Morgunblaðið - 14.06.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JUNI 1975
3
Hvað segja þeir
um samningana?
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til forsvarsmanna
þeirra samtaka er stóðu að samkomulagi því er sam-
þykkt var f gærmorgun milli launafólks og vinnuveit-
enda um kaup og kjör, og spurði þá álits á þessum
samningum:
Strax og samningarnir milli VSl og ASl höfdu verið undirritaðir var gengið frá
samningum milli VR og Kjararáðs verzlunarinnar með undirskrift samningsaðila. A efri
myndinni er Torfi Hjartarson, sá'iasemjari (1. t.v.K ásamt samningamönnum VR og má
þar þekkja þá Magnús L. Sveinsson, Björn Þórhallsson og Guðmund H. Garðarsson. A
neðri myndinni sést hvar fulltrúar Kjararáðsins eru að skrifa undir samninginn og má þar
þekkja þá Júlfus B. ölafsson, Gunnar Snorrason, Harald Sveinsson og Hjört Hjartarson.
(Ljósm. Mbl. Br.H.)
SPOR 1 RÉTTA ÁTT
Björn Jönsson, forseti
Alþýðusambands íslands, sagði
um samningana að hann bygg-
ist við að það yrði flestum létt-
ir, að tekizt hefði að ná sam-
komulagi án verkfalla nema í
fáeinar klukkustundir. Björn
sagðist jafnframt vona að þeir
tryggðu vinnufrið til næstu ára-
móta og að félagar verkalýðs-
hreyfingarinnar kæmust að
sömu niðurstöðum um
samningana og samninga-
nefndarmennirnir. „Við lítum
ekki á samningana sem stórsig-
ur og þeir fullnægja ekki þvi
marki okkar að tryggja svip-
aðan kaupmátt og gilti eftir
sámningana frá 1974, en sé
Jón Sigurðsson,
forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar,
og Torfi
Hjartarson,
rfkissátta-
semjari, ræðast
við á viðkvæmu
stigi samninga-
gerðarinnar í
fyrrinótt.
hann skoðaður með sanngirni,
er hann þó spor i rétta átt.
Miðað við eldri samninga er
þessi samningur með hærri
samningum í krónutölu sem
gerðir hafa verið og vegið
meðaltal miðað við 6. taxta
Dagsbrúnar 15,9% hækkun,"
sagði Björn Jónsson og bætti
við: „Tvö atriði metum við
einnig mjög mikils í sambandi
við þessa samningsgerð. I
fyrsta lagi er það yfirlýsing
Geirs Hallgrímssonar, forsætis-
ráðherra, um búvöruverðið, en
hún felur i sér að sú búvöru-
verðshækkun, sem koma átti til
framkvæmda 1. júní gerir það
ekki, en þetta varðar þýðingar-
mestu neyzluvörur almennings.
Hitt atriðið er að hinn 1. desem-
ber höfum við dregið svokallað
rautt strik, þannig að verðlags-
hækkanir umfram 477 stig f
framfærsluvísitölu verða
bættar. 1 þessu ákvæði er vissu-
lega fólgin mikil trygging fyrir
því að þessir samningar auki
kaupmátt launa — og vissulega
er það og var tilgangurinn með
allri þessari samningsgerð.“
sagði Björn Jónsson að lokum.
SKILNINGUR
LAUNÞEGA
HEFUR AUKIZT
Jón H. Bergs, formaður
Vinnuveitendasambands ís-
lands, sagði um samningana:
„Vinnuveitendur hafa ekki
um langt árabil gengið til
heildarkjarasamninga við
erfiðari efnahagsaðstæður en
nú. Þær kröfur sem launþega-
samtökin settu fram í upphafi
viðræðnanna voru óvenju háar
og það er líka ljóst að
skilningur launþega á erfiðri
rekstrarstöðu atvinnuveganna
hefur aukizt, og þess vegna
tókust samningar. Þótt flestir
vinnuveitendur viti, að t.d.
