Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.05.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAÍ 1975 Landsliðsfyrirliðinn Jóhannes Lðvaldsson var bjartsýnn á úrslit leiksins f dag og spáði íslenzka liðinu 2:0 sigri. Atvinnuknattspyrnumaóurinn Asgeir Sigur- vínsson veróur meóal íslenzku leikmannanna f leiknum. Tony Knapp iandsliósþjálfari. Olafur Ouðgeir Jóhannes Björn Grétar Knapp Bjartsýnir landsliðsmenn ætla sér sigur gegn Frökkum Hveljum landann til dáða í leiknum í dag Hróp og köll landsliðsþjálfarans Tony Knapps ómuðu um næsta ná- grenni hins nýja knattspyrnuvallar þeirra Kópavogsbúa á föstudags kvöldið. Hann hrósaði strákunum eða skammaði eftir því sem við átti hverju sinni þagnaði aldrei og strákarnir þeystu fram og aftur um völlinn eftir skipunum landsliðs- þjálfarans og drógu hvergi af sér. Tony Knapp hefði svo sem getað sparað sér hrópin því eðlilega eru landsliðsmennirnir allir af vilja gerðir og fúsir til að taka á. Þeir ætla sér stóra hluti í leiknum í dag. Sumir leikmannanna eru meira að segja svo bjartsýnir að lofa sigri, aðrir eru hógværari trúa ekki á sigur en kannski jafntefli og örugglega ekki stórt tap. Um eitt voru allir leikmenn íslenzka liðsins sammála, landsliðs hópurinn er mjög samstilltur og þeir geta ekki hugsað sér betri liðsein- ingu. Vonandi verður bjartsýni landsliðs- mannanna þeim ekki að falli í leikn- um í dag, því víst er að Frakkarnir eru engin lömb að leika við. Lands- liðsmennirnir ætla sér að uppfylla þær vonir sem bundnar eru við þá eftir góðan árangur í fyrra, þeir van- meta ekki Frakkana, en bera heldur ekki neina virðingu fyrir atvinnu- mönnunum. Morgunblaðið tók nokkra lands- liðsmannanna taii á föstudagskvöld- ið og fyrst ræddum við við landsliðs fyrirliðann Jóhannes Eðvaldsson. ,,Búbbi" var ekki í nokkrum vafa um það hvort liðið sigraði, en átti í nokkrum erfiðleikum með að ákveða hvað íslenzka liðið skoraði mörg mörk. — Við vinnum þetta 2:0, sagði hann þó eftir góða umhugsun. — Vörnin verður sterkari hlutinn hjá okkur í þessum leik, enda eðlilegt að við leggjum meiri áherzlu á þann hluta leiksins gegn hinum sterku Frökkum. Við munum þó ekki gleyma sókninni og uppskerum 2 mörk, sagði Jóhannes. Jóhannes sagði að aðstæðurnar væru islenzka liðinu i hag og að í liðinu væri góður „húmor". Hvalbát urinn er eitt af þeim nöfnum sem danskir blaðamenn hafa sett á Jó- hannes og við skulum vona að „hvalbáturinn" reynist sannspár. Grétar Magnússon úr Keflavík var ekki síður bjartsýnn á úrslitin. Við vinnum þetta 2:1 sagði Grétar og er blaðamaður spurði hverjir skoruðu mörkin sagðist hann gjarnan skyldu sjá um annað markið. — Við hljótum að standa okkur í þessum leik, þetta er frábær hópur að leika með og okkur hungrar í að sýna að leikirnir í fyrrahaust voru ekki nein tilviljun. Við gefum ekkert eftir og munum berjast eins og við framast getum sagði Grétar Magnússon og um síð- ustu orð hans efumst við ekki. Bar- áttan hefur einmitt verið aðalsmerki þessa grjótharða Suðurnesjamanns. Ásgeir Sigurvinsson gat ekki tekið þátt í æfingunni á föstudaginn af fullum krafti. Hann