Morgunblaðið - 25.05.1975, Side 19

Morgunblaðið - 25.05.1975, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAI 1975 19 — „Leeds sigraði Leicester." — „Lorrimer skoraði þrjú-!“ endurtók félaginn. — „Jæja Friðrik," segir Sigurjón, „þeir eru sveimér skemmtilegir leikmenn." Áfram halda orðræður félag- anna um mikilsverð málefni. Af rælni verður öðrum kunn- ingjanum það á að kasta kara- mellubréfi í stóran öskubakka sem stendur á gólfinu. Það hefði hann betur látið ógert þvi nú skakklappast í átt til hans maður frá því á árunum fyrir stríð. Er hann all ægilegur ásýndum. — „Öskubakkarnir eru ekki fyrir bréfarusl. Ruslakörfurnar eru fyrir bréfarusl. Svona um- gengni hefði ekki verið liðin í Þjóðernissinnaflokki Islands og verður ekki liðin hér.“ Það er síðast að frétta af þessurn kunningja Sigurjóns, sem varð það á að kasta bréfa- rusli i öskubakkann, að hann er byrjaður að læra rafvirkjun og hefur krækt sér í íbúð, kellingu og áhyggjur af víxlum. Af Sigurjóni er það hinsvegar að segja að hann stóð enn dágóða stund á tali við hópinn er safn- ast hafði saman í þessum vist- legu salarkynnum, en skundaði síðan endurnærður í næstu kennslustund fróðleiks og skemmtunar. V SKOÐUN Hann Sigurjón okkar er ágæt- is bridgemaður. Alltaf þegar skólafélagsfundur eða álíka vit- leysa er á sal situr Sigurjón niðrí Reykholti og spilar bridge. Fyrir tveimur árum var starfandi bridgeklúbbur á vegum skólafélagsins. Þar var Sigurjón meðlimur og mætti alltaf klukkan tuttuguþrjátiu á fimmtudögum niðrí skóla og spilaði bridge við kollegana. Svo hætti bridgeklúbburinn og Sigurjón hætti að vera virkur i félagslifinu. Hann borgaði að vísu skólafélagsgjaldið þetta ár, þó svo hann hafi ekki borgað það í fyrra. Reynslao hafði kennt honum að það borgaði sig að leggja út fyrir þessu gjaldi, þvi þá var ódýrara inn á böll og tónlistarkvöld. Að visu dauðsá hann eftir þessum peningum, og kannski af skiljanlegum ástæðum: — „Þetta fer allt í einhverja helvítis vitleysu hjá þessum köllum,“ segir hann oft þegar félagsmál ber á góma. Úrþviað rætt er um félags- þátttöku Sigurjóns er nauðsyn- legt að minnast á afreksverk hans á því sviði. Það var einn veturinn að hann keppti fyrir MT, i b-sveit að vísu, i tjarnar- boðhlaupi skólanna. Hann átti lokasprettinn og með glæsi- legum tilþrifum tókst honum að geysast fram úr heilum keppinaut og sigra. Aðspurður kvaðst Sigurjón þakka þennan góða árangur góðri og þrot- lausri ástundun og æfingu, og svo og leikfimikennara skólans sem gaf honum mörg hollráð varðandi limaburð og íþrótta- búning. — „Tjarnarhlaupið er andlit skólans útávið, urðu þeir ásátt- ir um, þessvegna er nauðsyn- legt að vera vel til fara þegar þessi vegalengd er skeiðuð. Það ætti til dæmis að vera brott- rekstrarsök að hlaupa á sund- skýlu einni fata gegnum Isa- fold, ef sú leið er farin. Ber það vott um linkind skólayfirvalda og slæleg vinnubrögð af hálfu Alþingis og ríkisstjórnar að menn skuli komast upp með slíkt. “ VI EFNAFRÆÐIPRÓFIÐ Sigurjón, okkar eðla vin, hefur aldrei verið neinn æs- ingamaður til náms. Hann var bara einsog hver annar „meðal- maður i þessu". Verður það ekki rætt nánar. Það er vor. Vorboðinn ljúfi, prófataflan, hafði birst fyrir skömmu og var nú upplestur- inn í fullum gangi á sumum heimilum, en frumlesturinn á öðrum. Sigurjón hjólaði alltaf í prófin. — „Það er ágætt í góðu veðri,“ segir hann, „upplífg- andi fyrir sál og líkama og svo sefur maður betur.