í sjávarútvegsgreinunum
og í mörgum fyrirtækjum i öðr-
um greinum, er atvinnu-
rekstrinum það um megn að
taka á sig svo miklar útgjalda-
hækkanir. sem heildarkjara-
samningurinn felur i sér. Menn
vona þó að sjálfsögðu að ekki
komi til mikilla rekstrar-
stöðvana af þessum ástæðum,
því að það gæti verið viss hætta
á alvarlegu atvinnuleysi, ef til
kæmu umfangsmiklar rekstrar-
stöðvanir fyrirtækjanna.
Ég held, að samninganefnd
vinnuveitenda hafi verið þessi
hætta mjög vel í ljós. Það var
mjög gott samstarf og samstaða
í nefndinni eins og raunar
hefur komið fram i heildarsam-
tökunum i dag í atkvæða-
greiðslu um samningana. En
menn hafa auðvitað áhyggjur
af þvi, hvernig fyrirtækin geti
greitt þessi auknu útgjöld, af-
komuhorfurnar eru engan
veginn góðar, en það er
náttúrulega von bjartsýnustu
manna að markaðsaðstæður
batni, viðskiptakjörin batni.
Það er mikil óvissa framundan
og það er auðvitað meginástæða
þess, að ekki var samið til
lengri tima eri raun ber vitni.
Báðir aðilar hefðu í sjálfu sér
viljað gera samning til lengri
tima, en eftir því sem viðræð-
urnar þróuðust kom það á dag-
inn, að það var skoðun beggja
aðila og urðum við sammála
um, að mjög vandasamt væri nú
að gera samning til langs tima.
Ég er viss um það að þrátt fyrir
þessa óvissu, þá eru allir góðir
íslendingar ánægðir með að
þessir samningar tókust og
fagna þeim. Þeir, sem ekki sam-
þykkja þá og vilja hafna þeim,
eru ef til vill að kalla yfir sig
annað verra, sem hefði getað
orðið langvarandi vinnustöðv-
anir, framleiðslutjón og ýmiss
konar erfiðleikar i atvinnulíf-
inu, sem af því hefði getað leitt.
En ég vona að launþegar sýni
skilning á erfiðleikum atvinnu-
veganna þegar þeir taka af-
stöðu til þessara samninga i fé-
lögunum, þvi að það er áreiðan-
lega þörf á því að nú standi allir
saman um að byggja upp bjart-
ari og öruggari framtíð."
SKYNSAMLEGRI
SAMNINGAR
EN OFT ÁÐUR
Skúli J. Pálmason, formaður
Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna, sagði um
samningana: „Þetta eru samn-
ingar, þar sem vinnuveitendur
taka vissulega á sig talsverða
áhættu. Þeir eru þó kannski
skynsamlegri en samningar
hafa verið oft áður, því að tillit
er tekið til sérstaks ástands i
þjóðfélaginu. Nei, þetta eru
ekki þeir sömu verðbólgusamn-
ingar og t.d. gerðir voru i fyrra,
en samt hafa þeir i för með sér
Framhald á bls. 18
Torfi Hjartarson, rfkissáttasemjari ræðir við iðnnema. — Ljósm.:
Brynjólfur.
SAMNINGARNIR f kjaradeilu
ASl og vinnuveitenda voru
undirritaðir 1 gærmorgun,
þegar klukkan var 06,45. Hafði
þá samningaþóf mikið staðið 1 6
klukkustundir um launakjör
iðnnema. Jafnframt var ekki
unnt að skrifa undir samninga
Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur og Kjararáðs verzlunar-
innar, þar sem beðið var úrslita
1 deilunni um iðnnemana.
Eiginlegt samkomulag ( deil-
unni, sem fól f sér 15,9% kaup-
hækkun miðað við 6. taxta
Dagsbrúnar, fékkst þó 1 fyrri-
nótt um miðnætti.
I fyrrakvöld klukkan 18 var
boðað til baknefndarfundar
ASl og eftir hann, er fréttist, að
fundurinn hefði falið samn-
inganefnd sambandsins að
ganga frá samningum á grund-
velli samningsstöðunnar, voru
menn mjög bjartsýnir á lausn.
