Morgunblaðið - 10.06.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JUNl 1975
Ovissu- og
örlagatímar
Framundan eru dagar
óvissu og erfiðleika á ís-
lenzkum vinnumarkaði.
Flest bendir til verkfalla
og stöðvunar verðmæta-
sköpunar I þjóðarbúinu.
Engin tök eru ð þvl, eins
og mál standa I dag. að
spá um framvindu mála
né llkur á sáttum og nýj-
um kjarasamningum.
Hins vegar verður þess
að vænta, að ábyrgir að-
ilar í röðum deiluaðila
ráði ferðinni og reyni til
hins ítrasta að koma f
veg fyrir alvarleg
skakkaföll, bæði fyrir
heildina og einstakling-
ana, sem langa tlma
tæki að komast yfir og
vinna upp. Ríkisstjórnin
hefur, eftir þvf sem f
hennar valdi stendur,
reynt að auðvelda sættir
og viðunandi lyktir
mála. Þeirri viðleitni
verður að sjálfsögðu
haldið áfram. — Lausn-
in verður að vera innan
þeirra marka, að ekki
leiði til frekari verð-
bólguhraða, samdráttar
og atvinnuleysis. Hún
verður fyrst og fremst
að miðast við hina lægst
launuðu f þjóðfélaginu,
sem verst eru settir, svo
hugsanlegar kjarabætur
verði ekki þegar brennd-
ar á altari hinna betur
settu, svo sem gerðist f
febrúarsamningunum á
sl. ári.
Nýir
kjarasamningar
Jón H. Bergs segir svo
f forystugrein sfðasta
heftis af tfmariti Vinnu-
veitendasambands fs-
lands:
„Flestum fslendingum
var það mikið ánægju-
efni, þegar það tókst
kvöldið fyrir skirdag að
Ijúkra bráðabirgðasam-
komulagi milli VSI og
ASÍ. Með þessu sam-
komulagi tóku vinnu-
veitendur á sig verulega
útgjaldaaukningu, meira
að segja með afturvirkni
frá 1. marz, en vinnu-
friður i landinu var mik-
ið tryggður með þessu
út vetrarvertfð og til 1.
júnf. Að vfsu hafa komið
til skæruverkföil Iftilla
hópa, svo sem vélstjóra,
sem hafa stöðvað kaup-
skipaflotann og starfs-
menn rfkisverksmiðja
hafa lamað byggingar-
starfsemi og afkomu-
horfur f landbúnaði og
er það mjög alvarlegt að
slikt skuli Ifðast tiltölu-
lega fámennum vinnu-
hópum. En það voru
ekki allir, sem fögnuðu
páskasamkomulaginu,
pólitfskir ofstopamenn
héldu smáklfkufundi,
gerðu samþykktir og
létu f fjölmiðlum ausa
hinum grófustu ásökun-
um yfir forystumenn
ASÍ fyrir undanslátt f
samningum við vinnu-
veitendur. Við þessar
aðstæður er svo gengið
til viðræðna um kjara-
samninga til lengri tfma.
Samninganefnd ASf hef-
ur lagt fram kröfur um
38—39% grunnkaups-
hækkanir og að vfsitölu-
kerfið, sem fyrr-
verandi rfkisstjórn
nam úr gildi með löggjöf
f maf 1974, verði sett f
gang á ný. Jónas Haralz,
Landsbankastjóri, fyrrv.
forstjóri Efnahagsstofn-
unar hefur lýst aðstæð-
um f fslenzku efnahags-
Iffi nú þannig f meginat-
riðum: „Verð útflutn-
ingsafurða er lágt og
markaðshorfur þungar,
afkoma atvinnulffs og
opinberra þjónustuaðila
er slæm, geta banka til
aukningar útlána er eng-
in, útgjöld rfkisins eru
langt um fram tekjur og
hagur sveitarfélaga bág
ur, mikill halli er á
greiðslujöfnuði við önn-
ur lönd, gjaldeyrissjóður
er uppurinn og skulda-
söfnun erlendis meiri en
dæmi eru um áður."
Kröfur ASf um grunn-
kaupshækkanir eru mið-
aðar við endurheimt
kaupmáttar, sem var
falskur og óraunhæfur f
marz 1974 og ekki fékk
staðist .. Miklar verð-
hækkanir hlutu að koma
f kjölfar febrúarsamn-
inganna, voru ekki
komnar fram, en eyðslu
þjóðarinnar haldið áfram
með sffellt hækkandi
skuldasöfnun erlendis.
Þegar vinnuveitendur
hafna grunnkaupshækk-
unum við slfkar aðstæð-
ur, en bjóða jafnframt
kauphækkanir, þegar
viðskiptakjör batna, iæt-
ur forseti ASf hafa eftir
sér í Alþýðublaðinu að
slfkt séu ósvffnustu við-
brögð sem ASf hafi
mætt. Von er þó spurt
sé, hvort menn hafi ekk-
ert lært af reynslunni.
