Morgunblaðið - 10.06.1975, Side 29

Morgunblaðið - 10.06.1975, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1975 15 ÞEIR voru í miklum ham meistaraflokksmcnn 1A er þeir mættu FH-ingum á Akranesi á laugardag- inn. Mörkin hlóðust upp og áður en yfir lauk höfðu FH-ingar mátt sækja knöttinn sjö sinnum í netið. Svolftil huggun var það þó fyrir þá að skora sjálfir einu sinni. Þá var ekki minni hátfð f Kópavogi er Breiðablik mætti öðrum nýliðanna f 2. deild, Ólafsvíkui- Víkingum. Bfikarnir sem léku þarna fyrsta opinbera leikinn á nýja grasvellinum í Kópavogi sendu knöttinn 11 sinnum í mark Vfkinganna við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. A meðfylgjandi mynd sjást markaskorarar Akraness f leiknum á laugardaginn: Jón Gunnlaugsson, Matthfas Hallgrfmsson og Teitur Þórðarson í fremri röðinni og f.vrir aftan þá ungu mennirnir Arni Sveinsson, Karl Þórðarson og Hörður Jóhannesson. KSÍ færðar gjafir í tilefni sigursins SENNILEGA er langt síðan að iþróttaviðburður hefur vakið jafn- mikla hrifningu hérlendis og sigurinn i knattspyrnulandsleiknum við Aust- ur-Þjóðverja. Menn hafa rætt um að sæma ætti knattspyrnumennina orðum, og einnig hvað væri hægt að gera til þess að létta þeim róðurinn við að fylgja hinum glæsilega sigri eftir. Meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga sinn i verki er Sýslunefnd Eyja- fjarðarsýslu, sem hafði samband við Knattspyrnusamband íslands og til- kynnti að ákveðið hefði verið að færa KSÍ 25 þúsund króna gjöf i tilefni sigursins. Er þetta framtak Eyfirðinganna mjög lofsvert, og er vonandi að aðrir fylgi á eftir og veiti KSÍ stuðning. Þá hefur hið þekkta þýzka fyrir- tæki Adidas, sem framleiðir fþrótta fatnað einnig haft samband við KSI og tilkynnt að það muni gefa islenzka landsliðinu knattspyrnuskó af beztu tegund og æfingatóskur. KáriíUMFN HINN kunni körfuknattleiks- maóur úr Val og leikmaður með fslenzka landsliðinu í körfuknatt- lcik, Kári Marísson, hefur nú til- kynnt félagaskipti og mun klæð- ast búningi Ungmennafélags Njarðvfkur á næsta keppnistfma- bili. Er ekki að efa að Kári mun styrkja Njarðvíkurliðið verulega, en Njarðvfkingar stóðu sig með prýði f sfðasta Islandsmóti og þóttu einkum erfiðir heim að sækja. Hins vegar verður örugg- lega skarð fyrir skildi í Valslið- inu, er Kári yfirgefur það. p mm W'm & - ■ “ * ÞAÐ BAR til tfðinda f leik Armanns og Völsunga f 2. deild á laugardaginn, að óvæntur gestur birtist á vellinum. Var það gamall maður, sem ætlaði að stytta sér leið yfir völlinn. Hefur hann líklega ekki haft hugmynd um mikilvægí þess sem þar fór fram. Dómarinn kom ekki auga á gestinn fyrr en hann var kominn inn á miðjan völl og var leikurinn þá strax stöðvaður. Sá gamii var f fyrstu ekkert á því að yfirgefa völlinn, taldi sig vera í fullum rétti til að ganga þar yfir, en að lokum Iét hann tilleiðast og hvarf á braut. Ljósm. Mbl. SS. MEISTARATAKTAR A SKAGANUM 0G VÖLLUR Á KÓPAVOGSMÖNNUM ISLENZKU frjálsfþróttamenn- irnir sem dvelja við æfingar í Durham í Englandi tóku þátt f mcistaramóti Sunderland og Dur- h^m. sem haldið var um helgina. Kepptu allir nema Vilmundur Vilhjálmsson, en