Var almennt um það rætt að
undirritun gæti farið fram um
miðnætti. Þegar síðan samlegur
hófst og farið var að lesa samn-
inginn niður í kjölinn komu
upp á yfirborðið ýmis smá-
atriði, sem leysa þurfti, en þau
voru engin svo alvarleg, að talið
var að það myndi tefja undirrit-
un ffam úr hófi. Var rætt um
undirritun um klukkan 02.
Um miðnætti komu nokkrir
iðnnemar i húsakynni sátta-
semjara ríkisins og hljóp þá
skyndilega mikil snurða á
samningaþráðinn. Iðnnemarnir
áttu fundi með þjóðhagsstjóra,
sáttanefndinni allri og full-
trúum í samninganefnd ASl og
gerðu sfnar kröfur. Allt. kom
fyrir ekki — þeir komu i veg
fyrir undirritun samningsins
og allur sá mikli fjöldi samn-
ingamanna, sem vakað hafði
undanfarnar nætur og unnið
baki brotnu — var nú látinn
hanga næturlangt aðgerðarlaus
að mestu á meðan þessi óvænti
hnútur var Ieystur. Fjöldi
samningamanna var í senn
hneykslaður og sár yfir því að
utanaðkomandi aðilar gætu
komið inn í slíka samningsgerð
og tafið hana. Sögðu þeir að
iðnnemar væru engir samnings
legir aðilar að þessum viðræð-
um, þar sem ekki væri verið að
ræða námssamninga, sem þeir
gerðu við meistara sfna I við-
komandi iðngrein. Jafnframt
létu menn í ljós undrun yfir þvi
að iðnnemar skyldu ganga svo
hart fram I kjaramálum sínum
sem raun bar vitni, þar sem
aðeins er um laun á námstíma
að ræða og vart mætti búast við
því að nokkur iðnnema væri að
semja um kaup og kjör í starfi,
sem hugsað væri sem lífstíðar-
starf. Einn samninganefndar-
manna sagði að i raun ætti að
hafa lögregluvörð um samn-
ingamenn og ætti að tryggja
þeim vinnufrið með því.
Um fjögurleytið var kjara-
samningur VR og Kjararáðs
verzlunarinnar tilbúinn til
undirritunar, en enn var beðið
úrslita í málum ASl og vinnu-
veitenda. Þegar klukkan var
orðin 05,30 óskaði Kjararáðið
eftir þvf að fá að ganga frá
samningi sinum við VR og
sagðist ekki sjá ástæðu til að
bíða öllu lengur eftir lyktum í
iðnnemadeilunni. Tók Kjara-
ráðið sér sæti við það borð, sem
ætlað hafði verið til undirrit-
unar samningsins. En verzl-
unarmenn komu ekki til undir-
ritunar klukkan 05,30. Björn
Jónsson mótmælti þvi um það
leyti að undirritaðir yrðu samn-
ingar við VR á undan samn-
ingunum við ASI og sagði að
hann liti á það sem móðgun
bæði við ASl og VSl, ef svo
yrði. Þegar alvarlega virtist
ætla að skerast i odda vegna
þessara mála tók Torfi Hjartar-
son þá ákvörðun, að engin
undirritun samninga færi fram
fyrr en lausn væri fengin á
málinu öllu i heild. Hálfri
klukkustund siðar leystist
deilan um iðnnemana m'eð yfir-
lýsingu, sem báðir aðilar, ASl
og vinnuveitendur, undirrituðu
og klukkan 06.15 yfirgaf Kjara-
ráðið undirritunarsalinn og fór
í kaffistofu tollstöðvarhússins.
Hálfri klukkustund síðar undir-
rituðu ASl og vinnuveitendur
samninginn og um iíkt leyti VR
og Kjararáðið, sem undirritaði
samninginn i snatri og gekk
síðan á braut I mótmælaskyni
og reyndu samningamenn að
forðast allar myndatökur.
— mf.