Morgunblaðið - 25.05.1975, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.05.1975, Qupperneq 34
MÖRGUNBLÁÐÍÐrSUNNUDÁGÚR 25’ MÁTÍ975 34 Hermenn Rauöu khmer- anna gæta landamær- anna við Thailand. ■ ONw ft mIHI y' Us*u dagarnir í Phnom Penh — sorg, sjálfselska Við vorum 8 hundrurt úl- lendingarnir, sem dvöldumst í franska sendiráðinu í Phnom Penh um tveggja vikna skeið, og manni fannst engu likara en aö þarna væri samankomin heil kynslórt af fólki, þar sem alger ringulreirt ríkti, og hver rak sig á annars dyr. Þai na fæddist barn og annart dó. Rúmlega 10 hjónavígslur voru framkvæmdar og allt voru þetta skynsémishjónabönd, sem höfrtu það markmið eill art útvega Kambódiumönnum frönsk vegabréf, þannig að þeir kæmust á brott frá landinu, og þeirri bændabyltingu, sem þar fór fram. Þarna uröu hryggilegir at- burrtir. Kambódíumenn, sem höföu engin erlend persónu- skilríki, áttu engrar undan- komu aurtirt og uröu að taka þátt í göngunni miklu út í sveit- ir. Vinir uröu að kveöjast, og fjölskyldur voru leystar upp. Þessa daga heyrðist alltaf grát- ur einhvers staðar á þessum griðastað. Fáum dögum eftir komu okk- ar í sendiráðið gengu vatns- birgðirnar til þurrðar og virt urðum að láta okkur nægja vatn, sem við gátum hleypt af loftræstingarkerfinu, og þart sem nýju stjórnvöldin létu færa okkur, en það nægöi aldrei. Ekki var hægt að fara í bart og óþefur af óhreinu fólki fyllti öll vit. Matvæli voru af skornum skammti og hreinlætisartstæður lélegar. Talsverrt brögö voru af niðurgangi, og sáust þess merki á gangstígum og í garði sendi- ráðsins. Vískí og vindlar. Þetta var hálfgert eymdarlíf, en aldrei kvað eins rammt að því og skýrt var frá í útvarps fréttum, sem við hlustuðum á, en þar sagði, að stöðugt tví- sýnna yrði um líf okkar. Stund- um þegar við vorum að hlusta á þessar fréttasendingar, sátum við i makindum, drukkum vískf og reyktum dýra vindla. Og stundum var glatt á hjalla, einkum þegar við heyrðum ávæning af því, að innan tiðar yrði unnt að flytja okkur á brott. Hetjur og skúrkar skutu upp kollinum og þeir siðarnefndu voru fleiri. Skorturinn gerði það að verkum, að viðsjár mögnuðust og flokkadrættir manna á meðal. Grunnt var á þvi góða milli starfsm'anna sendiráðsins, sem lifðu í vellystingum praktuglega, og landa þeirra, sem urðu að gera sér að góðu að hírast á göngum, gangstígum og grasflötum. Einnig risu úfar með utanað- komandi Frökkum og frönsku starfsliði Calmette-spítalans, en einnig þeir áttu góða daga. Og útlendingarnir elduðu líka grátt silfur saman, einkum var skeytum beint að Bandaríkja- mönnum og blaðamönnum, og eiginlega áttu allir í illdeilum við alla. Eigingiíni varð eindíægni yfirsterkari. Þess sáust hvar- vetna tnerki. Ef maður lét siga- rettupakka á borð og sneri sér við eitt andartak, var hann horfinn. Greinarhöfundur kom til Thailands 3. maí sl. eftir 13 daga dvöl í sendiráðinu og rúm- lega þriggja daga ferð frá Phnom Penh. Hundruð annarra flóttamanna dvöldust jafnvel enn lengur í sendiráðinu. Það er mjög erfitt að lýsa því, hvernig lífið var i raun og veru í sendiráðinu, og allt virtist þar mjög mótsagnakennt. Franskur læknir gekk um garða með heimalning, og kommúnistar höfðu haft kjölturakka hans með sér og teymt hann út á götu i bleikri kápu. Sumir Frakkarnir á sendiráðssvæðinu ólu hunda sína á betri mat en aðrir gátu fengið fyrir börn sín. Ég var i hópi manna, sem fengið hafði til umráða vistar- verur sendiherrans. Við vorum 18 talsins og sváfum á sófapúð- um og koddum, sem við breidd- um á gólfið í stórri stofu og notuðum