Morgunblaðið - 14.06.1975, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JUNl 1975
25
fclk í
fréttum
Nixon einmanna og bitur
+ Richard M. Nixon hefur ekki
aðeins misst völdin og æruna,
hann hefur einnig misst alla
vini sína og þjónustufólk og
tekjur hans eru ekki nema
þriðjungur af því sem hann áð-
ur hafði. Fallið úr forsetastóln-
um hefur gert Nixon að veikum
og einmana manni. „Einmana-
leikinn er verstur. Flestir
þeirra, sem ég taldi vini mfna,
láta nú ekki sjá sig meir, og allt
virðist svo innantómt,“ segir
Nixon, sem ásamt konu sinni
Pat finnst að þau séu nokkurs
konar fangar í húsi þeirra I San
Clemente f Californfu. „Það er
farið með okkur eins og við
værum geðveik og við forðumst
að fara út úr húsi. Konan mín
hefur einu sinni farið til Los
Angeles til þess að kaupa sér
föt, en hún faldi sig undir
svartri hárkollu. Hún vildi ekki
að neinn þekkti sig og óskaði
eftir að vera laus við niðurlægj-
andi augnatillit fólks,“ sagði
Nixon f viðtali við dagblaðið
„The Sun“. Þau hafa um 8
milljónir fsl. kr. í tekjur á ári,
en óttast að þau neyðist til að
selja sumarhús sitt f Florida til
þess að borga gamlan reikning
til skattayfirvalda sem hljóðar
upp á um 60 milljónir ísl. kr.
„Það er sjúkur heimur, sem
getur komið svona fram við
fyrrum forseta landsins. Já,
meira að segja húsgögnin frá
forsetatíma mínum hafa þeir
sótt,“ sagði Nixon. Ilann er
núna að viða að sér efni f ævi-
sögu sína. Og hvað sem fólki
finnst um þá sögu, þá þýðir hún
peninga fyrir Nixon. Bókafor-
lag f Bandaríkjunum hefur
boðið honum yfir 250 millj. ísl.
kr. fyrir handritið.
Solzhenitsyn sagður
íhuga að ganga í klaustur
+ Alexander Solzhenitsyn
íhugar nú að ganga f klaustur.
Eftir þvf sem bandarfska tfma-
ritið Newsweek segir getur sov-
ézki rithöfundurinn og nóbels-
verðlaunahafinn ekki fellt sig
við lifnaðarhætti Vesturlanda-
búa. Um þessar mundir er
hann á ferðalagi um Kanada
með rússneskum presti, Cyril
Bulasievitj. Sá sfðarnefndi er
eins og Solzhenitsyn í útlegð.
Solzhenitsyn sem settist að í
Zúrich eftir að honum var visað
úr Sovétrfkjunum, hefur konu
sína með sér á ferðalaginu, og
haldið er að hann sé að leita að
klaustri í Kanada þar sem fjöl-
skyldan getur búið í næsta ná-
grenni. Talsmaður grfsks-
rétttrúnaðar klausturs eins í
Kanada hefur sagt að unnt sé
fyrir Solzhenitsyn að búa þai-
og starfa án þess að hætta öllu
samneyti við konu sfna.
Johnny Weismuller
+ Margir muna eftir leikaran-
um Johnny Weismúller —
hann var þekktastur fyrir að
leika Tai’zan, sem hann lék f 20
kvikmyndum, einnig var hann
þekktur fyrir sundhæfileika
sfna — hann vann hvorki meira
né minna en 52 sundmeistara-
mót f Bandaríkjunum og setti
67 heimsmet. Hann byrjaði að
vinna fyrir sér sem lyftudreng-
ur á hóteli einu f Chicago og
stundaði jafnframt sund af
kappi. Nú er þetta gamla átrún-
aðai’goð, sem er 69 ára að aldri,
komið hringinn ef svo má
segja. Hann vinnur nú á hóteli
í Las Vegas og er þar nokkurs
konar „stafnbúi". Þar á hann
að líta huggulega út og brosa til
ferðamanna, segja þeim að
honum þyki ofsalega vænt um
þá, og skrifa eiginhandarárit-
anir. Áður var hann fram-
kvæmdastjóri fyrir sundlauga-
fyrirtæki f Florida, en það var
ólaunað starf. „Ef ég hefði haft
vit á að fara betur með pening-
ana mina, þá væri ég milljóna-
mæringur í dag,“ sagði Johnn.v
Weismúller og tók eitt af sín-
um frægu öskrum.
