Morgunblaðið - 26.06.1975, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.06.1975, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNl 1975 ^»STIKUR Jóhann Hjálmarsson Ljóðið er fáni I sjálfsævisögu sinni Eg játa að hafa lifað segir Pablo Ner- uda frá mörgu, en eitt af því, sem er í senn athyglisvert og vekur til umhugsunar er frá- sögn hans af upplestri ljóða sinna fyrir fátæka chilenska verkamenn, fólk, sem flytur vörur á markaðinn á Vega Central i Santiago de Chile. Skáldinu var órótt innan- brjósts þegar það var leitt inn i sal, þar sem þetta fólk sat á kössum og trébekkjum og líkt- ist síst af öllu þeim hópi manna, sem við köllum stund- um Ijóðavini. Hvað átti nú að taka til bragðs? Var ekki réttast að koma sér burt? En Pablo Neruda flýði ekki af hólmi. • Hann dró upp ljóðabók sína Spán í hjartanu og kynnti hana fyrst í stuttu máli: „Það er ekki langt síðan ég var á Spáni. Þar va barist hart og hleypt af mörgum skotum. Ég ætla að biðja ykkur að hlusta á það, sem ég orti um þetta.“ Neruda hafði hugsað sér að lesa fáein Ijóð, skýra þau og kveðja. En eftir að lesturinn var hafinn fann hann að allír fylgdust með af áhuga og hann hætti ekki að Voniní LASSE Söderberg (f. 1931) hefur verið í hópi svipmestu skálda Svía síðan fyrsta bók hans kom út: Akrobaterna (1955). Meðal annarra bóka eft- ir hann eru Fágeln i handen (1959), Det obestandiga (1962), En dörr med lás (1965) og Ros för en revolution (1972). Síðastnefnda bókin fjallar um Kúbu. Lasse Söder- berg hefur verið afkastamikill ljóðaþýðandi, einkum úr spænsku og frönsku. Hann býr í Malmö og er bókmenntagagn- rýnandi við dagblaðið Arbetet þaríborg. Eftir að Ros för en revolution kom út hefur Lasse Söderberg unnið að kynningu jass og ljóð- listar víðsvegar um Svíþjóð á- samt félaga sínum og skáldbróð ur Jaeques Werup og komu þeir hingað til lands í fyrra. Tilgangurinn með þessum kynningum hefur verið sá að freista þess að ná út til lesenda og áheyrenda um leið og sam- runi jass og ljóðlistar hefur ver- ið kannaður. Kynningarnar hafa tekist afbragðsvel. Þær hafa að mörgu Ieyti stuðlað að þvi að Lasse Söderberg hefur ekki langt áherzlu á að birta lesa fyrr en eftir klukkutima. Hann var sjálfur orðinn heillað- ur af hljómi orða sinna og hvernig þau virtust ná beint til áheyrenda. Að lestrinum loknum reis úr sæti sínu maður og þakkaði skáldinu fyrir allra hönd: „Það, sem ég vildi segja yður, er að ekkert hefur haft jafn mikil áhrif á mig.“ Að þessum orðum mæltum grét maðurinn og margir aðrir grétu. „Getur skáld orðið hið sama eftir slika þolraun?", spyr Neruda að lokum. Neruda var að lesa fyrir fólk, sem ekki var vant ljóðum. Og eins og hann tekur fram er Spánn i hjartanu síður en svo auðveld bók til skilnings. Skáldið freistar þess að yrkja ljóst en bókin er full af sárs- auka og dimmum kenndum. Ég býst við þvi að flest skáld verði einhvern tíma fyrir svip- aðri reynslu og Neruda lýsir í upphafi, þ.e.a.s. þeim virðist bilið langt milli ljóðsins og áheyrandans og spyrji sig þeirr- ar spurningar hvað það sé að gera, hvaða erindi ljóð þess eigi til annarra. Hvergi verður þessi spurning ágengari en andspæn- orðínu Ijóð sín i bókum. Hann hefur í staðinn fyrir bókina fengið nýtt tæki til túlkunar og það hefur síður en svo dregið úr skáld- skap hans. Mörg ný ljóð eftir hann, sem flutt hafa verið á þ.essum kynningum, benda til þess að hann hefur með góðum árangri fært út landamæri skáldskapar síns. Þótt ljóð hans séu ekki hefðbundin í venjuleg- um skilningi þess orðs ber ekki að neita að viss einhæfni, runn- in frá hinum franska súrreal- íska skóla, hefur