Morgunblaðið - 27.07.1975, Page 20
ARTHUR Miller, Ieikritaskáldið fræga og höfundur
þessarar greinar, hefur tvfvegis komið til Tékkð-
slóvakíu. f fyrra skiptið kom hann þangað árið 1968,
skömmu eftir innrás Varsjárbandalagsríkjanna f landið,
og f sfðara skiptið 1973. Þessa grein ritaði hann upphaf-
lega fyrir The New York Times.
Einkennileg þjóð Tékkar. Virð-
ast alltaf hafa verið það. Gyðinga-
presturinn sem skóp Golem,
mann búinn til af manni, sótti
innblástur sinn í þokukennt and-
rúmsloft Prag. I verkum Shake-
speares er „konungurinn í Bæ-
heimi" alltaf annarlegur og
landið hans virðist vera þar sem
ljós skynseminnar endar í
purpurarauðu mistri. Þegar
Franz Kafka las sögur sínar upp-
hátt er sagt að hann hafi hlegið
sig máttlausan — sögur sem fólk i
öðrum löndum heimsins les með
óttabiandinni óró. Frá Prag komu
á miðöldum gruflandi gullsmiðir
sem höfðu i frammi galdra og
særingar. Borgin er fögur en
fegurð hennar er ójarðnesk og
hún er með hálflausa skrúfu.
Það hefur alltaf verið erfitt að
draga Tékka I dilka. Innrás
nasista i Pólland varð loks til þess
að Englendingar sögðu Þjóðverj-
um stríð á hendur en stuttu áður,
í Munchen, ofurseldu þeir Tékkó-
slóvakíu Hitler án þess að roðna.
VIÐBÚNIR
Og Tékkar voru miklu betur
undir það búnir að veita Þjóðverj-
um viðnám og jafnvel fúsari til
þess en Pólverjar voru eða hefðu
orðið.
Það sem furðulegra er, Tékkar
voru kerfi nasista eins góðir eða
betri þjónar en aðrar kúgaðar
þjóðir. Þeir einfaldlega unnu
störf sín og þögnuðu rétt eins og
þeir vissu að það væri hlutskipti
þeirra að vinna þögulir einhvers
staðar i heimi milli austurs og
vésturs, Slavar í augum Vestur-
landabúa, Þjöðverjar i augum
Slava. Þjóð sem á hvergi heima.
Bandaríkjamenn eru ekki einir
um að finnast þeir furðulegir. A
Ungverjalandi komst ég að raun
um ekki alls fyrir löngu að menn
þögnuðu þegar land þeirra var
nefnt. Tékkneska Ieynilögreglan,
stjórnin sem Rússar settu á lagg-
irnar gera alla sem trúa á sósial-
isma vandræðalega.
Áður fyrr var landið háþróað
tækniþjóðfélag, þeir hafa ára-
tugum saman smíðað sinar eigin
bifreiðar svo ekki sé minnzt á
einhver beztu vopn heimsins, en
nú hefur Iandinu verið ýtt út i
andlaust myrkur, grámyglulegur
doði heitekur landið.
AÐLÖGUNARHÆFNI
Þótt Ungverjar séu hreinskilnir
finnst þeim nauðsynlegt að minna
á að Tékkar studdu Rússa þegar
þeir kúguðu þjóðernissinnaða
kommúnista á Ungverjalandi
fyrir tuttugu árum. Tékkar laga
sig eftir aðstæðum.
Þvi er enn furðulegra en ella,
að það voru Tékkar sem allt í einu
settu allt á annan endann í heimi
sósialista með hugmyndum sinum
um marxisma með nýju mannlegu
inntaki, vorið i Prag.
I kvikmyndum, leikritum,
skáldsögum, ljóðum, dagblöðum, í
ræðum forystumanna, rikisstjórn-
arinnar, alls staðar og af öllum
var boðað nýtt skref í þróuninni
— skipulagt efnahagskerfi undir
sterkri miðstjórn og frjótt og
auðugt tjáningarfrelsi einstakl-
inga gátu i raun og veru farið
saman. En það töldu Rússar ekki.
Nú gróðursetur Alexander Dub-
cek trjáplöntur I dimmum skógi í
Bæheimi.
