Morgunblaðið - 10.06.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNI 1975
3
Hvað stöðvast vegna verkfallanna?
Mjólkurbúðir loka — Ekkert bensín
— Samgöngustöðvun innanlands
A MIÐNÆTTI I nótt kemur
allsherjarverkfalls, hafi samn-
ingar ekki tekizt fyrir þann
tfma. Bensínafgreiðslur stöðv-
ast og ekki verður unnt
að fá mjólk, þar sem mjólk-
urbúðir lokast. Verzlunar-
mannafélag Reykjavfkur hef-
ur ekki boðað verkfall fyrr
en 18. júní og verður því unnt
að fá allflestar nauðsynjar
nema mjólkurvörur fram til
þess tíma. Innanlandsflug frá
Reykjavík stöðvast I nótt, en
millilandaflug ekki fyrr en á
fimmtudagsnótt, þar sem félög-
in á Suðurnesjum hafa ekki
boðað verkfall fyrr en 13. júní.
Samgöngur lamast
Allt innanlandsflug frá
Reykjavík leggst niður á mið-
nætti í kvöld, en millilandaflug
heldur áfram til föstudags þar
sem verkalýðsfélög á Suður-
nesjum hafa ekki boðað verk-
fall fyrr en frá og með þeim
degi, samkvæmt upplýsingum
blaðafulltrúa Flugleiða, Sveins
Sæmundssonar. Það eru þeir
starfsmenn, sem annast áfyll-
ingu eldsneytis, hleðslu og af-
hleðslu flugvéla og þess háttar,
sem þá fara væntanlega í verk-
fall.
Verkfallið mun ekki hafa
áhrif á þjónustu hótela og veit-
ingastaða. Þegar hefur verið
samið við starfsfólk á hótelum
Flugleiða, að undanskildum
þeim, sem starfa við gestamót-
töku, en þeir hafa ekki boðað til
verkfalls.
Sveinn sagði að töluvert hafi
verið um afpantanir á Hótel
Loftleiðum og Esju vegna verk-
fallanna og nokkrum ráðstefn-
um hefur verið aflýst.
Mjólkurbúðir loka
Allt starfsfólk Mjólkursam-
sölunnar i Reykjavík og mjólk-
ursamlaga leggur væntanlega
niður vinnu á morgun. Mjólkur-
búðir verða því lokaðar og
dreifing á mjólk leggst niður.
Kaupmenn, fá því enga mjólk
eftir daginn i dag og geta þvi
aðeins selt á meðan birgðir end-
ast.
Strœtisvagnar
ígangi um sinn
Strætisvagnar Reykjavíkur
eiga eldsneytisbirgðir til hálfs
mánaðar miðað við fullt álag og
ættu strætisvagnaferðir því
ekki að truflast, að minnsta
kosti fyrst um sinn vegna elds-
ne.vtisskorts. Aftur á móti
leggst væntanléga niður vinna
að mestu á verkstæði SVR, og
getur það leitt til þess að ekki
verði hægt að halda uppi öllum
áætlunum.
Sömu sögu er að segja af
Strætisvögnum Kópavogs og
Landleiðum. Þar munu bílstjór-
ar halda áfram akstri en vagn-
arnir fá ekkert viðhald. þar
sem bifvélavirkjar leggja niður
vinnu.
Akstur sérleyfishafa frá BSl
mun halda áfram þrátt fyrir
verkfallið. Afgreiðslufólk
leggur að vísu niður vinnu 18.
júní en bifreiðastjórar geta þá
sjálfir selt farseðla. Flestir sér-
leyfishafar eiga eigin eldsneyt-
isbirgðir eða hafa aðgang að
birgðum úti á landi.
Vöruflutningar
leggjastniður
Vöruflutningar frá Reykja-
vik út á land leggjast að ein-
hverju leyti niður vcgna verk-
fallsins. Engin vörumóttaka
verður hjá Landflutningum og
Vöruleiðum frá miðvikudegi.
en starfsmenn Vöruflutninga-
miðstöðvarinnar fara ekki i
verkfall fyrr en 18. júní.
Útivinnahjá
borginni hœttir
Öll útivinna hjá Reykjavikur-
borg fellur niður frá miðna'tli i
kvöld. Er þar meðtalin sorp-
hreinsun. gatnagerð og gatna-
hreinsu n.
