Morgunblaðið - 10.06.1975, Síða 15

Morgunblaðið - 10.06.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNl 1975 23 á háeynni og hrátt Skrúðsböndlnn IICIIII Farið í eggjaleiðangur með Fáskrúðsfirðingum Texti: Árnl Johnsen Liósmyndir: Friðbiófur Helgason Skipskönnurnar spiluðu saman lítið lag i takt við létta undirölduna. Þær héngu á krókum fyrir ofan kabyssuna um borð i Fáskrúðsfjarðarbátn- um, Val SU 400, leiðin var sigld áleiðis í Skrúðinn. Veðrið var ekki upp á það bezta til að sækja Skrúðsbóndann heim, stilltur sjór að vísu, en nepju- vindur og skaflarákir um öll fjöll, meira að segja nýfallinn snjór i Austfjarðafjöllin, sem rísa eins og virkismúrar úr hafi víðast hvar. En það var ekki bara nýfallinn snjór i fjöllum, varptími svartfuglsins var að ganga í garð og fýlsins einnig og einn aðaltilgangur ferðar- innar var að ná i nýorpin bjarg- fuglsegg, feikilegt lostæti. Þótt það sé spennandi að síga og klífa bjarg, þá er ekki siðra að skoða sig um í nágrenni bjargs- ins, hliðum bekkjum og syllum, finna keim af því lífi sem þar lifir, rekja örmjóar syllur eða feta lausbeislaða súruhausa utan í snarbröttum hliðunum. Eftir slíkar ferðir finnst manni gangstétt við götu óttalega breið og í bjarginu finnur hver bjargmaður sig öruggastan. Hinn rammi sterki þefur úr byggðum bjargfuglanna og gróandinn i hlíðum dregur bjargmanninn til sín svo hann verður óafvitandi hluti af lífi staðarins, fetar einstigi fugl- anna og styður sig við minnsta blóm í torfuhnaus. Sigurður Arnþórsson skip- stjóri stóð við stýrið og gaf rösk- lega í. Brátt lúrói Fáskrúös- fjarðarbyggð að baki, sólin tipl- aði héf og þar eldsnemma morguns, en hvarf skjótt aftur undir sæng skýjabólstranna. Það var skrafað og skeggrætt um borð eins og gengur og menn veltu því fyrir sér í hvernig skapi Skrúðsbóndinn myndi vera, því tröll eru þó alltaf tröll og betra að stýggja þau ekki um of þegar undir er að sækja. Skeiðin skreið létt út Fáskrúðsfjörð, fram hjá Æðar- skeri og Andey og þá var leiðin óvörðuð til Skrúðsins i mynni Fáskrúðsfjarðar. Einhverntíma las ég það i kennslubók í landa fræði að Skrúðurinn teldist til Reyðarfjarðar, en það hefur verið kynlegur útreikningur og ugglaust unninn á skrifborði syðra hjá sjálfu kerfinu. Auðvitað hlýtur Skrúðurinn að teljast til Fáskrúðsfjarðar. Hann var heldur að hvessa á útleiðinni og menn fóru að velta því fyrir sér hvort ófært yrði til landtöku. En ylgjan gekk hægt upp og við vorum ákveðnir í að vera á undan henni. Leiðin styttist og menn fóru að tygja sig til landtöku. I ferðinni voru Már Hallgríms- son, Guðmundur Ilallgrímsson og Gunnar sonur hans, Sig- urður Guðmundsson úr Kefla- vík, Albert Kemp, Sigurður skipstjöri, Þorsteinn Bjarnason og blaðamenn Morgunblaðsins. Fyrst var rennt að flánni é sjávarhelli í bjarginu undii Lundabrekkum, en þar býi svartfugl á syllum í hell- inum, sem heitir Askja. Ekki er hægt að klífa upp á syllurnar heldur verður að mausa nokkuð og nota stiga, árar eða annað sem hægt er að tylla i bjarginu. Fyrstu eggja- föturnar fóru að berast og hin listafögru svartfuglsegg voru