Morgunblaðið - 25.05.1975, Page 38

Morgunblaðið - 25.05.1975, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAl 1975 Tómas Guðmundsson ísafirði — Minning Hinn 28. marz lézt á ísafirði Tómas Guðmundsson fyrrum bóndi 87 ára að aldri. Mér undir- rituðum er bæði ljúft og skylt að minnast þessa fósturbróður mins fáeinum lfnum með þakklæti. En átta vikna gamall var ég tekinn i fóstur á heimili foreldra hans og systra, sem nú eru látnar. Það var út af fyrir sig mikið lán að lenda á slíku heimili og hljóta gott upp- eldi og atlæti allt umkomulausum dreng um siðustu aldamót, en þá var margt öðru vísi en nú. Tómas Guðmundsson var fædd- ur að Nesi 26. sedember 1888. Hann kvæntist í desember 1918 Ragnheiði Jónsdóttur, ágætri myndarkonu. Hófu þau þá búskap á Höfðaströnd og bjuggu þar til 1926, síðan í Kjós til 1952, Sútarabúðum 1952-54, á Stað i 6 ár -og þá aftur í Sútarabúðum 1960- 62. Eftir það var hann á Isafirði. Þannig var ævi hans i stórum dráttum, en þessi upptalning seg- ir þó hæsta lítið. Hann fæddist á höröum vetri, lifði á erfiðum tim- um, harðindaár og kreppur, en stöð öll veður, og það sem meira var: Honum voru falin mörg trú- naðarstörf og ábyrgðarstöður. Kveðjuorð: Jens Þórðarson lögregluvarðstjóri Jens Þórðarson, lögregluvarð- stjóri í Keflavík, andaðist hinn 6. apríl 1975 og var jarðsettur hinn 12. s.m., tæplega 69 ára að aldri. Ég hefði viljaö minnast hans í minningargrein á útfarardegi en af þvi gat ekki orðið af ástæðum, sem hér verða ekki greindar. Ætt hans og uppruni verður því ekki rakin hér, heldur kveðja frá vini til vinar og samstarfsmanns. Kynni mín af Jens heitnum hófust árið 1947 þegar hann var ráðinn sem lögreglumaður í Keflavík. Ég hafði áður haft af- spurnir af manninum Jens Þórð- arsyni, sem allar hnigu í þá átt, að hann mundi reynast hæfur í starfi enda brást það ekki. Lög- reglumansstarfi sínu gegndi hann með mikilli prýði og eftir að hafa staðizt meirapróf lögregluskólans var hann gerður að lögregluvarð- stjóra. Lögreglustörfum sínum gegndi hann alla tið með stakri samvizkusemi við vaxandi vin- Framhald á bls. 32 Útför móður okkar og tengdamóður MAGÐALENU NÍELSDÓTTUR, fri Vfk, Stykkishólmi, verður gerð frá Stykkishólmskirkju þriðjudaginn 27. maí kl 14 Böm og tengdabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ODDUR G. RÖGNVALDSSON, Vesturgötu 56, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 26 mai kl 10 30. Arndis Ólafsdóttir, Ólafur Guðni Oddsson, Ragnhildur Gunnarsdóttir, ÞórSur Oddsson, Hrldur Maríasdóttir og barnabörn. + Útför föður okkar, tengdaföður og afa KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR forstjóra fer fram frá Frlkirkjunni i Reykjavík þriðjudaginn 27 mal kl. 1 5. Þeir sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti liknarstofnanir njóta þess Guðrún Kristjánsdóttir. Hannes Guðmundsson, Hjalti Geir Kristjánsson. Sigríður Th. Erlendsdóttir, og barnabörn. + Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýnt hafa okkur samúð við andlát og útför eiginkonu minnar.'móður, tengdamóður, ömmu og langömmu LAUFEYJAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Sóleyjargotu 