiðing ofan að
tjörn og sama veg, sem hann hafði áður
farið. Sigríður íhugaði orð Möllers, og
þótti henni allundarlega borin fram til-
mæli hans um vistarráðin, ef ekkert
byggi meira undir, og hafði þó ekki orð á
um viðtal þeirra við fleiri menn. En ekki
leið á löngu, áður það varð augljóst, að
Möller hafði verið full alvara og gjörði
þetta mál uppskátt fyrir kaupmanni Á.
og konu hans og skoraói fast á þau að
gefa Sigríði upp vistarráðin, en lagði
jafnframt mikið að Sigríði um að fara til
sín. Sigríður leitaði ráða hjá maddömu
Þóru. Hún lét sér fátt um finnast, en
sagði þó, að kaupmaður Möller mundi
virða það svo sem þau hjón stæðu á móti,
að þessi ráð tækjust, og lettu hana, ef
hún neitaði að fara til hans. Leið nú svo
fram eftir vetrinum, að Sigríður hvorki
aftók það með öllu eða hét því og kvaðst
verða að ráðgast betur um það við hug
sinn og bera það undir Orm bróður sinn;
en eftir því þóttist Guðrún taka, að Sig-
ríði brygði einhvern veginn kátlegar en
áður við í hvert skipti, sem Möller kom
þar í húsið og heilsaði henni, og komst
Kuennagullið
En yngsti bróðirinn, sem gekk í sömu
görmunum og hann hafði verið í heima,
og ekki átti einn eyri í vösum sínum,
hann var tekinn af varðmönnum og farið
með hann út í hólma nokkurn þar nærri.
Voru þar geymdir allir betlarar og ræflar
og bjuggu við illt viðurværi. Konungur
hafði skipað svo fyrir, að þeir skyldu
settir í hólmann, til þess að þeir trufluðu
ekki gleðskapinníhöllinnimeð harmatöl
um sínum og ölmusubænum, og eins var
ekki gaman fyrir göfugt og skrautbúið
fólk að horfa á þá, svona óhreina og rifna,
en í hólmanum höfðu þeir ekki meiri mat
en svo, að þeir rétt gátu dregið fram lífið.
Bræðurnir fínu sáu vel, þegar farið var
með bróður þeirra og þjón út í hólmann,
en þeir skiptu sér ekki neitt af því. En
þegar piltur kom út í hólmann, tók hann
bara skæri úr vasa sínum og klippti með
þeim út í loftið. Þá klipptu skærin hin
fegurstu klæði, sem menn gátu ímyndað
sér, bæði úr silki og flaueli, svo ræflarnir
úti í hólmanum urðu miklu betur búnir
en konungurinn sjálfur og öll hirð hans.
Síðan tók piltur dúkinn sinn og breiddi
úr honum, og þá fékk nú lýðurinn krásir
VÍEV
MORöðN-
KAFP/NO
Við ættum að lofa honum að sofa lengur, því hann var mjög óvær
í nótt, sagði vökukonan.
Það virðist aðeins eitt að gera,
herra prestur minn. Við bara
biðjum.
PÚ RÆÐST 'A MI& AF
^MÍNNSTA TÍLEFNÍ > 1
■,Ai Xý
L^/ 1 - (\ lj
E& HEFPI FÆRT MÍGr STRAK HEFOI EGj
>VlTAÐ AÐ ÉCr SÆTÍ OFAN^
'A GLAStNU plNU!
Á1
StfGrtaND,
LTkiö a grasfletinum
Eftir: Maríu Lang
Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir
58
— Eruð þér nú vissir um það
Sundin, að hvert orð sem þér
hafið játað sé sannleikanum
samkvæmt?? Vður hefur ekki
hugkvæmzt þetta til að vernda og
hjálpa einhverjum öðrum... til
dæmis ungfrú Holt?
Það var erfitt að dæma um,
hvort Börje Sundin, sem nú setti
dreyrrauðan varð sár eða
hvort hann vissi upp á sig skömm-
ina, þvf að honum gafst ekki rúm
til að svara. A þessu sálfræðilega
athyglisverða augnabliki gekk
nefnilega Agneta Hott f salinn.
Það var faðir minn, sem lciddi
hana vingjarniega inn og það var
einnig hann, sem ýtti henni niður
í Ijósa hægindastólinn sem Olivia
Petren hafði hlassað sér í fyrr um
daginn. Þar sal hún hvftklædd og
reyndi af sýnilegri áreynslu að
standast þau forvitnu augnaráð
sem á henni hvíldu af fullkomnu
miskunnai leysi. Ljóst hárið var
biautt enn og ég verð að játa, að
hún var býsna viðfelldin og
kannski beinlfnis falleg þar sem
hún sat. Hún sneri sér biðjandi að
Christer og iögreglustjóranum til
óumræðislegs léttis varð hann við
vandræðalegri bón hennar.
