Morgunblaðið - 25.05.1975, Qupperneq 48
INNIHURÐIR
Cæöi í fyrirrúmi
SIGURÐUR
ELÍASSONHF.
^avo^ AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI,
SÍMI 41380
GLUGGA- OG HURÐAPÉTTINGAR
m«ð Ínnfrostvm ÞÉTTILISTUM
GOA þföootta Vonduð vmna
GUNNLAUGUR MAGNUSSON SlMI 16559 [_
SUNNUDAGUR 25. MAl 1975
Sigurður Markússon um Bandarikjamarkað:
Vona að ástandið
versni ekki meir
— MKNN eru farnir að vona að
áslandið á Bandaríkjamarkaði
eigi ekki eflir að versna meir,
áður en það fer að skána á ný,
sem sumir telja aö verði síðast á
árinu. Hins vegar vila menn ckki
hvort eða um hve góðan hata verð-
ur að ræða og hve lengi hann
varir f fyrstu, sagði Sigurður
Markússon, framkvæmdastjóri
sjávarafurðadeildar S.I.S., þegar
Morgunblaðið spurði hann um
horfur á helztu markaðssvæðum
íslenzkra sjávarafurða.
Sigurður sagði að markaðurinn
í Bandaríkjunum væri svo til alls
i áðandi hvað ireðfiskinn varðaði,
þangað væru seld 75—80% af
okkar framleiósiu. Þar hefði eng-
in breyting orðið nýlega, og
blokkin væri blýföst í 58 centum.
Flökin héldust líka i óbreyttu
verði, en þau hefðu hvorki lækk-
að né hækkað í verði, sem er um 1
dollar, og verðinu á þeim hefði
tekizt að halda óbreyttu frá því að
blokkin fór að lækka á síðasta ári.
Þá sagði hann, að birgðir af
fiski í Bandaríkjunum væru nú
minni en i fyrra, jafnvel hlutfalls-
lega minni, en fiskneyzla hefði
minnkað um 20% þar í fyrra.
Að lokum sagði Sigurður, að
það værí enn staðreynd að is-
lenzkar fiskafurðir nytu ekki
þeirra kjara, sem búið var að
semja um hjá E.B.E. Ef það væri
búíð, hefðu ísiendingar sennilega
dágóðan markað þar eins og t.d.
fyrir humar og rækju.
r
Asgeir Magnús-
son II nær ónýtt-
ist í eldi úti á sjó
Þorlákshöfn, 24. mai.
ÁSGEIR Magnússon II GK
59 úr Garði var dreginn
brennandi til hafnar hér í
Þorlákshöfn klukkan rétt
fyrir sjö í morgun. Jó-
hannes Gunnar GK úr
Grindavík kom með bátinn
að bryggju. Þá var mikill
eldur í bátnum og logaði
stýrishús hans.
Slökkvilið Þorlákshafnar var
tilbúið á bryggjunni og hóf
slökkvistarfið sem lauk um
klukkan 11.15. Áhöfn bátsinsyfir-
gaf hann logandi á hafi úti og fór í
gúmbát og voru mennirnir þar í
klukkutíma þar til Jóhannes
Gunnar kom á vettvang og tók þá
um borð. Ekki urðu nein slys á
mönnum. Báturinn er mikið
brunninn og talinn svo til ónýtur.
Ókunnugt er um eldsupptök en
eldur mun hafa komið upp í bátn-
um klukkan rúmlega fjögur í nótt
er hann var á togveiðum útaf Sel-
vogi.
Ásgeir Magnússon II er 65
tonna eikarbátur smíðaður í Dan-
mörku árið 1947. Eigandi bátsins
er Ásgeir hf. í Garði.
— Ragnheiður.
Storkurinn
lifir góðu lífi
„KRAKKARNIR mínir sáu stork-
inn á flugi fyrir þremur dögum
og var ekki annað að sjá en hann
lifði hinu bezta lífi,“ sagði Svein-
björn Ingimundarson bóndi á
Yztabæli undir Eyjafjöllum er
Mbl. ræddi við hann í gær og
innti eftir fréttum af vini vorum
storkinum.