sem kunnugt er hefur hann átt við meiðsli að stríða undanfarið. Hann er hins vegar búinn að ná sér sæmilega af þeim, og er farinn að æfa aftur af fullum krafti. Óvfst er þó hvort hann getur keppt með íslenzka landsliðinu í Portúgai um næstu helgi. A mótinu um helgina kepptu þeir Sigfús Jónsson og Leif Öster-' by i 5000 metra hlaupi, en hlupu ekki i sama riðli. Sigfús náði sinum næst bezta tíma i hlaupinu, hljóp á 14:54,0 mín. Leif bætti fyrri árangur sinn mjög verulega, hljóp á 16:16,0 mín. Var mjög góður byrjunarhraði í hlaupinu hjá Leif, og hljóp hann fyrstu 3000 metrana á 9:27,0 min., eða langtum betri tíma en hann hefur náð í þeirri grein. Hins vegar voru síðustu tveir kilómetrarnir honum erfiðir, enda mikil hita- svækja, er keppnin fór fram. Sigurður P. Sigmundsson, FH, keppti í 1500 metra hlaupi ungl- inga og hljóp á sfnum næst bezta tima, 4:14,6 min. Jón Diðriksson og Gunnar Páll Jóakimsson kepptu í 800 metra hlaupi. Jón varð þriðji i sínum riðli á 1:57,0 mfn., en Gunnar Páll sigraði í sinum riðli á 1:59,9 mín., eftir að hafa haft forystuna hlaupið út. I báðum þessum hlaupum var um mjög litinn byrj- unarhraða að ræða, enda lögðu ensku keppendurnir í þeim alia áherzlu á að krækja sér í sæti í úrslitahlaupinu — tíminn skipti þá ekki máli. Töldu þeir Is- lendingana spilla fyrir sér og halda uppi of miklu ,,tempói“ og kvörtuðu til mótsstjórnar. Voru mótmæli keppendanna tekin til greina með þeim afleiðingum að aðeins einn Islendingur fékk að keppa seinni daginn, Ágúst Ásgeirsson. Hljóp hann 1500 metra hlaup og varð annar i sfnum riðli á 3:56,2 mín. Fékk hann einnig að taka þátt í úrslita- hlaupinu og varð fjórði i því á 3:53,5 min. Er það nokkuð frá hans bezta í þessari grein sem er 3:51,4 mín., en eins og áður var byrjunarhraðinn í hlaupinu mjög Ptill. 2tlor£uuIiIafciíi GÓÐUR ARANGUR HLAUPARANNA Á MÓTI YTRA Góður vilji enga gerir stoð Sjaldan hefur orðið annar eins hávaði i sambandi við fjársöfnun á vegum iþróttahreyfingarinnar og varð í vetur er stjórn Frjálsiþrótta- sambandsins tilkynnti að hún hefði gert samning við umboðs- aðila ákveðinnar vindlategundar um að safna tómum vindlapökk- um og átti siðan að fá greitt ákveðna upphæð fyrir hvern tóm- an pakka er skilað yrði. Þótt ákvörðun um þetta væri tekin ein- róma af stjórn FRÍ lýstu stjórnar- menn þvi strax yfir að þeir hefðu ekki gengið glaðir til þessa leiks, en fjármagnsskortur sambandsins væri hins vegar svo mikill, að heldur en að skera verulega niður starfið hefði þessi leið verið valin. Mjög skipti i tvö horn um álit manna á vindlingapakkasöfnun- inni, en eins og svo oft áður voru þeir háværari sem voru henni and- vigir, og nokkur félög og samtök innan íþróttahreyfingarinnar sendu frá sér mótmælaorðsend- ingar, þar sem megininntakið var að ekki væri sæmandi að vera að elta tóma vindlingapakka, né heldur að veita aðstoð við auglýs- ingu á vindlategund. I þessum orðsendingum kom þó hvergi nein ábending um hvaða aðrar leiðir FRI ætti að fara til þess að safna fé. Þar kom að þrir framtaksamir menn tóku af skarið og tilkynntu að þeir hefðu hafið fjársöfnun til styrktar Frjálsiþróttasambandinu, gegn