Morgunblaðið - 10.06.1975, Síða 32
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JUNI 1975
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNl 1975
19
Baráttuviliinn fundinn!
^ . tW bjargaði veL Þá skall hurð nærri Vafalaust á bað eftir að n
Og hann fœröi Frömurum
tvö mikilsverð stig í
leik við daufa Eyjamenn
Eftir mjög góða byrjun í
æfingaleikjum vorsins virðist svo
sem Vestmannaeyingar hafi feng-
ið bakslag I segiin. 1 leik þeirra
við Fram á Laugardalsvellinum á
sunnudaginn sást lítið af þvf sem
Iiðinu var hrósað fyrir í vor, held-
ur þvert á móti var um hreina
háloftaknattspyrnu að ræða frá
þess hendi, og árangurinn eftir
því. Dugmikið og baráttuglatt
Framlið gekk af hólmi með bæði
stigin, og var það stjarna liðsins,
Marteinn Geirsson, sem færði því
þau með skallamarki á 28. mín-
útu. Verður því ekki annað sagt
en að uppskera Framliðsins f
þeim þremur leikjum sem það
hefur leikið f deildinni til þessa
hafi orðið miklu meiri en flestir
áttu von á, og jafnvel þeir sjálfir,
eða fjögur stig. Með svolftið meiri
festu og yfirvegun, og aukinni
leikreynslu þeirra manna sem
komu f stað aðalstjarnanna f
Framliðinu, er óhætt að taka
Framliðið alvarlega með í reikn-
inginn í mótinu í sumar.
Framliðið varð fyrir nýju áfalli
í leiknum í Keflavík, er hinn efni-
legi leikmaður þeirra, Trausti
Haraldsson, meiddist, en svo virð-
ist sem félagið hafi yfir að ráða
mörgum mjög efnilegum knatt-
spyrnupiltum, og því hefur ótrú-
lega vel tekizt að fylla upp f þau
skörð, sem flestir ætluðu að yrðu
f því f sumar.
Sú staðreynd stendur þó óhögg-
uð, að það eru tveir menn f Fram-
Iiðinu sem halda þvf saman öðr-
um fremur — landsliðsmennirnir
Marteinn Geirsson og Jón Péturs-
son, sem eru nú greinilega betri
en nokkru sinni fyrr, og þá sér-
staklega Marteinn sem var
kóngur f rfki sínu á vallarmiðj-
unni í þessum leik, og skoraði
auk þess markið sem gerði út um
leikinn. Hreyfing Marteins á vell-
inum var mjög mikil, sérstaklega
Texti:
Steinar J. Lúðvíksson.
Myndir:
Friðþjófur Helgason.
fram að þvf að hann skoraði, en
eftir það lagði hann greinilega
ekki eins mikla áherzlu á að
fylgjafram í sóknunum.
Þótt aðeins eitt mark væri skor-
að f þessum leik, bauð hann upp á
allmörg góð marktækifæri. Væri
of langt mál að telja þau öll upp,
en nefna má að Tómas Pálsson,
atkvæðamesti maður Eyjaliðsins
f sókninni, átti gott skot á 30.
mínútu, sem Árni Stefánsson
bjargaði meistaralega í horn, og
upp úr þeirri hornspyrnu varð
töluverð hætta við Frammarkið.
Fimm mfnútum sfðar voru sömu
menn aftur í sviðsljósinu. Tómas
komst í gott skallafæri, en Árni
KI1L\VÍKI IÍS1(/I RI>II\ FÆRÐI
LDMNU TRÍNA Á SJÁLÍT SIG
FRAMARAR voru að vonum hressir er þeir komu inn I búningsklefa sinn
eftir leikinn við Vestmannaeyjar á Laugardalsvellinum á sunnudaginn.
Annar sigurinn i röð. og liðið sem flestir töldu að myndi ekki safna digrum
stigasjóðum I sumar er við toppinn eftir þrjár umferðir.