Afleiðing þess, ef
vinnuveitendur sam-
þykktu nú kröfur ASf,
yrði ekki raunveruleg
kaupmáttaraukning,
heldur yrðu um eina
kollsteypu f viðbót að
ræða, sem, við verri að-
stæður en lengi hafa
þekkst, myndi raska
mjög rekstrarstöðu at
vinnuveganna og skapa
alvarlega hættu á miklu
atvinnuleysi. Gegn slfku
ber öllum vinnuveitend-
um að standa sem einn
maður og leitast við að
verja þjóðarbúið þeim
vandræðum og efna-
hagslegu áföllum, sem
yfir þjóðina myndu
skella."
Sadatá erfittsum-
ar fyrir höndum
Það er ekki vandalaust að halda
um stjórnartaumana f Egypta-
landi, sem er i senn fátækt rfki og
fjölmennt og hefur auk þess mjög
þýðingarmikla landfræðilega
stöðu I heiminum. Sá. sem þar
ræður rfkjum, þarf umfram allt að
vera gætinn og þolinmóður, og
þessum verðleikum er Anwar
Sadat forseti greinilega gæddur f
rfkum mæli, sem og ýmsum
öðrum. Ekki vegur þar sfzt sú still-
ing og hófsemi, sem hann hefur til
brunns að bera. Hins vegar mun
hann þurfa á öllum sfnum hæfi-
leikum að halda, eigi hann að ráða
við það, sem sumarið ber i skauti
sér, en allar Ifkur benda til þess,
að þá verði heitt f kolunum.
f stuttu máli má útskýra þá
úlfakreppu, sem forsetinn er
kominn í, á eftirfarandi hátt: Efna-
hagsmál Egypta hafa undanfarna
tvo áratugi miðazt við strfðs-
rekstur. Stór hluti af auðæfum
þjóðarinnar, þar á meðal baðmull-
in, hafa verið veðsett um langt
árabil fyrir vopn, einkanlega frá
Sovétrfkjunum. Að sama skapi
hefur mikilvægum verkefnum,
sem hrinda átti f framkvæmd fyrir
löngu. verið frestað. Má þar meðal
annars nefna endurnýjun á ýmiss
konar almenningsþjónustu, sem
er löngu úr sér gengin, aðgerðir til
atvinnubóta, og loks átak á sviði
matvælaframleiðslu fyrir heima-
markað, en þörfin á þv! sviði er
orðin mjög knýjandi. Öllu þessu
hefur verið slegið á frest, þar til
friður yrði saminn. En þó að langt
hlé hafi nú orðið á hernaðarátök-
um, virðist raunverulegur friður
ekki f sjónmáli.
Horfurnar fyrir Egypta eru þrátt
fyrir allt fjarri þvi eins slæmar og
fyrir tveimur árum. Áður en
Ramadhan strfðið skall á i október
1973 var Kaíró orðin samfellt og
yfirfullt loftvarnabyrgi. Allir
ibúar borganna við Súezskurð
höfðu leitað skjóls f höfuðborg-
inni, en israelsmenn stóðu við
skurðinn gráir fyrir járnum. Á þvf
hefur a.m.k. orðið breyting. Með
þvf að eiga þá frumkvæðið að
hernaðarátökum og setja sfðan
traust sitt á Bandarfkjamenn,
tókst Sadat að koma á vopnahléi
við fsraelsmenn á 25 km svæði
austan við Súezskurð I Sfnaieyði-
mörkinni. En vonir þær, sem menn
höfðu um, að þetta vopnahlé
myndi leiða til varanlegs friðar-
sáttmála, hafa brostið, þrátt fyrir
sáttaumleitanir dr. Henry Kissing-
ers, sem svo mjög var haldið á
loft. Sadat hefur nú neyðst til þess
að taka undir kröfur annarra
Arabaþjóða þess efnis, að Genfar-
ráðstefnan verði kölluð saman á
nýjan leik, en fáir trúa þvf að það
geti fengið israelsmenn til að
semja f alvöru.
En samt sem áður vill Sadat
ekki gefa upp alla von um, að
Bandarfkjamönnum takist að
koma á friðarumleitunum, þvf
hann er bæði þolinmóður og
gætinn. Þrátt fyrir óbilgirni
israelskra ráðamanna, þrátt fyrir
það áfall, sem stefna Bandarfkja-
manna hefur orðið fyrir f Indókfna,
og enda þótt athygli Bandaríkja-
þings beinist nú helzt að innan-
rikismálum, er Sadat trúr og
tryggur sfnum gamla vini, Henry
Kissinger. Til marks um það má
nefna, að við breytingar þær, sem
gerðar voru á egypzku stjórninni f
aprfl sl., hélt Ismail Fahmi utan-
rfkisráðherra velli, og var jafnvel
gerður að aðstoðarforsætisráð-
herra, en hann er mjög hliðhollur
Bandarfkjamönnum.