12, Akranesi. Gunnar Sigurðsson Gunnlaugur Gunnarsson, Helga Gunnarsdóttir Kristjana Jónsdóttir, Ingunn Gunnarsdóttir, Svava Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurður Helgason, Sigurður Gunnarsson, Magnús Kristjánsson, Gunnar Gunnarsson, Oddur G. Rögnvalds■ son — Kveðja Hann reyndist líka þeim vanda vaxinn, og hann brást eigi þeim trúnaði, er honum var sýndur. Þannig var hann um tima far- kennari, póstur í 30 ár, hrepp- stjóri í allmörg ár. í öllu reyndist hann hinn trúi, dyggi þjónn, sem var trúr yfir litlu, og sífellt settur yfir meira. Tómas heitinn var ætíð grannholda, léttleikamaður, léttur í spori og glaður í lund, þótt við erfiðleika væri að etja. Grunnavíkurhreppur er nú af- skekkt sveit og eyðileg. En eitt sinn var þar þó fagurt mannlíf. Það er óhætt að segja, að það hafi ekki sízt byggzt á þeim hjónum Ragnheiði og Tómasi, Ragnheiði konu sina missti Tómas 1968. Þau ólu upp þrjú börn, Rögnu, Elínu og Ragnar Inga. Stjúpbörnum sín- um tveimur, Jónínu og Einari, var hann einnig jafnan sem bezti faðir. Þeim sendi ég nú ásamt öllum öðrum eftirlifandi vinum og vandamönnum innilegar sam- úðarkveðjur og þakka ógleyman- legar viðtökur á Isafirði við útför Tómasar og allt gott á liðnum árum. Megi Guð blessa ykkur öll. Að lokum kveð ég vin minn og uppeldisbróður, þótt kveðja mín komi nokkuð seint: Ear þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hrafnistu, 1. maí 1975. Sumarliði Eyjólfsson. Fæddur 9. nóvember 1894 Dáinn 19. maí 1975. Fallinn er nú i valinn sómamað- ur af breiðfirzku höfðingjakyni, hann lézt í Borgarspítalanum 19. þ.m. sem fyrr segir. Oddur var fæddur að Innri-Fagradal við Gilsfjörð í Dölum vestur. Var hann því rúmlega áttræður að aldri þá er hann lézt. Hann var sonur heiðurs- hjónanna Önnu Oddsdóttur, nafn- kunnrar ljósmóður í byggðum Breiðafjarðar, af hinni velþekktu Ormsætt, sem fjölmenn er við Breiðafjörð og á Suðvesturlandi, og faðir hans Rögnvaldur R. Magnúsen frá Fagradal í Saur- bæjarhreppi, og síðast kaup- maður i Tjaldanesi. Hann var kominn af hinni gömlu Skarðsætt frá Skarði á Skarðströnd, enda var séra Friðrik Eggerz í Akureyjum á Gilsfirði langafi Odds. Systkini Odds voru þessi: Jón og Guðrún, dóu ung að aldri, Axel hljómlist- armaður og starfsmaður Reykja- vikurborgar, dáinn fyrir nokkrum árum, og Klara, ekkja Skúla Eggertssonar rakara- meistara. Ungur að árum fluttist Oddur heitinn til Reykjavíkur, þar sem hann stundaði verzlunarstörf um langan aldur, ásamt störfum í slökkviliði Reykjavíkurborgar, og var Oddur heitinn virtur starfs- maður alla ævi, enda naut hann aðstoðar sinnar ágætu eiginkonu frú Arndísar Ölafsdóttur Páls- sonar, sem komin er af vestfirzku höfðingjakyni og sem lifir mann sinn. Synir þessara heiðurshjóna eru Ölafur, sem er danskmennt- aður tæknifræðingur og kennari, og Þórður, velþekktur skipstjóri á Vestfjörðum, en mun nú vera búsettur um hrið i Afriku á veg- um Sameinuðu þjóðanna. Nú þegar vegir skiljast, koma í Alfons Gíslason frá Hnífsdal Alfons Gislason fyrrverandi hreppstjóri, simstöðvarstjóri og bakari frá Hnífsdal er látinn, eft- ir stutta en erfiða sjúkdómslegu á 83. aldursári. Utför hans fer fram + Útför eiginmanns míns JÓNS Ó. NIKULÁSSONAR, skipstjóra Ljósheimum 20 fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. maí kl. 13.30 Blóm og kransar afbeðin, en þeir sem vilja minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag íslands. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna Margrét Kristinsdóttir + Eiginkona mln, KRISTJANA JÓSEFSDÓTTIR, frð Görðum. Aðalvlk, Laugarnesvegi 106, Rvk. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 26. maí kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hennar, láti llknarstofnanir njóta þess Betúel Jón Betúelsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför, DÝRFINNU GUÐJÓNSDÓTTUR. Safamýri 87, Einnig þökkum við læknum og hjúkrunarliði á Borgarspítalanum, fyrir frábæra hjúkrun. Fyrir hönd aðstandenda. Þórunn Guðjónsdóttir, Ingigerður Eggertsdóttir, Jóna Sigurðardóttir, Jóhann Bjarnason, Einar Guðjónsson, Kristinn Auðunsson. frá Hnífsdalskapellu á morgun, mánudag. Þegar við 3 systkinin stóðum allt í einu uppi móðurlaus, korn- ung, þá varð það ein okkar gæfa að lenda að nokkru leyti undir verndarvæng Aifonsar og eiga hann siðan öll okkar uppvaxtarár að vini og athvarfi. Heimilið i Stekkjarhúsinu í Hnífsdal var stórt. Þar bjuggu afi okkar og amma, Sigurður Þor- varðarson, útgerðar- og athafna- maður og kona hans Halldóra Sveinsdóttir ásamt syni sínum Þorvarði, dóttur sinni og manni hennar, sem voru foreldrar okkar og Helgu dóttur þeirra, sem þá var nýlega gift Alfonsi. Hjú höfðu þau gömlu hjónin á heimili sínu eins og þá var titt og var allt þetta fólk ein fjölskylda. Afi og amma sáu til þess að við börnin tvistruðumst ekki við and- lát móður okkar, heldur yrðum kyrr þarna á heimilinu, en það lenti i hlut Helgu móðursystur okkar að ganga okkur í móðurstað og hefir það óneitanlega komið Alfonsi verulega á óvart að kona hans skyldi þarna allt í einu vera orðin 3ja barna móðir, barna ann- ars fólks, með því umstangi og umhyggju, sem því óhjákvæmi- lega fylgir. En hann átti slikt hjartarúm að við urðum aldrei annars vör frá hans hendi en að við værum þarna hjartanlega vel- komin og hann leysti alla tíð okk- ar vanda af ‘alúð og kærleika og reyndist okkur hlýr og góður vin- ur í alla staði. Okkur er minnis- stæð glaðværð hans á heimilinu og ýmsar stundir þegar hann söng og dansaði við okkur, eftir að við tókum að stálpast. Helga og Alfons eignuðust svo 4 börn sjálf og ólumst við öll þarna upp í sameiningu og var aldrei + neinn greinarmunur geröur a milli okkar og þeirra barna. Arin 1 Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu "h minnar, móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, GUÐBÚNARJÓNASDÓTTUR Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar Rafnkelsstöðum. Guðmundur Jónsson, KARLS GfSLASONAR Jónas Guðmundsson, Björg Árnadóttir, Njálsgötu 20. Karólína Guðmundsd<£ttir, Sigurður Björnsson, Gunnar Guðmundsson, Gréta Úlfsdóttir, Fyrir hönd vandamanna Ragnar Guðmundsson, Karólína Jónasdóttir, Ása Eyjólfsdóttir, Guðný Kjartansdóttir, Gísli Karlsson. barnabörn, og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.