Morgunblaðið - 17.05.1975, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. MAl 1975
47
— Thailand
Framhald af bls. 1
á blaðamannafundi að óánægja
Thailandsstjórnar vegna aðgerða
Bandaríkjanna byggðist á mis-
skilningi varðandi heimild þeirra
siðarnefndu til notkunar á thai-
Ienzku landsvæði. Enginn timi
hefði gefizt til að hafa samband
við Thailandsstjórn fyrirfram og
aðgerðirnar hefðu verið taldar
falla inn í ramma hinna hefð-
bundnu samskipta ríkjanna. „Ef
við höfum valdið Thailandi óþæg-
indum þá hörmum við það,“ sagði
Kissinger.
• Með ákvörðun Thailandsstjórn-
ar í dag þykir sýnt að síðasti
bandamaður Bandarikjanna á
meginlandi Suðaustur-Asíu hefur
tekið stórt skref inn í hina nýju
valdauppbyggingu þessa heims-
hluta. Staða Thailands í þessum
efnum mun þó koma enn skýrar í
ljós á morgun, laugardag, er við-
ræður hefjast við þriggja manna
sendinefnd nýju stjórnarinnar í
Suður-Vietnam, sem í dag kom
við mikil fagnaðarlæti til Bang-
kok til að endurheimta banda-
rísJtar flugvélar frá Suður-
Vietnam sem notaðar voru til
flóttamannaflutninga og til að
koma á „vinsamlegum samskipt-
um við lönd í Suðaustur-Asiu“
eins og sagði í yfirlýsingu sendi-
nefndarinnar. Þá er einnig vænt-
anleg sendinefnd frá Norður-
Víetnamsstjórn á mánudag til
viðræðna um stjórnmálasamband
milli ríkjanna, en hingað til
hefur Hanoistjórnin sagt að skil-
yrði slíks sambands væri algjör
brottflutningur bandarísks her-
liðs frá Thailandi. Það mun
einnig vera skoðun nýju valdhaf-
anna í Suður-Víetnam.
— Vestmanna-
eyjar
Framhald af bls. 48
metra háir kantar úr ösku,
óvarðir með öllu. Þannig er
óvarin og fislétt aska í kringum
kaupstaðinn á þrjá vegu, þar af
tvo af mannavöldum og ef vind
hreyfir að ráði skellur öskuhríð
skjótt yfir. Mikið magn af ösku,
sem hefur verið ekið í flug-
brautina, hefur i norðanhvellum
fokið suður yfir Heimaey, svo þar
eru nú svartskellótt tún sem áður
var iðjagrænt. Ávallt er þó ekið
meiri ösku í flugbrautina og i
rokhrinum flytur vindurinn
öskuna vítt um Heimaey. S.l.
fimmtudag Iét Flugmálastjórn
aka ösku í ofanálag á flugbraut-
ina á 200 m kafla og óku 8 vöru-
bflar alls um 250 bílhlössum í
brautina, sem Ölafur Pálsson
verkfræðingur Flugmálastjórnar
sagði að ætti að reyna að valta
niður í flugbrautina. Ekki vildi
Ólafur segja til um magnið sem
hafði verið ekið í fyrradag því
þeir hefðu verið að gera smá
tilraun. Þegar blaðamaður spurði
hvort það væri ef til vill um 5
bílar eða svo, svaraði verkfræð-
ingurinn: „Já, eitthvað svoleiðis,
það var ekið hluta úr deginum,“
en Ólafur fylgdist með fram-
kvæmd verksins á Vestmanna-
eyjaflugvelli. Hins vegar gáfu
vörubílstjórarnir upp töluna um
250 bílhlöss og var því verki lokið
milli kl. 5 og 6 s.I. fimmtudag, en
ekið hafði verið stanzlaust frá kl.
8 um morguninn.
