Morgunblaðið - 25.05.1975, Síða 35

Morgunblaðið - 25.05.1975, Síða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAl 1975 3 greln Ungur rómversk-kaþólskur Kambódíumaður sat úti í horni og las upphátt stuttan kafla úr biblíunni. Þegar hann sá, að erlendur fréttamaður fylgdist með honum, brosti hann og sagði: — Nú er um að gera að safna kjarki, það er nauðsynlegt, því að í dag förum við í gönguna miklu. Það rigndi daginn, sem Kambódíumennirnir hurfu á brott. Heimalningurinn stóð tjóðraður við flutningabil og jarmaði sáran, en enginn veitti honum eftirtekt. Á timabili höfðu 1.300 manns búið á sendiráðssvæðinu, sem var nokkur hundruð metrar að ummáli, en nú hurfu 500 manns út í óvissuna, því að kommúnistarnir höfðu skipað öllum Kambódíumönnum, sem ekki höfðu erlend vegabréf, að gefa sig fram. Jafnvel við, sem ekki áttum að sjá á bak ættingjum eða ást- vinum, vorum djúpt hrærðir og fannst sem við hefðum misst eitthvað nákomið okkur, og þegar Kambódiumennirnir gengu hægum skrefum út um hliðið, brustum við i óstöðvandi grát. Það var greinilegt að krafan um framsal Kambódíumann- anna var gerð i því skyni að sýna Jean Dyrac, ræðismanni Frakka og öðrum æðsta starfs- manni sendiráðsins, og öllum öðrum í sendiráðinu, að það væru hin nýju stjórnvöld, sem húsbóndavaldið hefðu, en engir útlendingar. Þetta gerðu þeir okkur ljóst á ýmsa lund. Þeir neituðu að viðurkenna sendi- ráðið sem griðastað, heldur lýstu þeir því yfir, að þeir myndu aðeins líta á það sem samastað fyrir útlendinga, er lytu valdi þeirra i einu og öllu. Þar með var Frökkum gert ókleift að veita hæli tveimur háttsettum aðilum úr fyrr- verandi ríkisstjórn, sem þangað höfðu leitað. Síðdegis 20. april í úrhellisrigningu voru ýmsir háttsettir menn fluttir á brott úr sendiráðinu í sorp- hreinsunarbíl. Þar á meðal var Sirik Matak hershöfðingi, einn þeirra, sem hlotið höfðu lifláts- dóma. Allan þann tíma sem við dvöldumst í sendiráðinu, þreyttust kommúnistarnir ekki á að sýna okkur hverjir það væru, sem réðu. Þeir neituðu Frökkum um lendingarleyfi fyrir flugvél, sem flutti mat- væli og lyf. Þeir höfnuðu alger- lega beiðni um, að við yrðum fluttir á brott úr landi með flugvél, sem hefði verið á allan hátt þægilegra en að hristast i flutningabílum eftir slæmum vegum í hálfan fjórða sólar- hring. Loks lokuðu þeif fyrir útvarpssendi sendiráðsins, sem var eina samband okkar við umheiminn. A hinn bóginn urðum við ekki fyrir áþreifanlegum óþæg- indum af þeirra völdum, og aldrei var leitað í farangri okk- ár fyrr en við komuna til landa- mæra Thailands, og voru þá thailenzkir tollgæzlumenn að verki. Stöku sinnum var okkur jafnvel færður matur og vatn. Maturinn var yfirleitt lifandi grísir, sem við þurftum sjálfir að slátra. Hinir nýju valdhafar fundu upp á ýmsu til að gera okkur lífið leitt, og þeir þrástöguðust á því, að við hefðum verið var- aðir við fyrirfram og til okkar hefði verið útvarpað áskorun- um um að fara úr landi, áður en þeir kæmust til fullra valda. Og frá sjónarhóli þeirra var okkur ekki mikil vorkunn, þar sem við höfðum meiri mat og betra húsaskjól en hermenn þeirra í borginni, — það sæti ekki á okkur að kvarta. En víst kvörtuðum við. Við kvörtuðum yfir matnum. og kvörtuðum hver yfir öðrum. Við kvörtuðum