Morgunblaðið - 25.05.1975, Side 32

Morgunblaðið - 25.05.1975, Side 32
32 MORG UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAI 1975 Bazar og kaffisala að Fólkvangi í dag kl. 3. Kvenfélagið Esja, Kjalarnesi. Barnavefnaður — dagnámskeið Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14.00 — 16.15. Byrjar 29. maí — 1 0. júlí. íslenzkur heimilisiðnaður. Hafnarstræti 3. Simi 11 785. LAND — LAXVEIÐI UM 50 HEKTARA LAND ÁSAMT FALLEGU HÚSI Á BEZTA STAÐ í Borgarfirði til sölu. LAXVEIÐI FYLGIR. HENTUGT FYRIR FÉLAGSSAMTÖK OG STARFS- HÓPA. ÞEIR, SEM HAFA ÁHUGA SENDI INN NAFN, HEIMILISFANG OG SÍMA MERKT: „LAXVEIÐI — 9775 ", FYRIR 30. MAI N.K. NÝ BÓK FRÁ MÁLI OG MENNINGU: EDDA Þórbergs Þórðarsonar „Ég hefi hvorki haft ástæður né löngun til að vanda svo til Ijóðagerðar minnar sem þeirra er siður, er telja skáldlistina lífsköll- un sfna... enda aldrei þráð sæti á skálda- bekk", sagði Þórbergur Þórðarson í inn- gangsorðum að Hvitum hröfnum 1922, en í þeirri bók er samankominn meginhlutinn af kveðskap Þórbergs. En þó að skáldlistin haf i aðeins verið aukageta í höf undarstarf i Þórbergs Þórðarsonar, þá eru kvæði hans raunar meitluð af sama málminum og önn- ur verk hans. Hvítir hrafnar 1922, líkt og Bréf til Láru 1924, voru uppreisn gegn „slepju og væmni samtíðarinnar", og brutu svo mjög f bág við það sem þá þótti rétt I skáldskap, að fæstir samverkamenn Þór- bergs í víngarði andans gátu litið þá réttu auga. Ekki er þó ólíklegt að Hvítir hraf nar verði endingarbetri en margt það sem var hærra metið um þær mundir. — Árið 1941 gaf Þórbergur Hvíta hraf na og önnur kvæði sín út á ný og nef ndi bókina Eddu Þórbergs Þórðarsonar. Þar brá hann á það nýmæli að birta með hverju kvæði athugasemdir um sögu þess og aðdraganda og skýringar ef með þurfti, og urðu víða úr þessu smáritgerðir þar sem ritlist og fyndni Þórbergs nýtur sín með á- gætum. f þessum smágreinum segir hann margt af sjálfum sér og tíma sínum sem ekki er annarsstaðar að finna. ( hinni nýju útgáfu Máls og menningar á Eddu Þórbergs er bætt við kvæðum sem síðar eru ort, og er bókin nú aukin um 50 blaðsíður. MÁL OG MENNING Laugavegi 18, Reykjavík. Verkamannafélagið Dagsbrún Aðalfundur Dagsbrúnar verður haldinn í Iðnó laugardaginn 31. maí n.k. kl. 2. e.h. Reikningar félagsins fyrir árið 1974 liggja frammi I skrifstofunni. Stjórnin. BUXNASETT KVENBLÚSSUR KVENBUXUR KVENPILS o.fl. Allt vörur á gamla verðinu. Elízubúðin, Skipholti 5. "C? Icefood ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði Seljum reyktan lax og graflax Tökum lax í reykingu Útbúum graflax Vacuum pakkað ef óskað er Póstsendum um allan heim. ÍSLENZK MATVÆLI SÍMI 51455 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNAR. Einn aðstoðarlæknir óskast til starfa á Barnaspitala Hringsins frá 1. ágúst n.k. og tveir frá 1. september n.k. Reiknað er með að þeir vinni þar í sex mánuði hvor, en ekki ár, eins og áður hefur verið auglýst. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir Barnaspital- ans. Umsóknarfrestur er til 1 8. júní n.k. DEILDARH JÚKRUNARKONA óskast á kven- sjúkdómadeild Fæðingardeildar hið fyrsta eða eftir sam- komulagi. Umsóknarfrestur er til 15. júni n.k. HJÚKRUNARKONA óskast á Barnaspitala Hrings- ins í fast starf, ennfremur óskast hjúkrunarkonur á hinar ýmsu deildir spitalans i fullt starf eða hluta úr fullu starfi til afleysinga. Nánari upplýsingar veitir forstöðukonan, sími 24160. KLEPPSSPÍTALINN: MEINATÆKNIR óskast til starfa við spítalann frá 1. júli n.k. eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 23. júní n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir spítalans. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að skila til skrifstofu rikisspitalanna, Umsóknareyðublöð fyrir- liggjandi á sama stað. Reykjavik 24. maí 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSPfTALANNA EIRlKSGÖTU 5,SÍM111765 — Minning Jens Framhald af bls. 38 sældir starfsbræðra sinna og yfir- manna. Fyrir 5—6 árum hrakaði heilsu hans og varð hann að leggjast undir uppskurð á sjúkrahúsi, en 3 árum eftir það varð hann fyrir alvarlegu slysi og náði hann ekki fullri heilsu eftir það. Fór hún hrakandi eftir því, sem á leið, þannig, að hann treystist ekki til að vinna hinar erfiðu og löngu vaktir lögreglumannsins öllu lengur. Jens var mjög greindur maður og hafði fagra og læsilega rit- hönd. Er hann treysti sér ekki lengur til starfa lögreglumanns- ins var honum fengið starf í skrif- stofu embættisins til aðstoðar við sakadómsfulltrúa mína og ýmis önnur skyld störf. Þetta nýja starf sitt á skrifstofunni rækti Jens með sérstakri prýði og létti með því starf skrifstofufólksins svo um munaði. Varð hann brátt tal- inn óminnandi í starfi sínu enda var hann greiðasamur og hjálp- samur vió annarra störf, ef á þurfti að halda. Varð hann strax hvers manns hugljúfi á skrifstof- unni. Við fráfall hans varð þar skarð fyrir skildi. Jens Þórðarson var mikill mannkostamaður í hvívetna, hóg- vær en nokkuð dulur i skapi, skyldurækinn í störfum sínum, sem hann leysti af hendi með mikilli sæmd og réttlæti. Hann hafði gott lag á mönnum og leysti hin ýmsu vandamál lögreglu- mannsins, sem upp komu í sam- skiptum við aðra, með lipurð og rósemi, en gat verið harður i horn að taka, ef hann sá, að annað dugði ekki, enda var hann af- burða vel að manni, ef kröftum þurfti að beita. Prúðmenni var hann í allri framgöngu og velmet- inn af starfsbræðrum sínum. Hann var vinsæll meðal almenn- ings og kunningja og vellátinn í starfi af öllum sem til hans þekktu. Frá fyrstu kynnum tókst með okkur vinátta, sem aldrei bar skugga á, enda var hann traustur maður og trygglyndur með af- brigðutn. Er mér mikil eftirsjá að svo góðum og einlægum vini og starfsmanni. Jens var kvæntur hinni ágætustu konu, Þuríði Halldórs- dóttur, sem lifir mann sinn og reyndist honum hinn mesta hjálparhella til hins siðasta í veik- indum hans. Var hjónaband þeirra hamingjusamt og heilla- ríkt. Eftirlifandi börn þeirra eru fjögur; öll uppkomin: Kristinn, búsettur á Súgandafirði, Alda, gjaldkeri í Útvegsbankanum i Keflavík, Þorkell, enn i heima- húsum, og Halldór, lögregluvarð- stjóri í Keflavík og Gullbringu- sýslu. Eg kveð hinn látna ágætismann með trega og með þakklæti fyrir órofa tryggð og vináttu í minn garð allt frá fyrstu kynnum, en um leið færi ég og fjölskylda mín eftirlifandi eiginkonu hans, Þuríði Halldórsdóttur, og öllu öðru venzlafólki samúðarkveðjur og innilega hluttekningu vegna fráfalls þessa mikla drengskaparmanns. Alfreð Gfslason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.