Morgunblaðið - 26.06.1975, Page 32

Morgunblaðið - 26.06.1975, Page 32
au<;lysin<;asiminn er: 22480 IWoreunblnöií) Fékkst þú þér FIMMTUDAGUR 26. JÚNl 1975 Vélstjóri á Laxfossi slasast í Rússlandi SKIPVEKJI á Laxfossi, einu skipa Eimskipafélags Islands, liggur nú á sjúkrahúsi f Viborg f Rússlandi eftir að hafa slasazt alvariega þar f borg um sfðustu helgi. Skipverjinn heitir Hreinn Þor- kelsson og er annar vélstjóri, tæp- lega fertugur að aldri. Að sögn Jóns Magnússonar ráðningar- stjóra Eimskipafélagsins í samtali við Morgunblaðið hafa ekki borizt upplýsingar um það, með hverj- um hætti slysið varð, en ljóst er, að slysið var ekki um borð f skip- inu, heldur í landi. Hreinn mun hafa lærbeinsbrotnað og hlotið áverka á höfði og fleiri meiðsli og samkvæmt þeim upplýsingum sem borizt hafa um slysið virðast meiðslin af völdum falls. Ljóst er, að Hreinn þarf að liggja á sjúkra- húsi f nokkrar vikur vegna meiðslanna, en ekki er vitað hve- nær unnt reynist að flytja hann heim til Islands. Islenzka sendiráðið í Moskvu hefur verið f sambandi við sjúkra- húsið og mun veita nauðsynlega aðstoð í málinu eftirleiðis. Sigurður er búinn að fá um 6000 lestir af loðnu við Nýfundnaland NÖTASKIPIÐ Sigurður, sem er á loðnuveiðum við Nýfundnaland var um sfðustu helgi búið að fá 5700 lestir af loðnu og heyrzt hefur að Sigurður sé búinn að landa einu sinni sfðan f verk- smiðjuskipið Norglobal. 8 loðnu- skip munu landa f Norglobal og er það nú búið að taka á móti 20 þús. lestum, en Sigurður er lang- hæsta skipið sem landar f það. Sigurður Einarsson hjá Isfelli h.f., útgerðarfyrirtæki Sigurðar, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að veiðar Sigurðar hefðu gengið framar öllum vonum. Hæsti norski báturinn hefði fengið um 6 þús. lestir á þessum slóðum í fyrrasumar, en nú væri Sigurður búinn að fá jafnmikinn afla á 2 vikum. Gert er ráð fyrir að Sigurður verði á þessum slóð- um fram í miðjan júlí, en þá mun skipið koma heim. Ef veiðar skipsins ganga jafn vel og hingað til, þá ætti skipið að ná 10—15 þús. tonna veiði. Ljósm.Mbl.Sv.Þorm. Marfa Markan syngur dúet með Guðmundi Jónssyni f lok hljómleikanna, sem haldnir voru f Austur- bæjarbfói henni til heiðurs á sjötugsafmæli hennar. Sjá einnig myndir á bls. 3. Loðnuleit í næsta mánuði — Hefjast sumarveiðar í ár ‘ Réttarhöld í máli Fróða hófust í gær NOKKUÐ hefur verið rætt um það eftir að þrengja tók Búnir að fá 49 hvali HVALVEIÐIN hefur gengið mjög vel að undanförnu og sfðari hluta dags f gær höfðu 46 hvalir borizt á land hjá hvalstöðinni í Hvalfirði og vit- að var um báta á leið til lands með 3 hvali, þannig að veiðin er nú orðin um 50 dýr. Við fengum þær upplýsingar í hvalstöðinni f gær, að frá því að veiðarnar hófust hefðu þær gengið einstaklega vel og hefði stöðin vart undan að vinna afl- ann. Af þeim 49 hvölum, sem búið var að skjóta, voru 44 langreyður, 3 búrhvalir og 2 sandreyður. að íslenzku síldveiðiskipun- um í Norðursjó, að nauð- synlegt væri að finna ný verkefni fyrir síldveiði- skipin yfir sumartímann. Meðal þess sem borið hefur á góma er loðnuveiði úti fyrir Norðurlandi, og í næsta mánuði mun rann- sóknaskipið Árni Friðriks- son fara í loðnuleit á þess- um slóðum, en skipið er nú við síldarleit í Norðursjó. Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur sagði f samtali við Morgun- blaðið í gær, að þetta mál hefði verið mikið til umræðu að undan- förnu og sjálfur væri hann hlynntur því að þetta yrði reynt. Þá sagði Jakob að einhvers- staðar hlyti loðnan að vera á þess- um árstíma, en ekki væri vitað hvort hún væri dreifð eða í torf- um. Ef ekki er um mikla torfu- myndun að ræða, þá er nauðsyn- legt fyrir skipin að vera búin flot- vörpubúnaði. Enn er ekki vitað hvaða skip verða fyrst til að fara á þessar veiðar, en Mbl. hefur heyrt að eitt til tvö skip verði styrkt til þessara veiða í fyrstu. RÉTTARHÖLD f máli skipstjór- ans á vélbátnum Fróða hófust f gær á Siglufirði og stóðu f rúma sex tfma. Lauk yfirheyrslum ekki, og verður þvf málinu vænt- anlega fram haldið f dag. Skip- stjórinn á Fróða hefur neitað sakargiftum f réttarhöldunum. Samkvæmt upplýsingum bæjar- fógetans á Siglufirði, Elíasar I. Elíassonar, hófust réttarhöldin kl. 13 og kom fyrst fyrir réttinn áhöfnin á gæzluflugvélinni SYR. Kváðust flugliðarnir hafa séð bát- inn á Þistilfiröi þann 20. júní sl. og töldu hann hafa verið að ólög- legum veiðum. Skipstjórinn á Fróða kom næstur fyrir réttinn og kvaðst ekki hafa verið á veiðum þarna, en e.t.v. hefði um- búnaður veiðarfæra ' verið ólög- Framhald á bls. 18 SAMNINGAR AÐ TAKAST í TOGARA- DEILUNNI ÞAÐ virðist ljóst að sam- komulag nálgast nú í togaradeilunni. Um mið- nætti í gærkvöldi átti að- eins eftir að ganga frá einu eða tveim atriðum í samn- ingum við undirmenn, en ýmsar sérkröfur yfir- manna vöfðust enn fyrir samninganefndunum. ** Undirmenn vilja hins vegar ekki skrifa undir nýja samninga fyrr en á eftir yfirmönnum. Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor, sem er f sátta nefnd, sagðist ekki búast við því að skrifað yrði undir samninga f nótt. „En þetta þokast fetið“, sagði hann. „Það er ekki langt í úrslit, ég Framhald á bls. 18 Meðallaun sjúkrahús- lækna 170-200 þúsund EINS og fram kom f frétt í Morgunblaðinu f gær má búast við þvf að samninganefnd sjúkratrygginganna bjóði Læknafélagi Reykjavfkur endurskoðun á gildandi kjara- samningi milli þessara aðila með hliðsjón af þeim almennu kjarabreytingum sem orðið hafa á undanförnum vikum og náð hafa til allra launaflokka. Af þessu tilefni leitaði Morgun- blaðið upplýsinga um það hjá skrifstofu Rfkisspftalanna, hver væru meðallaun lækna á sjúkrahúsum, að meðtöldum greiðslum fyrir vaktavinnu o.þ.h. Georg Lúðvfksson fram- kvæmdastjóri gaf þau svör, að meðallaun aðstoðarlækna væru um 170 þús. kr. á mánuði, en meðallaun sérfræðinga um 200 þús. kr. á mánuði. Vaktavinnu- greiðslur væru þó mjög mis- háar eftir atvikum, en fyrr- nefndar tölur fékk hahn með þvf að taka meðaltal af launum nokkurra lækna, sem hann valdi af handahófi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.