Morgunblaðið - 14.06.1975, Side 20

Morgunblaðið - 14.06.1975, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 14. JÚNI 1975 Aðalsteinn Sigurðsson, fiskifræðíngur: Nokkur orð til fram- kvæmdastjóra L.I.Ú. I útvarpsþætti 15. maí sl. sagöi Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, eitthvað á þá leið, að íslenskir fiskifræðing- ar, að Jakobi Jakobssyni undan- skildum, hefðu aldrei lagt fram neinar tillögur um verndun fisk- stofna. Ef ég hefði ekki oftar en einu sinni heyrt Kristján halda svona endaleýsu fram, hefði það vakið undrun’mína, að framkvæmda- stjóri L.I.U. skyldi láta þetta út úr sér, þar sem hann ætti, ef hann fylgdist nokkuð með, að vita betur. Þó að Jakob Jakobsson bæri á móti fullyrðingu Kristjáns í áður- nefndum útvarpsþætti, get ég samt ekki látið hjá líða að gera nokkrar athugasemdir vegna hennar. Það hafa fjölmargar tillögur komið, bæði fyrr og síðar, frá Haf- rannsóknastofnuninni um vernd- un og betri nýtingu stofna fiska og annarra nytjadýra í sjó og hafa allir fiskifræðingar stofnunarinn- ar átt þar hlut að máli. Það er vel af sér vikið hjá Kristjáni að geta lokað augum og eyrum fyrir þeim öllum. Ekki er það ætlun mín að gefa neina skýrslu um þær hér, enda mundi það verða of langt mál. Oft eru þær 1 skýrslu- eða umsagnarformi til Sjávarútvegs- ráðuneytisins og má vel vera að slík plögg fari fyrir ofan garð og neðan hjá framkvæmdastjóra L.I.U. Látum það gott heita, þó að mér finnist eðlilegt, að slikur for- ystumaður útgerðarinnar hafi það náið samband við ráðuneytið um mál útvegsins, að hann frétti einstöku sinnum um meðferð mála þar. Þó að Kristján Ragnarsson hafi e.t.v. sýnt það mikið áhugaleysi, að hann hafi ekki fylgst með neinu öðru, sem komið hefur frá okkur fiskifræðingum um frið- unarmál, þá fór það örugglega ekki framhjá honum, þegar tillög- ur okkar um nýtingu landhelginn- ar birtust síðla árs 1972. Það lét hann óspart í ljós þá, bæði I ræðu og riti. Þótt hann væri okkur ekki sammála, voru þetta þó tillögur um verndun fiskstofna engu að síður. Það fór ekki á milli mála, að honumþóttuþærganga alltof langt á ýmsan hátt. Enda vorum við þeir fádæma þrjótar að leyfa okkur að hugsa fyrst og fremst um framtíðina, en ekki aðeins um líðandi stund, en það mun íslensk- ur útvegur ekki hafa talið sig þola, ef dæma má eftir viðbrögð- um Kristjáns og reyndar fleiri manna. Þess ber þó að geta, að sumir útvegsmenn lýstu ánægju sinni yfir tillögum okkar. Þrátt fyrir þær neikvæðu und- irtektir, sem tillögur okkar fengu hjá ýmsum forvígismönnum i sjávarútvegi og stjórnmálum, leyfi ég mér að halda því fram, að þær hafi verið þannig úr garði gerðar, að framkvæmd þeirra mundi hafa stuðlað mjög að verndun stofna þeirra, sem við nýtum úr sjó, án þess að tekið væri tillit til annarlegra sérhags- munasjónarmiða, sem oft skjóta upp kollinum. Það er fjarri mér að halda því fram, að þessar tillögur hafi verið gallalausar. Auðvitað voru þær takmarkaðar eins og önnur mann- anna verk. Þær voru upphaflegá afhentar ákveðinni þingmanna- nefnd, sem lýsti yfir miklum vilja til samstarfs við okkur, þegar hún tók á móti tillögunum, en fremur fannst mér litið fara fyrir sam- starfsviljanum þegar til kom. Ég fyrir mitt leyti Ieit fyrst og fremst á tillögurnar sem umræðugrund- völl fyrir nefndina og okkur og tel að betur hefði farið, ef svo hefði orðið. Framhald á bls. 23 Þrír kennarar óskast að Iðnskólanum á Akranesi. Skólann vantar einn bóknámskennara — helstu kennslugreinar: enska og danska — svo og kennara að tré- og málm- iðnaðardeildum skólans. Æskilegt er að þeir séu með próf í tæknifræði. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir, ásamt uppl. um menntun og starfsreynslu, sendist fyrir 28. júní 1975 til Menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík eða formanns skólanefndar, Ólafs Guðbrandssonar, Merkurteigi 1, Akranesi. Skólanefnd. Viðskiptafræðingur eða maður vanur heildsölurekstri óskast strax. Sími 1 9290 og 1 6568. Fangavarðarstaða Fangavörður óskast að Fangelsinu Síðu- múla 28 í Reykjavík frá 1. september nk. að telja. Aldurstakmörk 20—40 ára. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs- manna. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 27. þ.m. og fylgi þeim upplýsingar um fyrri störf. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 12. júní 1975. Lausar stöður í Hafnarfirði Stöður ritara við skólana í Hafnarfirði eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna Hafnarfjarðar- bæjar. Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir 1. júlí. Fræðs/ust/órinn í Hafnarfirði. Vélstjórar Vanan I. vélstjóra vantar á 300 tonna fiskiskip. Upplýsingar í síma 35792 eftir kl. 19.00. Tjónaskoðunar- maður Tryggingarfélag óskar að ráða bifvéla- virkja, bílasmið eða mann vanan bodyvið- gerðum til tjónaskoðunar, tjónaáætlana og annara starfa í tjónadeild. Æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Þeir sem áhuga hafa á starfinu eru vin- samlegast beðnir að senda nöfn sín, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf á afgreiðslu blaðsins fyrir 19. júní n.k. merkt: „Tjónaskoðunar- maður — 2503". smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsnaeði íbúð óskast 2ja til 3ja herb ibúð óskast til leigu frá 1. ágúst, helsf í Austurbænum. Uppl. i si(na 93 — 6290. Háskólanemi og hjúkrunarnemi óska eftir 2ja herb. ibúð frá og með 15. ágúst. Reglusemi og góð»ri umgengni heitið. Uppl. eftir kl. 19.00:í sima 93 — 8168. Verzlið ódýrt Sumarpeysur kr. 1000.— Siðbuxur frá 1000.— Denim jakkar 1000.— Sumarkjólar frá 2900.— Sumarkápur 5100,— Verðlistinn, Laugarnesvegi 82. Mold Gróðurmold til sölu. Heim- keyrð. Upplýsingar i sima 51468. Reyrstólar og körfuborð i sumarbústaði, nú fyrirliggjandi. Styðjið is- lenzkan iðnað. Körfugerðin, Ingólfsstræti 16. Byggingarmenn Járnaklippur óskast keyptar. Þurfa að geta klippt svert steypustyrktarstál. Tilboð sendist Mbl. merkt: ., járnaklippur — 6959". Hestar Hestur til sölu. Uppl. i sima 52343. Baðsett Nýtt vandað baðsett, ásamt sturtubotni, til sölu. Hagstætt verð. Upplýsingar í sima 14830 og 1 1293. barnag®z,a 12 ára telpa óskar eftir að gæta barns hálfan eða allan daginn, helst i Háaleitishverfi eða nágr. Uppl. i síma: 37923. tapífund'ð Roamer kvenúr tapaðist í eða við Sundlaug Laugardals um helgina. Fundarl. Simi 41 1 73. bílar Til sölu VW 1302 árg. 72. Fallegur bíll. Uppl. í síma 38349. VW 1200 árg. '71 til sölu ekinn 48.000 km. Óvenju fallegur og vel með farinn bíll. Á sama stað: Stereo samstæða i meðal verðflokki. Simi 36300. atvinna Hárgreiðslukona óskar eftir hálfdagsvinnu i sumar. Sími 7351 5. Sprunguviðgerðir Þéttum sprungur i steyptum veggjum og steyptum þök- um. Notum aðeins 100% vatns- þétt Silicone gúmí selant efni. 20 ára reynsla tryggir góða þjónustu. H. Helgason — simi 41055. Steypum bílastæði leggjum gangstéttir. Standsetjum og girðum lóðir. Simar 14429 og 74203. féiagslíf^ Kvenfélag Laugarnes- sóknar Sumarferð verður á Vestfirði til Bolungarvikur dagana 4. — 7. júli. Fundur varðandi ferðina verður mánudaginn 16. júni i Kirkjukjallaranum kl. 21.30. Grensássókn — Safnaðarferð Safnaðarferð sunnudaginn 22. júni. Hreppar— Þjórsár- dalur — Landsveit. Uppl. gefa Kristrún Hreiðarsdóttir, simi 3691 1 og sóknarprest- ur símar 32950 — 43860. Nefndin. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðins- götu 6A á morgun kl. 20.30. Allir velkomnir. K.F.U.M. og K. Reykjavik Munið sumarferðina á morg- un, sunnudag. Guðsþjónusta í Skálholti kl. 14.00. Sóknar- presturinn, séra Guðmundur Óli Ólafsson, predikar og þjónar fyrir altari. Samkoma verður á sama stað kl 1 6.30. Kórar félaganna syngja. Ræða og mikill almennur söngur. Allir velkomnir. Sam- koma i húsi félaganna i Reykjavík fellur niður. Skrifstofa félags ein- stæðra foreldra er opin mánudag og fimmtu- dag kl. 3 — 7. Aðra daga kl. 1—5. Ókeypis lögfræðiað- stoð fyrir félagsmenn fimmtudag kl. 10—12. Simi 11822. Laugardagur kl. 8.00 Ferð að Skaftafelli, kl. 12.30 Vestmannaeyjar. Sunnudagur kl. 9.30 Ferð á sögustaði Njálu, Leiðsögumaður Haraldur Matthiasson Farmiðar á skrif- stofunni. UTIVISTARFERÐIR Laugardaginn 14.6. kl. 13 Óbrynnishólar. Fararstjóri Gisli Sigurðsson. Sunnudaginn 15.6. kl. 13 Hellaskoðun vestan Kóngs- fells. (Hafið góð Ijós með). Fararstjóri Jón I. Bjarnason. Brottfararstaður BSÍ. Verð 500 kr. Útivist. Farfugladeild Reykjavíkur Sunnudag 15. júni kl. 9.30 gönguferð á Keilir og Sveiflu- háls. Brottfarastaður bila- stæði við Arnarhvol. Farfuglar, Laufásveg 41.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.