yfir þvi, að franskir sendiráðsstarfsmenn sætu að dýrum krásum, en við hefðum aðeins hrísgrjón til að leggja okkur til munns, og ekki annað að drekka en klórbland- að vatn. Samt voru undantekningar. I hópnum reyndust vera ein- staklingar, sem gerðu sitt ítr- asta til að sambúðin gæti geng- ið snurðulaust, en þeir máttu sín litils og þref okkar, eigin- hagsmunasjónarmið og óánægj- an með að þurfa að deila öllu með öðrum hafa líklega verið vatn á myllu kommúnista og styrkt þá i þeirri trú, að við værum of sjálfselskir og eigin- gjarnir til að geta búið í tæp- lega bjargálna samfélagi í Asíu. Fyrir framan sendiráðið sá- um við hermenn, sem bjuggu við frumstæðustu skilyrði, sváfu á götunni og nærðust á hrísgrjónum og salti, og fengu stöku sinnum bita af kjúkling og svinakjöti. Þrátt fyrir táraflóð og þján- ingar reyndu menn að finna lífi sinu eðlilegan farveg innan veggja sendiráðsins. Ung frönsk kona tíndi gul blóm af honum. Öfundin svall i okkur, og þeir urðu viðskotaillir og reiðir, þegar blaðamennirnir höfðu orð á kjötkötlunum, sem þeir sátu að. Hvers vegna gekk okkur svona illa að skipta gæðunum bróðurlega á milli okkar, og af hverju ríkti ekki meiri ein- drægni i þessu litla samfélagi. Hvers vegna vorum við stöðugt í árásar- og varnarstöðu? Hvers vegna gátu Asíumenn- irnir hafzt við úti i hita og regni á meðan við hvitu mennirnir voru innandyra með loftræsti- kerfi. Við skýrðum þetta þann- ig, að það væri á valdi sendi- ráðsins, hvernig mönnum væri skipað niður en það svar var auðvitað öldungis ófullnægj- andi. Var hegðun okkar og at- ferli ef til vill áfellisdómur yfir lífsformi okkar. Yfirleitt var framkomu Vest- urlandabúa mjög áfátt, en þó voru þar undantekningar. Til dæmis má nefna Francois Biz- ot, sem var Frakki, er um langt árabil hafði unnið að viðgerð- um á gömlum hofum og rúst- um. Hann hafði þurft að sjá á bak konu sinni og tengdamóð- ur, sem voru kambódiskar og komust því ekki úr landi. Samt var hann vel séður hjá komm- únistunum, og þeir höfðu traust á honum, því að hann hafði kynnzt mörgum þeirra í starfi sínu úti á landi, og hann talaði mál Khmera reiprenn- andi. Honum tókst að fá komm- únista til að færa okkur mat- væli og vatn og honum tókst skapaða hl,uti, en reyndar komst aldreí almennilegt skipu- lag á sambúðina. Eftir því sem dagarnir urðu fleiri, gerðust menn stöðugt lat- ari og niðurdregnari. Fólk lá á meltunni í fletum sínum og beið aðeins eftir næstu máltíð. Blaðamaður nokkur lagðist í svo þungan dvala, að hann hafði ekki kraft í sér til annars en að lyfta upp flugnaneti og úða eitri á flugu. Stöku sinnum urðu samt atburðir, sem voru nógu hressandi til að lifga upp á andrúmsloftið. Til dæmis varð uppi fótur og fit 24. apríl, þegar við sáum kínverska flug- vél koma inn til lendingar á flugvöllinn, og við leiddum get- um að því, að innanborðs væru ' háttsettir Kambódiumenn, sem dvalizt hefðu í Peking. Rússarnir koma Einnig fengum við óvænta heimsókn, sem vakti mikla at- hygli, en það voru 7 Rússar, sem dvalizt höfðu í sendiráði lands síns. Þeir höfðu gert margar árangurslausar tilraun- ír til að vingast við hina nýju valdhafa til að vega upp á móti áhrifum Kínverja. En það höfðu verið Kínverj- ar, en ekki Rússar, sem útveg- uðu Rauðu