Morgunblaðið - 26.06.1975, Side 5

Morgunblaðið - 26.06.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JUNl 1975 5 Úr Þjóðníðingi Ibsens, sem tekinn verður upp aftur I haust. 120 þúsund gestir 1 Þjóðleikhúsið á síðastliðnu leikári LEIKÁRI Þjóðleikhússins er lokið og urðu bæði leiksýningar og áhorfendur fleiri nú en nokkru sinni fyrr, 119.363 áhorfendur á 390 sýningum. Samtals var 21 verkefni sýnt á leikárinu og er það einnig met. Leikferðir voru óvenju margar, bæði innanlands og utan. Kemur þetta fram I yfirliti um leik- árið, sem Þjóðleikhúsið hefur sent blaðinu. Þar segir, að sýningar á stóra sviðinu I Þjóðleikhúsinu hafi orðið 219. sýningar á litla sviðinu I Leikhúskjallaranum 76, aðrar sýn- ingar I Reykjavlk og nágrenni 30, sýningar annars staðar innanlands 26 og sýningar erlendis 39. Farnar voru tvær leikferðir til útlanda með (núk, sú fyrri um öll Norðurlönd, sú slðari á alþjóðaleiklistarhátlðina I Nancy F Frakklandi og slðan um Þýzkaland, Frakkland og Sviss. Á stóra sviðinu voru sýnd 12 verk- efni: Þrymskviða, Klukkustrengir, Ég vil auðga mitt land, Ballettkvöld, Hvað varstu að gera F nótt? Karde- mommubærinn, Kaupmaður I Fen- eyjum, Hvernig er heilsan?, Coppe- lia, Silfurtúnglið og Þjóðnlðingur. Auk þess var inúk sýndur tvisvar, afmælissyrpa I tilefni af 25 ára af- mæli Þjóðleikhússins var sýnd nokkrum sinnum og nemendasýning listdansskólans og fslenzka dans- flokksins tvlvegis. Á litla sviðinu voru sýningar á Herbergi 213, Lúkasi, Litlu flu'gunni og Ertu nú ánægð, kerling? Þá var og á afmælinu dagskrá I kjallaranum, sem nefndist Ung skáld og æskuljóð, svo og kvöldstund með danska leik- aranum Ebbe Rode. Flestar sýningar urðu á Karde- mommubæ. 58 talsins, og áhorf- endur 33.340. Verða nokkrar sýn- ingar á verkinu I haust til að anna eftirspurn. Silfurtúnglið og Þjóðníð- ingur verða einnig tekin upp að nýju í haust. Tala áhorfenda hefur mjög sjaldan komizt upp fyrir 100 þúsund á einu leikári. Gamla metið var frá 1952—3, tæplega 110 þús. gestir, og I fyrra komu um 105 þús. gestir, en gestafjöldi hefur lægst komizt niður I rúm 60 þúsund veturinn 1966—7. Á 25 ára afmælisdegi leikhússins var stofnað Starfsmannafélag leik- hússins og eru félagar hátt á annað hundrað manns, sem fastráðnir eru. Æfingar standa nú yfir á þremur verkefnum fyrir haustið. Á stóra sviðinu verður fyrst frumsýnt hið fræga leikrit Tennessee Williams. „A Streetcar Named Desire", sem ekki hefur hlotið endanlegt nafn á ls- lenzku. Glsli Alfreðsson leikstýrir, en i aðalhlutverkum eru Þóra Friðriks- dóttij, Erlingur GFslason, Margrét Guðmundsdóttir og Róbert Arnfinns- son. Þá standa yfir æfingar á Carmen undir leikstjórn Jóns Sigur- björnssonar. SigrFður E. Magnús- dóttir syngur Carmen og með önnur Framhald á bls. 18 Nokkur rit A.A.-samtakanna á ensku. Stofna útgáfufélag í þágu AA-samtaka HÓPUR áhugamanna um störf A.A.-samtakanna hefur ákveðið að stofna útgáfufélag í þeim til- gangi að gefa út og dreifa fræðsluefni um ofdrykkjuhneigð, í samræmi við hlutverk A.A. sam- takanna. A.A.-félagar og velunnarar A.A.-samtakanna hafa löngum gert sér ljóst, að mikill skortur hefur verið á fræðsluefni um of- drykkjuhneigð og þeim leiðum, sem vænlegastar eru til úrbóta. Þekkingarskortur á vandamálum ofdrykkjumannsins, bæði hans sjálfs og almennings, hefur því miður oft orðið þess valdandi, að vandamálið hefur verið með-' höndlað á rangan hátt. Aukin al- menningsfræðsla og ekki sízt fræðsla fyrir drykkjumennina sjálfa, eykur möguleika á jákvæð- um árangri og bata. Stofnfundur þessa félags verður haldinn að Hótel Sögu, í kvöld kl. 9 e.h. öllum sem hafa áhuga á þessum málum er boðið að gerast félagar með kr. 3.000,- stofntillagi. (Fréttatilkynning). FACO KLÆÐIR YKKUR Faco föt, herraföt í mörgum litum, Ijósum litum, einnig riffluð ,,flauelis"-föt. Herraskyrtur í miklu úrvali. Terline buxur á herra, einnig mikið úrval af bolum, mörg efni, margar gerðir. Nýkomin sending af herraskóm. Kven terline buxur, með háum streng, margir litir. Röndóttir rúllukragaboiir á dömur nýkomnir. Bómullar gnorakkar með hettu. Nýkomin stór sending af kvenmussum. LEVIS og USA gallabuxur í miklu úrvali, ásamt nýkominni stórri sendmgu af INEGA gallabuxunum vinsælu. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ak;lvsin(;a- SÍMINN F,R: 22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.