Morgunblaðið - 10.06.1975, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.06.1975, Qupperneq 34
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JUNÍ 1975 Hátíðisdagur Blikanna — Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með, að nú skulum við vera farnir að leika okkar heimaleiki á þessum nýja og glæsilega grasvelli, sagði Guðni Stefánsson formaður knattspyrnudeiidar Breiðabliks. — Það er bylting að fara af malarvellinum við Vallar- gerði og á þennan völl. Það er allur annar andi hjá strákunum og ég bind miklar vonir við að dvöl okkar f 2. deild verði ekki lengri en þetta keppnistfmabil. — Varandi þennan völl vona ég, að hér eigi f framtfðinni eftir að fara fram margir stórleikir, þegar nauðsynleg aðstaða hefur skapazt, sem að vfsu verður ekki f sumar. — Það er hátfðisdagur hjá fþróttamönnum f Kópavogi í dag og við erum þakklátir öllum þeim, sem unnið hafa að þvf að þessi Iangþráði draumur okkar, að komast á eigin grasvöll, hefur rætzt, sagði Guðni að lokum. SEX VORU MEIDDIR GYLFI Scheving, hinn kunni leikmaður Víkings frá Ólafsvík, gat ekki verið með liði sinu gegn Blikunum. — Þetta gengur ekki of vel, sagði hann I hálfleik, er staðan var 7—0 fyrir Blikana. Við erum 6 meiddir að þessu sinni og við teflum ekki I neina tvísýnu með að iáta meidda menn vera I þessum leik. — Það verður allt annað og betra lið sem mætir Haukum um næstu helgi og þá verður Ásgeir Elíasson með okkur. Gylfi sagði að æfingarnar hefðu gengið vel að undanförnu og þeir væru ánægðir með Ásgeir sem þjálfara, ,en hann kom til okkar um s.l. mánaðamót. — Við höfum ekki sagt okkar síðasta orð, þótt ekki gangi vel að þessu sinni, sagði Gylfi að lokum. Hart barizt í leik Ármanns og Völsunga Slakur leikur Ármanns og Völsunga: Fá tækifæri ekkert mark ÁRMANN og Völsungur frá Húsavík gerðu jafntefli 0:0 á velli Ármanns á laugardaginn. Leikur þessara 2. deildarliða var með fá- dæmum lélegur en það var þó annað sem vakti enn meiri at- hygli en lélegheitin, reyndar at- riði þeim nátengt. Stór hluti leik- manna, jafnvel meiri hluti þeirra virtist vart kunna undirstöðuat- riði knattspyrnunnar. Eftir þess- um leik að dæma er um gífurlegt bil að ræða milli lakari liða 2. deildar og liða 1. deildar, mun meira en mann óraði fyrir. Ármanns en hættir til að einleika um of. Mikil endurnýjun hefur orðið í liði Völsunga og uppistað- an þar er kornungir leikmenn sem sumir hverjir virðast eiga margt ólært. í þessum leik voru þeir áberandi beztir Gfsli Haraldsson miðvörður og Ölafur Magnússon markvörður, en hann var áður í Val og lék auk þess með unglingalandsliðinu. Hreinn EIl- iðason lék sem tengiliður en hefði betur verið framar til að hressa upp á bitlausa framlínu Völs- unga. Þó svo að Breiðabliksmennirnir séu helmingi færri á myndinni þá tókst þeim að koma knettinum rétta boðleið í markið framhjá varnarmönnum Vfkings. BUKARNIR VIGÐU VOLL SENN MEÐII MARKA SIGRIYFIR ÓLAFSVÍKINGUM Leikur Blikanna og Vfkings frá Ólafsvfk I 2. deild á hinum nýja grasvelli f Kópavogi var leikur kattarins að músinni. Ekki voru liðnar nema 4 