Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAl 1975 23 Jón á Vegamótum bograr með heystinginn í hlöðu- Vegamót, vindmyllan og galti á hlaðinu. Glugginn er á herbergi Jóns, en stabbanum og frammi bíóa rolluskjáturnar eftir tugg- grannar hans hjálpuðu honum vió að slá upp þessu húsi. Jón á Vegamótum. Ekki vildi hann láta taka mynd af sér, kvað svo margar myndir hafa verið teknar af sér að hann vildi ekki fleiri. Hann glotti hins vegar um leið og hann fór inn í kindaherhergið til þess aö gefa skjátunum og sagði aö ég gæti sniellt af í rökkrinu. Ég tók liann á orðinu, fór út og stillti mér upp til hliöar við hlöðugluggann og beið þar til Jón kíkti út um gluggann, því ég bjóst við að hann vildi vita hvað ég væri að gera. Svo fór og augnablik kom andlit fram í hlöðugluggann eins og myndin sýnir. Ljósmynd Mbl. Árni Johnsen og lambi og tvo hesta á eg. Þetta er nú öll fjáreignin, hún er orðin lítil, en 30 fóru frá mér I slátrun í haust. Hér áöur bjó ég hér i Daln- um, var þá með 50 rollur, belju og þrjá hesta. Kvenfólk? Jú, einu sinni snuddaði ég í kvenfólkinu, á strák i Reykjavík. Mér líkar vel hér í rólegheitunum og útvarp hef ég ekki, heyri ekkert í því. Lítið er það sem ég geri mér til dundurs, les dálítið og snudda svo í kring um rollurnar, það er nú lífið hér, en það er lítið fyrir þeim að hafa, þær koma alltaf sjálfar heim. Svolítið var ég í rjúpu áður og fyrrum var ég mikið á sjó við Isafjarðardjúp og Breiðafjörð, en mest hér á heimaslóðum. Ég byrjaði strax eftir fermingu, þá voru strákar venjulega látnir fara a sjóinn. Allt gekk þetta þó tíðindalítið utan einu sinni að við vorum rétt komnir upp i Reykjaneshyrnuna. Við sáum þá Hyrnuna augnablik i gegn um sótsvartan byl, það rofaði eitt andartak og út á það slupp- um við, vorum að koma úr há- karlalegu. Annars hefur þetta mjakast í rólegheitunum, ég er á 9. yfir sjötugt. Ef ég slóri þá verð ég bráðum 80, 2. maí, ég fylgi alltaf vertíðinni. Þéttbýlið? Nei, mér leiðist í þéttbýli, nema ég geti farið á „JÖN, hann er innviðatraustur, fær ekki kvef eða annað vafst- ur,“ sagði Svava á Hrófbergi þegar ég spurði hvort Jón Níelsson byggi einn á Vegamót- um fyrir botni Steingrímsfjarð- ar. „Nei, hann fær ekki kvef hann Jón, svaf í 8—10 stiga gaddi á Kirkjubóli og kenndi sér einskis meins,“ bætti hún við. Við Jón Halldórsson á Hróf- bergi renndum að Vegamótum meö mjólkurdreytilinn. Undir einu þaki, en þiljað í þrennt er herbergi Jóns, Kindaherbergið og hlaðan. Hann hefur ekki af- not af síma, rafmagni, útvarpi Jón á Vegamótum: Siranda „Rollosnuddíð, það er nn lffíð hér” Hefnr hvorki rafmagn, síma, ntvarp né annað slíkt þessa heims eða neinu slíku, en á hlaðinu dormar biluð vindmilla. I her- bergi sínu, sem er allt í senn, stofa, geymsla, smiðja, eldhús og svefnstaður, alls um 10 fer- metrar, er ein lítil sóló-eldavél með einni hellu. Hún var vist biluð líka. Jón lá í fleti sínu þegar okkur bar að garði í hversdagsfötun- um eins og venjulega, því allt er hversdags þarna i fjarðar- botninum þótt hugsunin kunni að bregða sér í hátiðarskap við og við. „Búa? Ég er búinti að búa hér síðan 1968, er með fáeinar kind- ur. Ég bý hér með 16 kindum, einum rosknum hrút, lambhrút sjó. Ég get ekki verið í kaupstað nema ég hafi aðgang að sjón- um. Mér þótti mest gaman þeg- ar ég var ungur á sjónum. Viltu taka myndir af mér, nei, það er búið að taka það helvíti af myndum af mér, ég vil ekki meira. Þetta er víst helvítis mergð sumsstaðar af myndum af mér. Þú spyrð um rafmagn. Ég fæ stundum rafmagn frá vindmill- unni, en nú er hún biluð. Hvað ættum við svo sem að gera með rafmagnsvél hér framfrá bara til ljósa. Nei, ég held nú ekki það. Víst getur maður verið kát- ur og hress án þess, nema bara , lappirnar. Ég skyldi vera úppi á fjöllum nú alltaf öðru hverju ef lappirnar væru í lagi'. Það er ekkert að mér annað, ég bara kemst ekkert. Jæja, ætli það sé ekki bezt að fara að gefa rollu- skjátunum tuggu, skinnunum.*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.