Morgunblaðið - 26.06.1975, Síða 11

Morgunblaðið - 26.06.1975, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JUNl 1975 11 Nýlega er fallinn dómur í Hæstarétti í svonefndu „hunda- bannsmáli". Staðfest var niður- staða Héraðsdóms um rétt borgar- stjórans í Reykjavik til synjunar beiðni um leyfi til hundahalds í borginni. Ekki mun þessi dóms- niðurstaða hafa komið neinum að óvörum, andstæðingar hunda- halds hafa haldið uppi svo gegnd- arlausum áróðri og ekkert til sparað að blása út „þær geigvæn- legu hættur“ er stafað geti af hundum. Margir í þessum hópi eru leiðandi menn á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins svo sem á sviði heilbrigðismála, þannig að álit þessara manna hlaut að verða þungt á metunum. Það er annars einkennileg árátta margra sem á móti einhverju eru hve blint ofstæki ræður orðum þeirra og gerðum, það virðist ekki vera nema aðeins ein leið til, sem sé þeirra eigin. I þessu máli sem og flestum er til meðalvegur og hann er svo sannarlega vel fær aðeins ef menn vilja sýna skilning og láta sanngirni ráða. Hverjar eru nú þessar „ógnarhættur" er þessir menn sjá í öllum hornum ef minnst er á hund, þeir tala um orma og allskonar pestir sem of langt yrði upp að telja, svo geti hundar flefsað í fólk, og hver veit hvað. Vissulega geta hundar sem og allir og allt sem lifir veikst, en eins og læknavísindin eru orðin í dag, þá er alls engin hætta á að neitt alvarlegt komi upp þó að hundur fái einhverja pest. Ohöpp geta sömuleiðis alltaf átt sér stað. Eru þau ekki daglegur viðburður og ekki bara óhöpp, heldur slys, stórslys? Það líður varla dagur að ekki sé ekið á fólk og það slasað og margir deyja. Dettur nokkrum í hug að banna bíla þess vegna? Nei, auðvitað ekki, og hvað með þá er aka þessum bílum? Hvernig er tekið á þeim? Harkalega myndi maður álíta, en það er nú eitthvað annað. Þá eru notaðir silkihanskar, að minnstakosti er alltaf reynt í lengstu lög að finna viðkomandi einhverja af- sökun þannig að aðeins þurfi að nota silkihanskana. Eitt af rökum andstæðinga hundahalds er það að ef það yrði leyft þá myndi hundum fjölga svo mikið að aigert vandræða- ástand yrði. Ef þetta er athugað nánar sést að það fær ekki staðist. Það að hafa hund f dag er töluvert fyrirtæki, það kostar mikla peninga og margvislega fyrirhöfn og síðast en ekki síst er hundaeigandi mjög bundinn af hundi sínum. Hann getur ekki skilið hann eftir einan lengi eða komið honum til ættingja eða vina eins og um barn væri að ræða. Því er auðsætt að hundahald yrði aldrei verulegt að minnsta kosti aldrei lengi. Þess vegna á að — Skák Framh af bls. 10 (Hvttur má auðvitaft ekki fara t drottningarkaup). 25. — Dd5, 26. Dg3+ — Kh8, 27. Hxe7 (Síðasta hálmstráið!). 27. — Rxe7, 28. Dxc3+ — Kg8, 29. Rg4 — Dc6, 30. Rf6+ — Kh8, 31. Db2 — Rg8! (Skemmtilegur leikur, sem gerir allar sóknartilraunir hvtts að engu). 32. Rh5+ — f6, 33. g4 — Hac8, 34. g5 — Df3, 35. gxf6 — Hd1 + og hvttur gafst upp. JM' a EGA] LANDVERND KORONA BUÐRNAR Herrahúsið Aðalstræti 4, Herrabúðin við Lækjartorg Gefið okkur hunda- eigendum tœkifœri leyfa þeim er hafa aðstöðu til og vilja leggja það á sig að hafa hund, að sjálfsögðu með mjög ströngum skilyrðum, þeir sem ekki virtu þessi skilyrði hlytu sektir og fengju ekki framar að hafa hjá sér hund. Þið háu herrar, sem mest hamist gegn hundahaldi ættuð að hugsa mál ykkar betur, líta alvarlega í kringum ykkur, það eru ekki hundarnir sem ógna heilbrigði eða hollustuháttum manna, það er maðurinn sjálfur. Mengunin er orðin slík að hugs- andi menn eru þegar farnir að mæla þau ógnvekjandi aðvör- unarorð að maðurinn ógni öllu lífi á jörðinni. Þið sem fremstir standið i heilbrigðismálunum ættuð að nota tíma ykkar í það sem ykkur ber en ekki skrifa óhróðursskýrslur um hunda- hald. Ég vil svo enda þennan pistil á orðum er mikill maður mælti endur fyrir löngu og gera þau að mínum. Því betur er ég kynnist mönn- unum þeim mun vænna þykir rriér um hundinn minn. Guðjón V. Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.