“ Nú er hann sestur inn í efnafræði- prófið. Inni í stofunni er þögn fyrst eftir að látunum, sem or- sakast af þvi að menn eru að koma sér fyrir, linnir. Finnur á fremsta borði er næstum hulinn kuski sem leitar óhemju stift á klæði hans, sérstaklega jakkaermarnar. Upphefur hann skyndilega hreinsunar- herferð mikla með bursti og formælingum. Síðan er einsog renni af honum móðurinn og hann lætur fallast fram á borðið og gefur frá sér lágt and- varp. Gummi i téinu stendur upp hafandi skrifað nafnið sitt og leggur skjálfhentur á kenn- araborðið. Hann reynir að sýnast rólegur og brosir kumpánlega til hinna strák- anna, en skjálftinn i munn- vikunum gerir brosið ósann- færandi og litt uppörvandi. — „Hann var alveg einsog vibrator," sagði Sigurjón síðar. Menn fara nú að rýna í spurn- ingarnar. Einn réttir upp hönd- ina og ávarpar kennarann: — „Hvernig stendur á þvi að 120 millilítra blanda skuli samanstanda af efnum sem samtals eru 130 millilitrar??“ Aðrir sem einnig höfðu tekið eftir þessu kinka kolli og allir mæna á kennarann i krefjandi spurn. — „Já,“ segir kennarinn, „já þetta er . . . jájáeitthvað er þetta .... hmmm eitthvað er þetta nú skrýtið . . . jabíðum við . . . jájá . . . jæja það . . . þið verðið eitthvað að reyna að sjá útúr þessu . . . hafið bara ýmist eða hvorttveggja . . . þið sjáið það einhvern veginn.“ Menn láta sér þessa skýringu nægja og halda ófrarn við úr- lausn verkefnanna, en kenn- arinn gengur út. I dyrunum snýr hann sér við og öskrar yfir óviðbúna prófþreytendur: — „Hvilíkir erkifávitar eruð þið! Vitið þið ekki að alltaf verður að gera ráð fyrir óvissu í mælingum!??!“ Þarmeð er harin farinn en þeir sem eftir sitja eru talsverð- an tíma að jafna sig eftir áfall- ið. VII NIÐURLAG Hér lýkur þessari stuttu frá- sögn af Sigurjóni. Ekki merkir það að ekkert sé meira af honum að segja, öðru nær. Hægt væri að fylla marga doð- ranta með myndum úr lifi hans og annarra sem dvalið hafa milli veggja höfuðbólsins að Tjörn. En einsog Sigurjón hefði sagt á tímamótum sem þessum: — „Búið spil!“ maí’75ek ntvarpinu Þaö var á föstudaginn í síöustu viku að Slagsíðan vaknaði við vondan draum úti í Arósum. Sól- in skein í heiði þennan sumarmorgun og Slag- síðan spurði sjálfa sig; er ég kominn með sólsting, eða er þetta hann Helgi Pétursson í Ríó sem er að tala í útvarpið? Þegar hann svo kynnti lagið „Gvendur á Eyrinni" þá fór það ekki lengur á milli mála, Helgi var að tala í útvarpið og Slag- síðan blessunarlega Iaus við alla stingi. Þegar Slagsíðan svo fór að kanna þessi mál nánar kom í ljós að Helgi Pétursson, sem í vetur hefur dvalið í Arósum, var að kynna íslenzka tónlist í danska útvarp- inu. Þáttur sá sem Slag- síðan hlustaöi á var sá þriðji ! röðinni af fjórum klukkutíma þáttum Helga. Hafði hann tekið fyrir íslenzka tónlist síð- asta aldarfjórðunginn, kynnt dans- og dægurlög og svo þjóðlagatónlist, sem Helga ku víst vera mjög kær. Hvað þátturinn hét. Jú hann hét „Hilsen fra Is- land með Helge Petur- son. Hugleiöing vepa greinarinnar „í menntó vestnr á fjörðum” „Sunnudaginn 4. maí birtist önnur grein í greinaflokki Slagsíðunnar, „Úr bókvitsöskunum”. Grein þessi er eftir nemanda í mennta- skólanum á lsafirði, Einar Eyþórsson að nafni, og ber yfir- skriftina; „t menntó vestur á fjörðum". Ég varð vægast sagt fyrir mikluni von- brigðum þegar ég las þessa grcin, enda hafði ég í framhaldi af fyrstu greininni um menntaskólann við Hamrahlíð, búist við glöggri og greinar- góðri lýsingu á félags- llfi og annarri stárf- semi menntaskólanna í landinu. En þess í stað er greinin, „l monntó vestur á fjörð- um“ uppfull af alls- kyns rembingi og rfg, sem í ofanálag er kr.vddað með einfeldn- ingslegum vangavelt- um um höfuðstaðinn og skólana á Reykja- víkursva>ðinu. Þessar vangaveltur eru að mestu byggðar á, mis- skilningi sem því mið- ur virðist alltof út- breiddur, þ.e. mikil „ameríkanasering” menntaskólanema á Reykjavíkursvæðinu. Það er hvötin til að reyna að leiðrétta þennan misskilning sem fær mig til skrifa að þessu sinni. I fyrsta lagi langar mig að leiðrétta örlít- inn sögulegan mis- skilning hjá greinar- höfundi. Enda þótt eg sé ekki Isfirðingur veit ég þó, að „menningin“ var löngu komin til sög- unnar þar áður en menntaskóli var sett- ur það á stofn