Khmerunum vopna- birgðir, og bliðuhótum Rússa var svarað með því, að sprengju var varpað inn á þriðju hæð sendiráðsbyggingarinnar, öllu Iauslegu rænt þaðan og ruplao, og mönnunum síðan skipað að hafa sig á brott og leita skjóls i Öttafullir Kambódíumenn yfirgefa franska sendiráðið í Phnom Penh. Rauðu khmerarnir kröfðust þess að þeir yrðu framseldir. trjám og festi þau í hár hlæj- andi barns sins. Gosta Streijffert, fyrrum liðs- foringi í sænska hernum, en nú starfsmaður Rauða krossins, sat teinréttur i hörðum stól og las brezk rit með einglyrni i auga. Skozkir Rauða krossmenn og bandarískur starfsmaður frá Sameinuðu þjóðunum sátu við næsta borð, spiluðu bridge og drukku viskí. Einn þeirra kvartaði hástöfum yfir sagn- kerfi mótspilara síns. I sama mund fékk bandarískur flug- vélavirki flogaveikiskast. Hann hafði ekki komizt með flugvél þeirri, sem flutti bandaríska sendiráðsfólkið á brott, áður en Phnom Penh féll, því að hann var útúrdrukkinn, og leitaði þvi hælis í sendiráðinu. Læknarnir báru hann hlaupandi þangað sem starfsfólk spitalans hafði aðsetur með tæki sin og útbún- að. Sátu að kjötkötlum Bandaríkjamaðurinn náði sér smám saman, en hjúkrunarliðið þurfti að standa upp frá riku- legri kjötmáltíð til að sinna einnig að tala máli þeirra Asíu- manna, sem höfðu ekki skilríki í fullkomnu lagi. Margir þeirra, sem dvöldust i sendiráðinu, eiga honum líklega helzt að þakka, að þeir komust úr landi. Skömmtun skipulögð Ýmsir aðrir létu gott af sér leiða, þ.á m. Douglas Sapper, Bandaríkjamaður, sem áður hafði verið í sérþjálfuðum her- sveitum en var nú starfsmaður einkaflugfélags. Sapper skipu- lagði matarskömmtun fyrir hóp þann, sem ég var í til að tryggja að birgðir myndu endast. Með kjarnríku málfari sem ekki er hægt að hafa eftir, tókst honum að hafa skipulag á matardreif- ingunni og koma í veg fyrir að matgoggar gerðust áleitnir í eldhúsinu. En þetta voru undantekning- ar frá reglunni, sem var yfir- leitt afar neikvæð allan þann tíma, sem við dvöldumst i sendiráðinu. Við héldum hóp- fundi án afláts og settum sam- an langa lista um það, hvað hverjum bæri að gera. Og" við vorum alltaf að skipuleggja alla franska sendiráðinu. Rússarnir voru mjög niðurdregnir eftir þessa útreið. Þeir höfðu ekkert gaman af bröndurum þess efn- is, að nú yrðu þeir sendir til Síberíu eða i saltnámurnar. Þeir höfðu reynt að bæta sér upp skakkaföllin með þvi að hafa á brott með sér úr sendi- ráðinu miklar birgðir af mat- vælum, m.a. niðursuðuvörur og vodka. Þeir gáfu engum með sér af þessum krásum, hvorki í sendiráðinu né á leiðinni til Thailands, og við gátum ekki stillt okkur um að tala ertnis- lega um broddborgara og áhrif heimsvaldastefnu, sem læðzt hefðu inn í rússneska kommún- ismann. Þeir skildu þetta ekki fremur en annað. Kvöld nokkurt sátum við og drukkum kampavín, sem við höfðum fengið „lánað** í sendi- ráðinu og sungum ferðasöngva eins og t.d. „It’s a long, long way to Tipperery", og gengum seint til náóa. Eftir fárra klukkustunda svefn vorum við vaktir, og okkur sagt að fara upp í flutningabilana, sem myndu aka okkur til Thailands. Þetta var 30. apríl, og þar með var þessari sögulegu dvöl í sendiráðinu lokið. Agæt frammi- staða Friðriks í Las Palmas Flestum mun í fersku minni hin ágæta frammistaða FriSriks Ólafs- sonar á skákmótinu á Kanarleyjum á dögunum. Ekkert skal endurtekið af þvl. sem um þaS mót hefur verið rætt og ritað, en þó er rétt að rifja upp lokaröð efstu marma. Hún var á þessa leið: 1. Ljubojevic (Júgósl J 11 v., 2.