Morgunblaðið - 25.05.1975, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.05.1975, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAI 1975 Starfssvæðin eru oft dreifð og afskekkt A þessari mynd sjáum við að flugvélar eru notaðar til Biblíudreifingarstarfs. Biblian er grundvöllur kristinnar trúar. Þess vegna er það svo mikil- vægt að hver þjóð og þjóðarbrot eigi hana ð sinu eigin máli. Svart- ir, hvitir, brúnir og rauðir menn hafa allir rétt til að heyra fagn- aðarerindið. „Wycliffe Bible Translators" vilja stuðla að þvi að allir geti heyrt og lesið fagnaðar- erindið á slnu máli og nú vinna þeir að þvi að koma um 600 tungumálum á pappir, kenna fólki að lesa og þýða Bibliuna fyrir það. John Wycliffe, heimspekingur og guðfræðingur i Englandi á 14. öld, var aðalhvatamaður þess að Bibli- an var þýdd á enska tungu og lagði hann með þvi grundvöllinn Umsjón: Jóhannes Tómasson Gunnar E. Finnbogason Biblía til allra að ensku ritmáli. Þessi öflugustu biblíuþýðingarsamtök i heimi draga nafn sitt af honum. Með þýðingar- og kennslustarfi sínu gera Wycliffe-samtökin kirkj- urnar sjálfstæðari og hægt er að byggja meira á þeim innfæddu við uppfræðsluna i Guðs orði. f heiminum eru talin vera um 5.000 tungumál og af þessum mikla fjölda eru ekki enn til Bibliur nema á 1.500 málum. Mörg tungumálanna eru töluð af mjög fáum, oft innan við hálfa milljón. í Nepal eru t.d. 40 álik mál og vinna Wycliffe-menn með um 20 þeirra. „Wycliffe Bible Trans- lators" vinnur mjög þarft verk. Margar þjóðir og bióðarbrot hafa eignazt Bibliuna eða einstök rit hennar á sinu máli. Margir hafa líka lært að lesa sitt eigið mál og hefur Wycliffe-hreyfingin stuðlað mjög að útrýmingu ólæsis i heim inum. í sumum tilfellum hefur starfs- fólk Wycliffe þurft að búa til rit- mál og er það starf mjög erfitt og krefst þolinmæði, en það er unnið í kærleika og trú á mátt Guðs orðs til að frelsa synduga menn. Við íslendingar megum vera þakklátir fyrir að eiga Bibliuna á okkar máli og einnig fyrir það hversu snemma við fengum hana. og enn eru margar þjóðir, jafnvel fjölmennari en við erum sem ekki hafa enn eianazt Bibliuna Stór dagur hjá Wycliffe-kristniboðum: Biblían dreífð á máli þeirra.innfæddu. Smá hefti eru oft fjölrituð fyrir þá, sem geta lesið sitt eigið mál Trésmiðjan Víðir hf. auglýsir: gTCRUTSALA Vegna flutnings úr verksmiðjuhúsi okkar í nýtt húsnæði, seljum við næstu daga húsgögn með miklum afslætti Notið þetta einstaka tækifæri og gerið góð kaup Trésmiðjan Víðir hf. Símar 22222 — 22229 Litil tölva til leigu eða sölu Lítil fljótvirk segulplata er á góðri leið með að hrinda skjalaskápnum, upplýsingamöppum og tölvukortum út af vinsældalistanum. Segulplatan er hluti af IBM System /32, nýju tölvukerfi, sem er á stærð við venjulegt skrifborð. IBM System /32 hentar litlum íslenzkum fyrir- tækjum mjög vel hvað snertir af- köst, færzlumöguleika, — kaup eða leigu. IBM System /32 sýnir útreikninga sina á sjónvarpsskermi og skrifar niðurstöður sínar út á prentara. Fyrirferðarlitlir seguldiskar og disk- ettur sjá um upplýsingar til úr- vinnslu á hvers konar bókhaldi, yfirlits og samanburðarreikningum, °g uppgjöri. Svo að segja hver sem er getur stjórnað System /32 eftir fárra klukkustunda þjálfun. Hefðbundið letur og töluborð eykur öryggi stjórnandans. Ef þér efist um að fyfirtæki yðar sé nógu stórt til að geta sparað sér vinnu og tírna með tölvukerfi, hafið samband við sölumenn IBM. System /32 býður fyrirtæki yðar hagstæð leigukjör eða betra kaup- verð en yður grunar. IBM World Trade Corpöration Klapparstíg 27, Reykjavík, sími 27700

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.