Morgunblaðið - 14.06.1975, Side 21

Morgunblaðið - 14.06.1975, Side 21
MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JÚNl 1975 21 UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir Lilja Ólafsdóttir. Kvennaársvihan i4-21.fúni 14. júní 2. 5. I dag, 14. júní, kl. 14 verður sett ráðstefna í tilefni hins al- þjóðlega kvennaárs með hátíðarfundi i Háskólabíó. Dagskrá fundarins verður: 1. Sigríður Thorlacius formað- ur K.I. setur fundinn. Kammersveit Reykjavíkur leikur Eva Kolstad, formaður kvennaársnefndar Noregs flytur ræðu 4. „Ljóð Drífu" Geirlaug Þorvaldsdóttir les og Jórunn Viðar ieikur frumsamda tónumgerð Frumlutt verður samfelld dagskrá um verkakonur á Is- landi fyrr og nú, sem sam- starfshópur úr íslenzkudeiid Háskóla Islands tók saman undir leiðsögn Öskars Hall- dórssonar lektors. Flytjend- ur eru: Bríet Héðinsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Margrét Helga Jóhannes- dóttir, Steinunn Jóhannes- dóttir, ásamt Hjördísi Berg- þórsdóttur, Kjartani Magnússyni, Magnúsi Péturssyni og Normu Samúelsdóttur. Kynnir á fundinum verður Vigdis Finnbogadóttir leikhús- stjóri. Vonandi verður húsfyllir i Háskólabió á hátíðafundinum, en aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Eva Kolstad, fulltrúi í fasta- nefnd Sameinuðu þjóðanna og formaður kvennaársnefndar Noregs. Hún er fyrrverandi ráðherra og hefur gegnt for- mannsstarfi í ,,Venstrepartiet“ I Norgei frá 1974. Eva Kolstad var lengi í stjórn alþjóða kvenréttindasambands- ins og er nú einn af 'varafor- mönnum í kvennanefnd S.þ., en frá þeirri nefnd kom tillagan um, að Sameinuðu þjóðirnar helguðu árið 1975 réttindabar- áttu kvenna. íslenska rádsteinan 20. - 21. júní # I framhaldi hátíðarfundarins verður haldin ráðstefna að Hótel Loftleiðum dagana 20. til 21. júní. Ráðstefnan hefst báða dagana kl. 10 árdegis. Stutt framsöguerindi verða flutt um jafnréttis- þróunar- og friðar- mál innanlands og á alþjóða- vettvangi, en síðdegis verður unnið í starfshópum. Frummælendur verða: Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, Sóknarstarfsstúlka sem fjallar um verkakonur fyrr og nú, Björg Einarsdóttir, skrifstofu- maður, um jafnréttismál, Elín Aradóttir, húsmóðir, um kon- una í dreifbýlinu, Erla Eliasdóttir, fulltrúi, sem ræðir um nám kvenna við Háskóla íslands, Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokkanna, um möguleika kvenna til viðbótar- menntunar, dr. Gunnar G. Sehram og Ölafur Egilsson, deildarstjóri, um framþróun og frið á alþjóðavettvangi, Harald- ur Ólafsson lektor og Steinunn Harðardóttir félagsfræðingur ijm framlag íslenzka kvenna til friðarmála, Katrin Friðjóns- dóttir, félagsfræðingur fjallar um efnið Konur og visindi, Steinunn Ingimundardóttir, skólastjóri ræðir um heimilis- fræði, Stella Stefánsdóttir, verkakóna, um stöðu verka- kvenna i frystihúsum á miðju kvennaári og Guðrún Hall- grimsdóttir, verkfræðingur um jafnréttisbaráttuna. A ráðstefnunni munu leikar- ar frá Leikfélagi Akureyrar flytja leikþátt eftir Jakobínu Sigúrðardóttur rithöfund. Allir eru velkomnir að taka þátt í þessari ráðstefnu, karlar jafnt sem konur, en salurinn tekur 200 manns i sæti, svo að fjöldi þátttakenda takmarkast við það. Skrásetning þátttakenda fer fram að Hallveigarstöðum við Túngötu á skrifstofu Kven- félagssambands Islands. Mexico - ráds tef nan Aðalráðstefna S.