stundum sett svip sinn á þau. Ef til vil mætti orða þetta betur með því að segja að Lasse Söderberg væri skáld, sem vegna mikillar vand- virkni og kunnáttu takmarkaði sig um of; hann væri í rauninni eitt þeirra skálda, sem sifellt eru að yrkja sama ljóðið með ýmsum tilbrigðum. I fyrra kom út safn prósa- Ijóða eftir Lasse Söderberg gef- ið út í samvinnu við myndlistar- manninn Uno Svensson. I bók- inni, sem nefnist Undrens tid eru níu prósaljóð eftir Lasse Söderberg og fjórar teikningar eftir Uno Svensson, en útgef- andi er Galleri C, Kattsundsgat- an 29, Malmö. Bókin er í all- is áheyrendahópi. I aprílmán- uði síðastliðnum fórum við Þor- steinn frá Hamri á vegum Höf- undamiðstöðvarinnar til að lesa upp fyrir nemendur gagn- fræðaskólans á Hvolsvelli. Is- lenskukennarinn, sem hafði fengið okkur til að koma, var ungur og áhugasamur maður um bókmenntir, hefur sjálfur samið tvær ljóðabækur, og eftir að hann hafði sagt nemendum deili á okkur hófst lesturinn. Ég held að hann hafi gengið sæmilega. Að minnsta kosti var vel hlustað og aðeins einum tómum ópalpakka var fleygt upp á sviðið. Það hefði komið sér betur að eitthvað hefði ver- ið i honum! Ljóðakynningunni lauk með því að nemendum var gefinn kostur á að spyrja okkur spjör- unum úr. Islenskukennarinn kom til hjálpar, en þegar um- ræðurnar voru farnar að þróast í þá átt að verða þriggja manna tal, rauf einn nemandinn allt i einu samtal okkar. Spurning hans var ekki af verri endan- um: „Hefur ljóðið og skáldskap- urinn yfirleitt ekki mest gildi í þjóðfélögum, þar sem fólk býr við ófrelsi?“ Þessi ágæta spurning var okkur tilefni til hugleiðinga, sem hefðu getað haldið áfram fram á nótt, en nú var okkur ekki skömmtuð nema ein Lasse Söderberg. stóru broti, ljóðin sett með stóru.letri og myndirnar eru heilsíðumyndir. Bókin er ein- staklega smekkleg að gerð. Uno Svensson virðist vera frábær Iistamaður í súrrealískum anda og myndir hans falla vel að efni ljóðanna þótt þær séu sjálf- stæðar og geti notið sín án tengsla við ljóðin. Lasse Söderberg hefur ort prósaljóð áður, þ.e.a.s. Ijóð, sem sett eru upp sem laust mál og ekki skipað í mislangar línur, ef fyrir einhverjum skyldi vefj- ast hvað átt er við með prósa- ljóði. En það, sem einkennir Pablo Neruda. kennslustund og eftir að við Þorsteinn höfðum lýst skoðun okkar var dagskránni slitið. Eg held að nemandinn ungi á Hvolsvelli hafi í rauninni verið að svara þvi hvers vegna ljóð Pablos Neruda höfðu jafn mikil áhrif á Chilebúana, sem hann segir frá i ævisögunni. Aliir vita að í Chile hefur lengi ríkt ófrelsi og aðein fáeinum dögum eftir að herforingjarnir tóku völdin af Allende lést Nerunda. I fréttum hefur verið sagt að flest þessi ljóð, er heimspekileg afstaða skáldsins, hugleiðingar þess um stöðu mannsins í nú- tíma samfélagi. Þessi Ijóð eru yfirleitt inn- hverf og lærð og krefjast tölu- verðrar þekkingar af Iesandan- um bæði á fortíð og nútíð. Það er óhugsandi að átta sig full- komlega á þeim við fyrsta lest- ur. Ég get nefnt sem dæmi Eins og rós úr myrkri, Frétt frá Theseus. Augliti til auglits og Höfuð handa Samuel Beckett. I Eins og rós úr myrkri er sú tilfinning áleitin að skáldið sé lokað inni og geti ekki brotist út. I upphafi var ópið, stendur i ljóðinu. Þessi þrúgandi innilok- unarkennd veldur því að frá ljóðunum stafar vissum kulda, sem ekki er venjulegt að finna í skáldskap Lasse Söderbergs. En hver kannast ekki við hinn tæknivædda og ómennska heim stórborgarlífsins í þessum ljóð- um? Þau eru einmitt andsvar skáldsins við honum. Lokaljóð bókarinnar hefur sérstöðu. Það nefnist einfald- lega Chile og lýsir