— Það ýar gott þú komst,
Agnota. Mig langar til að þú segir
okkur, hvort þú trúir þvf sem
Börje Sundin var að segja okkur.
Ilann staðhæfir að hann hafi
drepið bróður þinn. ..
— Nei, hvfslaði hún. — Nei,
það getur ekki verið satt...
En orð hennar hljómuðu líkar
bón... ekki fullyrðingu.
— Segðu mér nú, Agneta, sagði
Christer mildilega, — hefurðu
nokkra hugmynd um, hvernig
þetta gekk fyrir sig.
Hún hristi mæðulega höfuðið.
— Það varst sem sagt ekki ÞÚ?
sem gerðir það...?
— Ég. Nei, auðvitað ekki! Hún
hrópaði þetta upp yfir sig og var
svo sannfa'randi að við funduin
öil til mikíls léttis. Skyndilega
stundi Börje Sundin og hneig nið-
ur f stól og faldi andlitið f hönd-
um sér. Agncta virtist f fyru ætla
að standa upp.
— Láttu hann í friði stundar-
korn. . Það er bezt hann fái ráð-
rúm til að jafna sig. Þú ættir
heldur að segja okkur af hverju
þú ert hingað komin...
Hún dró andann iljúpt og
svaraði síðan og reyndi að hafa
fullkomið vald á rödd sinni.
— Ég kem til að segja sannleik-
ann.
— Sannlcikann. .. um hvað?
— Um Tommy og mig og það
sem gerðist i garðhúsinu fyrir
þremur árum.
— Faðir þinn hefur þegar sagt
okkur allt um það mál. tautaði
Christer.
— Eg veif það, svaraði hún ró-
lega. — En það var ekki þannig f
pottinn búið. Ekki eins og hann
og mamma héldu...
FJÓRTANDI kafli.
Ilún leit á Börje Sundin og í
stórum augum hennar var angur-
værð og blíöa.
— Við vorum svo huglaus. Svo
huglaus og eigingjörn. Við létum
Tommy fórna sjálfum sér fyrir
okkur. Það var a'tlun mín að
segja sannieikann strax... þegar
hann væri farinn og pabbi og
mantma hefðu jafnað sig. En, nú
það var efnhvern veginn ó-
þægindaminna að gera það ekki.
Sundin hafði rétt sig upp og
horfðist í augu við hana...
feimnislega og hikandi.
— Ég vildi alltaf segja það...
frá byrjun, muldraði hann.
— Þú hlýtur að muna eftir því.
— Já, það er öldungisrétt. Ég
ætla ekki að varpa sökinni á þig.
Það var ég sem var argasta rag-
geit. F!n þú veizt ekki hvernig þau
geta verið. Ekkert ykkar veit það.
F!n það var engin hra'ðsla i
röddinni, þvert á móti var hún
örg og þrjósk.
— Bara að ég gæti skýrt út fyrir
ykkur, sagði hún með niðurbæld-
um ofsa — hvernig okkur Tommy
hefur liðið f uppvextinum. Pabbi
alltaf fúll og önugur, hranalegur
og illur, svo að ég hélt stundum
að hann myndi hreinlega drepa
Tommy i þessum illskuköstum,
og svo mamma. sem alltaf var svo
mjúk og mild og alltaf ásakandi
— sama hvað yfirsjónin var lítil.
Og ég held það hafi verið enn
verra ... ég get bara ekki t jáð mig
almennilega um þetta... Það er
bókstaflcga óþolandi að finna
þetta inilda en ýtna og ásakandi
augnaráð hvíla sér og vita að nú
liggur hún andvaka og veltir f.vrir
sér hvort maöur sé öruggíega
heill á húfi og allt í lagi. Svo...
svo það verður eiginlega að Ijúga
að henni! Ég er líka viss um að
pabhi hefur iðulega orðið að gera
það til að fá örlítfnn frið fyrir
afbrýðisemi hennar og stöðugum
kvfða...
Það var kla-ðilegur roði i kinn-
um hcnnar og rödd hennar var
hvorki auðmjúk né vandræðaleg.
I fyrsta skipti gerði ég mér
áþreifanlega grein fyrir að hún
var ekki aðeins dóttir Margits
Holts heldur ekki síður barn VVil-
helms Holts.
i