mfn. þegar Blikarn- ir höfðu skorað sitt fyrsta mark og áður en yfir Iauk, hafnaði knötturinn 10 sinnum til viðbótar f marki Vfkings. Og eftir gangi leiksins gátu mörkin hæglega orð- ið fleiri, þvf oft var farið illa með góð tækifæri. Það var Hinrik Þórhallsson, sem skoraði fyrsta markið f opin- berum kappleik á nýja grasvellin- um á 4. mín. Skallaði hann knött- inn yfir Birgi Gunnarsson mark- vörð Víkings, sem var ílla stað- settur. Heiðar Breiðfjörð bætti öðru við á 9. min. með hörkuskoti. Á næstu mín. fóru Blikarnir illa með nokkur góð tækifæri og það var ekki fyrr en á 27. mín. að Ólafur Friðriksson skoraði 3ja markið. Nú tók Hinrik Þórhallsson vel við sér, því á þremur mfnútum skoraði hann þrjú mörk, þannig að staðan var 6—0 fyrir Blikana. Á 35. mín. urðu markverði Vík- ings þau slæmu mistök á að spyrna knettinum til Hinriks, sem þakkaði fyrir sig með því að skora. Á 36. mín. skoraði hann af stuttu færi, eftir fallegan samleik og á 37. mín. skaut Þór Hreiðars- son f þverslá, en þaðan hrökk knötturinn til Hinriks , sem skor- aði. A markamínútunni, 44. mfn., skoraði svo Hörður Harðarson, þannig að staðan var 7—0 í hálf- leik. Eins og i fyrri hálfleik, voru ekki liðnar nema 4 mín. af síðari hálfleik, þegar Þór Hreiðarsson skoraði. 5. mín sfðar var dæmd vítaspyrna á Víking. Það var markvörðurinn, Ölafur Hákonar- son, sem framkvæmdi spyrnuna og skoraði örugglega. Nokkurt hlé varð á markaregn- inu því það var ekki fyrr en á 66. mfn. að Þór Hreiðarsson skoraði 10. mark leiksins og gerði hann það mjög laglega. Og 12. mín. síð- ar skoraði svo Þór síðasta mark leiksins, eftir að hafa leikið í gegnum vörn Vfkings. Lokastað- an varð því 11—0 fyrir Blikana. Verður ekki annað sagt, en að þeir hafi farið vel af stað á hinum nýja velli, þar sem þeir munu leika sína heimaleiki i sumar. Kjartan Ólafsson dæmdi þenn- an leik og gerði hann það með miklum ágætum. Ekki er hægt að leggja neitt mat a einstaka leikmenn Blik- anna eftir þennan leik, til þess hann þeim alltof léttur og auð- veldur. Hinsvegar verður að telja þá Iíklegasta til sigurs í deildinni, þótt ekki verði það átkalaust. I lið Víkings vantaði nokkra menn og munaði þar mestu um Gylfa Scheving, sem er meiddur. Þjálfari liðsins, hinn kunni knatt- spyrnumaður úr Fram, Ásgeir Elfasson, mun leika með liðinu n^esta leik, en það verður gaman að fylgjast með honum og félög- um hans í næstu Ieikjum. I þess- um leik var liðið hvorki fugl né fiskur, eins og úrslit hans segja til um. Það var aðeins Atli Alexand- ersson sem eitthvað sýndi og var langbezti maður liðsins. Leik- menn eru óvanir grasi og hefur það áreiðanlega haft áhrif á leik þeirra. Ef ég þekki Ólafsvfking- ana rétt, þá láta þeir ekki bugast við þessi úrslit og ég trúi því, að þeir verði ekki auðunnir á heima- velli í sumar. Fyrirliði Olafsvfkurvfkinganna afhenti Haraldi Erlendssyni fagran blómvönd áður en leikur þeirra við UBK hófst. Skömmu sfðar byrjuðu Víkingarnir á miðju og I 11 skipti I viðbót fengu þeir að byrja með knöttinn. Fyrri hálfleikur leiksins verður afgreiddur í fljótheitum. Þá