manni, sem snýr baki við okkur. Sársauka hans getum við aðeins rennt grun í. En við sjáum sárið milli herðablaðanna og ljósið, sem drýpur úr því. Það sár verður ekki grætt, ekki enn, segir skáldið að lokum. bækur hans hafi verið brennd- ar, en það er ekki unnt að brenna Neruda burt úr vitund chilensku þjóðarinnar. Logar eyða ekki.skáldskap. Eða eigum við að nefna annað dæmi: Ætli Sovétstjórninni hafi tekist að losa sig við Alexander Solsénit- sfn með þvi að banna bækur hans og senda hann síðan úr landi. Við þekkjum svarið. Ég hef verið að kynna mér nokkuð brasilískan skáldskap að undanförnu. Hann er um margt merkilegur eins og skáld- skapur Suður-Ameríku yfir- leitt. Meðal helstu skálda Brasi- líu nú er Ferreira Gullar (f. 1930). I ljóði, sem nefnist Ág- úst 1964, lýsir hann því hvað hvarflar að honum í strætis- vagni á leið heim frá vinnu. I ljóðinu stendur m.a. að þessa dagana sé skáldskapurinn svar við yfirheyrslum herlögregl- unnar. Skáldið minnist á lág laun, óréttlátar refsingar, nið- urlægingu, pyndingar og hvers kyns ógnir. Við verðum að koma okkur saman um eitt- hvað, segir skáldið: ljóð, fána. Auðvitað gerir Ferreira Gull- ar sér ljóst að ljóðið er eitt skæðasta vopnið i baráttunni fyrir betra þjóðfélagi, það er sá fáni, sem óhætt er að bera fram. Fáninn einn er aðeins tákn búið til úr eldfimu efni. Þetta sár verður Lasse Söder- berg tilefni til ljóðs, sem er skylt prósaljóðinu um Chile í Undrens tid, en þó með öðrum hætti. I timaritinu Ord & Bild 6/1974 birtist langt Ijóð eftir Lasse Söderberg: Tidnings- bilder. Tilvitnun er sótt í ljóða- bókina Spánn í hjartanu eftir Pablo Neruda og fyrsti hluti ljóðsins er um Neruda, skáldið, sem herforingjarnir geta ekki upprætt. Orð þess berast um heiminn. Eins og nafn Ijóðsins gefurtil kynna eru það myndir úr dag- blöðum frá valdaráninu i Chile, sem ort er um. Ein þeirra sýnir herforingjana, sem nú stjórna landinu eftir fall Allendes. Undir myndinni stendur m.a.: Þeir vilja ekki sýna lófana Of mikið má lesa úr þeim. Þeir vildu að lófarnir væru úr stáli eða minnsta kosti jafn harðir og andlit þeirra. Þeir vilja ekki sýna lófana. Tidningsbilder er skorinort ljóð. Þegar það er lesið eftir Undrens tid verður okkur ljóst að Lasse Söderberg er skáld, sem vill að skáldskapurinn sé í tengslum við það umhverfi og þann heim, sem við lifum I. Við getum ekki flúið hann, en í orðinu er fólgin von. Nýr Stefnir FYRIR um það bil tuttugu ár- um var Stefnir áhrifamikið rímarit „um þjóðmál og menn- ingarmál". Ritstjórar þess þá voru Gunnar G. Schram, Matt- hías Johannessen og Þorsteinn Ö. Thorarensen. Þetta voru tím- ar tímaritanna. Birtingur hafði nýlega hafið göngu sína, Tíma- rit Máls og menningar var enn afl í menningunni og Eimreiðin naut gamallar hefðar í höndum nýrra manna. Fleiri tímarit mætti að sjálfsögðu tína til, en það, sem birtist í Stefni og fyrr- nefndum tímaritum, fór ekki fram hjá neinum áhugamönn- um um menningarmál. Efni tímaritanna var rætt og það var stundum töluverður hiti í mönnum. Ég ætla ekki að þessu sinni að rifja upp sögu islenskra timarita síðustu áratugi, heldur víkja lítiliega að því tímariti, sem enn kemur út undir nafn- inu Stefnir, Tímarit um þjóð- mál og menningarmál. Ritið hefur breytt um svip, brotið hefur stækkað, efnið rýrnað, auglýsingum fjölgað. Nýir menn hafa tekið við ritstjórn Stefnis. Hann hefur orðið nær eingöngu málgagn ungra sjálf- stæðismanna. Það er til dæmis sjaldgæft að rekast á bók- menntaefni i ritinu, en umræða er þar fyrirferðarmikil. Núver- andi ritstjóri Kjartan Gunnar Kjartansson. Eftir að hann gerðist ritstjóri Stefnis