Morgunblaðið - 26.06.1975, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚNI 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón Thoroddsen
er gjörzt höfðu; en daginn eftir kom
kaupmaður L. að máli við þau húsbænd-
ur Sigríðar og sagði þeim á laun frá,
hvernig á stæði, og bað þau leyfa, að
Sigríður færi þegar til hans, og brugðust
þau vel undir; en ekki kom Möller að
máli við Sigríði eftir þetta, og fór Sig-
ríður svo úr Víkinni, að kveðjur þeirra
Guðrúnar og Sigríðar urðu fáar.
Þau Indriði og Sigríður voru í Hafnar-
firði, það sem eftir var vetrarins; en um
vorið, þegar vegir voru orðnir færir,
bjuggust þau til austurferðar. Þeir
Indriði og Kaupmaður L. skildu með
vináttu. Fylgdust þau nú öll austur,
Indriði, Sigríður og Ormur; og segir ekki
af ferðum þeirra, fyrr en þau komu einn
dag síðla að Indriðahóli, og var þar tekið
á móti þeim með mesta fögnuði. Það
fréttu þau á Hóli, er gjörzt hafði í hérað-
inu og mestum tíðindum þótti sæta og
fjölræddast manna á milli, og var það
eitt, að Búrfells Guðmundur var kvong-
aður og hafði fengið ríkt kvonfang og
gott, að því sem flestir menn sögðu þar
um sveitir. Þetta hafði atvikazt svo, að
hið sama sumar, er Indriði fór að leita
unnustu sinnar Sigríðar, fór Guðmundur
að ráði Bárðar fóstra síns í kaupstað á
Vopnafjörð með smjör, ull og tólg, er
skyldi seljast fyrir skildinga. Guðmundi
farnaðist vel ferðin, unz hann kom að
kauptúninu. Hann reið hesti meinfæln-
um, og þá er hann átti skammt til bæjar-
ins, lá leiðin yfir trébrú eina litla; en er
hesturinn kom á brúna, ærðist hann und-
ir Guðmundi, svo hann féll af baki og
fótbrotnaði. Fylgdarmenn hans fluttu
hann til kaupstaðar og komu honum þar
fyrir hjá verzlunarstjóra einum, sem
Egill hét. Greri fóturinn seint, og lá
Guðmundur lengi í sárum. Egill var
maður álnaður vel. Hann átti dætur
tvær, og hét hin eldri Rósa; hún var þá
gjafvaxta og þótti vera svarri mikill. Hún
hafði getið barn við manni einum þar í
sveitinni, þó lítils háttar. Faðir hennar
undi því allilla og vildi fyrir hvern mun
gefa hana góðum búhöld. Egill lét Rósu
stunda Guðmund í legunni, og fórst
Stúfur litli
fyrir konu og hálft ríkið í tilbót. En þegar
þú svo á brúðkaupsdaginn verður spurð,
hvern þú viljir fá til þess að skenkja á
skálarnar fyrir þig, skaltu segja. „Ég vil
hafa pilt þann, sem ber vatn og eldivið
fyrir eldabuskuna. En þegar ég skenki,
helli ég niður á diskinn hans Rauðs ridd-
ara, en ekki á þinn disk. Þá reiðist hann
og slær mig, og svona mun þetta fara
þrisvar sinnum. Og í þriðja skifti skaltu
segja. „Skammastu þín ekki fyrir að slé
ástvin minn. Hann hefir frelsað mig of
hann vil ég fá fyrir mann“.
Sfðan hljóp Stúfur heim í höllina aftur,
eins og í fyrri skiftin, en fyrst tók hann
samt gullhringana og armböndin tröll-
sins, og aftur gaf hann eldabuskunni
allar þessar gersemar.
Ekki var Rauður riddari fyrr búinn að
sjá, að öll hætta var liðin hjá, en hann
vtw
MOR&JM
KAFP/NU
Þakka þér fyrir matinn
Jóna mín — ég tók af
borðinu.
Hvor er næstur?
Þetta er skrifborðið yð-
ar — ég vona að þér séuð
þess albúinn að vinna
frameftir, ef því er að
skipta.
IBEBr-
Maigret og guli hundurinn
Eftir Georges Simenon
ÞýSandi Jóhanna
°Kristj6nsdóttir
20
— £g var satt aó segja að hugsa
um það sjálfur ad biðja yður að
vernda mig á einhvern hátt, en ég
óttaðist að þér mymluð gera grfn
aðmér... Og ég var hra-ddari við
fyrirlitningu yðar en mfna eigin
hræðslu. Þvi að sterkir menn fyr-
irlfta huglausa menn.
Rödd hans dofnaði eilftið þegar
hann hélt áfram:
— Og ég viðurkenni það, lög-
regluforingi, að ég cr raggeit...
Nú hef ég verið að sálast úr
hræðslu í fjóra daga... f fjóra
sólarhringa hef ég þjáðst af skelf-
ingu... Ég get ekki að þvf gert.
Rg geri mér grein fyrir þvf...
