Morgunblaðið - 25.05.1975, Side 31

Morgunblaðið - 25.05.1975, Side 31
Sveinn Ingi Pétursson og Hölmiriour jonstlottir meö börn sin. fyrir mér. Eg get ekki gefió skýr- ingu á þessu. Eitthvað er aö gerast og ég veit að meira á eftir að ske. Við hittum annan að máli. Ég hélt að það væri hljómsveitinni að kenna Ég er nú bara tuttugu og fjög- urra ára. Ég var orgelleikari með þekktri hljómsveit og stundaði auk þess sjó. Þrettán ára kynntist ég áfengi fyrst. Drykkjan fór stöð- ugt vaxandi. Það sá svo lítið á mér til að byrja með. 21 árs hætti ég að leika með hljómsveitinni. Eg ætlaði að byrja nýtt líf. Ég hafði kennt hljómlistarstarfi minu um óregluna. En það tók ekkert betra við. Hass hafði ég reykt í mörg ár. Samhliða víninu notaði ég öll lyf, sem hægt var að fá. Það er hættu- legt. Ein tafla getur ráðið því hvort maður vaknar nokkuð meir. En það var L.S.D. sem réð úrslit- um um að ég kom hér á heimilið. Pilluátið byrjaði ekki hjá mér fyrr en ég hafði reykt hass í nokk- ur ár. Reynsla mín af L.S.D. var það ægilegasta sem ég hefi orðið fyrir. Ég get varla lýst því. Eg missti algjörlega tímaskyn. Þetta varði i nokkra daga. Ef við vorum í bíl fannst mér að við værum alltaf að keyra yfir lítil börn og lögregluþjóna. Það var ægilegt blóðbað. Allt fjarlægðarskyn glataðist. Við vorum fjórir saman með 'A úr pillu hver. Upp úr þessu sneri ég mér til Georgs Viðars. Af hverju ég sneri mér hingað? Það hreinlega veit ég ekki. Ég hringdi á upplýsingar og bað um síma- númerið í Hlaðgerðarkoti. Ég hafði eitthvað heyrt um það eða lesið. Áður en ég kom hingað var ég sólarhring á Borgarspítalan- um. Hér hefi ég nú verið i hálfan mánuð. Strax og ég kom hingað varð einhver undarleg breyting. Ég var orðinn tóbakslaus. Georg Viðar náði mér í pakka af tóbaki og fékk mér hann. Ég opnaði pakkann og ætlaði að reykja. En sá pakki er óreyktur enn. Ég veit ekki hvað gerðist en tóbaks- löngun er algjörlega frá mér tek- in og eins er með löngun i vín og lyf. Ég er bara að vona að þetta sé ekki eitthvert stundarfyrirbrigði. Hér er svo friðsælt og góður, samstilltur hópur. Það vantaði að- eins eitthvert starf hér fyrir vist- menn til að fást við, en úr því er meiningin að bæta ef vel tekst til með happdrættið. Hér tel ég mig hafa fengið lækningu. Ég bíð eftir þvi að fara út í lífið og hefja starf. Margir félaga minna eiga erfitt með að skilja þessa skyndilegu breytingu sem orðið hefir á mér, en hún er sannarlega orðin. Hvað með trúna? Ég veit ekki hvernig er með trúarþáttinn i þessu. Ég verð bara að bíða eftir því að Jesús opni hjarta mitt. Fólkið hér er svo ánægt og glatt. Ég bara vona að þetta opnist fyrir mér líka. Ég vona og bið. Hér við sjóinn vil ég búa. Þetta á allt eitthvað svo vel saman t Grindavík hittum við ung hjón að máli. Húsbóndinn hér að Norðurvör 11 í Grindavík er Sveinn Ingi Pétursson: Ég er nú orðinn 30 ára og átti við óreglu að striða sem vandamál í 13 ár. Siðustu árin var það algjör martröð. Ég lauk skipstjórnar- prófi 1970. Var á togurunum í Reykjavík, Skipti um pláss sjálf- ur áður en á mig yrði lögð meiri ábyrgð. Strax eftir að ég hætti námi í gagnfræðaskóla þá fjórtán ára gamall fer ég að hafa kynni af Bakkusi. Þau kynni fóru stöóugt vaxandi. Ég fór á heimili fyrir drykkjumenn og var þar í hálfan mánuð. Ekki var liðin vika frá því að ég fór þaðan út þar til allt var komið i sömu skorður. Ég var ávallt að sökkva dýpra og dýpra. Fjarlægðist stöóugt hin almennu lífsviðhorf