Sveinbjörn sagði að storkurinn
hefði í fyrstu haldið sig á af-
mörkuðum svæðum en upp á síð-
kastið hefði hann farið á flakk og
sést víða undir Eyjafjöllum. Jafn-
framt færi hann meira inn í
landið en áður. „Hann er farinn
að kynnast landinu betur enda er
nú væntanlega meira æti að finna
þar en áður,“ sagði Sveinbjörn.
Búist við mikilli að-
sókn að landsleiknum
I.SLENDINGAR og Frakkar leika landsleik í
knattspyrnu á Laugardalsvellinum I dag og
hefst leikurinn klukkan 14.00. Forsala að-
göngumiða undanfarna daga hefur verið
mjög góð, meiri en venjulega fyrir lands-
leiki. Morgunblaðið hafði í gær samband við
skrifstofu Knattspyrnusambandsins og
bjuggust menn þar við mikilli aðsókn á leik-
inn. Veðurfræðingar spá þokkaiegu veðri í
Reykjavík í dag, sunnan kalda og sennilega
þurru veðri.
Á íþróttasíðu, bls. 46, er spjallað við leik-
menn íslenzka landsliðsins.
ÞEIR hafa gert það ágætt á
grásleppu og rauðmaga I vor
karlarnir þrátt fyrir rysjótta
tíð. Hér er verið að ianda úr Má
RE 87 og yngri kynslóðin
fylgist spcnnt með.
Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.
Vinnuveitendur:
Kaupkröfur ASÍ þýða 30 þús.
milljónir í aukin launaútgjöld
NtJ ER ekki rétli tíminn til kaup-
hækkana var svar, sem Mbi. fékk
í gær er það Icitaði álils forráða-
manna vinnuveitenda, formanns
VSl og formanns Vinnumálasam-
bands samvinnufélaganna. Hinn
síðarnefndi var þó ef til vill sýnu
svartsýnni á ástandið og sagðist
ekki sjá fram á annað en verkföll
og þau löng, þar eð kröfur ASl
væru fjarri raunvcruleikanum.
Svör þessara manna fara hér á
eftir:
Jón H. Bergs, formaður vinnu-
veitendasambands Islands sagði:
„Þær kröfur ASl I yfirstandandi
Minni skuttogararnir fiska
ekki minna en þeir stóru
I SKÝRSLU Landssambands ísl.
útvegsmanna um yfirlit yfir afia-
magn, aflaverðmæti og úthaids-
daga íslenzku togaranna frá ára-
mótum fram tii 10. maí kemur
fram að sá togari, sem hæst
skiptaverð hefur pr. kíló er
Dagný frá Siglufirði, kr. 38.47, en
þess ber að gæta, að togarinn hef-
ur iandað nokkrum sinnum er-
lendis og því náð þessu háa verði.
Ef miðað er við togara, sem ein-
göngu hafa landað heima, þá er
Guðbjartur ÍS með dýrmætasta
fiskinn en hann hefur fengið kr.
33.20 pr. kg. Kaldbakur EA er svo
með bezta fiskinn af stóru skut-
togurunum hefur fengió kr. 30.70
pr. kg. að meðaltali.
Ef litið er á stóru skuttogarana
kemur fram, að Sléttbakur EA er
með mesta aflaverðmætið á þess-
um tíma og hefur fiskað fyrir
röskar 47 millj. kr. og sá togari er
ennfremur með næsta hæsta með-
alverðið kr. 30.70, og meðalskipta-
verð pr. dag er kr. 356.669.00.
Mestan afla pr. úthaldsdag hefur
fengið Júní GK 13.13 tonn, en
mestan afla yfir þetta tímabil hef-
ur Bjarni Benediktsson fengið
1.428 lestir.
• Eins og fyrr segir eru Dagný og
Guðbjartur með hæsta meðalverð
minni skuttogaranna, en hæsta
skiptaverð pr. úthaldsdag er Bessi
IS með, kr. 408.783, og er því
meðalskiptaverð á Bessa mun
hærra en á stóru togurunum og
ennfremur kemur fram f skýrsl-
unni að minni skuttogararnir
fiska síst minna en þeir stærhi.