— Við vorum þremur mörkum betri i þessum leik. sagði Jóhannes
Atlason, þjálfari, — við erum loksins búnir að ná upp kraftinum i liðinu,
vörnin er þétt hjá okkur, og það eina sem verulega á skortir er að nýta
betur tækifærin sem bjóðast. en það kemur einnig hjá okkur. Það er
ekkert vafamál að sigurinn í Keflavik var okkur stórkostlega mikilvægur.
Það hefur varla verið um annað talað en skakkaföllin í Framliðinu og það
var farið að virka mjög neikvætt á leikmennina. Sigurinn f Keflavfk færði
þeim hins vegar heim sanninn um að maður kemur í manns stað, og þeir
geta staðið ekki einungis jafnfætis hinum liðunum. heldur verið betri en
þau. Ég hef trú á þvf að okkur takist að halda okkur við toppinn i deildinni
í -umar, og ná meiru út úr þessu sumri en i fyrra, jafnvel þótt stjörnurnar i
liðinu séu nú til muna færri.
vel. Þá skall hurð nærri
hælum við Frammarkið á 5. mfn-
útu seinni hálfleiks, er Örn
Oskarsson komst inn í sendingu
til markvarðar, en honum brást
bogalistin og skaut yfir markið.
Þegar langt var um liðið á seinni
hálfleikinn komst Kristinn Jör-
undsson inn fyrir Eyjavörnina,
en skot hans fór yfir. markið og á
næst sfðustu mfnútu leiksins átti
Kristinn gott skot, sem Ársæll
bjargaði með því að sláyfir.
Áf þessari upptalningu má sjá
að bæði liðin áttu sín tækifæri f
þessum leik, en yfirleitt voru
Framarar fljótari á knöttinn og
meira með hann. Knattspyrnan
var á tíðum ekki áferðarfalleg, en
það helzta sem sást á þvf sviði
kom allt frá Framliðinu.
Nokkrum sinnum náði liðið ágæt-
lega útfærðum samleiksköflum,
þar sem allir voru með á nótun-
um, en oft var endi bundinn á
þær á þann hátt að einstakir leik-
menn ætluðu sér um of, og
varnarmönnum Vestmannaeyja
tókst að krækja knettinum frá
þeim.
Þegar talað er um breytingar á
Framliðinu, er ekki sfður unnt að
tala um breytingar á Vestmanna-
eyjaliðinu. 1 þvf eru margir leik-
menn sem hafa tiltölulega litla
leikreynslu, og var það eitt út af
fyrir sig þeim stundum greini-
lega fjötur um fót f þessum leik.
Ekki vantar að þeir piltar sem
eru að koma f liðið séu efnilegir,
en þeir voru stundum of óná-
kvæmir og gildir það raunar um
alla leikmenn IBV f þessum leik.
Markið sem Marteinn skoraði
hefðu þeir t.d. átt að geta komið f
veg fyrir með meiri árvekni.
Haraldur Júlíusson, sem um
árabil hefur verið einn skæðasti
sóknarleikmaður Vestmanna-
eyjaliðsins, leikur nú f stöðu
tengiliðar, og kom hann ágætlega
frá þvf hlutverki. I framlfnunni
bar mest á Tómasi Pálssyni, sem
jafnan er hættulegur og sparkviss
leikmaður, greinilega í betra
formi nú en hann var í fyrra, en
hreyfir sig of Iftið eftir kncttin-
um. Vörn Eyjaliðsins var hins
vegar ekki traustvekjandi f þess-
um leik, nema þá helzt Ársæll
Sveinsson, markvörður, sem varði
oft með miklum ágætum. Bak-
verðirnir voru oftsinnis of seinir
á sér og misstu menn inn fyrir
sig, og á miðjunni var Friðfinnur
Finnbogason, sem oftast hefur
verið máttarstólpi liðsins, óvenju-
lega daufur f dálkinn, og virkaði
þungur og óöruggur.
Vestmannaeyjaliðið er á þess-
ari stundu algjörlega óráðin gáta.