A fundi bæjarstjórnar Vest-
mannaeyja í fyrradag var sam-
þykkt að senda Flugmálastjórn þá
þegar eftirfarandi símskeyti:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja
krefst þess að Flugmálastjórn
hætti þegar i stað að aka ösku i
slitlag á flugbrautirnar. Öruggt
má telja að askan fjúki öll strax
og hreyfir vind og auki frekar á
eyðileggingu nærliggjandi gróð-
ursvæða. Bæjarstjórn bendir
Flugmálastjórn á þann mögu-
leika, ef hún treystir sér ekki til
að leggja varanlegt slitlag á
völlinn á þessu ári, að nóg er til af
rauðamöl i Vestmannaeyjum, sem
nota má í slitlag á flugvöllinn. —
Allir fulltrúar í bæjarstjórn, 9 að
tölu, samþykktu texta skeytisins.
— Smáfiskur
Framhald af bls. 48
komust um borð i skipin við Kol-
beinsey reyndust allt að 80% afi-
ans smáfiskur, það er fiskur 54
sm og styttri, þar af var verulegt
magn innan við 43 sm. Einnig
fóru fram mælingar á Stranda-
grunni og var þar einnig mikill
smáfiskur. Hinsvegar reyndist
fiskurinn við SA-land vera stór og
fallegur.
„Ef svona heldur áfram, þá
kvíði ég framtiðinni," sagði Jakob
„árið 1973 var mjög gott klakár og
ég yrði ekki hissa á þvi, þótt þessi
árgangur yrði sterkari en við höf-
um haldið, ekki er heldur ólík-
legt, að þetta sé siðasti sterki
árgangurinn um nokkurt skeið,
enda kom síðasta páskahrotan
1973. Siðan hafa göngurnar verið
lélegar. Ef þetta reynist rétt, er
þessi árgangur okkar sterka
tromp til þess að byggja um stofn-
inn að nýju, ef skynsamlega er að
farið, og jafnframt fylgir honum
eftir nokkur ár aukinn afli. En ef
menn ætla að róta smáfiskinum
upp á næstu 2 árum þegar hann
verður 2—3 ára gamall, þá getur
það orðið óbætanlegt fyrir okkur
og gerir þorskstofninum ókleift
um langan aldur að rétta sig við.
Ég hef því meiri áhyggjur af
þessu, eftir því sem líður á árið,
en smáfiskur er algengastur fyrir
norðan á haustin og yfir vetrar-
tímann. — En þær mælingar, sem
við höfum látið gera síðustu daga,
sanna, að Islendingar veiða smá-
fisk alveg eins og útlendingar
þrátt fyrir fullyrðingar Lúðviks
Jósepssonar og fleiri í útvarps-
þættinum í fyrrakvöld."
Vilhjálmur Þorsteinsson var
staddur um borð i skuttogaranum
Ólafi bekk, þegar við náðum í
hann. Hann byrjaði á því að segja
okkur að nú væru þeir staddir á
Strandagrunni og nýbúnir að taka
mjög stórt hal, 20 tonn eða meira.
Þar væri fiskurinn góður, aðeins
0,6% farið í smátt, 79,9% i milli-
stærð og 16% i stórt. Þeir á Ólafi
byrjuðu veiðiferðina með því að
taka eitt smáhal á eystra grunnin-
um við Kolbeinsey, þar sem afla
hrotan var fyrir stuttu. 7,3% af
þeim fiski, sem fékkst þar, fóru í
úrkast, voru minni en 43 sm,19%
voru smátt, 65,9% millistærð og
7,3% stór fiskur, en meðallengd
fiska var 59 sm.
— Kissinger
Framhald af bls. 1
stuðning í Bandaríkjunum og víð-
ar. Þingmenn lýstu langflestir
ánægju með skjóta ákvörðun og
föst tök Ford forseta á málinu og
viðbrögð almennings, bæði sam-
kvæmt skoðanakönnun sem gerð
var í gær, (65% studdu aðgerðirn-
ar) og samkvæmt fjölda sim-
skeyta sem Hvíta húsinu hefur
borizt, eru á sama veg. Irans-
keisari sem er í heimsókn í
Washington óskaði Ford i kvöld-
verðarboði í gærkvöldi til
hamingju með „hina miklu leið-
sögn og réttu ákvarðanir,, hans i
málinu.
