Morgunblaðið - 10.06.1975, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNl 1975
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Island — Svíþjóð
Konungur Svíþjóðar
kemur í dag í opinbera
heimsókn til íslands. Hér
er hann aufúsugestur, full-
trúi frændþjóðar, sem við
höfum um langan aldur
haft náin og góð samskipti
við. Það er ungur maóur,
sem sækir ísland heim í
dag i nafni gamals og rót-
gróins embættis. Eðli kon-
ungdómsins bæði í Svíþjóð
og annars staðar hefur
smám saman verið að
breytast og pólitísk áhrif
þessa háa embættis heyra
nú sögunni til. En það sem
máli skiptir er vitaskuld
hitt, að konungurinn er
þjóóhöfðingi, sameiningar-
tákn ólíkra flokka og mis-
munandi hagsmunahópa.
Heimsókn þjóðhöfðingja
Svíþjóðar til íslands nú er
því ánægjulegur vottur um
traust samskipti og vin-
áttu, sem reist er á gömlum
merg.
Samstarf Norðurlanda-
þjóðanna er einstætt í
sinni röð meðal þjóða
heims. Víst er, að sú nána
samvinna, sem þessar þjóð-
ir hafa sín á milli, hefur
styrkt þær og eflt á al-
þjóðavettvangi. Fulltrúa-
samkoma þjóðþinganna á
Norðurlöndum, Norður-
landaráð, hefur verið mið-
depill þessa samstarfs. Þar
hafa nýmæli verið sett
fram og þar hefur verið
unnið að framgangi þeirra.
Noröurlönd öll eru smáríki
og samstarf þeirra byggist
á jafnræðisgrundvelli. En
eigi að síður er það svo, að í
samanburði við ísland, er
Sviþjóð stórveldi og það er
vissulega svo, aó Svíar
standa í fararbroddi í ýms-
um efnum.
Eðli máls samkvæmt
þurfa smáþjóðir oftast nær
að sækja til þeirra sem
stærri eru og voldugri. í
þeim efnum höfum við not-
ið góðs af traustu samstarfi
og vináttu Norðurlanda-
þjóðanna, ekki sízt Svíþjóð-
ar. Það er ekki einvörð-
ungu, að Svíar séu fjöl-
mennastir Norðurlanda-
þjóða heldur fer enginn í
grafgötur um, að þeir eru
bezt efnum búnir og standa
mjög framarlega í atvinnu-
og félagsmálum. Víst er, að
við höfum notið góðs af
frumkvæði Svía í ýmsum
efnum. Fjölmargir Islend-
ingar hafa aflað sér mennt-
unar f Svíþjóð og ýmsan
annan lærdóm höfum við
sótt í garð Svía. Þá verður
því heldur ekki gleymt
hversu stórmannlega Svíar
brugðust við ásamt með
öðrum Norðurlandaþjóð-
um, þegar eldsumbrotin
urðu í Vestmannaeyjum.
Þar var rétt mikilsverð
hjálp og ómetanleg við þær
erfiðu aðstæður sem þess-
ar hamfarir höfðu í för
með sér. íslendingar nutu í
verki þess trausta vináttu-
anda, sem ríkir á milli þjóð-
anna og ýmsir hafa haldið
fram að lýsti sér eingöngu í
orðskrúði á mannfundum.
íslendingar þekkja nú af
eigin raun, að vinátta
Norðurlandaþjóðanna er
ekki orðagjálfur, heldur
veruleiki.
Þegar hinn ungi konung-
ur Svíþjóðar kemur í
fyrsta sinn í opinbera
heimsókn til íslands mæta
honum hlýjar óskir, ekki
sakir þess eins, að hann er
þjóðhöfðingi áhrifamikill-
ar þjóðar, heldur vegna
þess, að hann er fulltrúi
frændþjóðar, sem íslend-
ingar meta mikils. Kon-
ungskoman er tákn þessar-
ar vináttu og hún á að vera
hvati að öflugra samstarfi
þessara tveggja þjóða.
Forseti íslands hefur
komið til Svíþjóðar í opin-
bera heimsókn. Þær við-
tökur sem hann fékk þar,
voru tákn um velvilja
sænsku þjóðarinnar í okk-
ar garð. Nú þegar konung-
ur Svíþjóðar kemur hingað
til lands gefst enn tækifæri
til þess að treysta þessi vin-
áttubönd. íslendingar
munu vissulega leggja sitt
af mörkum til þess að svo
megi verða.
Opinberar heimsóknir
þjóðhöfðingja hafa e.t.v.
ekki mikil sýnileg áhrif.
Þær eru ekki farnar til
þess að ráða málum til
lykta, enda er það í ann-
arra verkahring í nútíma
lýðræðisríkjum. En þó að
svo sé, fer því fjarri, að
heimsóknir af þessu tagi
þjóni ekki tilgangi. Þvert á
móti geta þær haft margs
konar áhrif til góðs, eh það
sem mestu máli skiptir er,
að þessar heimsóknir
treysti enn samskipti ríkj-
anna og hvetji til nýrra
athafna á þvi sviði. I raun
réttri eru þjóðhöfðingja-
heimsóknir ytri umgjörð
alls þess mikla samstarfs á
hinum ýmsu sviðum, sem
þjóðirnar eiga með sér.
Vf8a þarf að fara um mjóar rákir ( þverhniptu bjarginu.
Þorsteinn og Már taka lagið á Albert Kemp virðir fyrir sér hluta
heimfeiðinni. af feng dagsins.
■Gtmnar var f Skrúðnum f fyrsta sinn. Bjargið hægra megin er Þórðar
bjarg, vinstra megin er Halasig og í miðjunni sár inn f Skrúðshellinn.
Guðmundur átti afmæli Skrúðsferðardaginn og
borðaði hann til hátfðarbrigða jólakökusneið
máfsegg.
Fremsti hluti Skrúðshellisins.