Morgunblaðið - 14.06.1975, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.06.1975, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚNl 1975 11 Guðmundur G. Þórarinsson: Hvað er hvers? „MARGUR hyggur mig sig“ var það fyrsta, sem mér datt i hug, er ég las klausu Arna Johnsen í Morgunblaðinu hinn 10. júni sl. Arni hafði þá áður á laugardegin- um á undan ritað að ýmsu leyti athyglisverða grein um málefni Viðlagasjóðs, þótt þar gætti mik- illar ónákvæmni. Það er ekki mitt að svara fyrir Viðlagasjóð almennt, en i klausu sinni beinir Arni spurningum til min. Ég verð raunar að játa, að ég les Morgunblaðið ekki nákvæmlegar en það, að þetta fór fram hjá mér, og því er svarið ekki fyrr á ferð. Fyrírtæki Karls Erik Rocksén Arni Johnsen lætur að því liggja, að greiðslur til fyrirtækis Karls Erik Rocksén hafi runnið til min. ifyrirtæki Karls vann fyrir Við- lagasjóð ásamt um 30 öðrum tæknifyrirtækjum. Fyrirtæki hans er einkafyrirtæki og á ekk- ert sameiginlegt við mitt fyrir- tæki annað en að leigja á sömu hæð. Til þess að forðast frekari mis- skilning er rétt að fram komi, að I þessu sama húsi eru fleiri fyrir- tæki með hliðstæða þjónustu. Sum þeirra hafa starfað fyrir Við- lagasjóð, en ekkert þeirra er i minni eigu. Greiðslur til Verk- frœðistofu Guðm. G. Þórarinssonar Greiðslur frá Viðlagasjóði til mins fyrirtækis nema, frá upp- hafi goss til dagsins i dag, kr. 15.594.167.— Er þar um að ræða samfellda vinnu I tvö ár og fjóra mánuði, en hjá fyrirtæki mínu hafa starfað um 10 manns að meira eða minna leyti fyrir Við- lagasjóð. Af greiðslum þessum eru kr. 1.049.421.— beinar endurgreiðsl- ur af þvi, sem fyrirtækið lagði út fyrir Viðlagasjóð þ.e.a.s. síma- kostnaður, kópieringskostnaður, aksturs- og ferðakostnaður, greiddur beint án álagningar frá fyrirtækinu. Fyrir þjónustu hefur því Við- lagasjóður greitt fyrirtæki mínu um kr. 14.500.000.—. Rétt er að leggja áherzlu á, að þetta eru ekki greiðslur til mín persónuiega. Launagreiðslur fyr- irtækis míns ásamt launatengdum gjöldum nema á umræddu tima- bili kr. 13.187.026.—, en að sjálf- sögðu var unnið fyrir fleiri aðila en Viðlagasjóð. I þessari tölu eru mín laun ekki innifalin. Vilji Arni einhverju við þetta bæta, er einnig rétt að fram komi að ég er hluthafi I Verkfræðistofu Suðurlands h/f á Selfossi, sem annaðist eftirlit að hluta austan fjalls. Greiðslur til þess fyrir- tækis nema kr. 1.394.000.— samanlagt árin 1973 og 1974, en þar starfa þrír menn. Það sem verkfræðistofa mín annaðist var í stórum dráttum: 1) Aðstoð við að finna húsnæði, er var í smíðum og mátti gera íbúðarhæft, meðan erfiðleikarnir voru sem mestir, og áætlanir um að ijúka þessum byggingum. 2) Að hluta samningagerð við erlend fyrirtæki um sölu timbur- húsa hingað ásamt tæknilegri ráðgjafarvinnu við kaupin. 3) Samningar við sveitarfélög um lóðaúthiutanir o.fl. 4) Hönnun grunna, skolp- og vatnslagna. 5) Samningar við innlenda aðila um grunnasmíði og lóðafrá- gang og eftirlit með þessum fram- kvæmdum. 6) Frágangur teikninga fyrir bygginganefndir þar sem þess var krafizt. 7) Eftirlit með vinnu erlendra aðila við byggingu húsanna og aðstoð við uppgjör við þá, en vinnuskýrslur varð að þýða á erlend mál I flestum tilfellum. 