Vafalaust á það eftir að ná sér
mun betur á strik en f þessum
leik, og komi Öskar Valtýsson til
með að ná sér eftir meiðslin og
leika með liðinu þegar lfður á
sumarið, er varla vafi á þvf að
Eyjólfur hressist. Það sem liðið
skorti f leiknum á sunnudaginn
var einhver baráttujaxl á borð við
Óskar, til þess að rffa félaga sína
upp og knýja þá áfram.
Áhugaleysi
varð okkur
að falli
— Þa8 var fyrst og fremst
áhugaleysi sem varð okkur að
falli I þessum leik, sagði Friðfinn-
ur Finnbogason Vestmannaeying-
ur eftir leikinn á sunnudaginn, og
Haraldur Júlíusson, „gullskalli"
sem nú lék stöðu tengiliðar tók i
sama streng. — Það var hrein-
lega ekkert vit t spilinu hjá okkur,
sögðu þeir, — hverju svo sem
það var um að kenna. Það náðist
aldrei upp stemming hjá okkur,
deyfðin var allsráðandi, og liðinu
tókst ekki að skapa sér nægjan-
leg tækifæri.
Um markið sem Marteinn
Geirsson skoraði sögðu þeir Frið-
finnur og Haraldur:
— Þetta var dæmigert heppn-
ismark frá þeirra hendi og aula-
mark að fá á sig.
Þurfti bara
að nikka
í netið
Við þurfum að vinna betur úr
tækifærunum sem bjóðast, sagði
Marteinn Geirsson, leikmaðurinn
sem bar höfuð og herðar yfir aðra
leikmenn vallarins I leik Fram og
ÍBV á Laugardalsvellinum á
sunnudaginn. Var ekki að sjá að
þreyta sæti I Marteini, eftir hinn
erfiða landslei': á fimmtudags-
kvöldið. Þeir sem spáðu þvi fyrir
mót að við yrðum á botninum i
mótslok koma til með að hafa
rangt fyrir sér svo um munar,
sagði Marteinn, — við verðum á
toppnum.
Um markið sem Marteinn skor-
aði i leiknum, sagði hann. —
Þetta var fremur auðvelt mark
fyrir mig. Ég fékk sendinguna svo
beint á kollinn, að ég þurfti
ekkert annað að gera en að nikka
knettinum í netið.
Marteinn Geirsson notar sinn mikla stökkkraft og sendir knöttinn af krafti I mark Eyjamanna I leiknum á sunnudaginn. Varnarmenn ÍBV
reyna ekki við knöttinn og Ársæll á ekki möguleika á að verja.
1
Nýtt gullaldarlið Skagamanna
Það er nýtt gullaldarlið, sem Skagamennirnir eru að eignast og má mikið vera ef liðið hýsir
ekki íslandsmeistarabikarinn aftur að þessu keppnistímabili loknu. I liðinu eru leikmenn
með mjög mikla reynslu og kjarni liðsins er skipaður leikmönnum á bezta aldri. Inn í liðið eru
svo komnir snillingar í íþróttinni sem enn eiga eftir að bæta við sig þó svo að þeir séu þegar
komnir í fremstu röð.
Lltum á lið Akurnesinganna. I
markinu stendur Davið Kristjánsson.
Hann virkar ef til vill ekki sérlega
sterkur, en enginn skyldi þó van-
meta hann. Davlð hefur örsjaldan
brugðizt I leikjum slnum og oftar,
eins og t.d. I fyrrasumar, hefur hann
varið ótrúlega vel. Bakverðirnir
Björn Lárusson og Benedikt Valtýs-
son eru báðir ódrepandi baráttu-
menn. Benedikt ætlar sér að vlsu á
stundum um of og á oft I erfiðleikum
með útherja sem hafa yfir mikilli
tækni að ráða, en bætir það upp með
hörkunni, sem hann vantar á öðrum
vigstöðvum. Björn Lárusson er einn
sterkasti bakvörðurinn I Islenzkri
knattspyrnu (ef ekki sá sterkasti).
Samleikur hans og Karls Þórðarson-
ar er rómaður og þær eru ófáar
sóknarloturnar sem hann byggir upp.
