Morgunblaðið - 14.06.1975, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.06.1975, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JUNl 1975 Minninq: EinarJónsson skólastjóri Ég sendi Guðrfði, börnum þeirra, systkinum hans og öðrum vandamönnum minar dýpstu sam- úðarkveðjur og bið Einari bless- unar Guðs á eilífðarbraut. Margrét Jónsdðttir. Fæddur 14. febr. 1909, Dáinn 5. júní 1975. 5. júní sl. lézt að heimili sínu, Asbyrgi á Alftanesi, Einar Jóns- son skólastjóri. Við lát vinar leit- ar tregi á hugann og minningar streyma fram. Þrátt fyrir yl þeirra finnur maður sárt til hins brostna strengs í samspili vina- hópsins frá æskustöðvum. Einar Jónsson var fæddur að Galtastöðum ytri í Hróarstungu 14. febrúar 1909. Hann var sonur merkishjónanna Kristínar Hall- dórsdóttur og Jóns Sigfússonar, sem nú eru bæði látin. Þau bjuggu um langt árabil að Hall- freðarstaðahjáleigu í sömu sveit og var Einar lengst af kenndur við þann bæ, enda var átthaga- tryggð hans mikil. Einar var elzt- ur fjögurra barna þeirra hjóna, sem til þroska komust. Hann ólst upp við venjuleg sveitastörf í glaðværum systkinahópi. Á fyrri hluta þessarar aldar voru aldarhættir aðrir og ólíkir því, sem nú er. Menn voru að vísu snortnir af hugsjónum skáldanna um gróandi þjóðlíf, en undu glað- ir við sitt og gerðu ekki aðrar kröfur en að hafa til hnifs og skeiðar. Heimilið var hyrningar- steinn, sem fjölskyldan lagði síg fram um að styrkja á allan mögu- legan hátt, og var Einar alla tíð styrk stoð foreldra sinna og heim- ilis. A þessum árum voru tryggingar nútimans óþekktar, en fólki var fullkomlega ljós sú ábyrgð, sem það bar gagnvart náunga sinum. Þá voru ætíð margar útréttar hendur, sem buðu margvfslega hjálp, þegar hennar var þörf. Þar voru Einar og fjölskylda hans fremst í flokki. Systkinin í Hallfreðarstaðahjá- leigu og ungu mennirnir, sem voru að vaxa upp á nágrannabæn- um, Hallfreðarstöðum, urðu virk- ir þátttakendur I félags- og skemmtanalífi sveitarinnar jafn- óðum og þau uxu úr grasi, og varð svo ætíð meðan þau dvöldu f föð- urhúsum. Framlag þessa sam- stillta fólks til alls þess, sem til heilla horfði fyrir byggðarlagið, var stórt og einkenndist af fórnar- lund. Gestrisni og greiðvikni á heim- ili Einars var mikil. Það kom ósjaldan fyrir, að gengið var i veg fyrir ferðamenn og þeir beðnir að koma heim svo hægt væri að veita þeim beina og greiða götu þeirra. Varð það mörgum að góðu liði, þvi húsbóndinn hafði haga hönd og húsfreyjan hjartahiýju. Börnin öll hlutu þessa eðliskosti i ríkum mæli. Ungur að árum hélt Einar til náms í Alþýðuskólann að Eiðum og siðan lá leið hans til Akureyr- ar, þar sem hann stundaði nám við Menntaskólann þar. Þröngur fjárhagur mun hafa ráðið því, að ekki varð af lengri skólagöngu, enda hygg ég að tilgangur Einars hafi fremur verið að afla sér stað- góðrar almennrar menntunar, sem hvarvetna kæmi að haldi, frekar en að tryggja sér þægilega stöðu, em gæfi góðar tekjur í aðra hönd. Á þessum árum vann Einar ým- ist á heimili foreldra sinna eða hver önnur störf, sem buðust. En örlögin spunnu sinn þráð I lífsvef hans og árið 1931 vantaði barna- kennara í Tunguskólahverfi I heimasveit hans og var Einar ráð- inn til starfsins. Nú hófst nýr þáttur I ævi hans, sem átti eftir að marka ævibraut hans, þvi allt frá því varð kennsla og síðar skóla- stjórn aðalstarf hans. Einar aflaði sér fljótlega fullkominna réttinda til þessara starfa. Um feril Einars sem kennara má vafalaust margt segja, og að ég hygg flest á einn veg, að hann var góður kennari og vel metinn i starfi. Bæði nemendur hans og vandamenn þeirra elskuðu hann og virtu. Ég átti því láni að fagna að vera nemandi hans mest af minni barnaskólagöngu, og síðan hefur mér alltaf fundist hann vera „kennarinn". Hann var allt i senn leiðsögumaður, vinur og sálusorgari, sem gerþekkti hvern sinn nemanda og baksvið hans. Ég tel, að með sanni megi segja um hann eins og Erling Skjálgs- son, að „öllum kom hann til nokk- urs þroska“. Snyrtimennska og hæverska voru svo ríkir þættir í eðli Einars að af bar. Hann var hógvær í orðum, en oft