og verð svo bitur út i þjóðfélagið og kenni því um allt. Allir sem eitthvað höfðu spjarað sig voru mér þyrnir í augum. Oft var talað um að hætta að drekka. Aldrei var nein meining í því. Það voru tóm orð. Þetta var orðin algjör örvænting. Ég horfði uppá þrjá félaga mína verða eigin örvæntingu að bráð og svipta sig lífi. Ég velti því fyrir mér hvenær þessu lyki eins fyrir mér. Ég var orðinn hræddur við lifið og tilveruna. Allt var tilgangs- laust og engin markmið til að stefna að. í þessu hugarástandi mínu kemur Georg Viðar til min kl. 3 að nóttu um borð í togaranrt? sem ég var á. Ég hafði þá skummu áður séð viðtöl við kunningja mína í Morgunblaðinu,. þar sem þeir höfðu vitnað um lækningu, er þeir höfðu hlotið gegnum trú. Löngu síðar fræddi Georg mig á því að hann hefði svo sem ekki átt neitt sérstakt erindi um borð í skip mitt umrætt sinn. Ég fylgdi honum frá borði og heim í bíl- skúrinn við Sogaveg 58, sem þá var athvarf Samhjálpar. Þar kynntist ég trúnni, fjölda af fólki bæði þvi sem hafði bjargast og einnig öðrum sem aldrei höfðu ánetjast þessum löstum. Fram- hald þessa verður gjörbreytt lif. Þar kynnist ég konu minni, Hólm- fríði Jónsdóttur, við giftum okkur í maí 1973 og búum nú hér með börnum okkar tveimur. Ert þú aldrei kvíðin, Hólm- fríður, vegna fyrra lífs Sveins Inga? Nei, nei. Ég þekki aðeins einn Svein Inga. Ég get ekki hugsað mér hann öðruvísi. Ég hefi aldrei neinn ótta af þeim manni og öðru nær. Sveinn er bara svona fyrir mér. Við stofnuðum heimili og byrj- uðum að búa á Njálsgötunni, en nú höfum við keypt þetta einbýlishús, sem er 140 fermetrar og á þessum tíma kaupir Sveinn Ingi í félagi við annan 76 tonna bát, sem þeir gera út sameigin- lega og vinna báðir um borð í bátnum. Hér við sjóinn vil ég búa. Þetta á allt eitthvað svo vel saman. En nú hafið þið orðið fyrir miklum áföllum í útgerðar- rekstrinum. Já, vélin fór í bátn- um. En við tökum þessu með mun meiri þroska en áður. Einu sinni virtist allt lokað, segir Hólmfríð- ur, og við vorum bara að hugsa um að hætta. Þá bað ég Guð minn að láta málið opnast væri það hans vilji. Og það varð. Við erum svo samtaka í öllum lífsviðhorfum að við lítum björF um augum til framtíðarinnar. XXX Við snúum aftur til Reykja- víkur og hittum þar að máli Sig- urð Breiðfjörð Ólafsson, 50 ára. Ég er alinn upp á Hellissandi en kem 15 ára gamall hirigað til Reykjavíkur. Ég stundaði ýmis- konar vinnu mest þó múrverk. 18 ára gamall kynnist ég fyrst víni af eigin raun. Þá var þetta ekkert vandamál fyrir mér. Það er ekki fyrr en ég er orðinn 30 ára að ég fer að merkja að ég er orðinn langt leiddur í drykkju. Þá var ég giftur. Árið 1956 fer ég fyrst á Bláabandið fyrir tilstuðlan konu minnar og ættingja. Dvaldi þar i þrjár vikur. Eftir það líður nokkur tími, liklega 5 til 6 mánuð- ir, sem ég hélt mig frá vini. Þá sótti aftur í sama horf. 1957 fer ég svo aftur á Bláabandið. Þá var ég enn svipaðan tíma og árangur varð 2 til 3 mánuðir frá víni. En enn fór allt í sama horfið. Við hjónin skildum, en ekkert lagað- ist við það og svo er komió árið 1970 að allt fór út úr höndum mér. Ég veltist í þessu fram og til baka á geðdeildinni aö Kleppi og Flókadeildinni og heldur svo fram að páskum 1974, en þá hitti ég Georg Viðar. Ég fór á samkom- ur hjá hvltasunnumönnum og í júní för ég svo að Hlaðgerðarkoti. Þaðan sótti ég samkomur hvíta- sunnumanna á meðan ég dvaldi þar. Við dvöl mína í Hlaðgerðarkoti fann ég fyrst að ég var kominn