Reyndar var það Fahmi, sem
stóð fast við það á sfðastliðnu ári,
að Súezskurðurinn yrði ekki opn-
aður að nýju fyrr en Israelsmenn
væru farnir lengra inn á Sfnafeyði-
mörkina. Þeir sitja enn sem fast-
ast, en eigi að sfður verður skurð-
urinn opnaður 5. júnf næst-
komandi. Þetta er kænn leikur hjá
Sadat, en að sama skapi feikna-
legt dirfskubragð. Enda þótt stjórn
Súezskurðarins fullvissi menn um,
að allt gangi að óskum. er vafa-
samt að margir útgerðarmenn
hætti á að senda skip sfn ! gegn-
um skurð, sem er rétt við vfglfnur,
og auk þess er vafamál, hvort
skipatryggjendur taka áhættuna
af slfkum ferðum. En með þvf að
láta opna skurðinn fyrir skipum
gerir Sadat þjóðum heims það
Ijóst, að hann vitl leggja fram sinn
skerf til sátta og friðar. Ennfremur
mun opnun skurðarins verða til
þess að gleðja Rússa, þvf að hann
styttir mjög leið rússneska flotans
frá Svartahafi inn á Indlandshaf.
Það er umfram allt þolinmæði.
sem Sadat þarf á að halda til að
vinna áfram að friði, og ef til vill
vinnur tfminn með honum f þessu
máli meira en talið hefur verið.
Þvi er hins vegar ekki að heilsa
varðandi innanlandsmál Egypta. Á
þeim vettvangi er timinn orðinn
Eftir David
Perman
naumur. Á yfirborðinu virðist allt
rólegt. Það er hálft annað ár frá
sfðustu átökunum og Kairó er böð-
uð f vorsólinni. Margir nýir bflar
aka um göturnar og biðstofur ráð-
herranna eru þéttsetnar erlendum
viðskiptamönnum. Mikilsmetnir
gestir frá Saudi-Arabfu og öðrum
rikum olfulöndum á austurströnd-
inni hafa bókað hótelin marga
mánuði fram í timann. Svo virðist
sem Gasr-el-Nil I hjarta Kairó-
borgar sé i þann veginn að verða
viðskiptamiðstöð Mið-
Austurlanda i stað Beirut. Borgin
hefur tekið miklum stakkaskiptum
frá þvf f október 1973.
Að vissu leyti hefur Sadat með
frjálslyndi sinu og hófstillingu átt
sinn þátt ! því að skapa þau
vandamál, sem nú blasa við hon-
um heima fyrir. Hann hefur aukið
frjálsræði fjölmiðla hvatt til mynd-
unar stjórnarandstöðu f þinginu
og óskað eftir þvi, að hlutur einka-
fjármagns yrði aukinn f landinu,
bæði innlends fjármagns og
erlends. Þetta hefur leitt af sér
verðbólguSkriðu og matvælaskort.
sem stúdentar og verkamenn hafa
mótmælt hástöfum og jafnvel með
harðskeyttum aðgerðum.
„Herguðinn mikli", — segja þeir
og beina skeytum sfnum til Sadats
vegna árásarferðar hans yfir Súez-
skurð. „Gefðu okkur brauð "
Ástandið var orðið alvarlegt,
jafnvel fyrir Sadat. hinn ástsæla
leiðtoga. Hann kom fram I útvarpi
og sjónvarpi og hét þjóðinni þvi,
að hagur hennar yrði bættur. Enn-
Framhald á bls. 24
PLASTTUNNUR
Til sölu mjög sterkar Til sölu
200 lítrar stærð —„ innihéldu áður sápuefni þola
sýruefni — líka hentugar fyrir rotþró — kr. 1500.-
KISILL
Lækja/götu 6 B Sími 15960
Nýjung
í fyrsta skipti á Islandi. ArinkLibbar sem loga
öllum regnbogans litum.
Útsölustaðir:
Leikfangaland,
Matvörumiðstöðin Glæsibæ
og Stapafell Keflavik.
SSTRATFORD
E N S K I R
PENINGASKÁPAR
þjófheldir — eldtraustir
heimsþekkt —
viðurkennd framleiðsla.
E. TH. MATHIESEN H.F,
STRANDGÖTU1
HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919.
Lóðrétt
strimlagluggatjöld
Luxaflex lóðrétt strimlagluggatjöld fást í mörgum mismun-
andi litum: dökkbrúnt — skærgult — grænt — drapp —
Ijósgult — fjólublátt — hvítt og fl. litum.
Kynnið yður Luxaflex strimlagluggatjöld í verzlun okkar Suður-
landsbraut 6.
Á
'uxa
<lex
1
Luxaflex Strimlagluggatjöld fram-
leiðum við eftir máli.
Luxaflex tryggir gæðin.
Ólafur Kr. Sigurösson og Co.
Suðurlandsbraut 6, sími 8321 5.