Morgunblaðið - 25.05.1975, Side 1

Morgunblaðið - 25.05.1975, Side 1
48 SIÐUR 115. tbl. 62. árg. SUNNUDAGUR 25. MAl 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Herinn ræðir kröfur Soares Lissabon, 24. mai. REUTER. MARIO Soares, leidtogi portúgalskra sósíaldemókrata, fór í dag til Frakklands til við- ræóna við evrópska skoðanabræð- ur sína um valdabaráttu hans við kommúnista f Portúgal. Situr hann fund sósialista frá löndum S-Evrópu og bendir koma hans þangað til þess að dregið hafi lítillega úr átökunum milli flokk- anna í Portúgal — því sl. fimmtu- dag tilkynnti Soares, að hann ætti ekki heimangengt. Fundurinn fer fram á sveitarsetri Francois Hallast að F-16 þotum Haag, 24. mai. Reuter. HOLLENZKA stjórnin tók í dag ákvörðun um að endur- nýja orrustuvélaflota sinn með bandarísku þotunni F-16 fremur en frönsku Mirage- þotunni F-l, en þó með þeim fyrirvara að Danir, Belgar og Norðmenn geri slfkt hið sama. Norðmenn hafa þegar lýst yfir að þeir hallist að bandarísku þotunni og búist er við að Dan- ir geri slíkt hið sama, en Belgar hallast enn að Mirage- þotunni. Löndin fjögur þurfa að kaupa 350 nýjar þotur til að leysa Starfighter-þoturnar gömlu af hólmi og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn verði um 2 milljarðar dollara. Mitterand, leiðtoga franskra sósíalista. f námunda við Bordeaux í S-Frakklandi. 1 morgun sendu sósíaldemó- kratar hins vegar frá sér yfirlýs- ingu, þar sem kommúnistar voru sakaðir um að reyna að útiloka þá frá stjórnarsamstarfi. Kom þessi yfirlýsing í kjölfar ásökunar kommúnista í gærkveldi um að sósíaldemókratar hunzuðu stjórn- arfundi og stefndu þar með í hættu öllu valdakerfinu í land- inu. Sagði þar og, að þing það sem til var kosið í april sl. og koma á saman 2. júní, væri ekki rétt- lætanlegt. Byltingarráð hersins sat á fundi fram eftir nóttu eftir að hafa hlýtt á röksemdir leiðtoga kommúnista og sósíaldemokrata i gærkveldi. Er haft eftir áreiðan- Iegum heimildum, að ráðið hafi óskað eftir því við leiðtogana að þeir legðu fram snemma í næstu viku ýtarlega greinargerð um sjónarmið sín varðandi framtíð Portúgals og hvernig leysa skuli hin ýmsu vandamál, í bráð og lengd. Þá hefur byltingarráðið boðað til þings 250 herforingja og annarra á mánudag til þess að ræða, hvort orðið skuli við kröf- um sósialdemókrata um, að her- inn bindi enda á kverkatak kommúnista á fjölmiðlum lands- ins, verkalýðsfélögum og bæjar- og sveitarstjórnum. Ljósmynd: Friðþjófur Helgason. Sunnanátt og skýjað sunnanlands og vestan, en bjartviðri norðan og austanlands segir veðurstofan, en lofar okkur litlum hitabreytingum. Þrátt fyrir að sólin sé horfin hér sunnanlands í bili, er ekki að sjá annað en þessar stöllur séu f sólskinsskapi. Róðrabann Sjómenn krefjast hærra fiskverðs Þórshöfn, 24. mai. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Jogvan Arge. í Færeyjum FÆREYSKA útvegsbændafélag- ið, Meginfélag útróðrarmanna sem telur um 1600 manns á 70 kútterum og fjölda trillubáta hef- ur sett á róðrabann til að mót- mæla lágu hráefnisverði. Gekk bannið f gildi um hádegisbilið í gær og lagðist þá þegar niður öil vinna í fiskiðjuverum í Færeyjum. Krefst félagið þess að fiskverð verði þegar hækkað til að grundvöllur geti orðið fyrir útgerð bátanna. 