Morgunblaðið - 26.06.1975, Side 15

Morgunblaðið - 26.06.1975, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JUNl 1975 15 Orðrómurum hungursneyð í Kambodíu Bændabyltingin I Kambódíu ætlar að verða dýr, ekki sfzt ef kostnaðurinn er metinn f mannslffum. Fórnarlömbin eru aðaliega úr röðum sjúkra og veikburða og þeirra elztu og yngstu. Erfitt er að meta ná- kvæmlega fjöida þeirra, sem látizt hafa eftir að Rauðu Khmerarnir tóku völdin fyrir tveim mánuðum, en útlitið er svart og þeir sem fylgjast með málefnum Kambodfu álíta að neyðarástand muni skapast. Frásagnir flóttamanna, sem komið hafa til Tailands, benda til þess að næstu eitt til tvö ár muni um ein milljón manna láta lífið sem afleiðing brott- rekstrarins úr borgum og bæj- um. Þessar tilgátur eru byggðar á ýmsum atburðum í Kambodiu, en sérstaklega þó á afleiðingu fjöldaflutninga frá Phnon Penh og öðrum borgum út á hrísgrjónaakrana og inn i skógana. Ekki er nákvæmlega vitað hvaða örlög bíða þessa fólks, en frásagnir flóttamanna benda ti' þess að í hinu framandi um hverfi skorti fólkið tilfinnan- lega matvæli. Flest fólkið er sagt fá fasta fæðu, sem er hrís- grjón, tvisvar til þrisvar í viku, sem er svo bætt upp með súpu gerðri úr grænmeti, rótum og ætum berjum. Þar til regla hefur komizt á landbúnaðinn, og fiskveiðar hafa hafizt að nýju, er liklegt að vannæring muni vera mikið vandamál, að sögn fréttamanns, sem fylgzt hefur náið með Kambodíu og er I sambandi við flóttamenn þaðan i Tailandi. Diplómatar, starfsmenn hjálparstofnana og blaðamenn, sem reynt hafa að fylgjast með því, sem er að gerast í Kambodíu eru, þó að erfitt sé að fá upplýsingar, sammála um það, að fæðuvandamálið sé mikið. Otvarpið I Phnom Penh, sem er eini fjölmiðillinn, sem nýju valdhafarnir leggja nokkra rækt við, skýrir stöðugt frá því að þjóðin leggi hart að sér við að rækta meira af hrísgrjónum, veiða meiri fisk, skera upp meiri maís, ala meira af bú- fénaði og yfirleitt framleiða meira af alls kyns fæðu. En útvarpið segir ekki hvernig fólkinu farnist við vinnu sína. Benda diplómatarnir og starfsfólk hjálparstofnananna á fæðuvandamálið í Phnom Penh áður en borgin féll og segja að það gefi visbendingu um ástandið eins og það hlýtur að vera nú. Sumir álíta að Rauðu Khmer- arnir hafi átt miklar birgðir matvæla á þeim svæðum, sem þeir stjórnuðu þau fimm ár sem stríðið stóð en benda jafnframt á að þó að svo hafi verið hefði það várla getað nægt til annars en að rétt halda lífinu í íbúum landsbyggðarinnar, hvað þá að fæða þær tvær milljónir, sem komu frá Phnom Penh, Battam- bang og öðrum borgum. Þá hefur ekkert bent til þess að matvæli hafi verið flutt til landsins erlendis frá, jafnvel þó að stjórnvöld segi að sigling- ar um Meking fljótið séu nú komnar í eðlilegt horf. Hrisgrjón, maís, baunir, gúmítré, salt, fatnaður og lyf „til að mæta þörfum þjóðar vorrar" eru meðal þess, sem flutt hefur verið inn að sögn útvarpsins í Phnom Penh, en ekkert er minnzt á hvaðan þetta kemur. Vestrænar hjálparstofnanir hafa ekki uppi nein áform um aðstoð við Kambodiu, þó að starfsmenn þeirra segi að þeir vilji gjarnan hefja aftur starf sitt þar ef mögulegt er. Það væri helzt frá Kína og Norður- Víetnam, sem Kambodfumenn gætu fengið aðstoð, en hvorki þar né I Kambodiuútvarpinu hefur verið minnzt á að hjálp komi þaðan. Slæmt vegakerfi landsins eft- ir stríðið sem hermenn og óbreyttir vinna nú við að laga, og það að engin erlend sendi- nefnd er nú i Phnom Penh til að skipuleggja erlenda aðstoð, gerir það mjög ólíklegt að nokk- ur fæða hafi borizt með skip- um. Auk þess leggja hinir nýju valdhafar á það áherzlu að þeir treysti eingöngu á sjálfa sig. Léleg heilbrigðisþjónusta er ekki til að bætá ástandið. Þegar Khmerarnir tóku