handlönguð um borð. Þar með gat svartfuglinn farið að huga að því að verpa á ný eftir tæpar tvær vikur. Á meðan við fórum þrír í Öskjuna, fóru aðrir leiðangurs- menn í land á eynni og var tekin landganga á Löngunöf. Gekk það fljótt og vel, því þar hallar berg vel í sjó fram og er nánast beljuvegur upp, a.m.k. fyrir yngri kýr. Þar sem ekki eru klappir i Skrúðnum er jarð- vegur mjög lausbundinn, nema á háeynni í rótföstu þýfi. Laust er undir fæti í hlíðum þai' sem mikið er af torfuhnausum með skarfakáli og súru. Verður að gæta þess að stíga létt niður og treysta ávallt fyrst og fremst á sjálfan sig, en ekki þúfnakarg- ann. Við byrjuðum á að taka egg í Neðri-Mávarákunum. Svart- fuglinn var rétt að byrja að verpa og við því á fyrra fallinu í sókninni. Sums staðar var hægast að fara laus um bjargið, en vissara að hafa bandspotta að styðjast við á öðrum stöðum og svo síga bundinn og taka smá polka i bjarginu við undir- leik hvitíyssap^lj_öldunnaiv*e«n glettist við bergið. Tímarnir liðu og það var skroppið í Lundabrekkurnar á eftir Mávarákunum og -heilsað upp á lundann en hvert sér- kennilegt svæði á eynni hefur sitt sérnafn eins og t.d. Kál- botnar, Bóndasæti, Seigildis- rák, Halasig, Sauðakambur, Móhella og tveir útbyggjarar eru við eyna, Þursasker sem er rétt við Blundsgjá á Skrúðnum og Arfaklettur á móti Sauða- kambinum. Mikill gróður er á eynni og viða gekk maður fram á máfshreiður með mödröfn- óttum eggjum. Svo mikil gróska er þarna í jörð að víða hefur jarðvegurinn ofkeyrt sig og fúnað. Það var þvi viða varasamt aó feta sig um hált skarfakálið og bergs- nasir hálar af fugladriti, en allt venst. Utan i bjarginu yfir Sauðakambinum i fyrrnefnd- um Mávarákum fórum við í skemmtilegan helli, sem Guðmundur smokraði sér inn i eins og snákur og rak svartfugl- inn af bæii sínu. Tæplega 100 egg voru í hellisbælinu, sem við kölluðum Guðmundarbæli. Um alla ey kvað fuglinn vor- ljóðin sin í nepjunni, en hann lét það ekkert á sig fá, því brjóstvitið boðar betri tíð fram- undan. Náttúran er söm við sig. Langviur, lundi, rita, fýll, sólskríkja, veiðibjalla og ýmsar fleiri fuglategundir voru i varpa og síðast en ekki sizt, drottning Atlantshafsins, súlan, sem hefur með hverju ári um nokkurt skeið lagt undir sig æ stærri byggðir svartfugls og fýls í hábjarginu. Það var klöngrast upp og niður rinda og rákir og stöðugt varó eggjafengurinn meiri, þótt þetta yrði auðsjáanlega svipur hjá sjón miðað við fullorpið bjarg, en það var þó allavega smakk og hressandi ferð. Allt í einu blasti Hellisvíkin við und- ir þverhníptu Halasigi og Þóróarbjargi, dalverpi og und- irlendi, sem lá að sjálfum Skrúðshellinum. Þórðarbjarg heitir svo eftir Þórði þeim sem hrapaði til bana í bjarginu. Var hann í sigi er stór steinn lenti á honum og tók hann með sér á annað hundrað metra til jarðar, en Skrúðurinn er um 170 m hár. Við lögðum nú leið okkar í Skrúóshellinn, stórkostlegt náttúruundur, sem holar svo til allan Skrúðinn að innan. Lætur nærri að hellirinn inni í miðri eynni sé álíka stór og salur Laugardalshallarinnar i Reykjavík, svo alkunn viðmiðun