gamansamur. Hann talaði máli sínu af einurð og rök- vísi, en lýsti þvx sem sinni skoðun án þess að staðhæfa það sem hið eina rétta eins og stundum vill verða ef mönnum hleypur kapp í kinn. Einar var mannþekkjari og hafði einstakt lag á því að ræða við fólk þannig, að viðmælendur hans fengu sem bezt notið sín. Ennþá halda örlögin áfram spuna sínum. Árið 1945 brugðu foreldrar hans búi og leið Einars lá nú í annan landsfjórðung. Hann réðist til kennslu í Gríms- nes í Árnessýslu. Þar hitti hann unga og glæsilega heimasætu, Guðríði Þórðardóttur frá Vatns- nesi og gengu þau I hjónaband 7. júní 1947. Dvöl þeirra í Grímsnesi varð þó ekki löng, því árið eftir réðist Einar að barnaskólanum í Sandgerði og þar voru þau nokk- ur ár, þangað til þau fluttust á Álftanes og Einar gerðist skóla- stjóri þar. A heimili þeirra hjóna var gott að koma. Þar ríkti andi hinnar sönnu gestrisni, ekki síður en á æskuheimili Einars og voru Guð- ríður og börnin sízt eftirbátar hans í því efni. Þau hjónin eign- uðust tvö börn, Hafdísi, gifta Björgvin Björgvinssyni, og Viðar, sem enn dvelst í heimahúsum. — Þegar örlögin felldu lífsvef Ein- ars varð það með þeirri sömu hóg- værð, sem allt hans líf hafði ein- kennzt af. Hans er nú sárt saknað af fjölskyldu og stórum vinahópi. Ég flyt honum látnum alúðar- þakkir okkar gömlu nemenda hans í Tunguhreppi og kveðjur fra sveitungum hans öllum fyrir líf hans og störf. Vi minnumst hans með einlægri virðingu. Mér finnast kveðjuorð Páls Ólafssonar um afaEinars eiga hér vel við: „En það er huggun harmi gegn að hann var bezti drengur". Það má teljast framhleypni af mér að skrifa minningargrein um 66 ára gamlan mann og hafa hvorki séð hann né heyrt fyrr en fyrir um það bil fjórum árum. En kynni okkar urðu á þann-veg, að ég get ekki látið vera að minnast hans með nokkrum fátæklegum orðum. Einar Jónsson fæddist að Galta- stöðum í Hróarstungu. Hann gekk í héraðsskólann á Eiðum, varð gagnfræðingur frá Akureyri, hóf því næst kennslustörf og aflaði sér menntunar og réttinda til þeirra starfa árið 1940. Skólaárið 1945—46 kenndi hann I Gríms- nesskólahverfi I Árnessýslu og þar mun hann hafa kynnzt konu þeirri sem varð lífsförunautur hans þaðan í frá, Guðríði Þórðar- dóttur frá Vatnsnesi f Grimsnesi. Hún lifir mann sinn ásamt börn- um þeirra báðum, Hafdfsi og Við- ari. Barnabörn eru einnig komin til sögunnar, svo sem gangur lífs- ins er. I Sandgerði var hann við kennslu í níu ár, en sfðan allt frá 1955 við skólann sem oftast er kenndur við Bjarnastaði á Alfta- nesi. Heyrt hef ég að Einar hafi oft stundað bifreiðaakstur á sumrum, enda var hann einkar laginn við vélar, bila og hvers- kyns annan mekanisma, svo að notað sé erlent orð. Hann hraðaði sér ekki til annarra, þótt skrá í skólahúsinu bilaði, heldur tók upp eigin verkfæri og eins og hendi væri veifað var skráin eða annað sem bilað hafði, komið f lag. Ég minntist á að Einar hefði ekki hraðað sér. Það virtist hann yfirleitt ekki gera beinlfnis, en fáa eða engan hef ég þekkt sem þar sem orðtakið „kemst þótt hægt fari“ átti eins vel við. Hins- vegar var það oft að aðrir hröðuðu sér til hans, t.d. ef bifreið þeirra fór ekki í gang eða eitthvað hafði farið úrskeiðis með heimilisvélar. Lagfærði Einar það ekki eigin hendi, virtist mér þó svo, sem hann gæti alltaf gefið óbrigðul ráð um hvert bezt væri að leita. Hann var snyrtimenni, m.a. í klæðaburði, a.m.k. var hann í einu algjörlega af gamla skólan- um, sem svo er nefnt. Það var í því hversu óljúft honum var að fella niður störf, þótt heilsa hans stæði oft höllum fæti. Næstum alltaf kvað hann heilsu sína góða, þó að vitað væri að sú fullyrðing væri hæpin. Bjarnastaðaskóla var slitið í vor á laugardaginn fyrir hvítasunnu, af manni sem gegnt hafði störfum Einars síðastliðinn vetur. Þetta vor hefur verið bjart, en þó oft andað nokkuð svölu. Ekki blakti hár á höfði, þegar ég lagði leið mína upp Túngötuna og upp á efstu hæð Landakotsspítala á hvítasunnudag. Eg spurði sjúkl- inginn hvernig honum liði. I sömu andrá sá ég þó eftir að hafa spurt þannig, þegar svo auðséð virtist að