8) Fylgjast með húsunum á ábyrgðartíma þeirra og lóðaúttekt að honum loknum. Starfi þessu er ekki lokið enn. Abyrgðartími síðustu húsanna rennur út á þessu ári og lóðafram- kvæmdum lýkur I sumar. Að sjálfsögðu störfuðu fleiri aðilar að þessu verki en mitt fyr- irtæki, eins og áður getur, þótt meginábyrgðin hvíldi á mér, og undan henni mun ég ekki skorast. Meðal annars störfuðu tveir Vestmanneyingar með mér og lögðu dag við nótt og allt þrek sitt í þessa vinnu, sem stundum var mjög erfið. Mér virðist þeirra starf ekki hafa verið þakkað sem skyldi. Varðandi verkfræðikostnaðinn almennt er það að segja, að ég þekki aðeins til þess hluta hans, er lýtur að byggingu innfluttu húsanna. Verkfræðikostnaður í heild Verkfræðikostnaður vegna þessara framkvæmda mun nema hjá Viðlagasjóði um 30 millj. kr. til hinna ýmsu aðila. Þar af eru um 5 millj. kr. hönnun grunna, skolp- og vatnslagna ásamt frágangi teikninga fyrir byggingarnefndir, eða ca. kr. 10.000.— á hús. Samningagerð og eftirlit og uppgjör nema þá um 25 millj. kr. eða um 1% af framkvæmda- kostnaði, sem er um 2,5 milljarð- ar. Ég hygg, að hér sé mjög vel sloppið. Um var að ræða byggingu 13 húsagerða á 20 stöðum á land- inu. Ekki er óvenjulegt, að verk- fræðikostnaður nemi 5% við eftirlit, til dæmis i vegagerð, og allt að 10% við virkjanir. Ég er þvi þeirrar skoðunar, að verkfræðikostnaður vegna inn- fluttu húsanna sé í lágmarki, og ef til vill verði það aldrei leikið eftir að hrinda siíku verki i fram- kvæmd með jafnlitlum tilkostnaði og jafnlitlu skrifstofuliði. Að minnsta kosti treysti ég mér ekki til að endurtaka það. Grunnasmíðin Arni telur, að smíði grur.nanna hafi orðið óeðlilega dýr, eða um 500 þús. kr. að meðaltali. Hjá hon- um gætir þess misskilnings, að Viðlagasjóður hafi að auki greitt efnið í- þá. Það er ekki rétt. I undantekningartilfellum tók Við- lagasjóður að sér öflun skolp- lagnaefnis og slíks til þess að fá ekki álagningu verktaka á það. Meðalkostnaður á grunn er þvl um 500 þús. kr. Það kann að vera, að mönnum virðist það hátt, en margs er að gæta. 1) I þessum kostnaði er grunna- gerðin, ásamt frárennslis- og vatnslögnum, jarðvegsskiptum í bílskýlum og aðkeyrslum að húsunum. I mörgum tilfellum varð að fylia sérstaklega að húsunum til þess að koma krön- um að vegna elementbygginga. I þessu er með frágangur grunna að utan (pokapússning) og oft raflagnir að nokkrum tengipunkt- um i hverfinu o.s.frv. 2) Aðstæður voru mjög mis- munandi. Sums staðar voru margra metra fyllingar, annars staðar allt að 7 m niður á fast og þá borað. — Slikar aðstæður hleypa meðaltalinu upp. 3) Grunnarnir eru mjög mis- munandi eftir fyrirtækjum og sums staðar jarðvegsaðstæður mismunandi innan sama svæðis. Akvæðisvinnutaxti tekur mjög lít- ið tillit til endurtekninga, þótt margir grunnar séu eins. 4) Vinnan var framkvæmd i mikilli tímapressu, þegar ástæður á vinnumarkaði voru erfiðar. Mjög mikil vinna var, en grunn- smíði varð að ljúka á stuttum tíma. — Fjöldi fólks var á götunni og enginn vissi um tima, hver yrðu afdrif Eyjanna. Það er ekki auðvelt að rifa iðn- aðarmenn úr vinnu, þar sem nóg er að gera til þess að vinna undir slíkum þrýstingi og greiða þeim minna en þeir fá annars staðar. Við smíðina var i öllum tilfell- um unnin mikil yfirvinna. Ég get fullvissað Arna um það, að alls staðar var reynt að gæta fyllstu hagkvæmni og