Annars staðar voru viðbrögð
mjög mismunandi. Norður-
Vietnamsstjórn kallaði aðgerðirn-
ar „alvarlega striðsaðgerð", en
Sovétstjórnin virtist ekki ætla að
nota atburðinn í áróðursskyni og
frásagnir af honum í sovézkum
fjölmiðlum voru fáorðar. Hins
vegar fordæmdu Kinverjar að-
gerðirnar harkalega. Hjá Sam-
einuðu þjóðunum lýstu fulltrúar
flestra landa létti yfir því að mál-
ið hefði alla vega verið leyst. Hins
vegar sagði austur-þýzkur full-
trúi: „Ef Kína hefði tekið þetta
skip í stað Kambódíu litlu haldið
þið ekki að Bandaríkin hefðu
farið sér hægar í að beita vopna-
valdi?“
Talsmaður varnarmálaráðu-
neytisins í Washington skýrði frá
því að bandarískar herflugvélar
hefðu gert aðra árás á meginland
Kambódiu, um 40 mínútur eftir
að áhöfn Mayaguez var komín
heilu og höldnu um borð í banda-
rísk herskip, og hefði þessum
árásum verið beint að eldsneytis-
og skotfæramiðstöð og flugvöll
nálægt Sihanoukville (áður
Kompong Som), en þar höfðu
áður verið gerðar árásir og 17
kambódiskar herflugvélar eyði-
lagðar. Bæði talsmaðurinn og
Kissinger utanríkisráðherra
vörðu þessar árásir og kváðu þær
hafa verið nauðsynlegar vegna
þess að öryggi og undankoma
Bandaríkjamannanna hefði verið
í hættu vegna gagnaðgerða
Kambódíumanna.
— Kristinn
Framhald af bls. 48
Hannover. Félagið hefur leikið í
1. deild i Vestur-Þýzkalandi og
hafnaði í 3. sæti á siðasta
meistaramóti. Það fær ánæstunni
nýjan þjálfara, sem er rúmenskur
og einnig hefur félagið verið á
höttunum eftir nýjum leikmönn-
um.
— Varanlegt
Framhald af bls. 22
áætlað er að um 25% fram-
kvæmdaminnkun verði að ræða
frá vegaáætluninni frá í haust að
alkunnum ástæðum."
— Hvað eru margir íbúar i
Garðinum núna?
„Þeir eru 740. Þeim fjölgaði
u.þ.b. 50 á síðasta ári og búast má
við að þeim fjölgi allmikið á
næstu árum vegna þess að í smió-
um eru um 60 einbýlishús og fjög-
urra íbúða raðhús. Með tilkomu
varanlegs slitlags á veginn má
búast við mikilli ásókn í bygg-
ingarlóðir sem okkur hefur þó
fundizt ærinn fyrir. Ástæðan er
m.a. sú, að jarðvegur hentar mjög
vel til bygginga. Við áætium að
hafinn verði bygging a.m.k. 15
ibúðarhúsa á árinu. Hér er það
vandamál, svo sem víða annars
staðar, að fylgja eftir þenslu
byggðarinnar en þó er það svo, að
við teljum að eftir sumarið verði
búið að leggja olíumöl á mikinn
hluta gatnakerfisins. Og hér þarf
enginn að bíða eftir lóðaúthlut-
un.“
— Við hvað vinnur fólk aðal-
lega í Garðinum?
„Að langmestum hluta vinnur
fólk við verkun á fiski. Ef nefna á
tölur þá er talið að útflutnings-
verðmæti Garðsins hafi numið
8—900 milljónum króna á síðasta
ári. Ég sagði hér áður að íbúa-
talan væri 740 svo þetta gerir yfir
1,1 milljón á hvert mannsbarn í
byggðarlaginu. Þó erþað auðvitað
svo, að ekki eru allir við sjávarút-
veg og skiptist sá mannafli á ýms-
ar greinar."
— Vandamálin
Framhald af bls. 25
það mörgum reynst að kunna fótum
slnum forráð.