Miðverðirnir Jón Gunnlaugsson
og Þröstur Stefánsson eru báðir
mjög reyndir leikmenn og báðir hafa
þeir leikið I landsliði. Þau eru mörg
sterk miðvarðapörin I 1. deildinni, en
þeir Jón og Þröstur gefa þeim beztu
ekkert eftir.
Á miðjunni hafa Skagamenn yfir
leikmönnum eins og Jóni Alfreðssyni
að ráða. Jón er stór, sterkur og
útsjónarsamur leikmaður, sem vinn-
ur fyrir liðsheildina en ekki sjálfan
sig. Með sér hefur hann svo Árna
Sveinsson, sem er eitt mesta efni
Islenzkrar knattspyrnu. Jóhannes
Guðjónsson er að nýju kominn I
Skagaliðið og vantar enn nokkuð á
að verða eins sterkur og hann var
fyrir tveimur árum. Hann vex þó án
efa með næstu ieikjum og á vara-
mannabekknum I tveimur slðustu
leikjum hefur setið Haraldur Stur-
laugsson og hafa ekki öll lið efni á að
láta leikmenn sem hann sitja meðal
varamanna.
Þrlr af snjöllustu framllnuleik-
mönnum knattspyrnunnar eru helztu
sóknarmenn ÍA-liðsins, þeir Karl,
Matthlas og Teitur. Karl ótrúlega
leikinn með knöttinn, Matthias lag-
inn og með auga fyrir marktækifær-
um og Teitur markakóngur frá I fyrra
er sterkur og duglegur leikmaður,
skotfastur og markheppinn. Hörður
Jóhannesson lék meginhluta leiksins
gegn FH vegna þess að Teitur hafði
sleppt slðustu æfingu fyrir leik og
Hörður sýndi það I leiknum að hann
getur hvenær sem er gengið inn I
liðið.
Það sem hér að framan er skrifað
um Skagaliðið er mikið lof. Ef til vill
leika Skagamennirnir ekki alltaf jafn
vel I leikjum slnum I sumar og þeir
gerðu á laugardaginn, en I liðinu eru
frábærir einstaklingar, sem ættu að
geta, og ætla sér að verja þann
islandsmeistaratitil, sem þeir unnu I
fyrra. Mikið er þó enn eftir af mótinu
og margt getur gerzt á skemmri tlma
en einu knattspyrnusumri.
„Vonandi framhald á þessu”
FH-ingar koma engum vörnum viö og enn eitt mark lA-liðsins verður
að veruleika.
— Við skulum vona að það
verði framhald á þessu hjá okkur
og okkur takist að sýna í fleiri
Ieikjum hvað í okkur býr, sagði
Þröstur Stefánsson miðvörður
Akranessliðsins að leiknum við
FH loknum. — Ef okkur hefði
tekizt að skora mörk f fyrri hálf-
leiknum gegn Víkingi þá hefði sá
leikur allt eins getað endað á
þennan veg. Þess ber þó að gæta
að Víkingsliðið er baráttulið, sem
aldrei gefst upp, en FH-ingarnir
eru fljótir að brotna, sagði Þröst-
ur.
— Það er engin ástæða til að
dæma FH-ingana eftir þessum
leik, sagði Matthías Hall-
grímsson. — Þeir fengu aldrei
tima til að sýna sinn
netta samleik og gáfust upp
við mótlætið. Um mörk sín sagði
Matthías að hann hefði í bæði
skiptin fengið góðar sendingar og
neglt á hvíta trérammann. Hon-
um hefði tekizt vel upp því bæði
skotin hefðu verið uppi undir slá
og úti við stöng.
Jón Gunnlaugsson sagði að liðið
væri mun lakara en bæði-KR og
Víkingur, eða hefði að minnsta
kosti ekkert sýnt í leiknum á laug-
ardaginn. Um mark sitt, sem var
fyrsta mark leiksins, sagði Jón að
varnarmenn FH og markvörður
hefðu reiknað með knettinum
komnum afturfyrir. Sjálfur hefði
hann séð góða möguleika á að
skora, sem og varð raunin, — ég
sá að ég næði boltanum þó utar-
lega væri og eftirleikurinn var
auðveldur, þar sem FH-ingarnir
voru búnir að afskrifa sending-
una.