Listiðja í dagsins önn —
Kvennavinna
Heimilisriðnaðarsýning frá Færeyjum, Grænlandi, íslandi, Álandi og frá
Sömum verður í bogasal Þjóðminjasafnsins 14—22 júní. Sýningin er
opin um helgar kl. 14—22, aðra daga kl. 14 —19.
Samstarfsnefnd kvennaársins aðgangur ókeypis.
Nemendasamband Mennta-
skólans að Laugarvatni
heldur árshátlð að Hótel Loftleiðum, Víkingasal, mánudaginn 16. júni.
Hefst með borðhaldi kl. 19.30.
Stjórnin
ÞETTA ER BARA
AUGLÝSING
Hann Þorvaldur Gíslason forstjóri í Hraðfyrsti-
húsi Grindavíkur þurfti að taka erfiða ákvörðun
síðast liðið haust.
Aðalvélin í mb Már GK-55 var orðin 14 ára
gömul og eitthvað þurfti að gera Fleygja og
kaupa nýja? Það hefði kostað ca. 10 til 15
milljónir með niðursetningarkostnaði.
Nei, sagði Þorvaldur, það lýzt mér ekkert á.
Hvað kostar að skvera gömlu vélina upp?
Við erum gætnir, samvizkusamir og kjarklitlir
að eðlisfari. Til að verða okkur ekki til skammar
þorðum við ekki að nefna minna en 2 — 3
milljónir fyrir efni og vinnu.
Þá gerum við það, sagði Þorvaldur.
Verkið var unnið af vélfræðingi frá okkur og
meistaranum á bátnum, reyndum MANNHEIM-
meistara. Vinna vélfræðingsins kostaði Kr.
216.356.-. Varahlutir fyrir Kr. 189.268 - voru
notaðir og dexelin yfirhöluð á verkstæði fyrir
Kr. 1 60.000.-. Samtals gerir þetta víst bara Kr.
565.624 - og skeði í janúar.
Ekki missti báturinn róður í vetur og ekki
hvarflar að okkur að segja að vélin sé eins og
ný. En hún á líklega eftir að gera sitt í nokkur ár
enn, með minni háttar viðhaldskostnaði dags-
daglega, eins og gengur.
Hve mikill sparnaðurinn er í raun verður aldrei
hægt að reikna út. Enginn veit fyrirfram hve
gamla vélin „lifir" lengi og enginn getur áætlað
með vissu hve lengi ný vél hefði dugað.
Nýjar vélar í gömlum bátum hafa stundum þá
áráttu að verða fljótt að rusli.
Eitt er víst. Það er alltaf hagkvæmara að gera
við góða vél i gömlum bát, því að niður-
setningarkostnaðurinn einn, fyrir nýja vél, er
meiri en stórviðgerð á gamalli góðri vél.
Tímarnir breytast og mennirnir með, en eitt
breytist aldrei. Það borgar sig að kaupa vandað
og fara vel með það.
Og að lokum. Góður meistari er gulls ígildi.
Fyrir öllu því, sem hann getur sparað í „kjallar-
anum" þarf ekki að vinna fyrir á dekki.
Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við
sjálfa þig að berjast.
1925 — 1975 = 50ÁRA
SfiyoHmoiiyG3 cJ§xrD©©®!rQ Si reykjavik
VESTURGÖTU 16 —SÍMAR 14680 OG 13280 —POB 605