Þótt lagasetning þingsins mótist
aðallega af aðsteðjandi vandamálum
og beri þess vott að varlega sé I
framkvæmdir farið, þá er hitt jafn
Ijóst, að Alþingi og rlkisstjórn eru
stórhuga I allri lagasetningu. — Þar
vil ég minna á virkjun fossaaflsins og
hveraorkunnar að þvf ógleymdu, að
einhugur er á bak við landgræðsluna
og útfærslu fiskveiðilögsögunnar I
200 mflur. Það er sagt, að „margs
þarf búið með". Það hefur heldur
ekki gleymst að skyggnast sem
vfðast og sjá um að halda vel f
horfinu. — Það er öllum hollt að
hafa það f huga að farsælt er að
snfða sér stakk eftir vexti, miða
framkvæmdir við getu og búa sem
mest að sfnu á sem flestum svið-
um."
— 33 þingmenn
Framhald af bls. 48
sfðari lið tillögu sinnar til baka,
en það var liðurinn um að hin
hefðbundna stafsetning skyldi
gilda unz lög hefðu verið af-
greidd. Var þingsályktunartillaga
Sverris og Gylfa sfðan samþykkt
með miklum meirihluta atkvæða.
I kjölfar þessa undirrituðu
síðan 33 alþingismenn áskorun á
menntamálaráðherra, sem
hljóðar svo: „Undirritaðir alþing-
ismenn skora á menntamálaráð-
herra að gera ráðstafanir til þess,
að stafsetning sú, sem gildi tók
1929, verði notuð við prentun
þeirra skólabóka, sem nú er verið
að undirbúa og nota á næsta vet-
ur.“
Undir þessa áskorun rita eftir-
taldir alþingismenn nafn sitt:
Sverrir Hermannsson, Gunnlaug-
ur Finnsson, Helgi Seljan, Gylfi
Þ. Gíslason, Svava Jakobsdóttir,
Benedikt Gröndal, Jónas Árna-
son, Sighvatur Björgvinsson,
Eggert G. Þorsteinsson, Þórarinn
Þórarinsson, Eyjólfur Konráð
Jónsson, Ingi Tryggvason, Stefán
Valgeirsson, Steingrímur Her-
mannsson, Jón Armann Héðins-
son, Oddur Ölafsson, Jón Helga-
sonf Ingólfur Jónsson, Friðjón
Þórðarson, Ragnhildur Helgadött-
ir, Jón Árnason, Sigurlaug
Bjarnadóttir, Axel Jónsson, Geir-
þrúður Hildur Bernhöft, Ölafur
G. Einarsson, Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, Guðmundur H.
Garðarsson, Lárus Jónsson, Jón
G. Sólnes, Garðar Sigurðsson
Guðrún Benediktsdóttir, Tómas
Arnason og Jóhann Hafstein.
— Öll eftir —
Framhald af bls. 2
eina til tvær vikur, því að móta-
uppsláttur hætti um leið og
steypa fengist ekki. Að vísu
myndi unnt að ljúka við mót, sem
þegar hefði verið hafinn uppslátt-
ur á. Sveinn Valfells sagði að ef
verkfallið yrði stutt, sem allir
vonuðu auðvitað — myndi það
ekki breyta miklu um fram-
kvæmdir, en ef Iausn drægist á
langinn, gæti verkfallið haft
hinar alvarlegustu afleiðingar
fyrir byggingariðnaðinn.
Sigurður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Breiðholts h.f.,
sagði að steypan í steypustöð fyr-
irtækisins hefði gengið til
þurrðar i fyrrakvöld. Aðspurður
um ástandið — sagðist hann varla
geta til þess hugsað — en hámark
erfiðleikanna myndi koma um
miðja næstu viku. Sigurður sagði
að steypuskorturinn væri þegar
farinn að segja til sín á byggingar-
svæðunum og kvað hann fyrir-
tækið þurfa um miðja næstu viku
að segja upp um það bil 100
manns. Ekki væri unnt að steypa
upp eða pússa hús. Sagðist Sig-
urður ekki finna neitt ráð til úr-
bóta annað en biðja bænir sínar
yfir hvítasunnuna.