Texti: Ágúst I. Jónsson.
Myndir: Friðþjófur Helgason.
Sjö sinnum fögnuðu Akurnesingar marki og sjö sinnum hristu FH-ingar höfuðið vonsviknir á svip. Það eru þeir Hörður
Jóhannesson, Matthfas Hallgrfmsson og Karl Þórðarson sem fagna, en Ómar Karlsson og Janus Guðlaugsson eru ekki alveg
eins ánægðir
Meistgrgrnir fáru tétt með nýliðgna á Igugardgginn
Munurínn gat orðið enn meiri
Með marki Jóns Gunnlaugssonar strax
á 2. mlnútu ÍA og FH á laugardaginn
voru FH-ingarnir brotnir niður. Eftir það
var um einstefnu að ræða af hálfu
heimamanna á Skaganum, nýliðar FH,
sem höfðu staðið sig mjög vel gegn Fram
og ÍBV, áttu aldrei möguleika og voru
eins og áhorfendur I þessum markaleik,
sem endaði 7:1. Enginn hefði getað sagt
neitt við þvl þó fA-liðið hefði skorað enn
fleiri mörk, slíkir voru yfirburðir íslands-
meistaranna gegn nýliðunum.
Skagamennirnir fengu góðan tlma til
að undirbúa laglegar leikfléttur slnar og
spiluðu áhugalausa FH- ingana sundur
og saman. Aðall FH-liðsins, nettur sam-
leikur, varð að engu I þessum leik og þeir
voru eins og börn I höndum Skaga-
manna. Það var ekki sérlega mikill hraði
I þessum leik eða barátta. Skagamenn
gerðu það sem þeir vildu I rólegheitum,
yfirvegað og af öryggi. Mótstaðan var
ekki mikil, en þeir sýndu I leiknum hvað
þeir geta og hvað þeir gera ef ekki er
barizt af grimmd og hörku á móti þeim.
Jón Gunnlaugsson gerði fyrsta markið
þegar á 2. mfnútu eins og áður sagði og
á 20. mfnútu skoraði Matthlas Hall-
grlmsson laglegt mark með skoti I slá og
inn af stuttu færi. Karl Þórðarson átti
sendinguna til Matthfasar er hann skor-
aði og á 34. mlnútu var Karl sjálfur að
verki er ÍA breytti stöðunni I 3:0. Eftir
þunga sókn hrökk knötturinn út I teiginn
og Karl skaut hnitmiðuðu skoti I markið
úti við stöng. Hörður Jóhannesson
breytti stöðunni svo I 4:0 á 37. minútu.
Hann hafði betur I kapphlaupi við varnar-
menn FH og átti ekki i erfiðleikum með
að skora.
Í seinni hálfleiknum höfðu FH-ingar
goluna með sér, en allt kom fyrir ekki.
Skagamenn héldu uppteknum hætti og
skoruðu þrjú mörk I hálfleiknum gegn
einu marki FH. Þeir skiptu mörkunum
nokkuð bróðurlega á milli sln Skaga-
mennirnir, nema hvað Matthfas skoraði
tvlvegis og það var hann sem skoraði 5.
markið. Eftir sendingu Karls sendi
Matthlas knöttinn I netið uppi undir slá,
úti við stöng á 55. mlnútunni. Hörður lét
vita af sér á 62. mfnútunni eftir stórlag-
legt samspil hans og Árna og skot Harðar
var óverjandi fyrir Ómar. Nú var komið
að FH-ingum að skora, en heldur var það
klaufalegt. Ólafur Danivalsson skaut að
ÍA-markinu af um 30 metra færi, Davið
misreiknaði skotið og innfyrir línuna fór
knötturinn, 6:1. Sfðasta orðið I leiknum
átti Teitur Þórðarson sem lék aðeins með
siðustu mfnútur leiksins. Hörður gaf
góða stungusendingu inn á hann, Ómar
sem aðeins var skugginn af sjálfum sér I
leiknum, missti knöttinn frá sér og Teitur
sýndi það að hann kann sitt fag með þvi
að renna kenttinum I netið.
