Morgunblaðið - 14.06.1975, Side 29

Morgunblaðið - 14.06.1975, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. JUNl 1975 29 Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. % Versnandi ökuskilyrði. Leigubílstjóri kom að máli við Velvakanda. — „Nú hefur verið blíðskaparveður um langt skeið og bjart veður, en svo syrti í lofti og dimmdi yfir. Ég varð fijótt var við það, að fjöldi ökumanna gerði sér ekki grein fyrir, hve ökuskil- yrði breytast við slíkt og verða miklu lakari, bæði hvað utsýni snertir og einnig að ætla verður mun lengri vegalengd til þess að stöðva bílinn á regnvotum götum en þegar þær eru þurrar. Malbik- ið verður sumsstaðar hreint eins og hál rennibraut." 0 Að aka með ljósum. En það var nú ekki þetta, sem ég ætlaði aðallega að tala um. heldur hitt, hve mikið öryggi er i því að aka með ljósum, fullum ljósum. Ég gerði mér ekki grein fyrir þessu fyrr en ég ók nokkuð með bilum erlendis á siðasta sumri. Þegar dumbungur var, keyrðu nær allir með fullum ljósum. Sér- staklega var þetta þó til þæginda fyrir utan borgirnar, þótt inni i þeim sé það einnig miklu örugg- ara. Margir virðast álíta, að ljósin komi ekki að neinu gagni að degi til, þar sem þau lýsa ekki öku- manninum sjálfum. Þeir gera sér ekki ljóst, að ljósin eru fyrir aðra ökumenn og gangandi vegfarend- ur, þannig að þeir verði umferðar- innar betur varir. Á þessu átta menn sig, þegar aðrir bílar aka með ljósum.“ 0 Allir verða að vera með. „Mælzt hefur verið til þess, að allir aki með ljós, þegar dimmt er í lofti — og það er mikið atriði, að allir geri það. Hætta er til dæmis á ferðum, ef Ijóslausum bíl er ekið á milli tveggja bíla með ljós, eða ef einn og einn bíll er ljóslaus i langri bílalest. Þeim bíl er veitt sáralitil athygli, og það getur skapað hættu, bæði fyrir þá, sem eru i þeim bíl, og aðra. I rigningunni í gær ók ég með fullum Ijösum, en þeir voru sára- fáir, sem það gerðu. Ég mætti meira að segja oft bílum, sem blikkuðu með ljósum, sýnilega í því augnamiði að vekja athygli mina á því, að ég væri með ljós. Hafa sennilega haldið að það væri í ógáti gert.“ 0 Gleyma að slökkva. „Einn mann ræddi ég við, sem féllst alveg á skoðun mina með ljósin. Hann sagðist meira að segja hafa byrjað á þessu, en hætt þvi fljótlega aftur, þar sem hann hefði iðulega gleymt að slökkva ljósin á bilnum, þegar hann skildi við hann. Eitt sinn hafi ljósin verið á alla nóttina og bíllinn raf- magnslaus að morgni. Þá sagðist hann hafa gefizt upp á að aka með ljósum að degi til þótt rigning væri og dimmt yfir. Ég skal viðurkenna að í byrjun kom fyrir að ég gleymdi að slökkva en nú er það orðið að ósjálfráðum viðbrögðum, að ég at- huga ljósin I hvert sinn, sem ég geng frá bilnum. Það er alveg það sama með þetta og öryggisbeltin. Dálítinn tíma tekur að venja sig á þau.“ % í fylgd með klúbbfélaga. Velvakanda hefur borizt eftir- farandi frá Gyðu Jóhannsdóttur, formanni Golfklúbbs Reykjavík- ur, vegna bréfs frá golfáhuga- mönnum, sem birtist hér i dálkun- um: „Vegna fyrirspurnar frá golf- áhugamönnum þess efnis að þeim hafi verið neitað um leyfi til að fara inn á golfvöllinn, þótt þeir hafi boðizt til þess að greiða til- skylin gjöld, vil ég upplýsa eftir- farandi. Nærmynd af Snæfellsjökli. Þeir, sem ekki hafa kynnt sér golfleik eða þær siðareglur, sem gilda á golfvellinum, geta ekki farið inn á völlinn nema í fylgd með klúbbmeðlim, sem tekur ábyrgð á þvi að viðkomandi fari eftir settum reglum og valdi ekki tjóni á flötum og brautum vegna ókunnugleika. Öðrum leikmönnum á vellinum getur stafað hætta af kúlum og kylfum þeirra, sem ekki kunna með þær að fara.