— Hljóðfæri
Framhald af bls. 21
Þetta er alveg á byrjunarstigi. Við
höfum safnað til okkar nokkrum
ungum efnilegum atvinnusöngvur-
um til Genfar á sumrin og sem
stendur geri ég mér vonir um að
fylgja þessari hugmynd énn frekar
fram í Suður-Frakklandi þar sem ég
bý. Gerard Souzay mun fara yfir
frönsku Ijóðin, Elizabeth Schwarz-
kopf, sem nú er nágranni minn,
vinnur með þeim þýzku tjóðin og ég
geri mér vonir um að fá til liðs við
okkur bandaríska vinkonu mína til
að leiðbeina f raddtækni.
Það sem fyrir mér vakir, hélt Bald-
win áfram, er að fá þetta unga fólk
til að koma saman og vinna í sam-
einingu að tungumálum og Ijóða-
söng, án nokkurrar afbrýðisemi.
Söngvarar eru yfirleitt afbrýðisamir
hver í annars garð og það vildi ég
geta útilokað þarna. Hugmyndin er,
að þátttakendur verði fyrst og fremst
ungt fólk, sem er nýbyrjað starfsferil
sinn sem söngvarar. Við munum
Ifka halda tónleika og hljóðrita tón-
list sameiginlega
— Er þá ætlunin að hafa skólann
bæði i Genf og Frakklandi?
— Já einmitt, en aðeins að
sumrinu og f takmarkaðan tíma, þvf
að ég er svo mikið i hljómleika-
ferðum. Til þessa hefur þetta gengið
mjög vel, við höfum verið heppin
með söngvara og þeim hefur
vegnað vel eftir að þeir fóru frá
okkur, unnið til verðlauna I keppn-
um og komizt áfram. Ég get nefnt
þér sem dæmi finnsku söngkonuna
Margaretu Havarinen. Hún vann
nýlega mestu Ijóðasöngkeppni, sem
haldin er f Finnlandi. Hún á eftir að
verða mikil óperustjarna, ef svo fer
sem nú horfir, stórkostleg rödd.
Sjálf er hún gullfalleg og aðeins 21
árs að aldri. Hún var hjá okkur f
Genf og þar eru allir eins og ein
fjölskylda, hún hjálpaði söngvurum
frá (talfu og Frakklandi að flytja
sænska og finnska músik og þeir
aðstoðuðu hana við ftölsku og
frönsku lögin. Ég nýt þess að sjá
fólk hjálpast að.
Baldwin kvaðst eingöngu hafa
takmarkað sig við að vinna með
söngvurum sfðustu árin, til annars
gæfist lítill tími. „Ég Ift á manns-
röddina sem hljóðfæri Guðs, sagði
hann, hún er eina hljóðfærið sem
býr innra með manneskjunni og mér
er mikil ánægja að þvf að helga
henni Iff mitt og starfskrafta.
— Einu sinni ætluðuð þér einnig
að verða söngvari?
— Baldwin bandaði frá sér
hlæjandi... Ég elska söng, en
sjálfur hef ég rödd eins og froskur.
— Tenór, bassi eða?
—Viðgetumsagt aðég hafi verið
annars flokks baryton, en þvf er bezt
að gleyma. Nú nýt ég þess að vinna
með söngvurum -r- ég lifi sönglist-
ina með þeim, anda með þeim........
ég leik aldrei með söngvara án þess
að syngja verkin sjálfur f gegn til
þess að tileinka mér þau gersam-
lega, upplifa tilfinningu þeirra og
það sem f texta Ijóðsins býr.
— Þé hljótið að hafa mikinn
áhuga á Ijóðum, hvað með nútfma-
músik og nútfmaljóð?
— Mér finnst margt af þvf ofmet-
ið. Góður vinur minn söng nýlega í
nýju verki eftir þýzka tónskáldið
Henze, sem er mjög vinsælt um
þessar mundir Verkið var skrifað
við byltingarljóð eftir kúbanska höf-
unda — og mér fannst skorta dýpt i
þennan skáldskap Henze hefur
mikinn áhuga á kommúnisma, en
það hefur ekki áhrif á lifnaðarhætti
hans, hann t.d. á stórt hús i Róm
þar sem hann heldur tólf þjóna.