sé nefnd. Skammt frá Hellisvíkinni er Bóndasæti og þar situröllkarlinn, Skrúðs- bóndinn, á síðkvöldum og þegar vel liggur á honum,og hlær út í heiminn. Skrúðshellirinn er feikileg hvelfing og fremst í honum nýtur dagsbirtu sem úti væri. Er þar hlaðin rétt, því fyrrum voru sauðir látnir ganga úti í Skrúðnum og í bjarginu þar býr ein og ein rita, en svartfugl- inn rásar stundum þangað inn í flugleikjum sinum. Þegar komið er um 50 metra inn í hellishvolfið er maður allt í einu fyrir framan kolsvartan vegg myrkurs. Hægt og sígandi er fetað inn í myrkrið og smátt og smátt aðlaga augun sig ljós- magninu og eftir um það bil 10 minútur greinir maður lands- lagið inni í eynni: Salarhvelf- ing sem gæti rúmað handbolta- völl, afhellar og innst í hellin- um er vatnstjörn, sem var frosin ennþá í mailok. Feikn mikil skriða er úr berg- inu innst í hellinum við tjörn- ina og segir þjóðsagan að hand- an við þá skriðu séu göng úr Skrúðnum undir sæ og land að prestssetrinu gamla, Hólmum við Eskifjörð. Um þessi göng átti Skrúðsbóndinn að hafa farið forðum og rænt prests- dótturinni að Hólmum og haft með sér út í Skrúð, en síðan hefur ekkert til hennar heyrst þótt spurst hafi til hennar hjá tröllkarlinum Skrúðsbónd- anum. Við fórum nokkuð upp i skriðuna, en ljós höfðum við engin og afréðum því að reyna ekki að sinni för um göngin til lands, enda er engin prestsdótt- ir lengur á Hólmum. Önnur sögn segir að tröllið i Skrúðnum hafi með göldrum náð prestsdótturinni til sin með því að magna fjöl eina og láta reka á land nálægt Hólmum. Eitt sinn þegar hin fagra prestsdóttir kom skartklædd frá kirkju, féll yfir hana annar- leg tilfinning og var hún sem vitskert. Hríðarfok gekk þá yfir þótt um sumar væri og sást siðast til prestsdóttur þar sem hún rásaði niður i fjöruna og settist á sjóreknu spýtuna, sem þegar sigldi særokin i átt til Skrúðsins. I þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að bændur í sveitum við Reyðarfjörð hafi oft sett fé í Skrúðinn að hausti og sótt það aftur á bak jólum. Ávallt var þá bezti sauðurinn horfinn úr hópnum, en engu fé öðru virtist hafa orðið misdægurt. Eitt sinn náði austfirskt fiskiskip ekki lendingu á landi og var því hleypt upp undir klett í Skrúðnum og skipiö brýnt þar. Fóru skipverjar i Skrúðs- hellinn blautir og hraktir og hófu að syngja Mariuvers. Opn- ast þá kletturinn og kom þar út forkunnarstór mannshönd með hring á hverjum fingri og rauð skarlatsermi að ofan. Var rétt þar út stórt grautartrog með spón fyrir hvern skipverja um leið og rödd úr berginu heyrðist segja: ,,Nú er konu minni skemmt, mér er ekki skemmt" Þegar skipverjar voru orðnir mettir og hressir af grautnum hvarf höndin inn i bjargið. Daginn eftir náðu skipverjar landi. Ári seinna um svipað leyti fór á sömu leið fyrir öóru skipi og settust skipverjar þá á syllu í bjarginu og kváðu allar Andra- rímur. Þá kom sama höndin út úr bjarginu með fullt trog af feitu og heitu hangiketi og heyrðu skipverjar þá sagt: ,,Nú er mér skemmt, nú er ekki konu minni skemmt" Nokkrum árum seinna var Guðmundur biskup i visitasíu- ferð um