Morgunblaðið - 26.06.1975, Side 2

Morgunblaðið - 26.06.1975, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JUNI 1975 Blíðskaparveð- ur í Skálholti PRESTASTEFNU var fram haldið I Skálholti í dag. Séra Ólafur Skúlason flutti erindi um nýskipan prestakalla, og Heimir SteinSson flutti erindi um kristindómsfræðslu í grunnskóla. Nú er í fyrsta skipti sá háttur hafður á á prestastefnu, að umræður um framsöguer- indi fara fram að loknum flutningi hvers þeirra, en prestar skiptast niður í um- ræðuhópaskv. búsetu sinni. í gær var bezta veður í Skál- holti. Prestastefnunni lýkur í kvöld með sameiginlegu borð- haldi þátttakenda. „ Vinur” stal frá „vinkonu” A ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ kom maður einn til kunningja- konu sinnar I Reykjavlk og fékk að gista hjá henni um nóttina. Sfðla nætur vaknaði hún við hurðarskell og sá þá, að „vinurinn" var farinn og hafði tekið með sér aleigu hennar I peningum, nokkra tugi þúsunda. Hún tilkynnti lögreglunni um þjófnaðinn og var maðurinn tekinn fastur um hádegið. Kom þá f Ijós, að hann hafði fengið óvenju marga félaga sfna f lið með sér að reyna að eyða þýfinu — og tekizt það. VESTRI LAND- AR í GRANTON TOGBATURINN Vestri frá Patreksfirði er nú á leið til Bretlands með 42—45 tonn af kola, sem báturinn á að landa í Granton í Skotlandi, en þaðan verður aflanum svo ekið til Grfmsby, þar sem hann verður seldur. Eitt skip hefur áður landað f Granton, var það Ljósafell frá Fáskrúðsfirði, sem þar landaði fyrir stuttu. STOFNA SAM- TÖK I V1 SPÁN- ARFERÐIR 1 KVÖLD kl. 21 hefst í Sigtúni stofnfundur Klúbbs áhuga- manna um Spánarferðir og er klúbburinn stofnaður að til- hlutan ferðamálaráðuneytisins á Mallorka. Spánarstjórn hefur gengizt fyrir stofnun slíkra klúbba í flestum löndum Evrópu og er aðaltilgangur klúbbanna að lækka verð á sólarlandaferðum félags- manna. Styðja yfirvöld á Spáni við starfsemi klúbbanna með því t.d að útvega félagsmönn- um gistingu á lágu verði á hótelum í eigu rfkisins og einn- ig eru klúbbunum lagðir til hópferðabílar í skoðunar- ferðir, þannig að ferðirnar kosti klúbbfélaga nánast ekki neitt, nema e.t.v. laun bflstjór- ans. I fréttatilkynningu sem Mbl. barst um stofnun klúbbs- ins kemur fram, að innan tíðar eru væntanlegir í heimsókn til Islands í tilefni af stofnun klúbbsins ferðamálaráðherra Spánar og borgarstjórinn í Palma á Mallorka. Gjaldeyri stoliö BROTIZT var inn f fbúð f Hlfð- unum á þriðjudaginn, á tfma- bilinu frá kl. 13 til kl. 19, og stolið þar nokkru af gjaldeyri, sem geymdur var f læstri hirzlu. Hafði verið farið inn um kjallaraglugga, sem var heldur illa lokaður. Sótt um leyfi fyrir tttla leigubíla íRvík Þjófnaðurinn enn óupplýstur Rannsókn á peningaþjófnaðinum úr bæjarskrifstofum Kópavogs aðfaranótt þriðjudags var haldið áfram f gær, en f gærkvöldi hafði lögreglan f Kópavogi engar nýjar fréttir að segja af rannsókn málsins. Hafði þá ennþá enginn verið handtekinn vegna málsins. Þessa mynd tók Ijósmyndari Mbl., Sv. Þorm., á verkstæði f Kópavogi f gær, en þar var verið að hefja viðgerð á stálhurðinni sem spennt var upp f innbrotinu. Innan við hurðina var að finna peningakassa með nær hálfri milljón króna í peningum, auk ávfsana og annarra verð- mæta, en stolið var rúmlega 1300 þúsund krónum. SÓTT hefur v^rið um leyfi til borgaryfirvalda til að reka í Reykjavfk leigubíla- stöð með minni fólksbíla en tíðkast hjá venjulegum leigubílastöðvum. Hefur Sigurður Jónsson bif- reiðarstjóri ritað borgar- ráði bréf með ósk um rekstrarleyfi fyrir slíka smábílastöð. . I bréfi Sigurðar og greinargerð, sem því fylgir, kemur m.a. fram, að það séu nokkrir leigubílstjórar í borginni, sem hafi í hyggju að stofna til reksturs slfkrar stöðvar og hafi þeir í huga að