Fimm af minni skuttogurunum
eru meó hærra brúttóverðmæti
en hæsti stóri skuttogarinn. Guð-
bjartur fS hefur fiskað fyrir 52.8
millj. kr., Bessi fyrir 49.8 millj.
kr., Framnes 1, fyrir 48.5 millj.
kr., Guðbjörg fS fyrir 47.8 millj.
kr. og Júlíus Geirmundsson fS
fyrir 47.6 millj. kr. Það vekur
athygli að allir þessir togarar eru
gerðir út frá Vestfjörðum, byggð-
ir í Noregi og með sams konar
fiskileitartæki og veiðarfæri.
kjaradeilu, sem kunngerðar voru
í gær, eru nú til athugunar hjá
Vinnuveitendasambandinu og
þeim mun verða svarað innan
nokkurra daga. Ég get þó sagt það
strax, að mér finnast þessar kröf-
ur fráleitar við þær efnahagslegu
aðstæður, sem nú eru í þjóðarbú-
skap okkar íslendinga. Þegar
þjóðartekjurnar lækka og þjóðar-
framleiðslan minnkar, viðskipta-
halli er áætlaður 12 til 13 þúsund
milljónir á einu ári, afkoma ríkis-
sjóðs og fjölmargra framleiðslu-
fyrirtækja hangir á bláþræði, þá
er ekki rétti tíminn til verulegra
kauphækkana. Ef til vill hafa
menn ekki gert sér grein fyrir
því, að sú grunnkaupshækkun,
sem nú er farið fram á myndi
kosta nær 30 þúsund milljónir í
auknar launagreiðslur alls í land-
inu miðað við þá launafúlgu, sem
nú er greidd. Til þess að veita
slíkum viðbótarlaunafúlgum út í
þjóðfélagið eru nú engin skilyrði,
heldur myndi slíkt valda enn
nýrri kollsteypu, en af þess háttar
ættum við fslendingar nú að hafa
fengið meira en nóg. Við getum
ekki haldið áfram að halda hér
uppi óeðlilegum kaupmætti og
lífsskilyrðum með því að sóa
gjaldeyri og safna skuldum er-
lendis eins og þjóðin hefur látið
sig hafa undanfarin ár.
Skúli Pálmason, formaður
stjórnar Vinnumálasambands
samvinnufélaganna, sagði: „Þess-
ar kröfur eru algjörlega út í loftið
og verða ekki til þess að auðvelda
þá samninga, sem við stöndum
trammi fyrir nú. Ég á ekki með
hliðsjón af þessum kröfum von á
að samningar náist. Ég held að
komi til verkfalla og þau verði
jafnvel löng.“ Skúli sagði að
stjórn Vinnumálasambandsins
hefði ekkert fjallað um kröfurnar
siðan þær voru kunngerðar. Hann
sagðist ekki vita hvenær stjórnin
tæki endanlega afstöðu til þeirra,
en sér sýndist kröfurnar vera
þess eðlis að ekki þyrfti langa
fundi til þess að fjalla um þær.
560kr. fyrir
humarkílóið
Verðlagsnefnd sjávarútvegs-
ins hefur nú ákveðið verð á
humri fyrir veiðitímabilið,
sem hefst í dag. Fyrir 1. kg. af
1. flokks humri verða greiddar
i sumar kr. 560, en i fyrra var
verðið kr. 385. Fyrir 2. flokks
humar fæst nú kr. 300, en í
fyrra var verðið kr. 205. Þessar
verðhækkanir stafa ekki af
hækkunum á erlendum
mörkuðum heldur ein-
vörðungu af gengisbreytingun-
um tveim, sem átt hafa sér stað
frá því í fyrra.
Þá hefur einnig verið ákveð-
ið verð á hörpudiski og er það
nú kr. 16 fyrir hvert kg. en var
kr. 17 áður.