Gífurleg eftirspurn
eftir áburði og sementi
MIKLAR annir hafa veriö í af-
greiðslu bæði hjá Áburðarverk-
smiðjunni og Sementsverksmiðj-
unni frá því að lausn fékkst á
vinnudeilu starfsmanna við rfkis-
vcrksmiðjurnar, þar eð viðskipta-
vinir verksmiðjanna leggja nú
höfuðkapp á að birgja sig upp
fyrir yfirvofandi allsherjarverk-
fall.
Að því er Grétar Ingvason hjá
Áburðarverksmiðju ríkisins tjáði
Morgunblaðinu var i sl. viku —
eða frá mánudeginum 2. fram til
sunnudagsins 8. þ.m. — búið að
afgreiða um 6.400 tonn af áburði,
þar af um 530 á skip en nær 6
þúsund tonn höfðu verið flutt
með bifreiðum. Er þetta vafalaust
eitt mesta magn sem afgreitt
hefur verið á svo skömmum tima,
enda hafa daglega verið afgreidd
milli 700 og 1100 tonn af áburði
frá verksmiðjunni. Unnið var alla
helgina við afgreiðslu áburðar og
þá afgreidd um 1600 tonn. I gær
biðu milli 30 og 40 bílar eftir
afgreiðslu, en Grétar taldi þó að
eftir morgundaginn yrði mesta
álagið afstaðið. Fram til þessa
hefur verksmiðjan ekki haft und-
an að sekkja áburðinn.
Að sögn Guðmundar Guð-
mundssonar verksmiðjustjóra
Sementsverksmiðju ríkisins er
framleiðslan þar komin í eðlilegt
horf eftir verkfallið en geysileg
eftirspurn er eftir sementi frá
verksmiðjunni, þar eð menn
reyna aö ná því rnagni út sem
unnt er fyrir verkfallið. Undan-
þága hefur fengizt hjá Vélstjóra-
félaginu fyrir einum farmi á skip,
Kominn með 4,5
lestir af humri
HUMARAFLI Hornafjarðarbáta
hefur verið góður þegar gefið hef-
ur, það sem af er þessari humar-
vertíð. Agætis afli var framan af
síðustu viku og þá komu bátarnir
inn með 10—14 tunnur, en
komust síðan ekki út á ný fyrr en
á laugardag vegná brælu. Hæsti
báturinn er kominn með 4,5 lestir
af humri og er það Ölafur
Tryggvason, Síðan koma nokkrir
bátar með um 4 lestir.
sem mun væntanlega fara á Vest-
firði en að öðru leyti hafa flutn-
ingarnir eingöngu farið fram á
bflum, sem sumir hverjir hafa
verið langt að komnir, norðan úr
landi og allt austan frá Vfk.
Evensen vænt-
anlegur í dag
NORSKI hafréttarráðherrann
Jens Evensen er væntanlegur
hingað til lands f dag til viðræðna
við fslenzka ráðamenn um haf-
réttar- og landhelgismál. Evensen
er sem kunnugt er formaður sér-
stakrar nefndar sem starfar á
vegum hafréttarráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna og hefur það
hlutverk að skilgreina og þrengja
ákvörðunarsviö ráðstefnunnar,
auk þess sem hann fer með haf-
réttarmál þjóðar sinnar innan
norsku rfkisstjórnarinnar.
Hér mun Evensen væntanlega
ræða við íslenzka ráðherra og
þess er að vænta að útfærsla
íslenzku fiskveiðilögsögunnar í
200 mílur beri þar á góma og
Evensen muni einnig lýsa sjönar-
miðum sínum í þeim efnum.
Evensen hefur undanfarið verið í
Moskvu og í London, en þaðan
kemur hann hingað til lands.
Faxaborgin hæst
íNorðursjónum
ISLENZKU síldveiðiskipin seldu
alls 28 sinnum í Danmörku i síð-
ustu viku. Alls seldu þau 601 lest
af síld fyrir 12,6 millj. kr. og var
meðalverðið kr. 20,96 og hefur
ekki verið lægra á þessu vori.
F'rá þvi að síldveiöarnar f
Norðursjó hófust i apríl s.l. hafa
skipin selt alls 3.311,9 lestir af
síld fyrir alls 105,8 millj. kr. og
meðalverðið fyrir kilóið er kr.
31,97. Á sama tíma í fyrra höfðu
skipin selt 3.365,4 lestir af sild
fyrir 82.7 millj. kr. og þá var
meðalverðið kr. 24,60.
