Morgunblaðið - 25.05.1975, Side 47

Morgunblaðið - 25.05.1975, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. MAl 1975 47 Gumshoe: Einkaspæjarinn (Albert Finney) er var um sig í strætisvagninum í Liverpool. ★★★ Til þess að fyrirbyggja allan miskilning, er rétt að taka það fram strax, að leikstjóri American Graffiti er George Lucas. en ekki Franis Ford Coppola, eins og margir virðast halda. Coppola er hins vegar sð aðili, sem leggur fram peninga til kvikmyndagerðarinnar og nefnist framleiðandi myndarinnar. George Lucas er með öllu óþekktur hér á landi, þar eð þetta er fyrsta mynd- in sem hér er sýnd eftir hann. en hann gerði áður eina mynd. sem nefnist THX 1138. Mynd þessi, sem var byggð á visindaskáld- sögu, fékk allsstaðar mjög góða dóma, en hlaut því miður litla útbreiðslu. Áður hefur verið fjallað nokkuð um American Graffiti hér á siðunni, og óþarft að rekja efni myndarinnar hér, sem í stórum dráttum fjallar um nokkra ungl- inga, sem eru að Ijúka skyldunámi og eru að gera það upp við sig, hvort þau eigi að halda áfram námi og yfirgefa þá um leið bæinn og kunningjahópinn eða vera um kyrrt. Myndin gerist öll á einni nóttu á þvl herrans ári 1 962, þar sem ýmsir hlutir gerast. sem breyta ákvörðunum viðkomandi persóna. Lucas leggur mikla áherslu á það, hve afdrifaríkar þessar ákvarðanir eru fyrir framtíð unga fólksins og þó myndin sé öll I léttum dúr, leynist alvarlegur undirtónn varðandi þessar ákvarðanatökur, sem skilja á milli gelgjuskeiðs og fullorðinsára hér og hvar I myndinni. Lucas endar svo myndina með því að draga þennan undirtón upp á yfirborðið og segja okkur, hver hafi orðið örlög hinna fjögurra höfuðper- sóna. Um leið gerir hann myndina að sannsögulegri frásögn og færir okkur eins nálægt þeim atburðum kvik muncl /iö<m SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON VALOIVAR JÖRGENSEN SÆBJÖRN VALDIMARSSON sem við höfum verið að hlæja að, eins og hægt er. Lucas tekst vel að ná andrúmslofti þessa tlmabils og bæði bilarnir og stelpurnar eru einkar sannferðug, auk vatns- greiddu rokk-grúppunnar á skóla- ballinu. Strákarnir fjórir, allt frá John Milner (fullorðna unglingn- um — kappaksturshetjunni, sem ekki hefur verið sigraður) til Terry Fields, bólugrafna nýgræðingsins með gleraugun, sem á bara Vespu, eru fullmótaðar persónur, þó at- burðarás myndarinnar sé mjög sundurlaus og tækifæri til per- sónusköpunar af skornum skammti. En þó American Graffiti sé þannig hin besta dægradvöl, veldur Lucas nokkrum vonbrigð- um. Þegar ungur og ferskur leik- stjóri, sem hlotið hefur góða dóma fyrir verk, sem sfðan berst hingað, á maður von á einhverjum fersk- leika I vinnubrögðum, ferskum hugmyndum og til^—iytinga-ríkari efnismeðferð en venjulega. Því miður bregst þetta; efnismeð- ferðin er f hæstamáta venjuleg og einstaka sinnum finnst manni að það sé verið að fylla upp í eyðurn- ar með tónlistinni, sem stöðugt glymur undir. SSP Gúmmiskór einkaspæjari American Graffiti ★★★ Gumshoe, bresk, gerð 1971. Leikstjóri: Stephen Frears. Það fyrsta og siðasta — og kannski það eina — sem hægt er að segja um þessa mynd, er: „Ein- staklega ánægjuleg skemmtun". Það er langt síðan ég hef skemmt mér eins innilega við að horfa á kvikmynd eins og ég gerði þetta kvöld f Stjörnubfó. Það er hins vegar öllu erfiðara að segja hvers vegna. Þetta er bráðfyndin saka- málamynd, gerð sem stæling á sögu eftir Chandler og Gumshoe er Sam Spade 30 árum seinna. Albert Finney (Eddie Ginley) er Humphrey Bogart endurholdg- aður; og þó ekki alveg. Ginley, sem er hálf-atvinnulaus frfstunda- skemmtikraftur, dreymir um að vera eins og Bogart. Hann setur að gamni sfnu smáauglýsingu f dagblað staðarins í Liverpool, og býður fram þjónustu sina sem einkaspæjari, meira vegna þess að hann.