á algjörlega nýja braut i lífi mínu. Ég eignaðist ný viðhorf til lífsins. Mikil breyting hefir orðið á lifi mínu siðan þetta gerðist. Það er eins og svart og hvitt. Enda full- yrði ég að þar hefi ég fengið mik- inn náðarkraft til algjörrar umbreytingar á öllu minu lífi. Er vín vandamál fyrir þig í dag? Nei, ekki finn ég það. Hverju þakkar þú það? Það þakka ég trúnni og engu öðru. Þetta er eini árangurinn í lífi minu, sem við hefir borið. Ég les mikið Biblí- una og held mig við kenningar hennar og þaðan finn ég styrk og kraft. Ég vil endilega geta þess að ég tel dvöl í Hlaðgerðarkoti bera mikinn árangur fyrir hvern þann sem vill gera sér grein fyrir líf- inu. Þar gefst tími til hugleiðinga um vandamálið. Fyrir mig hefir dvölin þar borið ómetpnlegan árangur. Hvað starfar þú núna, Sig- urður? Ég er að reyna að gera hreint fyrir mínum dyrum. Trúin á krist eina leiðin Næst hittum við Gest Sigur- björnsson 22 ára. Ég byrjaði að Sigurður Breiðfjörð Ólafsson. drekka 18 ára gamall, en þá för ég frá föðurhúsum og hóf að stunda ýmsa vinnu. Þá hefst raunveru- lega min drykkja. Um leið hefst þetta myrkvaða timabil i lifi mínu. Ég tel ýmsar ástæður liggja til þess að ég fór að drekka. Ég var ómannblendinn, en eftir jð vín var komið í mig fór ég að samlagast fólki meira en áður. Ég var feiminn og þetta er hluti af þeim félagslegu ástæðum sem ég tel liggja til grundvallar. Vínið var flótti, byggður á blekkingum. Ég stundaði mikið skemmtana- lífið og leitaði eftir fjöri og geimi, en kvöldstundirnar voru varla á enda þegar ég lenti í allskonar veseni, vitleysu og leiðindum. Þetta leiddi mig til ýmissa þeirra hluta, sem ég hefði ekki fallið fyrir ódrukkinn. Smátt og smátt jókst þetta, ég fór alltaf dýpra og dýpra og drykkjan stöðugt jókst. Hvað kallar þú að fara dýpra og dýpra? Ég kalla það að byrja næsta dag eftir drykkju með því að fá sér afréttara. Ég fór að missa einn og einn dag úr vinnu. Ég hreinlega þoldi ekki þetta lif. Fann aldrei neina hamingju í lífinu. Var stöð- ugt leitandi. Svo var þetta orðið það alvar- legt að ég var farinn að sleppa vinnu og lenti þá i mjög óæskileg- um félagsskap og þá nokkrum sinnum í kasti við lögreglu, þó ekki væri þar um mjög alvarleg tilfelli að ræða, sem eflaust hefðu orðið mjög alvarleg ef ég hefði ekki fundið frelsið. Mig hafði lengi langað til að hætta að drekka vín. Ég trúði því að það gæti ég sjálfur og óstuddur, en það brást alltaf. Ég tel að það sé trúin á Jesúm Krist, sem sé eina leiðin til að draga mann upp úr þessu. Ég reyndi að hjálpa mér sjálfur, en það mistókst. Með hjálp Jesú Krists varð þetta mögulegt mér, en öðruvísi ekki. Þetta er mín bjargföst trú. Ég heyrði fluttan lifandi og kröftugan boðskap Eiríkur Sigurbjörnsson 25 ára. 15 ára fór ég fyrst að drekka. Þá drakk ég bara þegar ég náði í vín. Hvers vegna? Jú, ég var að leita Gestur Sigurbjörnsson. að einhverju, leita að friði. Friði frá hverju? Friði frá eirðarleysi, tómleika og. einveru. Hvað með félagsskapinn? Hann var gegnum áfengið. Strákar sem voru með svipaðar hugmyndir og ég. Bara svona að skvetta úrklaufunum.En hvað um árangur? Nú það hallaði stöðugt undan fæti og ég sá hvert stefndi. Maður sá að maður var að fara í netaflækju, sem ég reyndi að krafsa mig út úr. Já, ég reyndi að krafsa mig út úr því með manna- vísdómi, í þekkingu þeirra og eigin krafti. Ég sá að það bætti mig ekki nema þá að mjög litlu leyti. Var áfengið það eina sem þú notaðir sem