Morgunblaðið - 14.06.1975, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JUNÍ 1975
eftir JÓN AÐAL-
STEIN JÓNSSON
Heiðursskjöldur frá PPC.
Hér birtist mynd af heiðurskildi
þeim, sem islenzka póst- og sima-
málastjórnin fékk frá klúbbi
bandariskra blaðamanna, sem rita
um frimerki og söfnun þeirra, fyrir
framúrskarandi þjónustu við þá og
frimerkjasafnara almennt á árinu
1974. Var sagt nokkuð nákvæm-
lega frá greinargerð klúbbsins fyr-
ir veitingu verðlaunanna i siðasta
þætti. Ef myndin prentast vel, má
lesa þessa greinargerð, eins og
hún hljóðar orðrétt á ensku.
Ernest A. Kehr frímerkjaritstjóri,
sem er viðkunnur i heimi frimerkj-
anna fyrir áratuga skrif og eins
fyrirlestra um frimerki, afhenti
verðlaunin við sérstaka athöfn i
húsakynnum póststjórnarinnar 3.
þ.m. Voru þar viðstaddir margír
starfsmenn pósts og sima og eins
helztu forystumenn frimerkjasafn-
ara hér á landi.
bessi verðlaunaveiting er mikill
heiður fyrir isl. póst- og símamála-
stjórnina. Ég er aftur á móti ekki
eins viss um, að menn geri sér
almennt Ijóst, að hún hefur einnig
mikið auglýsingagildi og hlýtur að
beina athygli enn fleiri safnara en
hingað til að fslandi og frímerkjum
þess.
Frímerki 75.
f gær var opnuð frimerkja- og
myntsýning i Hagaskóla i Reykja-
vik, og nefnist hún Frímerki 75.
Að sýningunni standa Landssam-
band islenzkra frimerkjasafnara
og Myntsafnarafélag fslands. Hins
vegar er Félag frimerkjasafnara
ekki aðili að sýningunni, eins og
ég hef orðið var við, að ýmsir
halda
Sérstakt pósthús er starfrækt
þá þrjá daga, sem sýningin er
opin, en henni lýkur annaðkvöld.
Geta menn fengið allar póstsend-
ingar stimplaðar þar með sérstök-
um stimpli.
Eftir þeim upplýsingum, sem ég
hef fengið, sýna islenzkir og fær-
eyskir frimerkjasafnarar og einn
bandariskur frimerkjaefni í 74
römmum. Að sjálfsögðu er mest
um isl. frimerki, bæði stimpluð og
óstimpluð, og eins margs konar
afbrigði þeirra. Færeyingar sýna
þar hluta af íslandssöfnum sinum.
En þeir sýna einnig frimerki frá
Svíþjóð og Finnlandi og eins rúss-
nesk frimerki, sem notuð voru i
Finnlandi. Enn fremur sýna þeir
frimerki frá Eistlandi og Ermar-
sundseyjum auk ýmislegs annars.
fslenzkur safnari sýnir hluta af
Noregssafni sínu og annar fri-
merki frá Japan. Þessi upptalning
ber það með sér, að viða er komið
við, þótt sýningin sé ekki mikil að
vöxtum. Um þátt myntsafnara i
sýningunni verður ekki fjallað hér.
Undarlegt má það heita, að eng-
in dönsk frimerki munu vera sýnd
á Frimerki 75. Verð ég að segja
eins og er, að ég tel alveg fráleitt,
að Danir skuli verða þannig með
öllu afskiptir. Vafalitið er einhver
skýring fyrir þessu, þótt ég eigi
fremur bágt með að koma auga á
hana. Raunar er ekkert laununga-
mál, að dönsk „filatelia" eða fri-
merkjasaga hefur aldrei orðið
mjög vinsæl hér á landi, og þeir
eru ekki margir, sem safna dönsk-
um frimerkjum sérstaklega, held-
ur þá einungis sem hluta af Norð-
urlandasöfnun. Af sýningarefni
Færeyinganna virðist Ijóst, að af-
staða þeirra er svipuð og islenzkra
safnara. Hvað veldur þessu? Þvi er
áreiðanlega ekki fljótsvarað, enda
getur fleira en eitt atriði komið til
greina. Ég veit, að margir isl. safn-
arar telja dönsk frimerki fábreytt
og litt eftirsóknarverð. Að minum
dómi er þessu öfugt farið, a.m.k.
um mörg þeirra. Ég álit að dönsk
frimerki og þá ekki sizt hin elztu
og allt fram yfir aldamót hafi upp
á margt skemmtilegt að bjóða,
þegar þau eru athuguð nánar. Hef
ég sjálfur nokkra reynslu i þeim
efnum. í ágúst 1976 munu fri-
merkjasafnarar um allan heim
sjálfir geta gengið úr skugga um
þetta á væntanlegri alþjóðafri-
merkjasýningu í Kaupmannahöfn.