tognaði lítillega í nára á æfingu á fimmtudaginn og í stað þess að æfa undir stjórn Knapps lék hann sér með knöttinn við hliðar- línu vallarins. Ásgeir taldi meiðslin þó ekki alvarleg og vonandi fáum við að sjá hann í ham í leiknum í dag. Ásgeir sá leik Frakka og Portúgala sem fram fór í síðasta mánuði í sjónvarpi og sagði hann að Frakkarn- ir hefðu yfir mjög skemmtilegu liði að ráða. Þeir hefðu þó ekki staðið sig vel gegn Portúgölunum, en þegar þeir næðu sér upp væri liðið geysi- lega sterkt, með léttleikandi og fljóta leikmenn. Ásgeir sagði að ekki yrðu mörg mörk skoruð i leiknum 1:1 jafntefli væru líkleg úrslit, eða þá 1:0 sigur annars hvors liðsins. Framararnir Marteinn Geirsson og Jón Pétursson hafa átt við nokkur meiðsli að stríða í vor, en er við ræddum við Martein í fyrrakvöld sagði hann að þeir væru báðir orðnir algóðir af meiðslunum og ætluðu sér ekkert nema sigur í leiknum við Frakka. Landsliðshópurinn væri mjög samstilltur og innan hans rikti engin „kafbátahernaður". Guðgeir Leifsson leikur í dag sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu. Hann hefur enn ekki fengið að leika með Víkingum eftir að hann skipti um félag í vor, en fyrsti leikur hans með Víkingi verður væntanlega gegn Skagamönnum um næstu helgi. Eins og félagar sinir i landsliðinu var Guðgeir fullur bjartsýni og sagði að leikkerfi landsliðsins væri orðið það vel æft að hann óttaðist ekki „slys" í leiknum við Fransmennina. Að þeim orðum töluðum tók Guðgeir að nýju til við æfingarnar. Skot- æfingarnar voru á dagskrá og það siðasta sem við heyrðum var ánægjuhróp Tony Knapps landsliðs- þjálfara er hann hrósaði Jóni Gunn- laugssyni fyrir vel heppnað skot. „Svona förum við að þvi, big fellow." -- áij Sigurður Dagsson landsliðsmarkvörður horf- ir á eftir knettinum. Framararnir Jón og Marteinn eru báðir búnir að ná sér eftir meiðslin, sem þeir hlutu I vor og verða með í dag. SIGRADI HEIMSMEfflAFANN Glœsilegt afrek Ágústs Ásgeirssonar Ágúst Ásgeirsson hlaup- ari úr ÍR vann það fræki- lega afrek á frjálsíþrótta- móti sem fram fór í Gate- head í Englandi í fyrra- kvöld að sigra heimsmet- hafann í 3000 metra og 2ja mílna hlaupi, Brendan Forster í 800 metra hlaupi. Forster sem er nánast þjóðardýrðlingur í Eng- landi brást mjög illa við ósigri sínum, óskaði Ág- ústi ekki til hamingju með sigurinn, heídur tók þegj- andi æfingafatnað sinn og fór burt af vellinum. Fyrir mót þetta haföi mikið ver- ið skrifað um Forster í ensk blöð, og sagt að i hlaupi þessu ætlaði hann að „skerpa" sig fyrir heims- mettilraun í 2 mílna hlaupi sem hann ætlar að gera innan tíðar. Beindist því öll athygli manna að heimsmethafanum er keppnin hófst, en keppendur í hlaupinu voru margir, m.a. tslendingarnir Ágúst Ásgeirsson, Jón Diðriksson og Gunnar Páll Jóakimsson. Byrj- unarhraðinn i hlaupinu var mjög lítill. Eftir fyrstu 100 metrana var Ágúst í fjórða sæti, en i viðtali við Morgunblaðið sagði hann að þá hefði sér verið farið að ieiðast þófið, eða ,,lahbið“ og tekið for- ystuna. Hélt Ágúst henni siðan þar til 300 metrar voru eftir, en þá fór Forster fram úr og freistaði þess