fyrir fimm árum. En a-ila mætti af grein Einars að þá fyrst hafi „menningin" komið í spilið á tsafirði þegar þessi skóli var settur þar á stofn. Nei, menntaskólinn á lsa- firði hvílir á rótgrón- um menningarlegum grunni, og menningar- líf hefur alla tíð verið með miklum blóma þar og vísast þá m.a. til greinar Jóns B. Hannibalssonar I Morgunblaðinu fyrir skömmu þar sem hann ræddi um „mcnning- arneysluna” úti á landi með sérstöku til- liti til Isafjarðar. Þar var getið um öflugt tónlistar-, bókmennta- og leiklistarlff, sem allt var löngu komið til sögunnar áður en menntaskólinn bætt- ist við. Ennfremur getur greinarhöfund- ur þess að „hann (þ.e. menntaskölinn innsk. HL.) hafi allt aðra og meiri þýðingu fyrir umhverfi sitt heldur en menntaskólar á títtnefndu Reykjavík- ursvæði", og nefnir hann I því sambandi kvöldkennslu fyrir fullorðna sem fram fari I menntaskólahús- inu (!). I þessu sam- bandi skal þess getið að það telst alls ekki til nýjunga, hvorki á fsa- firði né annarsstaðar að reka slíka kvöld- skóla, nægir þar að minna á öldungadeild- ina við Hamrahlíðar- skólann. þó það sé að sönnu gleðilcgt að slíkt skuli einnig vera gert á Isafirði. En hitt hlýtur að vera var- hugavert að bera saman og reyna að koma að stað rfg um, hvaða skóli hafi „mesta" þýðingu fyrir til nefna og ekki draga úr gildi menntaskól- anna á Akureyri og Laugarvatni, svo ekki sé minnst á Kópavog eða Hafnarfjörð, að ógelymdum Reykja- vfkurskólunum. I öll- um þcssum skólum fer fram umfangs- mikil félagsstarfsemi, sem sótt er af miklu fleirum en þeim sem skráðir eru f skól- unum. Hver ætlar að taka að sér að dæma um slíkt? Og í hvaða aðstöðu er greinarhöf- undur til þess að geta kveðið upp þann úr- skurð, að einmitt Ml hafi „meiri“ þýðingu fyrir umhverfi silt en skólarnir í Reykjavík og annarsstaðar? Þarna eru á ferðinni alvarlegir sleggju- dómar að minu mati. I framhaldi af þessu má spyrja hversvegna aðeins Reykjavíkur- skólar gegna „einungis því hlut- verki að framleiða staðlaða gerð mcnnta- manna væntanlega stjóra og fræðinga kerfisins", eins og grinarhöfundur segir. Hvaða hlutverki gegn- ir hans skóli, og skól- arnir úti á landi? Hversvegna er þetta aðeins hlutverk Reykjavíkurskól- anna? Það er augljóst af öllu þessu að höf- undur greinarinnar horfir aðeins á málin út frá einu sjónar- horni, og sér þar að auki í kringum sig með ljósrauðum rómantískum gleraug- um í „höfuðborginni vesturlands" og láir honum enginn eða hvað? I lok greinarinnar sprettir greinarhöf- umhverfi sitt. Má þar undur aldeilis úr spori, og þar má sjá setningar eins og; ... og er mun meiri reisn yfir þessari út- gáfu en þeim sneplum sem t.d. Hamrahlíðar- skólinn hefur sent frá sér að undanförnu“, ennfremur; „Hljóða- bunga vitnar um þjóð- lega reisn og trú á land og þjöð sem er vandfundin i hlöðum Reykjavíkurskólanna, sem flest einkennast af iágkúru, enda ekki að furða hjá þeim and- legu geldingum og fóinarlömbum amerfskra áhrifa sem setja sinn dauða svip á skólana á höfuöborg- arsvæðinu." Minna má það nú vera. Hvaða til- gangi þjöna þessi skrif? Rcmbingur og gorgeir. Ég hefi kynnst þvf í gegnum samanburð m.a. á skólablööuin þessa skóla og annarra s.s. MA og MH, að það er síst meiri andlcg reisn á þeim ba'iuim hcldur en annarsstaðar. Og um þetta títtncfnda blað „Hljóðabunga” vísast til ritdóms í Timanum um daginn, eftir Halldór nokkurn frá Kirkjubóli. Mátti af þeim lestri ráða að andlega atgerfið sem greinarhöfundur læt- ur að liggja að sé ekki af skornum skammti, sé nú ekki eins mikið og af er látið. Það er alger fásinna og raunar dónaskapur m.a. f garð fsfensku kennara á Reykja- víkursvæðinu, að halda því fram að nemendur í mennta- skólum á höfuðborgar- svæðinu séu ofurseld- ir amerískum áhrifum og ætti það þá einkum Framhald á bls. 21 H&ttOKHMIIt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.