völdin, ráku þeir út I sveit sjúklinga á sjúkrahúsum með öðrum ibú- um Phnom Penh. Það hefur alltaf verið skortur á læknum í Kambodíu og er enginn vafi á því að nú ráða þeir ekkert við vanda hinnar hungruðu og heimilislausu þjóðar. Phnom Penh-búar á leið út á akurinn. Hvað fólkið aðhefst og hvar það býr er ekki vitað með vissu. Þegar það hafði verið rekið úr borgunum var það flutt á svæði þar sem því var skipt niður í flokka. Margir flóttamannanna I Tai- landi eyddu vikum í að komast í gegnum skóga og yfir hrjóstr- ugt land til að komast að landa- mærunum. En auðvitað er ekki hægt að styðjast við takmark- aða reynslu þess til að fá heildarmynd af ástandinu. En frásagnir þeirra staðfesta fyrri sögur síðustu útlendinganna, sem fóru frá Phnom Penh, um að bylting í Kambodiu er gerð í púritanískum anda. Tilgangur- inn með því að neyða fólk frá heimilum sínum í borgunum var ekki aðeins sá að fá alla þjóðina til að vinna að fæðuöfl- un og enduruppbyggingu og til að auðvelda stjórnarfarslega endurskipulagningu, heldur var það einnig nauðsynlegt í þágu byltingarinnar. Það varð að setja verzlunarmenn, embættismenn og aðra borgar- búa í erfiðisvinnu til að byggja upp hina nýju Kambodíu. Bylt- ingarákafi hinna nýju ieiðtoga, sem fara ákaflega leynt; hefur líka komið af stað þrálátum orð- rðmi um fjöldaaftökur. Sumt á við ákveðin atvik og þá sérstak- lega tvö, þegar 2000 manns voru skotnir i hvort skipti. Annað á ekki við neitt ákveðið atvik eða tíma, og erfitt að gera sér grein fyrir hvernig sá kvitt- ur hefur komizt af stað. Orðrómur er m.a. uppi um það að allir yfirmenn lýðveldis- stjórnar Lon Nols hafi verið drepnir, eins og annað fólk, sem neitað hefur að hlýðnast skipunum Khmeranna. En eins og aðrar sögur um ástandió í Kambodiu, þá er þetta óstaðfest og sprottið upp úr aðstæðum sem eru mjög frjóar fyrir hvik- sögur og mjög erfitt að ákvarða sannleiksgildi þeirra. — Reuter. 19 Norðmenn með þotunni New York 25. júní — AP. Reuter. ÁLITIÐ er að 19 Norðmenn hafi verið meðal farþega í Boeing 727 flugvélinni frá Eastern Airlines, sem fðrst á þriðjudag við Kennedyflugvöll. Voru þetta sjðmenn af tveim norskum skipum, sem voru að fara heim í frí. Ekki er vitað hve margir þeirra komust lífs af, en alls munu 14 hafa lifað af slysið. Nú er verið að kanna hvort or- sök flugslyssins, sem að öllum lík- ind'um hefur kostað 109 mannslif, geti verið þrumuveður, bilun i tækjum eða lendingarskilyrði við flugvöllinn. Flugvélin var að koma frá New Orleans og er þetta annað mesta flugslys sögunnar. Strax eftir slysið fundust 16 á lífi, en 2 létust eftir að þeir komust I sjúkrahús. Einn em- bættismannanna sem annast rannsóknina sagði að fátt benti til þess að elding hafi grandað flug- vélinni, en að sá möguleiki væri engan veginn útilokaður. Sjónarvottar segjast hafa séð þrumufleyg snerta stél Boeing- þotunnar og strax á eftir hefði hún orðið eitt eldhaf er hún skall niður á Rockaway Boulevard um 300 metrum frá flugbrautarend- anum. Rannsóknarnefndin bend- ir hinsvegar á að fólkið gæti hafa séð neistaflug sem myndaðist þeg- ar flugvélin reif niður lendingar- Ijós áður en hún skall til jarðar. „VINIR JARÐAR“ standa vörð um kistu hvals, sveipaða hvítu klæði, fyrir framan Riverwalk House í London, þar sem Alþjóða hvalveiðinefndin heldur sinn 27. fund. Ákveður nefndin m.a. hvað marga hvali má veiða á næsta ári. Syrgjendurnir halda á spjöldum, sem á standa nöfn nokkurra þjóða, sem fulltrúa eiga á ráðstefnunni. Vinir jarðar segja að hvalirnir séu eign allra jarðarbúa og því eigi að skera úr um framtíð þeirra víðar en á fundum hvalveiðinefndarinnar, þar sem aðeins eiga sæti full- trúar 15 þjóða. Metlækkun á pundinu London, 25. júní AP. Reuter Pundið féll enn á