því að það hætti við fyrir- hugaða vindlingapakkasöfnun, og kom fram hjá þeim þegar í upphafi að stefnt yrði að þvi að safna þeirri upphæð sem FRÍ taldi sig geta fengið út úr vindlingapakka söfnuninni, eða um 1,5 milljónum króna. Næstu daga eftir að söfnun þessi var hafin, var síðan oftsinnis haft eftir þremenningunum í fjöl- miðlum að mikill áhugi væri á söfnun þeirra, og margir vildu tjá hug sinn um smekkleysi FRÍ við hina fyrirhuguðu fjáröflunarstarf- semi sina. Nokkrum dögum eftir að söfnun þessi hófst efndi FRÍ siðan til fundar með fréttamönnum, þar sem hún skýrði frá þvi að boð þremenninganna um fjárhagsað- stoð yrði þegið, og jafnframt látið af söfnun vindlingapakkanna. Voru þremenningarnir á fundi þessum og voru þeir þá að þvi spurðir hversu mikið fé hefði safn- ast þá þegar, en ekki kváðust þeir geta greint nákvæmlega frá þvi, þar sem svo margir söfnunarlistar væru í gangi. Kom þó greinilega fram, að enn töldu þeir áhuga á söfnuninni mikinn meðal almenn- ings og líklegt að takast mætti að ná þvi marki sem upphaflega hafði verið sett, að safna 1,5 milljónum króna. Siðan hefur svo verið hljótt um söfnun þessa, eða allt fram til sl. föstudags, er þremenningarnir af- hentu stjórn FRÍ söfnunarféð. Kom þá i Ijós að það var ekki einu sinni einn þriðji af þvi sem upphaf- lega var gert ráð fyrir, og þarf engan að undra þótt stjórnarmenn FRÍ væru nokkuð vonsviknir með árangurinn. Varla er að efa að út úr vindlingapakkasöfnuninni hefði fengizt það sem áætlað var, enda áætlun FRj mjög varleg, og má stjórnin sjá eftir þvi að hafa tekið tilboði þremenninganna. Það kostaði hana um eina milljón króna, og slikri fjárhæð hefur FRÍ ekki efni á að missa af. Margir hafa velt þvi fyrir sér hvort þremenningarnir séu ekki ábyrgir fyrir þeirri upphæð sem á skortir að söfnunarfé þeirra nái þeirri upphæð sem FRÍ afsalaði sér sennilega með þvi að hætta við vindlingapakkasöfnunina, en að sögn Arnar Eiðssonar, for- manns FRÍ, hyggst sambandið ekki gera neitt frekar i málinu og er út af fyrir sig þakklátt fyrir stuðning umræddra manna, þótt svo til tækist sem raun varð á. En mál þetta er raunar miklu yfirgripsmeira en i fljótu bragði virðist. Það kemur nefnilega ber lega i Ijós, að mjög margir hafa litla sem enga þekkingu á þeim gifurlegu fjárhagsvandræðum sem hrjáir iþróttastarfsemina hérlendis og stendur henni fyrir þrifum. Framlög hins opinbera til iþrótta- starfs eru hér sennilega minni en víðast hvar annars staðar og eru þá hin svokólluðu þróunarriki ekki undanskilin. Er sem islenzkir stjórnmálamenn geri sér yfirleitt litla grein fyrir þýðingu öflugs íþróttastarfs, né heldur þvi hversu gifurlega fjölmenn islenzk iþrótta hreyfing er — hún telur varlega áætlað fjórðung þjóðarinnar. j þróttahreyfingin hefur þvi orð ið að byggja fjárhagsafkomu sina að verulegu leyti á þvi sem kallað er „snikjur", og er það starf sem forystumenn leggja af mörkum við slíkt ótrúlega mikið, og geta vist flestir imyndað sér hversu skemmtilegt það muni vera fyrir þá. Sagt er að meiri hluti starfs stjórna þeirra sérsambanda sem Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.