“ # Stendur öllum opinn. „Golfklúbbur Reykjavíkur stendur opinn öllum, sem vilja læra að leika golf, og eru nýliðar aðstoðaðir eftir því sem tök eru á til þess að fá kennslu og leiðsögn á golfvellinum. írskur golfkennari hefur verið ráðinn til G.R. um tveggja vikna skeið og kemur aftur i byrjun júlí, en þá munu nýliðar fá ókeypis hópkennslu. Vil ég nota tækifærið til þess að benda golf- áhugamönnum á að notfæra sér þetta tækifæri. Hvað viðkemur styrkjum til þessarar Iþróttagreinar, er það að segja, að Golfklúbbur Reykjavik- ur nýtur á þessu ári styrks frá Iþróttabandalagi Reykjavikur. Mun láta nærri að sú fjárhæð nægi fyrir áburðarkaupum á völl- inn á þessu sumri. Með þökk fyrir birtinguna. Gyða Jóhannesdóttir". 0 ÚtsýniÖ úr turninum. Þá er hér bréf frá Þórunni Jónsdóttur: „Kæri Velvakandi. Ég fæ nokkrum sinnum út- lendinga i heimsókn — mest ættingja, sem búa erlendis — og reyni þá eftir beztu getu að sýna þeim það nierkasta i bænum, fer með þá í söfn og svoleiðis. Á einum bjartviðrisdeginum datt mér í hug að fara með tvær frænkur minar upp í turn Hallgrimskirkju. Þangað hafði ég aldrei komið. Og ég segi það satt, þarna urðu þær hrifnastar, útsýn- ið var svo dásamlegt. Borgin fyrir fótum manns og fjallahringurinn, sundin og flóinn blöstu við. Ég sá ekki eftir þeirri ferð. Það vita allir, hvað veðrið hefur mikið að segja, kannski allt, þegar sýna á fegurð landsins. Ég var heppin þennan dag, það var svo bjart yfir. Þessar frænkur minar höfðu komið vestan af Snæfellsnesi dag- inn áður. Og nú blasti allt nesið við þeim með Snæfellsjökli sem punkti yfir i-ið. Þær ætluðu varla að trúa þessu. Ég hef orðið vör við, að fólk veit oft ekki almennilega, hvert fara á með erlent fólk, sem heimsækir það. Þess vegna vona ég að þú birtir þetta. Það bæti kannski hjálpað einhverjum. Þórunn Jónsdóttir." Síðdegis hringir borgarstjórinn og spyr: — Hafið þér handtekið ein- hvern? Maigret sá ekki ástæðu tíl að mæla hann máli. Unglingar á aldrinum átján til tuttugu og fimm ára streymdu inn á kaffi- húsið settust við borð og pöntuðu sér drykkjarföng, sem þeir snertu siðan ekki á. Þeir höfðu ekki verið nema nokkrar mfnútur í veitingastof- unni þegar dró niður í talinu. hláturinn þagnaði og einhvers konar ónotatilfinning greip um sig, og læstist um hvern mann. Og áður en varði hurfu unglingarnir út hver á eftir öðrum. Munurinn varð þó enn merkjanlegri, þegar fór að rökkva og varð að kveikja Ijós. Klukkan var fjögur. Venjulega hélt fólk áfram gönguferðum sin- um, en að þessu sinni voru götur auðar og hvergi heyrðist minnsta skraf. A skemmri tíma en stundarfjórðungi tæmdust göt- urnar og það fótatak sem heyrðist var hratt og vitnaði um að sá sem þar fór flýtti sér að koma sér á öruggan stað heima hjá sjálfum sér. Emma stðð og hallaðí sér upp HÖGNI HREKKVÍSI ^ GARÐTJARNIR margar gerðir ®SKODA SÖLUSÝNING Kynnum SKODA 1975 á Snæfellsnesi Á HELLISSANDI 14. JÚNÍ (LAUGARD.) frá kl. 10.00—1 3.00 við félagsheimilið Röst. Á ÓLAFSVÍK 14. JÚNÍ (LAUGARD) frá kl. 1 5.00—1 9.00 við Bensínafgreiðslu B.P. í STYKKISHÓLMI 15. JÚNÍ (SUNNUD.) frá kl. 1 4.00—1 8.00 við Bensínafgreiðsluna. í GRUNDARFIRÐi 16. JÚNÍ (MÁNUD.) frá kl. 10.00—15.00 við Hótel Fell. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H/F AUÐBREKKU 44-46 KÓPAVOGt SÍMI 42600 SÝNING í SUNDABORG Einnig sýnum viö margar tegundir af hjólhýsum og tjaldvögnum Gísli Jónsson & co. hf. Sundaborg — Klettagarðar 4, simi 86644. Við sýnum alla daga frá 2—7 þessar amerísku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.