vimugjafa? Nei, nei, pillur og eiturlyf. Þetta var allt notað samhliða. Þegar þú talar um eiturlyf, hvað áttu þá við? Ég á við allt sem hægt er að ná í örvandi og róandi. Já, hverskonar misnotkun á lyfjum. Hvað verður svo til að gjörbreyta svona viðhorfum þínum til þess- ara mála? Ég heyrði fluttan lif- andi og kröftugan boðskap um að Jesú væri enn að starfa. Hann væri sá sami í dag og i gær og um aldir. Ég kynntist Georg Viðar þar sem hann starfaði í bilskúrn- um við Sogaveginn. Starf hans var byggt á kristilegum grund- velli. Síðan kom trúin með boð- skapnum. Ég fór að reiða mig meira á Guð en mennina. Ég dvaldi i Hlaðgerðarkoti. Hvernig Eiríkur Sigurbjörnsson. 31 var dvölin þar og hvað einkenndi hana? Eiríkur hugsar og hugsar. Jú, hér voru allir komnir til að leita eftir hjálp. Hjálp frá Guði. Koma allir að Hlaðgerðarkoti með því hugarfari? Ekki kannski allir, en liklega 9 af hverjum 10. Ég trúi því að kraftur Guðs hafi komið mér út úr þessú ófrémdar- ástandi mínu i áfengismálunum. Ég trúi því staðfastlega, sem segir í Sálm. 18. 145. Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann, öllum sem ákalla hann í einlægni. Hvernig lítur þú á lifið sem er framundan? Ég lit það björtum augum og opnum. Því Kristur er mér allt. Sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin Pétur Sigurðsson, 29 ára. Ég lærði kjotiðn að lokinni skóla- skyldunni. Það nám hóf ég 16 ára og lauk því tvítugur. Þann tima bjó ég með stúlku og áttum við saman tvö börn. Þann tíma notaði ég lítið sem ekkert vín, en eftir 20 ára aldurinn hófst drykkjan mín fyrir alvöru. Ég gifti mig 20 ára en að nokkr- um mánuðum liðnum skildum við. Hvað olli skilnaðinum? Það var vinið. Það má segja, að ég hafi verið drukkin síðan eða i nær átta ár. Á því tímabili hefi ég fjórum sinnum dvalið á geðdeildinni á Kleppi. Arangur hjá mér var eng- inn. Aðeins í eitt skipti gat ég haldið mér þurrum í rúman mánuð. Síðast dvaldi ég i mánuð á Flókadeildinni. Sama dag og ég útskrifaðist þaðan var ég drukk- inn, en 10 dögum síðar bar það til að faðir minn, sem sjálfur hafði fengið mjög góða reynslu af dvöl í Hlaðgerðarkoti, hvatti mig til að reyna það. Síðan eru liðnir tíu mánuðir. Ég hefi verið þar viðloð- andi ávallt siðan og stundað þaðan vinnu, en vinna mín hefir verið stöðug siðan. Er hægt að stunda vinnu í Reykjavík og búa í Hlaðgerðar- koti? Það er afar erfitt. Til þess þarf maður að hafa bíl og að sjálf- sögðu bílpróf, en það missti ég, en fæ það aftur nú í maí. Pétur Sigurðsson. Hverju vilt þú þakka þann árangur sem þú hefur náð? Eg þakka það hiklaust bæninni og Drottni mínum. Samhliða ástundun á kristilegu samfélagi. Mig langar að lokum að segja: Sæll er sá er afbrotin eru fyrir- gefin, synd hans hulin. XXX Ég læt hér lokið rabbi mínu við nokkra þeirra er náð hafa umtals- verðum árangri gegnum starf sitt með hvítasunnumönnum og dvöl- ina í Hlaðgerðarkoti hjá Georg Viðar. Hafi eitthvað komið hér fram, er einhver teldi umhugsunarvert, þá er tilganginum náð. Þetta voru aðeins svipmyndir úr einum þætti lifssögu þeirra manna er tekist hafa á við eigið vandamál og leyst það. Hvað framtíðin ber í skauti sinu er okkur öllum hulin gáta. Þessir nienn hafa fengið svör við bænuni sínum og svo er um ótal fleiri. Teljir þú lesandi ntinn og landi góður að þarna hafi verið unnið gott starf og gagnlegt, þá réttu fram útrétta hjálparhönd og stuðning til frekari átaka við hið Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.