Hafnia 76.
Er þetta fyrsta alþjóðafrimerkja-
sýning i Danmörku og haldin til að
minnast þess, að 125 ár verða
liðín frá útkomu fyrsta danska fri-
rnerkisins 1. april 1976. Varð
Danmórk þannig fyrst Norður-
'anda til að taka upp frimerki i
póstviðskiptum. Danskir fri-
merkjasafnarar setja lika metnað
sinn i að gera Hafnia 76 sem bezt
úr garði. Verður hún skipulögð af
þeim i náinni samvinnu við aðal-
póststjórnina dönsku. Takmark
Hafnia 76 er fyrst og fremst það
að auka virðingu fyrir dönskum
frimerkjum, jafnt innan Danmörku
sem utan. Jafnframt er tilgangur
hennar að styrkja danska frí-
merkjasöfnun og auka samvinnu
milli frímerkjafélaga. Um leið á
sýningin að hvetja almenning til
að safna frimerkjum.
Sakir rúmleysis verður ekki
unnt að segja nánar frá Hafnia 76,
en siðar verður það gert hér i
blaðinu.
Þessi þáttur verður hinn síðasti
að sinni. Þegar hann hóf göngu
sína i nóvember sfðastliðnum, var
ætlunin, að við yrðum tveir, sem
skiptumst á um að skrifa hann.
Þvi miður fór svo, að Jónas Hall-
grimsson, sem er með fróðustu
mönnum um frimerki, hefur ekki
getað sinnt þættinum siðustu
mánuði sökum veikinda. Fyrir
hönd okkar beggja þakka ég les-
endum þann áhuga, sem þeir hafa
sýnt þessum skrifum okkar. Ætlun
ritstjórnar Mbl. er sú, að þátturinn
hefjist aftur næsta haust, hvort
sem hann verður áfram i umsjá
sömu manna eða annarra.
Þegar rætt var i siðasta þætti,
31. maí, um það. frá hvaða lönd-
um menn ættu einkum að safna
frimerkjum, var mjög stuðzt við
sænska grein um það efni. Jafn-
framt var birt skrá eða tafla, sem
sýna átti fjölda frimerkja i Evrópu-
löndum frá upphafi og eins þróun i
útgáfumálum þeirra siðustu árin.
Þvi miður tókst svo óhöndulega til
við hönnun blaðsins, að skráin
varð nær ólæsileg sakir letur-
smæðar — og það jafnvel þótt
notað væri stækkunargler! Þess
vegna er hún birt hér aftur, um
leið og beðið er afsökunar á þess-
um mistökum. Að öðru leyti verð-
ur að visa til fyrri þáttar til skýr-
ingar á skránni.
Antal frim. enligt Skillnad Första Befolkn.-
Land Z-72 Z-75 72-75 frimárket mángd i milj.
Turkiet 2.567 2.681 114 1863 37.000.000
Belgicn 2.342 2.496 154 1849 10.000.000
Spanicn 2.156 2.307 151 1850 34.000.000
Frankrike 1.930 2.051 121 1849 50.000.000
österrike 1.689 1.786 97 1850 7.500.000
Schweiz 1.531 1.616 85 1843 6.000.000
Italien 1.527 1.641 114 1861 55.000.000
Grekland 1.356 1.450 94 1861 9.000.000
Portugal 1.347 1.454 107 1852 8.000.000
Holland 1.143 1.212 69 1852 13.000.000
San Marino 1.098 1.187 89 1887 0.020.000
Monaco 1.042 1.170 128 1885 0.025.000
Luxemburg 1.041 1.100 59 1852 0.350.000
Storbritannien 783 872 89 1840 55.000.000
Sverige 770 919 149 1855 8.000.000
Norge 768 835 67 1856 4.000.000
Finland 751 807 56 1856 4.500.000
Víist-Tyskland 698 826 128 (1945) 1949 60.000.000
Danmark 658 720 62 1851 5.000.000
Liechtenstein 654 719 65 1912 0.022.000
Vatican-staten 625 679 54 1929 0.001.000
Island 517 560 43 1873 0.210.000
Malta 452 531 79 1860 0.325.000
Víist-Berlin 394 473 79 1948 2.000.000
Cypern 373 421 48 1880 0.650.000
Andorra 360 403 43 1928 0.025.000
Irland 287 327 40 1922 3.000.000
Gibraltar 279 316 34 1866 0.030.000
Grönland 98 109 21 1905 0.050.000