þ. á alþjóð. kvennaarinu verour naiain i Mexikóborg 19. júni til 2. júli. Hverju aðildarlandi S.þ. er boðið að senda 3 aðalfulltrúa til ráðstefnunnar. Sendinefnd Islands hefur nú verið tilnefnd og eru í henni Auður Auðuns, fyrrv. ráðherra, Sigríður Thorlacius, formaður Kvenfélagssambands Islands og Vilborg Harðardóttir blaða- maður. Alls munu um 3000 manns sækja ráðstefnuna, en aðalmarkmið hennar er: „Að kanna að hve miklu leyti fastanefndir S.þ. hafa fram- kvæmt „Sáttmálann um afnám misréttis gegn konum“ síðan hann var gerður. — Að hrinda af stokkunum alþjóðahreyfingu þar .sem um skammtíma- og langtímaaðgerð- ir yrði að ræða sem miða að því að konur nái fullu jafnrétti á við karla í heildarþróunarátak- inu. — Að útiloka misrétti vegna kynferðis. — Og að ná sem útbreiddastri þátttöku kvenna til styrktar heimsfriði og til að fyrirbyggja kynþáttamisrétti“, eins og fram kemur í tilkynningu Sam- einuðu þjóðanna um dagskrá ráðstefnunnar. Kvennaársnefndin 28. maí s.l. var skipað i is- lenzku kvennaársnefndina, en 12 konur eiga sæti í henni, skipaðar af eftirtöldum aðilum: A.S.I., 1 fulltr., BSRB., 1 fulltr. Kvenfélagssamband Islands, 2 fulltr., K.R.F.I., 1 fulltr., M.F. l. K., 1 fulltr., Kvenstúdenta- fél^gið 1. fulltr. og 3 fulltr. skipaðir af ríkisstjórninni. þ.á m. formaður nefndarinnar. Skipan nefndarinnar er til óakveðins tíma, en verkefni hennar er m.a. að kanna stöðu kvenna á Islandi. Eva Kolstad jum Laugardaginn 6. júní var opnuð sýning í Listasafni Is- lands. Þar eru til sýnis m.a. 67 listaverk í eigu safnsins eftir 25 islenzkar listakonur, og eru þau sýnd í tilefni hins alþjóðlega kvennaárs. Á sýningunni eru auk þess 176 verk eftir aðra islenzka og erlenda iistamenn. Sýningin stendurtil 15. september. • r jum I gær, 13. júni, var opnuð sýning i tilefni hins alþjóðlega kvennaárs i Þjóðminjasafni Is- lands, Bogasal. Sýningin ber nafnið „Listiðja i dagsins önn“. Samstarfsnefnd - íslenzkra kvenna hefur staðið að sýning- unni, en þar eru sýndir munir eftir konur frá Alandseyjum, Færeyjum, Islandi og Sama- þjóðflokknum í Norður- Skandinaviu. Sýningargripir takmarkast aðallega við nytjamuni, svo- kallaða nytjalist. Markmiðið meö sýningunni er að sýna hvernig konur, er búa á útjöðrum Norðurlanda, á afskekktum stöðum, gera — með listrænu handbragði — hluti, sem þær nota daglega, og tjá sig þannig á listrænan hátt. Sýningin er styrkt af Menn- ingarsjóði Norðurlanda. Leiðrétting I seinasta blaði féll niður í inngangi hluti af texta innan svigans í 4. línu ofan frá. Setningar- hlutinn á að vera á þessa leið: ennfreniur verk- námsskóli iðnaðarins og framhaldsdeildir hans (þ.e. útvarps- og sjón- varpsvirkjun, rafvirkj- un, rafvélavirkjun og bifvélavirkjun), —. JÚDAS ORKIDEA KOMA FRAM OG GERA ALLT BRJALAÐ Ath. Munið sætaferðirnar. U.M.F. Selfoss „Það verður þú, sem verður klæddur úr, ha, ha JÚDAS í KVÖLD VERÐUR „KUNG FU" LEYFT. KIDDI LEIÐBEINIR BYRJENDUM.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.