Morgunblaðið - 10.06.1975, Side 28

Morgunblaðið - 10.06.1975, Side 28
ÞRIÐJUDAGUR 10. JUnI 1975 ALLTÁEINUM STAÐ 83155 83354 BYGGINGAÞJONUSTA BOLHOLTI 4 REYKJAVÍK Samúðarverkfalli vélstjóra lauk skyndilega: Kaupskipaflotmn úr höfn KAUPSKIPIN AFTUR UT — Það var töluverð örtröð ( Reykjavfkurhöfn um miðjan dag ( gær, þegar kaupskipin sigldu út um hafnarmynnið eitt af öðru Ljösm. Ol.K.M. STJÓRN og trúnaðarmannaráð Vélstjðrafélags Islands aflétti í gær samúðarverkfalli vélstjóra á kaupskipaflotanum og ( gær tóku kaupskipin hvert af öðru að láta úr höfn. Um klukkan 17 í gær létu 5 fossar úr höfn og sfðan hver af öðrum. Var búizt við að unnt yrði að afgreiða flest skipin áður en til allsherjarverkfalls kemur á miðnætti f nótt hafi samningar ekki tekizt. Félagsdómur í deilunni gengur í dag. Töluvert mikillar óánægju hefur gætt meðal vélstjóra á kaupskipaflotanum með verk- fallið og f samtölum sem Morgun- blaðið átti f gær við vélstjóra kom fram sú skoðun að það hefði staðið vélstjórum á bátaflotanum öllu nær að boða til samúðarverk- falls en vélstjórunum á kaup- skipaflotanum. Mbl. spurði f gær Ingólf Ingólfsson, formann Vél- stjórafélagsins um ástæðuna fyr- ir afboðun verkfallsins. Ingólfur sagði að vélstjórar hefðu tekið afstöðu sfna til endurskoðunar fyrr en þeir höfðu áformað og sagði hann að Félagsdómur hafi „ruglað svolftið rás viðburða“. Upphaflega hafi félagið gefið Framhald á bls. 35 Tæplega 140% kaupkrafa MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá VSl og Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna: Eins og fram hefur komið í fréttum af yfirstandandi samn- ingaviðræðum setti Aiþýðusam- band Islands fram almenna kröfu um kauphækkun 38—39%. Hins vegar er þar ekki um að ræða sérkröfu fyrir neina af hinum ein- stöku starfsgreinum. Mjólkurfræðingafélag Islands hefur hins vegar eitt aðildarfélag- anna sett fram sérkröfu, sem fela í sér kauphækkanir sem eru svo freklega umfram hina almennu kröfugerð að undirrituð samtök telja sig tilneydd að kynna al- menningi þá sérstöðu sem Mjólkurfræðingafélagið hefur þannig markað sér meðal laun- þega i landinu. Samkvæmt útreikningi kjara- rannsóknarnefndar kemur fram að kröfugerðin myndi leiða til allt að 139,4% kauphækkunar hjá mjólkurfræðingum. Þetta mundi í reynd þýða, að Framhald á bls. 35 í grundvallaratriðum mannaf^lflps Rpvkínvfkin Veruleg lækkun á kröfum vegna hœrri launahópa BAKNEFND Alþýðusambands- ins kom saman I gærdag til þess að ræða viðhorfin ( kjaramálun- um. I útreikningum, sem bak- nefndin sendi frá sér ( gærdag, kemur fram, að hún hefur breytt kröfugerð sinni f grundvallar- atriðum. Samkvæmt þessum út- reikningum á 17.330 kr. kaup- hækkunin, sem krafizt er, ekki að koma sem grunntala inn f álags- vinnutaxta með margföldunar- áhrifum á álagsliði, heldur að koma sem bein kauphækkun, þegar álagsliðirnir hafa verið reiknaðir. Hærri kauptaxtar hækka þvf hlutfallslega minna en þeir lægri. Aður hafði krafa Alþýðusambandsins verið sú að hún kæmi sem grunntala inn f álagstaxta, þannig að þeir hækkuðu hlutfallslega meira en kauptaxtar láglaunafólks. 1 byrjun þessa mánaðar lagði undirnefnd, sem skipuð var þremur fulltrúum frá Alþýðusam- bandinu og þremur frá Vinnu- veitendasambandinu, fram út- reikninga, sem sýndu hver áhrif kröfugerð Alþýðusambandsins hefði, þegar hún hefði verið reiknuð inn I kauptaxta einstakra félaga. Eins og áður hefur verið greint frá sýndu þessir út- reikningar, að 6. taxti Dagsbrúnar hefði hækkað um 38,5% eða 17.330 kr. Hækkun samkvæmt þessum útreikningum hefði orðið 33% á áttunda taxta Verzlunar- Félagsfundur VSI: VINNUVEITENDASAMBAND tslands hélt í gær félagsfund, þar sem samþykkt var að fela sam- bandsstjórn VSl að ákveða hversu vfðtæk verkasviptingaað- gerð sambandsins ætti að verða og hvenær hún komi til fram- kvæmda. Atkvæðamagn félags- manna fer eftir greiddum vinnu- launum, svo og félagsgjöldum til samtakanna. Möguleg atkvæði eru 34.064, en á fundinn mættu fulltrúar félagsdeilda og beinna meðlima, sem höfðu 31.380 at- kvæði alls eða 92,1 %. Fundarsam- þykktin fékk 30.211 atkvæði eða «11, sem greidd voru. Tillagan, sem fundurinn sam- þykkti, er svohljóðandi: „Sam- bandsfundur Vinnuveitendasam- bands Islands haldinn 9. júnf 1975, samþykkir heimild til verk-' sviptingar og felur sambands- stjórn að ákveða nánar hversu víðtæk verksviptingin skuli vera, og hvenær hún komi til fram- kvæmda." Til samþykktar verksviptingar- heimildar þarf samkvæmt lögum VSt % greiddra atkvæða, en í þessu tilfelli var tillagan sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum. Að loknum félags- fundi var sambandsstjórnarfund- ur, sem veitti framkvæmdastjórn heimild til þess að ákveða nánar boðun verksviptingaaðgerða. Er búizt við því að frekari ákvörðun- ar sé að vænta næsta sólarhring- inn. mannafélags Reykjavíkur og 52,2% hjá rafvirkjum. Þá var upplýst síðar, að trésmiðir hefðu samkvæmt þessu fengið allt að 80% kauphækkun. Þeir útreikningar sem bak- nefnd Alþýðusambandsins sendi frá sér f gær gerir hins vegar ráð fyrir því að krafan um 17.330 krónu kauphækkun reiknist ekki inn í grunn álagsvinnutaxta, heldur bætist við kaupið, þegar álagsliðir hafa verið reiknaðir. Framhald á bls. 35 Framkvæmdastjóm fékk heimild til verkbanns Forsetinn tók lokaákvörðun UMRÆÐA hefur verið um það manna á meðal, hvort ástæða hefði verið til að fresta um óákveðinn tfma opinberri heimsókn Karls 16. Gústafs Svfakonungs til tslands vegna yfirvofandi verkfalla. Morgun- blaðið sneri sér f gær til for- seta tslands, dr. Kristjáns Eld- járns, og spurði hann um þetta atriði: „Það hafði verið imprað á því, hvort ekki væri rétt að fresta heimsókninni," sagði dr. Kristján Eldjárn. Ríkisstjórn- in varð ásátt um að fela mér að taka lokaákvörðun í þessu máli og ég ákvað að fresta heim- sókninni ekki.“ Baknefnd ASÍ: Kröfugerð breytt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.