—4. Mecking (Brasiliu), And- ersson (Sviþjóð) og Tal (Sovétr.) 10 v., 5.—6. Friðrik Ólafsson og Hort (Tékkósl.v.) 9,5 v., 7. Petrosjan (Sovétr.) 9 v. Þannig litur „toppur- inn" út, og þessir menn skildu sig nokkuð frá öðrum keppendum eins og sjá má af þvi, að næsti maður, ítalinn Tatai fékk „aðeins" 6,5 v. Glæsilegur endasprettur Friðriks Ólafssonar i mótinu mun lengi verða i minnum hafður, en hann hófst með skemmtilegum sigri yfir erkifjandan- um Mikhail Tal. Og nú skulum við sjá, hvernig galdramaðurinn frá Riga var að velli lagður. Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Hvitt: M. Tal Svart: Friðrik Ólafsson Tizkuvörn 1. e4 — g6. 2. d4 — d6. 3. Bc4 (Þessari uppbyggingu hefur Tal oft beitt með góðum árangri að undan- förnu en eins og þessi skák sýnir þarf svartur þó ekkert að óttast, ef rétt er á máium haldið af hans hálfu). 3. — Rf6, 4. Úe2 — Rc6, 5. Rf3 — Bg4, 6. c3 — e5. (Svartur ræðst hiklaust gegn hvitu miðborðspeðunum). 7. Bb5 (Tal vill að vanda halda sem mestri spennu i stöðunni, en þessi leikur leiðir þó ekki til neins fyrir hann. Eftir skákina taidi Tal, að 7. d5 hefði ef til vill verið betri leikur, en eftir 7. — Re7 þarf svartur engu að kviða). 7. — exd4, 8. cxd4 — Rd7l, 9. Be3 — Bg7, 10. Bxc6 — bxc6, 11. Rbd2 — 0-0, (Ef litið er á þessa stöðu kemur i Ijós, að byrjunartafImennska hvits hefur misheppnast. Menn hans standa verr en þeir svörtu. miðborðs- peðin eru veik, og auk þess á hvíti kóngurinn enn eftir að koma sér i skjól). 12. Hc1 (Tal taldi sig mundu ná frumkvæði með þrýstingi eftir c-linunni. Næsti leikur svarts leiðir annað i Ijós). 12. — c5! (Með þessum leik tryggir svartur sér frumkvæðið. Aftur á móti hefði 12. — Db8 ekkert gefið i aðra hönd vegna 13. b3). 13. dxc5 — Bxb2, 14. Hc2 — Bg7, 15. 0-0 — He8, 16. Hd1 (Betra var 16. cxd6). 16. — Rxc5! (Þennan leik mun Tal hafa van- metið). 17. Bxc5 — dxc5, 18. Hxc5 —Dd6, 19. Hdc17 (Nú lendir hvitur i nær vonlausri aðstöðu vegna leppunar riddarans). 19. — Bh6! 20. Hxc7? (Betra var 20. H5c2). 20. — Had8. 21. H1c2 (Nú verður fyrsta reitaröðin við- sjárverð fyrir hvitan, en eftir 21. H7c2 hefði svartur unnið fallega: 21. — Bxf3, 22. gxf3 — Dd3l, 23. Kf 1 — Hd7, 24. Dxd3 — Hxd3, 25. Ke3 — Hed8. 26. Hd1 — Bf4 og hvitur er i leikþröng. Svartur leikur kóngnum fram til h4 eða h3. skiptir siðan upp á d2, hirðir hvita h-peðið og vinnur á sinu eigin). 21. — Bxd2. 22. Dxd2 — Df4l (Skemmtilegur leikur, sem sýnir glöggt fram á veikleikann á fyrstu reitaröðinni). 23. He7! (Tal fer seint i vörnina og i fljótu bragði kynni svo að virðast sem þessi leikur bjargaði honum. Friðrik finnur bara annan enn snjallari). 23. — Hf8!l (Nú stendur hvitur frammi fyrir enn erfiðari vandamálum en fyrr: 24. De2 gengur ekki vegna Bxf3 og ef 25. gxf3 þá Dg5 og ekki gengur 25. Dxf3 vegna Dd6. Tal reynir að halda valdi á g5 reitnum, en . . .) 24. Da5 — Hd1+, 25. Re1 — Dg5l! (Nú tapar hvitur minnst heilum hrók). Tal gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.