Þegar ég fæddist varð ég að vera f
súrefniskassa f langan tima... f
bernsku fékk ég alla barnasjúk-
dómana. Og þegar strfðið brauzt
út lýstu læknar þvf yfir að ég væri
fær um að gegna ht-rþjónustu og
sendu mig út á vígvöllinnJín þeir
rannsökuðu víst fimm hundruð
manns á dag... Ég hafði ekki
aðeins veik lungu, tveimur árum
áður hafði verð tekið úr mér
annað nýrað...
— Ég var hræddur... Svo
hræddur að ég var að missa vitið.
Nokkrir sjúkraliðar fundu mig,
þegar ég hafði grafizt I húsarúst
um.. . Og þá uppgötvuðu þeir
loksins að ég var alls ekki hæfur
til að gegna herþjónustu.
Það sem ég segi yður nú er
kannski ekki beinlfnis skemmti-
legt... En ég hef fylgzt með yður
og ég hef á tilfinningunni að þér
getið skilið tilfinningar mfnar.
Það er fátt auðveldara fyrir
hinn sterka en að fyrirlfta þann
sem veikari er... En kannski
væri ráð og réttlæti f þvf að reyna
að komast að rótum hugleysisins.
Þér verðið að skilja að mér varð
fljótlcga Ijóst að yður fannst ég
ekki sérstaklega geðfelldur, en
heldur sá hópur sem hafði fyrir
venju að koma saman á Cafe de
I’Amiral... Þér komust að því
að ég var að selja einbýlishúsa-
löðir og að faðir minn hafði verið
þingmaður og ég hafði tekið próf
í læknsifræði... Og þessi kvöld
við spilaborð með nokkrum öðr-
um mönnum, sem voru að sumu
leytí á sama báti... það hafði
ekkert orðið úr okkur á ma-li-
kvarða þjóðfélagsins.
En hvað hefði getað orðið úr
mér? Foreldrar mfnir veittu sér
ýmislegt, þótt þau væru ekki
rfk... Eg óx upp f alisnægtum eða
þar um bil. Ég fór f ferðalög...
Sfðan deyr faðir minn og möðir
mfn fer að sýsla við fjármál.
alltaf sama heimskonan, alltaf
jafn hrokafull, en plöguð af
lánardrottnum.
Eg hjálpaði henni! Atti ég
annarra kosta völ? Og fyrirtækið
hér. Það er engín Ijómi yfir þvf
sem heitið getur... Og það er
ekki meira en sæmilega traust...
Nú hafið þér fylgzt með mér í
þrjá daga og mig langar að tala
hreinskilnisiega við yður... Eg
hef verið kvæntur... Konan mfn
óskaði eftir skilnaði, því að hún
vildi metnaðargjarnari mann,
sem væri duglegri fvrirvinna...
Ég hef aðeins eitt nýra. Oft er
ég svo þreyttur og sjúkur að
marga daga samfleytt get ég mig
varla hreyft...
Ilann settist niður örmagna.
— Emma hefur sjálfsagt sagt
yður að ég hef notið hennar stöku
sinnum... Það er kjánalegt,
finnst yður ekki? Bara vegna þess
að mann vantar kvenmann af og
tii... Maður getur ekki skýrt slfkt
út fyrir hverjum sem er.
Ef ég hefði verið kyrr á kaffi-
stofunni, býst ég við að ég hefði
misst vitið... guli hundurinn...
Servieres horfinn, blóðblettir i
bfinum hans... og svo hryJlilegur
dauðdagi Le Pommerets...
— Hvers vegna hann? Því ekki
ég? Við vorum saman tveimur
klukkustundum áður. sátum víð
sama borð, drukkum úr sömu
glösunum. Og ég hafði á til-
finningunni. að hreyfði ég mig út
úr húsinu kæmi röðin að mér...
Ég fann að netið var að herpast
saman um mig og að hættan lá í
leyni... kannskí á sjálfu kaffi-
húsinu og jafnvel þótt ég væri
inni á herberginu minu.
Ég var mjög feginn þegar égsá
yður undirrita handtökuskipan á
míg... Og þö...
Hann hvarflaði augunum á
bera veggina í kringum sig og út
að rimlaglugganum, sem sneri út
í garðinn...
— Ég varð að flytja bálkinn
sem ég sef á, ég verð að hafa það f
horninu... Hvernig, já hvernig í
ósköpunum hefði nokkur getað
trúað þvf ef mér hefði verið sagt
frá gulum hundi fyrir fimm ár-
um, sem hefur að öllum Ifkindum
ekkí verið til þá... Ég er hrædd-
ur, lögregluforingi!
Ég viðurkenni að ég skal hrópa
til yðar að ég er skelfingu lost-
inn. Ég kæri mig kollóttan um
hvað fólk hugsar, þegar það
heyrir að ég hef verið settur í
fangelsi. Ég vil að minnsta kosti
ekki deyja! Og ég veit það liggur
einhver f leyni, einhver sem ég
þekki ckki og sá hefur þegar
drepið Le Pommeret og sennilega
líka Servicres og skotið á
Mostaguen... Hvers vegna? Segið
mér það. Hvers vegna! Brjáiaður
maður, býst ég við. Og enn hcfur
yður ekki tekizt að hafa hendur í
hári hans. Hann leikur lausum
hala! Hann er að læðast f grennd
við okkur. Hann veit að ég er hér!