yfirleitt stóðu þeir sig vel, sem að þessari grunnasmíði unnu og eiga þakkir skyldar fyrir verk sin. 5) Við þær aðstæður sem riktu á vinnumarkaðinum, var það sam- dóma álit mitt og stjórnar Við- lagasjóðs, að vænna væri til ár- angurs að semja beint við ein- staka aðila en hafa almennt út- boð, auk þess sem útboð á grunn- unum hefði tafið verkin. Á sum- um stöðum var jafnvel varla um nema einn aðila að ræða, sem ráðið gæti við verk af þessu tagi á þeim tíma, sem um var að ræða. Sums staðar fóru fram lokuð út- boð, en víða var unnið að grunna- UNDIRBUNINGI að 15. ráð- stefnu norrænna búvísinda- manna, sem haldin verður dagana 1.—4. júll n.k. I Reykjavík, er að mestu lokið. Kemur þetta fram í nýútkomnu fréttabréfi Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins og segir þar að þátttakendur i ráð- stefnunni verði 574, en auk þess koma margir þeirra með fjöl- skyldur sínar. Þannig koma alls 832 frá Norðurlöndunum. Ráðstefnan verður haidin í húsakynnum Háskóla íslands. Verður hún sett i Háskólabíói 1. júlí og verða þar flutt tvö erindi. Dr. Björn Sigurbjörnsson flytur annað en hitt flytur prófessor Kalle Maijala frá Finnlandi, en flutt verða um 150 erindi á ráð- stefnunni. , Ráðstefnunni verður slitið i Há- skólabíói föstudaginn 4. júlí, og mun forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, flytja lokaerindi ráð- stefnunnar. Þessar Norðurlandaráðstefnur eru haldnar 5. hvert ár og þá gefið smiðinni jafnhliða gatna- og hol- ræsagerð í hverfinu. Handhægast var þá að sami verktaki ynni bæði að grunnasmíði og gatna- og hol- ræsagerð til þess að hindra árekstra innan svæðisins. Alit Arna að eðlilegur meðal- kostnaður á grunn væri kr. 200.000.- er fráleitt. I sumum tilfellum kostaði steypan ein frá Steypustöð yfir kr. 100.000,- pr. grunn, og er þá eftir öll jarðvinna, stundum sprengingar eða boranir, upp- sláttur og timbur, járn og járna- vinna og frárif, skolp- og vatns- lagnir, frágangur grunna og poka- pússun og jarðvegsskipti í inn- keyrslum o.s.frv. Hitt er annað, að það hefur allt- af verið auðvelt að standa utan við veginn og ausa auri á þá,sem draga vagninn. yfirlit um það helzta sem gerzt hefur á sviði landbúnaðarrann- sókna og tilrauna. Undirbúningur að skipulagi ráðstefnunnar hefur að mestu hvílt á stjórn Islands- déildar NJF, en formaður hennar er Sveinn Hallgrímsson, ráðu- nautur, en framkvæmdastjóri ráðstefnunnar er Agnar Guðna- son, blaðafulltrúi. Jóhanna Þrá- insdóttir hjá Ferðaskrifstofu rikisins hefur veg og vanda að skipulagi allra ferða fyrir þátttak- endur, móttöku og gistingu hér á landi. Brotizt inn hjá Tímanum BROTIZT var inn i skrifstofur dagblaðsins Timans við Aðal- stræti í fyrrinótt. Tvær hurðir voru spenntar upp og rótað til á skrifstofunum en ekki var hægt að merkja, að neinu hefði verið stolið. Munið okkar glæsilega kalda borð í hádegi. Danshljómsveit II /'St r I QODf" Árna ísleifs leikur í kvöld. 11 I II L D ix 832 komu vegna ráðstefnu norrænna búvísindamanna Stapi — Dögg — Stórkostlegur dansleikur í kvöld Gestir kvöldsins verða hinir efnilegu FRÆNDUR STUÐIÐ VERÐUR í STAPA í KVÖLD DÖGG Ný Dögg kemur fram í fyrsta skipti á Suðurnesjum síðan breytingarnar áttu sér stað. Sætaferðir frá B.S.Í. kl. 21.30 — 22.00 STAPI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.