hverju dró. Jafnframt hugsaði ég sem svo: „Nú getur Einar þó ekki sagt að sér líði vel“. f Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi KRISTJÁN ERLENDSSON, trésmíðameistari, Gnoðavog 40 lést i Borgarspitalanum 1 2. júni. Guðlaug Bjarnadóttir, Erlendur Kristjánsson, Kristln Gunnarsdóttir og barnabörn. f Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, Geirlandi, Hveragerði, andaðist á heimili sinu þann 1 2. þ.m. Ingibjörg Jónsdóttir. f Faðir minn og tengdafaðir, ÁRNI JÓNSSON, Hliðarási 2, Mosfellssveit, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 16 júni kl 10 30 Jóhanna Árnadóttir, Aðalsteinn Björnsson. f Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR PÉTURSSON kaupmaður frá Ísafirði, Brávallagötu 16, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. júni kl 1.30. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti minningarsjóð Stellu Guðmundsdóttur við Sjúkrahús ísafjarðar njóta þess. Þorgerður Bogadóttir, Erlingur Guðmundsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Kristján Ágústsson, Magnús Guðmundsson, Guðríður Jónasdóttir, barnabörn og aðrir vandamenn. f Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu JÓRUNNAR LOFTSDÓTTUR Ingibjörg L. Guðmundsdóttir Magnús Daníelsson Jón Sig. Guðmundsson Sesselja Eggertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, SESSELJU MAGNÚSDÓTTUR, Suðurgötu 5, Hafnarfirði, Jón Gestur Vigfússon, börn og aðrir aðstandendur. En hvað skeður? Einar rís upp til hálfs með erfiðismunum og segir: „Ég er ágætur". Að vísu komst hann heim af sjúkrahúsinu, og virtist jafnvel sem heilsa hans færi dagbatnandi og ekki síður ánægja hans með lífið á líðandi stund. Stundum verða þeir sem skammt eiga eftir ólifað hryggir og miður sín. En líka hef ég lesið um mann sem átti fyrir höndum stutta og hvers- dagslega sjóferð. Hann virtist hlakka óvenju mikið til þessarar ferðar, klæddist kirkjugönguföt- unum og kvaddi alla með brosi og þéttu handtaki. I þessari ferð hlaut hann hina votu gröf. Var líkt ástatt með Einar, síðustu jarð- vistardaga hans? Um það get ég að visu ekki fullyrt, og enginn sér að öllu inn í annars hug. Þeir sem kennslustörf stunda eru nánast undir smásjá og kom- ast sjaldan alveg undan ómildum dómum að einhverju leyti á löng- um starfsferli, dómum sem ekki eru alltaf á rökum reistir. Eg minntist áður á orðtakið „kemst þótt hægt fari“. Nú vil ég minna á annað: „Enginn veit hvað átt hefir, fyrr en misst hef- ir.“ Og ég vil aftur minnast þess sem hinn látni sagði: „Ég er ágæt- ur“. Hvað likamlega heilsu hans snerti á þeirri stund voru þessi orð röng. Einar lagði ekki mikla áherzlu á að vera í sviðsljósinu sem kallað er. En þegar ég hér eftir verð spurður um samskipti okkar, get ég óhikað sagt: „Hann var mér ágætur". Og þið, Alftnesingar, sem kynntust honum síðustu tuttugu árin. Við ykkur vil ég segja: Hann var æðrulaus og skipti lltt skapi. Hann stundaði störf sín af trú- mennsku. Hann var ágætur. Ástvinum hans votta ég inni- lega samúð. Guð blessi minningu hans. Magnús Jónsson. Gunnar Karlsson — Kveðja Fæddur 14. maf 1917. Dáinn 8. júnf 1975. Gunnar Karlsson er látinn og þungur harmur kveðinn að ætt- ingjum og vinum. Fyrir rúmu ári kenndi hann sér þess meins er leiddi til þeirra örlaga sem nú eru ráðin. Það vita þeir einir, sem reyna, hvílikt áfall slíkt er nán- ustu aðstandendum. Síðast þegar við ræddum saman þá var hann glaður í viðmóti, var sem hann væri að komast eitthvað yfir veikindin. Framtíðardraum- ar voru ræddir. Þessi harmafregn kom því sem reiðarslag yfir alla. Okkur óraði ekki fyrir þvi þá, að þettayrði síðasta samtal okkar. Mig vildi hann ávallt gleðja, og aldrei vildi hann styggja aðra og munu fleiri taka undir þessi orð mín. Sá ég að fögnuður bjó í sál Gunnars er hann tók þátt í gleði annarra á fagnaðarstund góðra vina, þannig þekkti ég hann og veit að þannig muna hann vinir hans og ástvinir. Ég kveð þennan vin minn meó míkium söknuði, en geymi ávallt minningar um góðan mann. Ég bið ættingjum hans guðs blessunar. Vinur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.