Guernsey 73 125 52 1940 0.050.000
Jersey 72 122 50 1941 0.070.000
F.N. (Europa-valuta) 18 45 27 1969 —
Fiiröarna 6 6 — 1919 0.040.000
Isle of Man — De s.k. östcuropciska landcrna: 44 44 1973 0.055.000
Sovjetunionen 3.883 4.236 353 1857 245.000.000
Rumiinien 3.224 3.479 255 1858 20.000.000
Ungern 2.919 3.221 302 1871 10.000.000
Bulgarien 2.195 2.430 235 1879 8.500.000
Polen 2.155 2.386 231 1918 (1860, 1 márke) 33.000.000
Tjeckoslovakicn 2.116 2.329 213 1918 14.000.000
Jugoslavien 1.797 1.945 148 1918 20.000.000
Öst-Tyskland 1.574 1.851 277 1948 17.000.000
Albanien 1.523 1.752 229 1913 2.000.000
Blóm ®
vlkunnar
Enn um
illgresi
SÉRFRÆÐINGURINN sem á
laugardaginn var byrjaði að
fræða okkur um illgresi og mögu-
leika á útrýmingu þess féllst á að
segja ofurlítið frá tveimur mjög
illræmdum tegundum sem mörg-
um garðræktanda hefur orðið ær-
in þoiraun að uppræta en það eru
haugarfi (stellaria media) og
húsapuntur (agropyron repens),
ekki vantar að þær eigi sér nógu
fin latnesk nöfn!
„Þegar talað er um illgresi
kemur arfinn eða haugarfinn
fyrst og fremst i huga ræktunar-
mannsins. Haugarfinn er út-
breiddastur allra illgresistegunda
hér á landi og veldur mestum
skaða í görðum. Hið raka og
svala loftslag er mjög hentugt
fyrir vöxt og þroska haugarfans.
Hann er einær og stönglarnir
margir, annaðhvort uppsveigðir
eða jarðlægir, safamiklir, Ijós-
grænir á lit. Laufblöðin eru safa-
rik. Krónublöðin eru hvit, jafnvel
bleik á stundum. Eftir að skordýr
hafa frævað blómin og frjóvgun
lokið myndast aragrúi fræja. Þeg-
ar þau eru þroskuð dreifast þau
um garðinn fái haugarfinn að ná
fullum vexti í garðinum. Fræin
verða þroskuð frá þvi um mitt
sumar og fram á haust. Séu raki
og hlýja i moldinni spirar fræið
fljótlega eftir að það hefur fallið i
jarðveginn frá móðurplöntunni.
Arfafræið spirar snemma vors og
getur arfinn bjómstrað i maibyrj-
un. Strax og ungu arfaplönturnar
komast upp er nauðsynlegt að
reita þær eða hreyfa moldaryfir-
borðið með handverkfærum, en
við það drepst mikið af ungplönt-
um og fræjum, sem eru að byrja
að spira. Sifelld barátta er háð
milli garðplantna og arfans um
vatn, birtu og vaxtarrými.
Á siðari árum hafa margskonar
lyf verið seld í verzlunum sem
eyða haugarfa og öðru illgres/ úy
matjurtagörðum, trjábeðum ua
skrautjurtabeðum. Öll eru þessi
lyf sérhæf þ.e. eyða aðeins viss-
um tegundum illgresis en
skemma ekki nytjaplöntur. Sum
efni í illgresislyfjum geta safnazt
fyrir i nytjajurtum án þess að
valda sýnilegum skemmdum á
þeim, en valdið tjóni á heilsu
manna. Mörg slik lyf sem áður
voru seld á frjálsum markaði eru
nú talin í ftokki hættulegra lyfja
og fást ekki keypt nema með
sérstöku leyfi Eiturlyfjanefndar.
Þótt haugarfinn sé eitt hið ill-
ræmdasta illgresi hérlendis þá
inniheldur hann mikið af vitamín-
um og er uppáhaldsgrænmeti
margra náttúrulækningamanna
og útbúa þeir úr honum ýmsa
gómsæta rétti.
Húsapuntur er fjölært gras með
löngum jarðstöngli. Á 4—7 sm
millibili myndast rætur á jarð-
stönglinum og með þeim koma
blöðin upp. Húsapunti fjölg-
ar á þann hátt að jarðstöngullinn
vex út frá móðurplöntunni og
myndar einskonar þéttriðið net
Framhald á bls. 13.