45 kútterar voru nýbyrjaðir togveiðar í sérstökum hólfum innan 12 mílna fiskveiði- lögsögunnar, en slík veiði er heimiluð frá 15. maf til 15. september. t upphafi vertíðar er mestur hluti aflans flatfiskur, rauðspretta og rauðtunga og segja sjómennirnir að verðið á þessum tegundum sé svo lágt, að það borgi sig ekki að gera út. Einnig segja þeir að verðið á þorski og öðrum fiski sé of lágt. Samningaviðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa sjómannanna og landsstjórnarinnar um lausn málsins og hefur verð á flatfiski m.a. verið hækkað úr 92 aurum kg Utlagastjórn Palest- inu-Araba í Líbýu? Kuwait, 24. maí. REUTER. HAFT er eftir Muammar Gaddaf i, leiðtoga Libyu, f samtali við hann, sem birtist í Kuwait i dag, að hann hafi hoðið Palestínu- Aröbum að setja upp útlagast jórn í Libyu. í 1 kr. 49 á rauðtungu og kg af rauðsprettu úr 68 aurum í 92 aura. Þetta segja sjómennirnir ekki nægilega hækkun. Heimildin til veiða innan fiskveiðilögsög- unnar hefur verið bundin þvi HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum f Washington, að Rockefeller-nefndin hafi undir höndum gögn er sýni, að háttsett- ir menn f stjórn Johns F. Kenne- dys hafi rætt þann möguleika á leynifundi 10. ágúst 1962, að ráða Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, af dögum. Samkvæmt upplýsingum frá heimildar- manni, er séð hefur fundargerð frá þessum fundi, var hugmynd- inni vísað afdráttarlaust á bug. Aðrar heimildir herma, að tveim- ur dögum síðar hafi aðstoðarmað- ur þáverandi landvarnaráðherra, Robert McNamara, skrifað fyrir- skipun til bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA, um að láta útbúa áætlun þar að lútandi. Hún hafi einnig verið afturkölluð en málið þar með ekki verið úr sögunni, því eftir það hafi verið gerðar tilraunir til að losna við Castro. Umræddan fund sátu meðal annarra McNamara, Dean Rusk, skilyrði að bátarnir landi afla sín- um í Færeyjum, en nú hefur þetta skilyrði verið fellt niður að kröfu sjómanna og þeim heimilað að selja aflann í Bretlandi eða Danmörku. Þá krefjast sjómenn- irnir að verðákvarðanir á fiski verði látnar gilda til lengri tíma og að Lögþingið verði þegar kallað saman til að undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar. þáverandi utanríkisráðherra, Jon A. McCone, þá forstöðumaður GIA og McGeorge Bundy, ráðgjafi Kennedys forseta. Heimildarmaður AP segir, að fyrirskipunin til CIA hafi verið skrifuð af Edward G. Lansdale höfuðsmanni. Hún hafi verið aft- urkölluð — en eftir sem áður hafi verið útbúnar áætlanir um ýmsar leiðir til að losna við Castro, allt frá uppreisn gegn honum til líf- láts. I símtali við AP könnuðust hvorki McNamara né Lansdale við umrædda fyrirskipun til CIA. Rockefeller-nefndin var upp- haflega sett á laggirnar að boði Geralds Ford forseta til þess að rannsaka ákærur um meiriháttar njósnastarfsemi bandarísku leyniþjónustunnar innan Banda- rikjanna, en umboð nefndarinnar hefur siðan verið aukið svo, að það nær einnig til meintra ráða- gerða, framkvæmdra og ófram- kvæmdra, um pólitísk