Austurland og vigði hann þar vötn og brunna og m.a. batt hann orminn undir fossinum í Lagarfljóti. Guðmundur biskup gisti á Hólmum hjá presti þar og prestur bað hann vígja Skrúðinn og þá sérstaklega Þórðarbjarg, sem ér annar dyrastólpinn i helli Skrúðs- bóndans. Nóttina áður en vígja átti Skrúðinn dreymdi biskup Skrúðsbóndann mikinn vexti og sagði hann við biskup í draumnum: „Farðu ekki að vígja Skrúðinn, ég hef mikið að flytja og á erfitt með flutninga, enda muntu ekki fleiri ferðir fara, farir þú til byggða minna að gera mér mein" Hélt biskup af Austurlandi án þess að vígja Skrúðinn. I grein um Skrúðinn sem gamall Fáskrúðsfirðingur, Gunnlaugur Árnason, reit fyrir nokkrum árum í Heima er bezt, ritar hann vísnabálk, sem hann kveðst hafa heyrt í bernsku sinni af vörum gamallar konu, en bálkurinn fjallar um rán prestsdótturinnar: Fyrir auslan í Fáskrúðsfirói. fagurl mjög þar t*r. Iíö or leið og löng. I fegurö þó Skrúöurinn af öllu saml þar ber. já. satt er þaö. sorgin er slriing. Kin dóllir presls á Ilólmum. álján velra var, tíö er leiö og Iting. Og aldrei Reyöarfjöröurinn fegri meyju bar, já, satt er þaö, sorgin er slröng. Kinn risi býr í Skrúönum, þeirri undurfögru oy, líö er leiö og löng. A háum hjalli silurog magnarseiö aö mey. já, sall er þaö. sorgin er siröng. A páskadag fyrsla, þá preslur gekk úr stól. tíó er leió og löng. Fór prúö á undan blessum. úr kirkju faldssól, já, sall er þaó. sorgin er slröng. Þig fagra Reyóarfjall. og þig llólmalindur hár. líö er leió og löng, Ég hin/i a sinn kveö og þig himinn fagurblár. já. sall er þaö. sorgin er ströng. Kg sé hiö gulli greypla. fagurbúna fley, líö er leió og Ittng. Sinn hraóskreiöasla dreka sendir bóndi sinni mey. já, satt er þaö, sorgin er ströng. 1 hlaóvarpanum lá þarna. gönui I fúin fjöl. tíö er loiö og liing. Kn fjöróurinn ra*»k. vm í vindi feyklisl injöll. já, sall er þaö. sorgin er slröng. Og mærin vili firrl. sellisl fjiilina á. liö er leió og liing. Im í fjöHn var drekinn. sem hún þóllisl sjá, já. sall erþaö, sorgin erslriing. Kn fjölin þaul meó hana. fram langt ásjá, líö er leió og liing. Hún flaugsem í loftinu bylgjunum á. já. sall er þaö, sorgin er ströng. Og síóasl til hennar. sáu menn þá. tiö er leiö og liing. Ilún sveif inn i Skrúöshelli fjiilinni á. já, satl er þaó. sorgin er slröng. Eftir 6 klukkustunda dvöl í eynni: eggjatinslu, náttúru- skoðun úteyjalífsins og aðrar vangaveltur eins og sæmir bjargfuglum, var haldið i land. Valur kom á Hellisvikina, sjó- inn var að ýfa og skemmtileg- um degi var lokið í fagurri eyju, sem var þó rétt að byrja að klæða sig i sumarskrúðann. Þá mun blóm við blóm vagga sér í vindinum, bjargfuglinn sækir ungum sinum æti i djúpið umhverfis og allt hefur sinn gang eins og um aldir. Við sigldum fram hjá Bónda- sadi, en bóndinn var ekki við. Það var þó veifað til vonar og vara, síðan stungið sér niður í lúkar þar sem búið var að sjóða nýorpin svartfuglsegg, þessi skrautlegu egg, sem hvert um sig er eins og sjálfstætt lista- verk með óteljandi litbrigðum og formum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.