taka lægra gjald, t.d. 20% lægra, en tíðkast hjá venjulegum leigubílum. „Smábflarnir" yrðu bílar sem taka 3 farþega auk ökumanns, en nær allir leigubílar borgarinnar eru fyrir 4 eða 5 farþega og nokkrir fyrir 7 farþega. I bréfinu tilgreinir Sigurður helztu kostina við þessa nýbreytni í leiguakstri: Minni og ódýrari bílar, minna fjármagn bundið í atvinnutæki og ódýrari og hag- kvæmari rekstur. Ætti afleiðing- in því að verða lægri taxti fyrir viðskiptavinina. Þá nefnir Sigurður einnig í bréfi sínu til borgarráðs, að smá- bilastöðin hafi möguleika á að fá aðstöðu til afgreiðslu hjá sendi- bílastöðinni Þresti í Síðumúla og liggur fyrir leyfi Umferðarnefnd- ar borgarinnar varðandi þá stað- setningu stöðvarinnar. „Ibúarnir eru sáróánægðir” — segir einn íbúinn á Stóragerðissvæðinu „IBUARNIR hér á svæðinu eru sáróánægðir með þessa afgreiðslu málsins hjá borgarráði,“ sagði dr. Örn Erlendsson, sem var einn þeirra íbúa á Stóragerðissvæðinu svonefnda sem rituðu borgaryfir- völdum bréf með ósk um að há- hýsi borgarinnar fyrir aldraða verði ekki reist á fyrirhuguðum stað við Furugerði, heldur verði svæðið notað sem útivistar- og leiksvæði fyrir börn f hverfinu. Borgarráð Reykjavfkur synjaði þeirri málaleitan á fundi sfnum sl. föstudag, eins og frá hefur verið greint f Mbl. „Ég vísa algerlega á bug þeirri skýringu, sem nefnd hefur verið manna á meðal, að fbúarnir hér séu á móti þvf að fá aldraða fólkið í hverfið. Aðalástæðan fyrir þessari málaleitan okkar var sú, að hér eru þegar orðin mikil þrengsli og fyrirsjáanlegur skort- ur á leiksvæði fyrir börn — og raunar eínnig bflastæðum,“ sagði örn ennfremur. Benti hann á, að við háhýsin á Austurbrún og í Sólheimum væri miklu meira rými til útivistar og leikja en við Óhagstæður vöru- skiptajöfnuður í maí þau háhýsi sem nú eru risin f Espigerði. örn benti einnig á, að komið hefði fram, að til væru lóðir fyrir fyrrnefnt háhýsi aldraðra — og þær jafnvel betri en sú við Furu- gerðið — þarna örskammt frá, önnur við Borgarspítalann en hin uppi á Grensáshæðinni, bak við Grensásdeild Borgarspftalans „Ég tek fram, að ég tel fulla nauðsyn á að reisa þetta hús fyrir aldraða, en tel að þessi staður sé afleitur," sagði Örn. Að lokum var hann spurður, hvort íbúarnir, sem skrifuðu und- ir bréfið til borgaryfirvalda, gætu nokkuð frekar aðhafzt í þessu máli. „Við getum ekki annað en skfrskotað ennþá til frjálslyndis og skilnings þeirra, sem hafa tekið þessa ákvörðun, í von um að þeir endurskoði hana,“ sagði dr. Örn Erlendsson að lokum. Birkibeinaskáta- mót á Bringum BIRKIBEINADEILD f skátafé- laginu Dalbúum í Reykjavik gengst fyrir skátamóti um næstu helgi að Bringum í Mosfellssveit. Er þetta nfunda skátamót deild- arinnar og það þriðja á Bringum. Mótið verður sett á föstudag kl. 15 og stendur fram til sunnudags. Á dagskránni eru ýmiss konar fþróttir, flugdrekakeppni, flokka- keppni og einstaklingskeppni í skátafþróttum, gönguferðir og að sjálfsögðu kvöldvökur. Mótinu hefur verið valinn eins konar rammi, sem er „Framtíðin“ og er vonazt til, að það hugtak móti skreytingar tjaldbúða og starf skátanna. Foreldrabúðir verða á mótinu. Mótsstjórar eru Sveinn Finnbogason og Reynir M. Ragnarsson. VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR landsmanna var óhagstæður um 1.346,9 milljónir króna f mafmán- uði og er þannig orðinn óhagstæð- ur um 8,4 milljarða króna frá áramótum til mafloka. I maf var andvirði innfluttnings 5.431,7 milljónir króna, en and- virði útflutnings 4,084,8 milljónir króna. Frá áramótum hafa verið fluttar inn vörur fyrir 25,3 milljarða króna, en út hafa verið fluttar vörur fyrir 16,9 milljarða króna. Á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn orðinn óhagstæður um 4 milljarða króna frá