virðist mér margt athyglisvert koma fram í tímaritinu og liggur þá beinast við að fletta 1. tbl. þessa árs. Það vekur athygli að rit- stjórnargreinar eru tvær. Rit- stjórinn skrifar hugvekju um fyrirhugaða málmbræðslu í Hvalfirði og fyrirtækið Union Carbide. Einkunnarorð sækir hann til Jónasar Hallgrimsson- ar: „Smávinír fagrir, foldar skart,“ o.s.frv. Hann er stórorð- ur í greininni og hvetur menn til „að snúast hart til varnar gegn þessum andskotans eitur- byrlurum“. En eins og hann getur um eru skoðanir skiptar um málmbræðsluna i stjórn S.U.S. og þess vegna er formað- ur sambandsins, Friðrik Sop- husson, einnig fenginn til að tjá sig. Hann virðist greinile'ga telja málmbræðsluna þátt í uppbyggingu atvinnulífsins, en bendir þó á að sumt, sem henni hefur verið fundíð til for- áttu hafi verið á rökum reist. Með báðar þessar ritstjórnar- greinar í huga tel ég að Stefnir hafi lagt sitt af mörkum til um- ræðna um umhverfisvandamál og stóriðju. Það kemur ekki síst í ljós þegar rýnt er í árgang Stefnis frá í fyrra. Rétt er að vekja athygli fleiri en les- enda Stefnis, sem yfirleitt eru ungir sjálfstæðismenn, á því að kynna sér málflutning ritsins um þetta efni. Slik kynning yrði ritinu ávinningur og er ástæða til að þakka ritstjóran- um dugnað hans og kjark, sem vonandi er vísbending um stefnu tímaritsins í framtíð- inni. Viðtalsþátturinn ísland og al- þjóðamál vegur þyngst i Stefni að þessu sinni. Þessi þáttur er frá janúar síðastliðnum og mót- ast að vísu af ýmsu, sem þá var tímabært og hefur 'þe« "““'"a I ' SS VP„„.. glatað nokkuð gildi sínu, en margt fróðlegt kemur fram, einkum um utanrikismál og hlutdeild Islands í samstarfi þjóðanna. Þeir, sem ræða sam- an eru Björn Bjarnason deild- arstjóri, Styrmir Gunnarsson ritstjóri og Þráinn Eggertsson hagfræðingur, en Jón Hákon Magnússon fréttamaður stýrir umræðum. Það er til dæmis uppörvandi þegar Þráinn Eggertsson lýsir þvi yfir í upphafi að hann vilji ekki tala um kreppuástand í heiminum, heldur stöðnun. Annars fer mest fyrir þeim Birni og Styrmi í þættinum. Spurningu um „detente" stefnu stórveldanna svarar Styrmir með því að benda á hve fólk í lýðræðisrikjum sé fljótt að gleyma og nægileg reynsla sé ekki fengin til að unnt sé að dæma um batnandi sambúð austurs og vesturs. Styrmir tel- ur höfuðnauðsyn að efla og styrkja Atlantshafsbandalagið vegna þess að við vitum ekkert hvað gerast muni i Sovétríkjun- um á næstu árum. Björn segir að „þvermóðska Sovétríkjanna gagnvart einstaklingnum“ veki mest vonbrigði og minnir á Askenasímálið i því sambandi. Að dómi Björns eiga Vestur- lönd að sína tortryggni: „Um leið og sagt er að það sé að ósk allra lýðræðisþjóða, að kalda stríðinu sé lokið, megum við hins vegar ekki vera það blind- ir, að við gleymum kalda strið- inu og við hvaða andstæðing við eigum í höggi. Sovétmenn skilja ekki annað en vald. Ef þeir sjá, að með „detente“-stefnu sinni takist þeim að grafa undan her- styrk Vesturlanda, þá fylgja þeir henni svo lengi sem þeir telja sig hafa hag af henni“. Annað athyglisvert efni um utanríkismál i Stefni er Bylting eða umbætur? Þættir úr skoð- unum Herberts Marcuse og Karls R. Poppers. Meðal þess, sem þar kemur fram eru eftir- farandi ummæli Poppers: „Ótviræð afleiðing byltingar vinstrihreyfingarinnar yrði, að við misstum frelsið til að gagn- rýna og mótmæla“. Þetta er ein hrikalegasta staðreynd okkar tima. Við getum reynt að sporna við henni með því að snúast öndverð gegn menning- arfjandsemi úr hvaða átt sem hún kemur. Vinstri eða hægri verða marklaus orð i því sam- bandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.