á afmæli, sem enginn virðist ætla að muna eftir en til þess að taka þetta starf að sér. En fyrr en varir er hann orðinn flæktur I miklu ótrúlegra glæpamál, en hann hafði nokkurn tfma lát- ið sér detta I hug í sínum djörfustu hugarórum. Þegar svona er komið fyrir honum er einasta haldreipið að leika hlut- verkið eftir bókum (og kvikmynd- um) og það er einmitt hér, sem bæði Chandler og Sidney Green- street og Bogart koma til sög- unnar. Það sem tekst svo frábær- lega vel f myndinni. er að blanda þessum hugarórum og raunveru- leika saman, án þess að því verði nokkurn tíma lýst með orðum. Ginley er flugmælskur (vitnandi i gömlu sögurnar — „Byssan, einn brúnn og stelpa — þetta er minn heimur"), textinn mjög meitlaður og Ginley hreytir honum út úr sér eins og tannhvössum einkaspæj- vjrdinu. uuri netur teRio endanlega ákvoröun um aö haida afram nami np vfirgefur fjölskyldu sína og vim. ara er tamt. En jafnframt þvf að vitna til hinna fyrrnefndu bætir hann nokkrum við frá eigin brjósti. „Ég er von hinna hvítu" (I am the Great White Hope) segir hann við svertingja nokkurn, en eftir að sá hinn sami hefur lamið Ginley niður, tautar Ginley fyrir munni sér einkunnarorð Mu- hamed Ali „Fly like a Butterfly — Sting like a Bee" (fljúga eins og fiðrildi — stinga eins og býfluga) Það er vafalítið textahandritið sem er sterkasti hluti myndarinn- ar, þó hin flókna og hraða at- burðarás, sem ekki borgar sig að gefa neitt upp um, hjálpi mikið til. Handritið er skrifað af tveim ung- um mönnum, leikstjóranum Stephen Frears og Neville Smith, sem báðir unnu áður fyrir breska sjónvarpið, en handritið varð til vegna áhuga þeirra beggja á Chandler og Bogart. Albert Finney á hins vegar fyrirtækið Memorial Enterprises, en þetta fyrirtæki hefur hjálpað mörgum ungum og upprennandi leikstjórum til að fjármagna myndir sfnar, m.a. Loving Memory (Scott), Bleak Moments (Leigh), If . . . (Ander- son) og Charlie Bubbles, sem Finney leikstýrði sjálfur. Þetta er fyrsta mynd hins unga leikstjóra, Stephen Frears, og gætir hér ólfkt meiri frumleika en hjá Lucas f American Graffiti. En mér þykir miður að þurfa að benda sama kvikmyndahúsinu á sama auglýsingagallann tvisvar I röð. i auglýsingu Stjörnublós er þvf enn haldið fram, að hér sé um bandarlska mynd að ræða (sfðast var það Citizen above Suspicion), en þetta er bresk mynd f húð og hár. SSP. Tónlistarviðburður ársins” Klubbur 32 efnir til hópferöar á tonleika Elton John's á Wembley leikvangmum í London 21 júnf Farið verður 1 9 júní og komið aftur þann 24 júní Auk Elton Johns koma m a fram Stevie Wonder, Beach boys, Eagles, Dobbie brothers, Rufus, Joe Walsh band og Kiki Dee band. Verð kr 39 000 00, innifalið er Allar ferðir, hótel m/morgunmat. fararstjórn og aðgöngumiði að tónleikunum Mallorca Fyrsta fero á hio glæsilega hótel Club 33 á Mallorca er 1 5. júní. Verð aðeins kr. 54.000.- (Allt innifalið einnig næturmatur!) Fá sæti laus Meðlimir Klúbbs 32 munið að þið fáið 10% afslátt í öllum verzlunum Karnabæjar. Klúbbur 33 Lækjargötu 2. Slmar: 16400 — 26555 „Geymiö minninguna á stórri litmynd“ Veljið úr prufumyndum, sem allar eru í lit og látið okkur stækka bestu myndina fyrir ykkur. Geymið augnablikið á stórri litmynd til gleði og ánægju fyrir ykkur sjálf, fjölskyldu og vini. ColourcArt Rholo Allar myndir okkar eru litmyndir, sem hægt er að fá í stærðunum: 13x18 cm., 20x25 cm., 28x36 cm., 40x50 cm., 50x60 cm. EINKAUMBOÐ A ISIANDI HIATS WIBE LIIND UÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LÁGMÚLA 5 SÍMI 85811

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.