gerð- ist aðeins eitt umtalsvert atvik, Jens Jensson framherji Ármanns stóð einn og óvaldaður á markteig og markið blasti við en skot hans fór máttlaust framhjá. Ármenn- ingar sóttu mun meira enda komu Húsvíkingarnir beint úr flugvél- inni út á völlinn og því eflaust ringlaðir fkollinumfyrstístað. í seinni hálfleik sóttu Ármenning- ar einnig af meiri þunga, einkum undir lok leiksins en Völsungarn- ir börðust vel og gerðu sig greini- lega ánægða með annað stigið..Á 25. mínútu féll Jóni Hermanns- syni í liði Armanns í skaut bezta tækifæri leiksins er markið blasti við honum mannlaust en gott skot hans fór í þverslá. Þrír Armenn- ingar voru bókaðir fyrir að brúka munn við annars ágætan dómara þessa leiks, Magnús Theódórsson. Fáir leikmenn skáru sig veru- lega úr í þessum leik. I liði Ár- manns er helzt að nefna ögmund markvörð, miðverðina Kristin og Gunnar svo og Jón Hermannsson. Hann er áberandi leikmaður f liði Sumarliði bætti tveimur í safnið er Selfyssingar unnu Reyni 4—0 Selfyssingar áttu ekki f erfið- leikum með nýliðana í 2. deild- inni, Reyni frá Árskógsströnd, er liðin mættust á Selfossi á laugardaginn. Fjögur mörk gegn engu urðu úrslit Ieiksins, en sigur Selfyssinga hefði allt eins geta orðið stærri, þar sem þeir fengu fjölmörg marktæki- færi f seinni hálfleik leiksins, sem ekki nýttust. Reynir lék undan golunni f fyrri hálfleik, og var þá leikurinn nokkuð jafn, sérstaklega til að byrja með. Selfyssingar áttu þó hættulegri sóknir, sem ekki báru þó árangur fyrr en á næst- sfðustu mínútu hálfleiksins, er Stefán Larsen skoraði með skoti af stuttu færi. I hálfleikn- um áttu Reynismenn nokkur góð upphlaup, og hefði ekki verið ósanngjarnt að þeir hefðu skorað en að þessu sinni höfðu þeir ekki heppnina með sér. I seinni hálfleiknum var nán- ast um einstefnu að ræða og kom þá berlega í ljós höfuðgalli norðanliðsins — leikmenn þess eru hvergi nærri í nógu góðri úthaldsæfingu. Fór leikurinn að mestu fram á vallar helmingi þeirra, og máttu þeir teljast góðir að fá ekki fleiri mörk á sig en þrjú í hálfleikn- um. Fyrsta mark hálfleiksins skoraði hinn marksækni leik- maður Selfossliðsins, Sumarliði Guðbjartsson. Dæmd var horn- spyrna á Reyni og úr fyrirgjöÞ inni náði Sumarliði örugglega að skalla í markið. Eftir rúm- lega stundarfjórðung bætti svo Guðjón Arngrímsson þriðja markinu við með skoti af all- löngu færi og var þetta tvímælalaust fallegasta mark leiksins. Fjórða markið gerði svo Sumarliði þegar 10 mínútur voru til leiksloka — skallaði knöttinn í markið eftir fyrir- gjöf. Selfossliðið hefur því ekki enn tapað stigi í annarrar deild- ar keppninni og virðast leik- menn þess hinir frískustu. Kann svo að fara, að liðið nái að blanda sér i baráttuna á toppn- um í sumar. Beztu menn liðsins í þessum leik voru þeir Sumar- liði Guðbjartsson, Guðjón Arn- grímsson sem er stórefnilegur leikmaður og Gylfi Þ. Gislason, sem er mjög traustur leikmað- ur í vörninni. Dómari í leiknum á Selfossi var Valur Benediktsson og var hann heldur afskiptalítill. stjl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.