morð, er CIA hafi átt hlut að erlendis. Bú- izt er við skýrslu nefndarinnar 6. Ekki var hægt að verða við þessari kröfu, þar sem Atli Dam lögmaður og Peter Reinert fiski- málaráðherra sitja nú fund NA- Atlantshafsnefndarinnar i London og hafnað var einnig kröfu um að þeir yrðu kallaðir heim þegar í stað. Mun þvi róðra- bannið gilda áfram þar til tvi- menningarnir koma heim i næstu viku. júní nk. og er haft eftir varafor- manni hennar, C. Douglas Dillon, að þar verði ekki að finna neinar meiriháttar uppljóstranir um njósnastarfsemi CIA heimafyrir. Jafnframt er haft eftir öldunga- deildarþingmanninum Frank Church, demokrata frá Idaho, að rannsóknamefnd öldungadeildar bandaríska þingsins sé nú að kanna, hvar i stjórnarstiganum bandaríska hafi verið tekin ákvörðun um að láta útbúa fyrir- skipunina til CIA, sem Lansdale er sagður hafa skrifað. Lét Church svo um mælt eftir þriggja klst. fund nefndarinnar með William E. Colby, yfirmanni CIA, að enn væri mörgum spurningum ósvarað í sambandi við þetta mál. Þá skýrói dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Edward Levi, frá pvi i dag, að J. Edgar Hoover, fyrrum yfirmaður FBI hafi borið ábyrgð á því, að meðlimir mafíunnar voru settir til höfuðs kommúnistaflokknum banda- riska. W Aætlanir QA um tilræði við Castro rannsakaðar Washington, 24. mai. AP. Spánska Sahara fær fullveldi Madrid, 24. maí. Reuter. SPANSKA stjórnin lýsti því yfir í dag, að hún myndi veita Spönsku Sahara fullveldi eins fljótt og unnt væri. Miklar deilur hafa verið um þetta svæði, sem býr yfir auðugum fosfatnámum og gera Mauritania og Marokkó einnig tilkall til yfirráða. Um 74000 manns búa á svæðinu. Stjórn- málafréttaritarar túlka þessa yfirlýsingu I þá átt að Spán- verjar muni fremur láta svæðið af hendi en að lenda í nýlendustríði. Tveir bræð- ur skotnir á N-írlandi Belfast, 24. mai. Reuter. TVEIR kaþólskir bræður voru skotnir til bana í Belfast í gær og 11 manns særðust í sprengjutilræðum og skotárás- um. Irski Lýðveldisherinn IRA hefur virt vopnahlé sitt við Breta frá því um miðjan febrúar sl., en ekki hefur tekizt að koma í veg fyrir inn- byrðis deilur milli öfgahópa mótmælenda og kaþólskra. Bræðurnir tveir sátu að spilum með vinum sinum úr hópi mót- mælenda, er grímuklæddir menn ruddust inn í íbúðina og tóku þá af lífi með skoti i hnakkann. Portugalsher fái friðarverð- launin Ósló, 24. mai. Reuter. LAGT hefur verið til við norsku Nóbelsnefndina, að Portúgalsher verði veitt friðar- verðlaun Nóbels, að þvf er áreiðanlegar heimildir i Ósló hermdu í morgun. Tim Greve, forstöðumaður stofnunar- innar, neitaði að segja nokkuð um málið, en það er venja nefndarinnar að ræða ekki um tillögur um verðlaunahafa. Rússnesktillaga umþorskveiðar við Noreg London, 24. mai. Reuter. SOVÉZKA stjórnin hefur lagt fram skriflega tillögu á fundi NA-Atlantshafsnefndarinnar um tilhögun þorskveiða undan ströndum N-Noregs. Ekki er vitað í hverju þessi tillaga er fólgin og hafa talsmenn brezka sjávarútvegsráðuneytisins neitað að láta nokkuð uppi um hana fyrr en fundi nefndar- innar, sem er lokaður, lýkur í þessari viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.