peningamörk- uðum í dag eftir þá yfirlýsingu Denis Healeys fjármálaráðherra i sjónvarpi að efnahagslif Bret- lánds væri í hættu og þjóðin yrði að færa fórnir til að sigrast á kreppunni. „Ef launakröfum verður ekki stillt í hóf sökkvum við allir," sagði Heaiey. Pundið var skráð á 2,2500 dollara. Það hefur aldrei verið lægra skráð og gengi þess hefur lækkað um 26,8% miðað við það sem það var í desember 1971. Lækkun pundsins ber vott um efasemdir erlendis um að Bret- um takist að leysa verðbólgu- vandann. Verkalýðssambandið (TUC) lagði i dag fram áætlun um við- nám gegn verðbólgu en hefur þó enn ekki ákveðið hvaða hámarks- launahækkun það vill að gert verði ráð fyrir í nýju samkomu- lagi við stjórnina um launamál. Það vill ótiltekna launahækkun fyrir alla verkamenn i samræmi við hækkun framfærslukostnaðar og róttækar aðgerðir til að tak- marka verðhækkanir. Enn fremur vill TUC minnka atvinnu- leysi um helming. Talið er að það verði 4% í árslok. »TAUGASTRH)« Á STRÍÐSAFMÆLINU Seoul, 25. júní. AP. KLÖGUMÁLIN gengu á vfxl á 25 ára afmæli Kóreustrfðs- ins í dag og Kínverj- ar ftrekuðu stuðning sinn við Norður- Kóreu. Park Chung-Hee forseti Suður-Kóreu sakaði stjórnina f Norður-Kóreu um að reyna að finna átyllu til að koma af stað nýrri styrjöld, og sagði að það sæist á þvf að hún hefði dregið saman mikið herlið, stöðugt aukið vopnabúnað sinn og graf- ið innrásargöng undir vopnahléslfnuna. Stjórn Norður-Kóreu sakaði hins vegar Banda- rfkin og Suður-Kóreu um að koma á hættuástandi sem gæti leitt til nýrrar styrjaldar þá og þegar, og sagði að reynt væri að réttlæta strfðsögranir með háværu tali um hættu á árás á Suður-Kóreu. Spennan á mörkum rfkjanna hefur aukizt eftir sigur kommúnista f Indókfna, en stjórnmála- fréttaritari AP segir að þótt ástandið virðist hættulegt, sé um tauga- strfð að ræða og Sovét- rfkin, Kfna og Bandarfkin hafi gildar ástæður til að afstýra nýrri styrjöld. Hann segir að á 25 ára afmæli strfðsins fái stjórnir Suður- og Norður- Kóreu kjörið tækifæri til að hræða landsmenn til skilyrðislausrar hlýðni. Park forseti njóti vfðtæks stuðnings f Suður-Kóreu vegna haturs fbúanna þar á kommúnistum þótt ein- ræðiskennd stjórn hans veki mikla andúð. Hins vcgar sé ólfklegt að Kim II Sung, einræðisherrann f norðri, reyni að sameina skagann án samþykkis bandamanna sinna. Peking-ferð Kims f vor sýndi að hann hallar sér meir að Kfnverjum en áð- ur en þeir vilja ekki að áhrif Bandarfkjamanna á Kyrrahafssvæðinu minnki, einkum vegna þess að Ifklegt er að áhrif Rússa aukist vegna sigurs Norður-Víetnama f Víet- nam-strfðinu, segir frétta- ritarinn. Rússar vilja Ifka forðast sprengingu sem gæti valdið eins hættu- legu ástandi og rfkt hefur f Miðausturlöndum, segir hann. 42.000 bandarískir her- menn eru enn f Suður- Kóreu. 157.000 Banda- rfkjamanna féllu eða særðust í Kóreustrfðinu. Sektaðir fyrir að tefja flug Kaupmannahöfn, 25. júni. NTB DANSKI vinnumáladómstóllinn dæmdi í dag um 1.000 vélvirkja, rafvirkja og viðgerðarmenn í fjársektir fyrir að hindra umferð fiugvéla flugfélagsins SAS á Kastrup-flugvelli á undanförnum vikum. Verkamennirnir voru sektaðir þótt þeir hefðu aðeins gert stutt verkföll. Samkvæmt nýrri vinnu- málalöggjöf skal ekki dæma menn í sektir fyrir slikar aðgerðir, en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að um skipu- lagðar aðgerðir hefði verið að ræða á tímabilinu 30. april til 11. júni. Sektirnar voru ákveðnar 8,75 til 12,50 danskar krónur á klukku- stund þann tima sem aðgerðirnar stóðu. Öljóst er hve há heildar- upphæðin er, þvi að þeir sem stóðu fyrir aðgerðunum tóku mis- jafnlega lengi þátt i þeim. Til- gangur þeirra var að knýja á um launahækkanir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.