Morgunblaðið - 10.06.1975, Síða 25

Morgunblaðið - 10.06.1975, Síða 25
Velvakandi svarar í slma milli kl. 14 og 15 frá mánudegi til föstudags 0 Neytendur hafðir að ginningarfíflum R.Á. skrifar: „Kæri Velvakandi. Mér hefur stundum sýnzt á skrifum þinum að hugsanlega værir þú sama sinnis og ég í neytendamálum, en nú er eftir að vita. Alla vega langar mig til að biðja þig að birta þessar linur, en þrátt fyrir kvennaárið, þá er ég svo hlédræg, að ég kæri mig ekki um að af hjúpa mig, og vona að þú látir þér það í léttu rúmi liggja. Þannig er mál með vexti, að mér hreint blöskrar hve neytend- ur (þ.a.s. öll þjóðin eins og hún leggur sig) virðast vera sér ómeð- vitandi um verðmæti flestra vöru- tegunda. Hér er á ferðinni hinn ,*þögli meirihluti“, sem virðist ekki hafa minnsta áhuga á þvi í hvað peningarnir þeirra fara. Nú er mikið talað um litla peninga, en þegar maður fer að lita i kring- um sig er ekki svo að sjá, að ráðstöfunartekjur heimilanna, eins og það heitir svo ljúflega á máli hagfræðinga, séu eins litlar og af er látið. Að minnsta kosti verður þetta niðurstaðan þegar maður fer að skoða vöruval i verzlunum. Þar eru kynstur af öllum hlytum og kaupmennirnir virðast leggja mikið upp úr því að hafa sem allra glæsilegast og mest vöruval. Þannig vill fólkið lika hafa það og skiljanlegt er að kaupmenn vilji sýna viðskiptavinunum þjónustu og koma til móts við óskir þeirra. En þegar grannt er skoðað, þá kemst maður að þeirri niðurstöðu að hér sé farið inn á ranga braut. Það er ekki endilega vist að neytendunum sé bezt þjónað með því að gefa þeim kost á svo ýkja mörgum vörutegundum. Hver hefur t.d. gagn af því að á boðstól- um séu tugir tegunda af tann- kremi? Mætti ekki komast af með ívið færri tegundir, þvi að eitthvað hlýtur það að kosta, þegar allt er talið, að hafa svo margar tegundir af einni vörutegund í gangi í einu fyrir svo tiltölulega fáa kaupend- ur, eins og alltaf hlýtur að verða í svo fámennu þjóðfélagi. Umbúðakostnaður í nútíma neyzluþjóðfélagi er fáránlega hár, eins og margsinnis hefur verið bent á. Ég las einhversstaðar í blaði um daginn, að umbúða- kostnaður væri yfir 10% af heildarverði mjólkur. Ef við ger- um ráð fyrir þvi að meðalheimili fari með 250 krónur á dag í mjólkurvörur, þá eru það tæp 90 þúsund, sem fara til mjólkur- kaupa á ári hverju. Þar af greiðir neytandinn um 9 þúsund i um- búðir á einu ári, — umbúðir, sem siílu“. Síðau var uppdráttur af svæði þar sem merkt var bæði við lóðir sem voru óseldur og aðrar sem höfðu verið seldar. Skúr úr timbri stóð skammt frá og á hann var máiað orðið .„söluskrifstofa". Undir þvf stóð: „Ef enginn er hér, er viðkomandi beðinn að hafa samhand við Ernst Michoux, eignasala.“ A sumrin þegar allt var ný- málað «g þokkalegt, leit þetta sjálfsagt ekki sem verst út. En núna í rigningu og slahhi var það heldur ógæfulegt. Fyrir miðju var stórt nýtt hús úr gráum múrsteini með stórum svölum og sundlaug og blómabeð- um sem voru vel hirt þótt engin yxu þar hlómin þessa stundina. Annars staðar sást hvar byrjað var á húsum og hægt var sums staðar að gera sér nokkra grein fyrír væntanlegri herbergjaskip- an þeirra. IHaigret gekk rólega f áttina að glæsihúsi Miehoux læknis og hrinti upp hliðinu. begar hann stóð við dyrnar og rétti fram hiindina til að ýta niður húninum. tautaði Leroy: — Við höfum ekkert leyfi til húsrannsóknar! ... Haldið þér ekki... MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNl 1975 33 aðeins eru notaðar einu sinni, og er siðan fleygt. Þetta dæmi er aðeins tekið af handahófi, og ekki dettur mér i hug að nokkurn tima verði hægt að útiloka umbúðakostnað með öllu, en spurningin er hvort neytendur leiða nokkurn tima hugann að þvi hvað hægt er að gera svo „ráðstöfunartekjur heimilanna“ nýtist betur. Eins og mér kemur þetta fyrir sjónir, eru neytendur hafðir að ginningarfiflum. Þeir eru látnir borga fyrir alls konar hluti, hvort sem þeim líkar betur eða verr, og um leið er talað fagurlega um það, að við fljótum sofandi að feigðarósi, stuðlum að mengun og eyðingu auðlinda jarðarinnar. sjá til þess að þeir nýtist