áramótum, eða helmingi minna en nú, og sömuleiðis var vöruskiptajöfnuðurinn i mafmán- uði í fyrra helmingi lægri en nú í krónutölu, en hins vegar hafa íslenzkunámskeið fyrir kennara á Norðurlöndum SlÐAST liðinn sunnudag hófst á vegum Norræna félagsins nám- skeið í fslenzku fyrir norrænu- kennara á Norðuriöndum öðrum en tslandi. Þátttakendur eru 28 og skiptast þannig milli landa: frá Noregi 10, Svíþjóð 10, Finn- landi 5 og Danmörku 3. Nám- skeiðið fer fram f Arnagarði og Norræna húsinu. Hver þátttak- andi fær 30 tfma kennslu f hefð- bundnu námi en auk þess 10 stundir f málstofu Norræna húss- ins. Námskeiðið stendur f 14 daga. Tvær kynningarferðir verða farnar um fslenzka sögustaði, önnur um Borgarfjörð en hin um sögustaði Njálu, en auk þess Framhald á bls. 18 orðið breytingar á gengisskrán- ingu síðan, sem valda verulegri hækkun á krónutölunni. í maí var flutt inn til Lands- virkjunar, að mestu vegna Sig- ölduvirkjunar, fyrir 159,2 millj- ónir króna og er heildarupphæð þess innflutnings frá áramótum orðin 342,3 milljónir. Islenzka ál- félagið flutti inn fyrir 39,9 milljónir í maf, en út fyrir 109,7 milljónir. Frá áramótum nemur andvirði innflutnings til álfélags- ins 2,001,1 milljón króna, en verð- mæti útflutnings er helmingi minna, eða 1,051,7 milljónir króna. Einar Sveinsson ráðinn r framkvæmdastjóri BUR Á FUNDI borgarráðs sl. þriðjudag var samþykkt til- laga útgerðarráðs Reykja- víkur um að ráða Einar Sveinsson í starf fram- kvæmdastjóra Bæjarút- gerðar Reykjavíkur í stað Talsvert hefur selzt af litasjónvarpstækjum ALLNOKKUR sala hefur verið á litasjónvarpstækjum f ýms- um sjónvarpstækjaverzlunum höfuðborgarinnar að undan- förnu og þegar Mbl. hringdi f nokkrar þeirra, fengust upp- lýsingar um sölu á 60—70 tækjum, sem flest hafa selzt á undanförnu ári. Verð á lita- sjónvarpstækjum er mismun- andi eftir stærð og sérbúnaði, allt frá 160 þús. kr. fyrir lftil tæki upp f 350 þús. kr. fyrir stór tæki með f jarstýrisbúnaði. Að sögn þeirra sölumanna, sem Mbl. ræddi við er ástæðan fyrir kaupum fólks á litasjón- varpstækjum fyrst og fremst sú, að fólkið er að endurnýja sjónvarpstæki sfn og reiknar með þvf að litasjónvarp verði komið á hér á landi innan 2—3 ára. Myndlampi f venjulegu svart-hvftu sjónvarpstæki endist í 7—10 ár, en þótt unnt sé að kaupa nýjan lampa f stað þess ónýta, hafa flestir valið þá leið að kaupa ný sjónvarpstæki f stað þeirra gömlu, þegar þau eru komin á þennan aldur — og •sumir hafa þá keypt sér lita- sjónvarpstæki, enda sjást svart- hvitar útsendingar einnig í þeim. Ennþá hefur engin tfma- setning verið nefnd af hálfu íslenzka sjónvarpsins um það hvenær litasjónvarpsútsend- ingar hefjist. Þess skal getið að verð á sjón- varpstækjum af algengustu stærð fyrir svarthvftar útsend- ingar er nú nálægt 100 þús. krónum. Ásgeirs Magnússonar, sem sagt hefur starfi sínu lausu, þar sem hann tekur við starfi framkvæmda- stjóra járnblendiverk- smiðjunnar. Einar Sveinsson hefur verið framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar undanfarin fimm ár, en starfaði áður m.a. hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Jöklum og Ofna- smiðjunni. Fulltrúafundur hjúkrunarkvenna FULLTRUAFUNDUR Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norður- löndum (SSN) verður haldinn í Reykjavík 9.—12. september nk. Aðalviðfangsefnið verður „Vinnuskilyrði hjúkrunarkvenna innan og utan stofnana". Eftir- taldir þættir verða kannaðir: Fyrjrkomulag stjórnunar, ábyrgðar- og verkaskipting, starfsmannamál, vinnuvernd og ráðstöfun mannafla og fjármagns. Fjallað verður um efnið í nefnd- um samkvæmt gögnum sem vinnuhópur SSN leggur fram. Fundurinn verður á Hótel Loft- leiðum. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.