Þrjú aflahæstu síldveiðiskipin
frá 18. april — 7. júní s.l. eru
Faxaborg GK, sem hefur tekið
forystuna af Fifli og hefur selt
492,5 lestir fyrir 13,9 ntillj. kr. og
meðalverðið er kr. 28,27, Fifill
GK, sem hefur selt 318,9 lestir
fyrir 12,9 millj. kr. og meðal-
verðið er kr. 40,71 og Súlan EA
sem hefur selt 213,5 lestir fyrir
10,4 millj. kr. og meðalverðiö er
þar kr. 48,99.
«1111111111
Oskar Jakohsson.
r
Islandsmet
í spjótkasti
ÖSKAR Jakobsson IR setti gla'si-
legt Islandsniet í spjótkasti á a*f-
ingamóti sem FRl gekkst fyrir á
Laugardalsvellinum í ga'ikvöldi.
Kastaði hann 75,80 inetra. en
eldra nietið sem hann átti sjálfur
var 73.72 metrar. I keppninni í
gær kastaöi Óskar fyrst 70,36
metra, síðan kom metkastið. og
auk þessara kasta átti hann gilt
kast 68,90 metrar.
Smgglið ílsborgu:
350 lítrar í
eigu þrigg;a
yfirmanna
R.VNNSÓKN smyglmálsins f m.s.
Isborgu. sem upp komst um á
fiistudaginn er skipið var í Eski-
fjarðarhöfn. er að mestu lokið.
Reyndist smyglið vera 350 lítrar
af 96"<, spíra sem gcymt var í 5 og
10 lítra blikk- og plasthrúsum og
30 Iftrar af léttum vfnum. 1. og 2.
stýrimaður og 2. vélstjóri skips-
ins hafa viðurkennt að hafa átt
þetta áfengi.
Morgunblaðið hafði i ga'r sam-
band við Friðjón Guðröðarson
lögreglustjóra á Hornafirði en
hann var setudómari i málinu.
Hann sagði. að þessi þrír yfir-
menn hefðu við yfirheyrslur bor-
ið. að hafa keypt 380 lítra af spíra
er skipiö var í höfninni i Leixoes í
Poj túgal. Hefðu viðskiptin gengið
fljótt fyrir sig og því mögulegt að
þeir hafi verið sviknir um þá 30
lítra sem upp á vantaði. Við leit-
ina á Eskifirði fannst spírinn á
þremúr stöðum í tveimur bílum
yfirmannanna sem voru á
bryggjunni og sérstökum felustað
sem útbúinn var í vatnstanki og
tollverðir úr Reykjavík fundu við
leit s.l. laugardag. Um 20 lítrum
hafði veriö hellt í sjóinn, Toll-
verðirnir héldu áfram með skip-
inu til Vestmannaeyja en ekkert
fannst við frekari leit. Eins og
fram kom I Mbl s.l. sunnudag má
telja söluvérðma'ti áfengisins
vera á þriðju milljön króna.
Framhald á bls. 35
„Skemm tiferð” u tan bœjar-
manns endar með ósköpum
I BYRJUN síðustu viku kom
utanbæjarmaöur til höfuðborg-
arinnar, aðallega í þeim hug-
leiðin^um að skemmta sér ær-
lega. Hafði hann meðferðis
ferðatösku með fatnaði og ýms-
um persónulegum munum,
handtösku fulla af gæsaeggjum
og 100 þúsund krónur í pening-
um.
Maðurinn hóf að stunda
skemmtanalífið strax á þriðju-
degi og hélt sleitulaust áfram
fram á föstudag. Undir hádegi
á föstudag er maðurinn tölu-
vert ölvaður og hittir þá einn af
svonefndum kunningjunt lög-
reglunnar og vinkonu hans.
Slást þau í för með manninum
frá Hótel Borg en hann ætlaði
út á flugvöll og þaðan með flug-
vél út á land. Voru töskur
mannsins settar i skottiö á
leigubilnum. Lengra na>r minni
mannsins ekki og na'st man
hann eftir sér á Hótel Borg
undir kvöld á föstudeginum og
var hann þá búinn að týna tösk-
unum og var að leita þeirra á
Borginni. Auk þess vantaði
hann 60 þúsund krónur sem
hann var með á sér. Lögreglan
náði tali af þessum „kunn-
ingja" sínum og sagði hann. að
frá Borginni hefði Icigubillinn
ekið upp í Öskjuhlíð. þó með
viðkomu i verzlun ATVR og
hefðu liann og vinkona hans
farið út á Öskjuhlíðinni en
leigubillinn haldið áfram með
utanbiejarmanninn og töskur
hans. Ilefur rannsóknarli>g-
reglan hug á að ná tali af leigu-
bílstjóranum ef það gæti skýrl
hvarlið á töskum mannsins og
peningum.