borðdúka fyrir sæng- ur. Inni í stofunni var stærðar loftræstingartæki, vandað píanó og kristalsljósakróna, að ógleymdu verðmætasta borð- silfri sendiráðsins nema silfur- tekötlunum, sem voru notaðir til að sjóða í vatn yfir opnum eldi fyrir utan. Ef aðeins hefði verið um nokkra daga að ræða, hefði þetta bara verið skemmtileg reynsla til að segja frá, þegar heim kæmi. En eftir því sem á tímann leið urðu menn argari í skapi, og það leið varla sá klukkutimi, að ekki kæmi til deilna eínhvers staðar í sendi- ráðinu, og venjulega var deílu- efnið næsta lítilfjörlegt. Enda þótt sumir reyndu að bíta á jaxlinn og leiða óþægind- in hjá sér, þá var þéssi dvöl í sendiráðinu flestum alger kvöl, og þeir sáu fáa sólskinsbletti í heiði. Og vissulega var lífsreynsla margra bitur og fátt var ánægjulegt við hana. Starfs- stúlka hjá Air France, frú Nah að nafni, hafði til að mynda fátt til að gleðjast yfir, er hún sat snöktandi undir tré einu úti í garði að morgni 19. apríl. Foreldra hennar var saknað, og henni hafði verið gefinn tveggja daga frestur til að halda út í sveit með ungan son sinn: — Ég var full af bjart- sýni, — sagði hún. — Ekki bara ég, heldur stóðu allir Kambódiumenn í þeirri trú, að þegar Rauðu khmerarnir kæmu, yrðu fagnaðarfundir, allir yrðu glaðir, stríðinu yrði lokið og hörmungarnar úti. Nú stöndum við agndofa, gersam- lega agndofa. Frú Praet hafði heldur ekki margt til að gleðjast yfir. Hún var af belgísku þjóðerni, gift Kambódíumanni, sem skipað hafði verið að skiljast við hana og fara út í sveit. Hún grét fögrum tárum, en hann faðmaði hana bliðlega að sér og hvíslaði. „Hertu upp hugann, ástin mín.“ Hún hafði enga stjórn á sér, líkami hennar hristist allur af ekka, og tvær litlar dætur þeirra horfðu spyrjandi á foreldra sina og skildu hvorki upp né niður. Og litil var gleðin hjá emb- ættismanni fyrrverandi stjórn- ar, sem ekki er hægt að nefna hér. Hann hafði leitað hælis í sendiráðinu ásamt stórri fjöl- skyldu sinni, en þau neyddust til að hverfa á braut eftir stuttan tíma. Þetta var hraust- menni, sem tekið hafði þátt í orrustum og hlotið mörg sár, en nú skrapp hann allur saman og grét eins og barn. Hann sagði: — Ég hefði getað farið úr landi fyrir 10 dögum, en ég trúði því statt og stöðugt, að Bandarikja- menn myndu koma okkur til hjálpar. Þú skalt endilega skrifa um ástandið hérna, ef þú kemst úr landi. Segðu öllum heiminúm, hvað hér er á seyði. Sumar Kambódiukonur, sem gerðu sér grein fyrír því, að ungböm þeirra myndu ekki getað lifað af hið langa ferða- lag, sefn þau áttu fyrir höndum, gripu til þess ráðs með tárvota hvarma að skilja þau eftir í höndum franskra fjölskyldna, sem annaðhvort myndu ala þau upp sem fósturbörn, ellegar ættleiða þau. „Þetta er fyrsta barnið mitt, einkabarnið rnitt," — hrópaði ung móðir í ákafri geðs- hræringu. — „Bjargiö því, bjargið því, — það er i ykkar valdi.“ Eftir syflney H. Schan- derg, New York Times Sidney II. Sfhanberí' var fréHarii- ari Thc NVw York Timis í Kambódíu í lokahrinu slríósins. Ilann var }>ar 17. apríl sl.. þp^ar Kauóu Khmorarnir heiióku hófuóborj'ina, Phnom Ponh, om d\ aldisl þar um skció, í fvrslu sem fangi kommúnista. en sfóar sem flóllamaóur í sendiráói Frakka. Hann var meóal fyrslu úllendinKanna sem lcyfi fengu til aó halda IiI Thailands. Ilann og aórir fréllarilarar, sem lóksl aó komast undan, hélu því aó skrifa ckkcrt um þaó, seni þeir hiifóu upplif- aó. fyrr en allir úllendingar. sem Kamhódíumenn hófóu í haldi, hefóu verió lálnir lausir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.