— Hvernig Ijóð falla yður þá bezt
i geð, rómantiskur skáldskapur?
— Já, meðal annars, ég er ákaf-
lega rómantískur að eðlisfari Skáld
á borð við Mörike, Heine, Rilke,
Heine, auðvitað og Göthe, — og
frönsku skáldin, Baudelaire,
Verlaine og fleiri, Þessi skáldskapur
er svo nátengdur 19 og 20. aldar
tónlist og hæfir músik svo vel. Það
er eins og grófleiki og Ijótleiki ein-
kenni frekar margt af þvi sem gert er
nú orðið.
Mér finnst til dæmis vanta meiri
músik bæði I Ijóðlist og tónlist nú-
timans, hélt Baldwin áfram. Oft eru
verk f þessum listgreinum ákaflega
áhrifamikil, en — ekki beinlínis
falleg. Og þau hæfa illa til söngs.
Nútimatónskáld eru mestu radda-
brjótar. Verk þeirra eru svo tækni-
lega erfið og gera óhemju kröfur til
tæknikunnáttu, sveigjanleika raddar-
innar, tóneyra og tilfinningar. En —
jafnframt hafa þau stuðlað að því að
söngvarar verða æ betri og upp-
fræðsla í söng fer stöðugt batnandi,
sagði Datton Baldwin að lokum.
— mbj-
— Bókaþing
Framhald af bls. 3
Þá sagði Baldvin, aö alkunna
væri nú meðal þeirra, sem að
bókaútgáfu störfuðu, að bók, sem
ekki næði því að seljast í 800
eintökum, stæði ekki undir sér, og
kæmi þetta tvímælalaust niður á
útgáfu ljóða, skáldTfta og
íslenzkra og erlendra stórverka,
sem óhjákvæmilegt væri að gefa
hér út.
Aðrir, sem erindi flytja á Bóka-
þingi að þessu sinni eru Jónas
Eggertsson, formaður Félags
bókaverzlana, Sigurður A.
Magnússon, formaður Rithöf-
undasambands íslands, og Vil-
hjálmur Hjálmarsson, mennta-
málaráðherra.
— Tónleikar
Framhald af bls. 22
einnig, Háskólakórinn söng i des-
ember undir stjórn Ruth Magnús-
son, Dóra Reyndal söng í janúar,
Halldór Halldórsson og Gísli
Magnússon léku á tvö píanó í
febrúar og siðar í febrúar lék
Helga Ingólfsdóttir á sembal, í
marz sungu Halldór Halldórsson
og Ruth Magnússon, Manúela
Wiesler og Halldór Halldórsson
voru á tónleikum i april.
Háskólakórinn aftur i apríl og
svo síðustu tónleikarnir eins og
fyrr getur nú um hvítasunnuna.
Að sögn Þorsteins Gylfasonar sem
hefur unnið að undirbúningi
þessa tónleikahalds verður starf-
seminni haldið áfram af fullum
krafti næstavetur.
— Ragnhildur
Framhald af bls.46
sekúndur af Olsen, og hljóp vega-
lengdina á um 9 mfnútum. TryggSi
þessi góði sprettur hennar BUL-
sveitinni annaS sætið í hlaupinu,
næst á eftir sveit Tyrving. Sigur-
sveitin fékk tfmann 1:00,44 klst.
Sveit BUL var á 1:01,20 klst. og f
þriðja sæti varð sveit Hellas á
1:02,02 klst.
Ragnhildur tók nýlega þátt f vfSa-
vangshlaupi f Noregi, þar sem
hlaupin var ein ensk mfla. Samtals
voru þátttakendur f hlaupi þessu um
200. Sigraði Ragnhildur f kvenna-
flokki á 5:23,4 mfn., en Björg Moen,
sem er f fremstu röð t Noregi, varS
önnur á 5:26,7 mfn.
Árangur Ragnhildar f mótum þess-
um bendir til þess aS hún sé nú f
mjög góSu formi og líkleg til þess að
stórbæta islandsmetin f 800, 1500
og 3000 metra hlaupum I sumar.