ein og vera ber. En hvernig er það annars — var ekki verið að tala um það fyrir nokkrum árum að gera verulegt átak I neytendamálum? Mér vit- anlega hefur ekkert rætzt i þeim efnum síðan um þetta var rætt á sínum tfma. Hvernig stendur t.d. á því, að hér er ekki starfrækt neytendastofnun, sem hefði það m.a. að markmiði að gera mark- aðsrannsóknir. Erlendis gera stór- fyrirtæki víðtækar markaðsrann- sóknir i þvi augnamiði að kynna sér hugmyndir og vilja neytenda og auka þannig sölu vöru sinnar. Við ættum hins vegar að gera siikar rannsóknir með það að markmiði að minnka söluna. Það ^ Hið opinbera hafi frumkvæði Því miður virðist það vera orðið harla sjaldgæft, að einstaklingar hafi frumkvæði, og því fyndist mér sjálfsagt, að hið opinbera hefði frumkvæði að því að upp- lýsa neytendur. Það þyrfti m.a. að gera með þvi að skylda framleið- endur til að verðmerkja allar vör- ur. Þegar um er að ræða vöru, sem pakkað er i neytendaumbúð- ir þyrfti skilyrðislaust að taka fram verð á einu kílói eða einutn lítra hverrar vörutegundar, þann- ig að kaupendum gæfist kostur á að bera saman verð mismunandi vörutegunda. Þá þyrftu að fylgja greinargóðar upplýsingar um innihaldið. Neytendamál munu nú einna lengst komin í nágrannalöndum okkar, þ.e.a.s. á Norðurlöndum. Við höfum oft tekið okkur þau til fyrirmyndar og ættum einnig að gera það að þessu leyti. Það er nefnilega ekki nóg að einblina bara á það, hvað fólk hafi I kaup á hinum Norðurlöndunum, heldur er líka ástæða til að skoða hvort þessum ágætu nágrönnum okkar búnast ekki betur en okkur. Það er ekki nóg að hafa peninga handa á milli, það verður lika að er fáránlegt að við skulum bein- linis vera að drukkna í alls konar varningi, sem enginn hefur minnstu þörf fyrir, meðan millj- ónir manna um víða veröld líða sáran skort. A.R.“ 0 Neitaö um aögang að golfvelli Golfáhugamenn hafa haft sam- band við okkur og beðið fyrir eftirfarandi: „Er hægt að neita mönnum um að fara inn á golfvöll til þess að leika þar goif, ef greidd eru til- skilin gjöld? Ég ætlaði að fara að leika golf á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavikur einn góðviðrisdag ásamt kunningja mínum, en við fengum ekki leyfi til þess, enda þótt við værum fúsir til að greiða svokölluð vallargjöld, sem voru 500 krónur á mann. Er þetta ekki ein þeirra iþrótta- greina, sem eru styrktar og niður- greiddar af fé almennings? Ég vil taka það fram, að við fengum kurteislegar móttökur hjá konu, sem kynnti sig sem for- mann golfklúbbsins, en við getum samt sem áður ekki skilið þessa afstöðu, og óskum að fá úr því skorið hvort þetta er leyfilegt. A.J.“ HÖGNI HREKKVÍSI Hef ég nokkru gleymt? Fyrirtæki til kaups Fjársterkir aðilar óska eftir fyrirtæki til kaups. Fyrirtæki í heildsölu — iðnaði — þjónustu o.fl. koma til greina. Með öll tilboð verður farið sem trúnaðarmál. Tilboð sendist Mbl. fyrir 15/6 merkt: „Fyrirtæki — 1407.” Til leigu í 2 ár Nýtt glæsrlegt einbýlishús með bílskúr í Garða- hreppi leigist frá 15. ágúst n.k. 50 fm. baðstofa er í risi. Eignin er á stórri hraunlóð. Uppl. í síma 53179. íbúð óskast til leigu Gott fyrirtæki óskar að taka á leigu á Stór- Reykjavíkursvæðinu, íbúð með húsgögnum allan júlímánuð fyrir reglusaman roskinn mann. Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. júní merkt: íbúð — 9884. StúdentarMR 1965 Júbeleumfagnaðurinn verður haldinn í Víkinga- sal Hótel Loftleiða nk. föstudag 13, júní kl. 19. Konunglegur matseðill, dans frameftir nóttu, skemmtiatriði??? Miðar afhentir í bókabúð Lárusar Blöndals Vesturveri í dag og á morgun. Bekkjarráð. Faryman smá-diesel-vélar [ báta og vinnuvélar, tveggja, þriggja, fjögurra, fimm, átta, tíu, fjórtán, tuttugu, tuttugu og tveggja, tuttugu og fimm hestafla. Loft-eða vatnskældar. Sturlaugur Jónsson & CO. SF., Vesturgötu 16, Reykjavík, sími 14680. Fánastengur Höfum til afgreiðslu strax fánastengur úr áli og glerfiber í lengdum 6 —18 Im. Einnig íslenzka fánann og fánastangar húna. Ólafur Kr. Sigurðsson og Co. Suðurlandsbraut 6, Tranavog 1, símar 83484 — 83499.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.