að hrista hann af sér. Agúst sleppti honum þó ekki og tók for- ystuna aftur er um 100 metrar voru eftir í markið. Forster gaf sig þó ekki og þegar 80 metrar voru eftir fór hann og annar hlaupari til fram úr Ágústi. — En mér tókst að pína fram einhvern svolítinn aukakraft á síðustu metrunum, og pressa mig fram úr þeim, enda báðir greinilega orðn- ir örþreyttir, sagði Ágúst. Hinn litli byrjunarhraði kom í veg fyrir mjög góðan tíma í hlaupi þessu. Ágúst hljóp á 1:53,5 mín., sem er reyndar frábær árangur í upphafi keppnistímabils. Brend- an Forster hljóp á 1:53,6 mín. og þriðji maður í hlaupinu fékk 1:53,7 mín. Jón Diðriksson var sjötti í hlaupinu og náði sínum bezta ár- angri: 1:55,8 mín. og Gunnar Páll Jóakimsson varð níundi á 1:59,8 mín., en hann hefur áður náð betri árangri. Sigfús Jónsson varð þriðji í 3000 metra hlaupinu á mjög góð- um tíma 8:39,0 min. Sigurður P. Sigmundsson, FH, varð í 10. sæti á sinum langbezta tima 9:03,0 mín. ogGunnar Páll keppti einnig í þessu hlaupi og náði sínum bezta tima, þrátt fyrir að hann væri nýlega búinn að hlaupa 800 metra hlaup, eða 9:26,0 mín. Viímundur Vilhjálmsson sem einnig dvelur í Durham gat ekki keppt á mótinu vegna meiðsla sem hann varð fyrir rétt áður en haldið var utan. Islendingarnir munu væntan- lega taka þátt í móti um næstu helgi á Crystal Palace í London, a.m.k. Ágúst sem hleypur þar 3000 metra hindrunarhlaup. Verður frægðar- verkið endurtekið ÞAÐ RlKIR mikil eftirvænting meðal knattspyrnuáhugamanna fyrir landsleik lslands og Frakklands á Laugardalsvellinum í dag. Tekst íslenzka liðinu að endurtaka frægðarverkið frá síðasta hausti er það náði þeim glæsta árangri að gera jafntefli við A-Þjóðverja 1 Magdeburg? Þau úrslit skóku hinn evrópska knattspyrnuheim. Hvað var litla Island að gera? Að gera jafntefli við A-Þjóðverja, eitt af stcrkustu knattspyrnuliðum heims var meira en nokkurn mann hafði órað fyrir, tap með fimm marka mun hefói hins vegar engum komið á óvart. 1 dag klukkan 14.00 hefst leikur tslendinga og Frakka. Leikur fslenzks liðs, sem að mestu er skipað áhugamönnum, gegn þrautreyndu landsliði franskra atvinnumanna f knattspyrnu. Frakkarnir eru að enda sitt knattspyrnutfmabil, en við að byrja okkar. Franska landsliðið er í sárum eftir 0:2 tap gegn Portúgölum f fyrra mánuði, sigurvfman er hins vegar enn ekki runnin af fslenzka liðinu eftir hinn góða árangur síðasta hausts. Spurningin er hvað þessir þættir gera leikmönnum liðanna í dag. lslenzka landsliðið hélt til Þingvalla á föstudagskvöldið og í gær var æft á Laugarvatni. Sfðastliðna nótt var svo dvalið í Valhöll á ÞingvöIIum og til Reykjavíkur voru leikmennirnir væntanlegir um klukkan 10 fyrir hádegi í dag. A föstudags- kvöldið æfðu landsliðsmennirnir á hinum nýja grasvelli f Kópavoginum. Ekki voru þeir þó fyrstir til að nota þennan glæsilega ieikvang. Meistaraflokksmenn höfðu leikiö sér á honurn í einn hálftfma áður en landsliðið tók við, Blikarnir vildu ekki að neinir utanaðkomandi yrðu fyrstir til að nota völlinn þcirra, sem þeir hafa svo lengi beðið eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.