Beztu menn Skagaliðsins að þessu
sinni voru þeir Karl Þórðarson og Matth-
fas Hallgrlmsson, sem léku báðir mjög
vel. Enginn leikmanna í A-liðsins stóð sig
illa, menn stóðu sig aðeins mismunandi
vel. Um FH-liðið er óþarfi að hafa mörg
orð, þeir vilja sjálfsagt gleyma þessum
leik sem fyrst og það af skiljanlegum
ástæðum. Um einstaka leikmenn vísast
nánar til einkunnagjafarinnar á slðustu
slðu iþróttablaðsins. Þar sést munurinn á
leikmönnum liðanna bezt, ÍA-liðið með
30 samanlagt, FH-ingarnir með 1 5.
ÞAÐ ERU EKKI ALLTAF JÓLIN FH-INGAR
ÞEIR voru eðlilega óhressir með
frammistöðu sfna FH-ingarnir
eftir stúrtapið í leiknum gegn IA.
Hinir ungu, en mjög leikreyndu
FH-ingar báru sig þó furðulega
vel. Það var helzt þjálfari þeirra,
Skotinn Bill Hodgson, sem var
argur. Fyrst í stað leyfði hann
ekki fréttamönnum að ræða við
leikmenn sfna, en eftir að honum
var runnin mesta reiðin voru þeir
velkomnir í búningsklefa FH-
liðsins.
Sjálfur sagði Hodgson á IA-
liðiö væri langsterkasta knatt-
spyrnuliðið sem hann hefði séð
leika hér á Iandi. Sigur IA gegn
FH hefði verið óþarflega stór,
hans menn hefðu ekki þurft að fá
á sig svo mörg mörk og einnig
hefðu þeir átt möguleika á að
skora fleiri.
Það var margt skrafað um
þennan leik meðal FH-
leikmannanna og glefsur úr þeim
umræðum fara hér á eftir.
Þórir Jónsson: — Þeir sýndu
sitt bezta, en við vorum hinsvegar
alveg í lágmarki. Veðrið átti vel
við þá, sömuleiðis háll völlurinn,
sem er gjörsamlega ólfkur þeim
aðstæðum sem við erum vanir á
mölinni f Kaplakrika.
Helgi Ragnarsson: — lA-liðið
er sennilega bezta liðið f 1. deild-
inni um þessar mundir.
Logi Ólafsson: — Það má vera
gott lið sem vinnur FH 7:1 og það
verðskuldað.
Þórir Jónsson: — Við gengum
til þessa leiks með það í huga að
skora mörk og sigra, en hefðum
auðvitað getað dregið okkur aftur
og iegið f vörn, en það er bara
ekki okkar leikaðferð.
Ómar Karlsson: — Sóknarleik-
ur á alltaf rétt á sér, en það eru
ekki alltaf jólin og aðstæðurnar
voru okkur mjög óhagstæðar.
Ólafur Danfvalsson: — Þetta
var bara einn af þessum leikjum,
þar sem ekkert heppnaðist hjá
okkur... (löng þögn)... mötið er
rétt að byrja, við spyrjum að
leikslokum.
Næsti leikur FH-inganna verð-
ur gegn Val f Kaplakrika og voru
FH-ingar óbangnir fyrir þann
leik. Sögðust þeir þar myndu
sýna sitt rétta andlit og sanna
fólki að í leiknum í Eyjum kom
fram þeirra raunverulega geta og
að leikurinn á Skaganum á laug-
ardaginn var leiðinleg undan-
tekning.
Teitur skorar sjöunda og sfðasta mark Akurnesinga, framhjá Omari Karlssyni, sem var eins og skugginn
af sjálfum sér f þessum leik.