Þar sem stór hluti heimsins er
að færast undir kerfi marxisma i
einni eða annarri mynd töldu
fjöldamargir hilla undir vor
þegar skapandi lífsþróttur áranna
eftir miðjan síðasta áratug fékk
útrás i Prag, von sem náði langt
út fyrir landamæri Tékkó-
slóvakíu. Ef þessi iðna þjóð gat
fundið hugmyndaflugi sínu svig-
rúm innan ramma knýjandi þarfa
þrautskipulagðs þjóðfélags, þá
gat verið að framtíðin væri ekki
eins drungaleg og gleðisnauð og
hún virtist vera í öðrum löndum.
Og kannski er það þess vegna að
sú kúgun sem tékkneskir rithöf-
undar og menntamenn eru nú
beittir hefur eða ætti að hafa sér-
staka þýðingu.
HORFIÐ VOR
Samkvæmt upplýsingum frá
fyrstu hendi sem ég hef gilda
ástæðu til að trúa hefur leynilög-
reglan með skipulagsbundnum
hætti farið inn á heimili rithöf-
unda og lagt hald á handrit, rit-
smíðar sem þeir vinna að og
önnur gögn sem hún hefur sópað
saman. Ýmsir rithöfundar hafa
sætt sig við að koma fram í sjón-
varpi til að gefa yfirlýsingar þar
sem þeir afneita því sem þeir
hafa skrifað, aðrir fremja eins
konar sjálfsmorð einfaldlega með
því að skrifa valdaforystunni og
ítreka hollustu sina við land sem
Tékkar stjórna í þágu Tékka i
stað núverandi kerfis sem þeir
segja að enginn hafi trú á, kerfi
sem hefur breytt landinu i varan-
legt hersetið landamærasvæði
Sovétrikjanna. Á einn eða annan
hátt eru blóm vorsins, sem löngu
er horfið, fótum troðin.
Þannig halda Tékkar áfram að
vera undarlegir. Enginn tékk-
neskur þrýstihópur er hér (þ.e. i
Bandarikjunum) eða í nokkru
öðru Iandi. Rithöfundar úr
alþjóðasambandinu PEN senda
mótmæli til Prag en þar svarar
enginn til að neita framkomnum
ásökunum og ekki einu sinni til
að snúa út úr staðreyndum.
Amnesty International getur ekki
skorizt i leikinn því að öfugt við
leiðtoga stúdenta og marga kenn-
ara hafa þessir kunnu rithöf-
undar ekki verið fangelsaðir,
aðeins geltir og börnum þeirra
bannað að stunda æðra nám. Mál
þeirra sem hafa verið lokaðir inni
á síðustu árum eru orðin gömul.
Tékkar flytja út glervöru og þögn.
Fyrir einu ári eða svo dvaldist
ég kvöldstund á heimili eins
þeirra rithöfunda sem hið opin-
bera hefur rænt frá handritum.
Þarna voru fimm eða sex aðrir
' rithöfundar.
ÁREITNI
Þegar við sátum og spjölluðum
kom sonur gestgjafans, drengur á
unglingsaldri frá glugganum og
sagði að bifreið fullsetin óein-
kennisklæddum lögreglumönnum
hefði verið lagt handan götunnar.
Fréttin vakti aðeins andartaks
umtal: þetta var aðeins venjuleg
áreitni og með þessu átti að gefa
til kynna að fylgzt væri með því
að erlendur rithöfundur var
staddur í húsinu.
En ef högg sem þessi eru dauf
að vissu marki þegar þau riða er
Vonir kæfðar: — Rúss-
neskir skriðdrekar á
Veneceslas-torgi í Prag
innrásardaginn 21. ágúst
1968.
sársaukinn sem þeim fylgja
kvalarfullur, varanlegur og
lamandi.Margirenda á sjúkrahúsi,
farnir á taugum og með magasár,
aðrir gráta einfaldlega'táralaust
og örfáir halda áfram að pára,
reyna að meitla eitthvað sem
kemst nálægt sannleika sér til
sáluhjálpar. Og vissulega flytjast
margir einfaldlega úr landi og
taka upp annarleg tungumál sem
vefjast fyri þeim.
Þótt erfitt sé að segja hvers
vegna, getur verið að við skuldum
þeim eitthvað. Svo dæmi sé nefnt
greiða þeir f mjög áþreifanlegum
skilningi það gjald sem verður að
greiða fyrir endalok kalda stríðs-
ins og upphaf batnandi sambúðar,
„détente". Og sfður en allir aðrir
vilja þeir aftur valda árekstrum
milli Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna því að þessi þjöð er
gædd einstakri ábyrgðartil-
finningu og söguskilningi sem
gerir henni kleift að sjá heildar-
myndina. 1 fáum orðum sagt er
engrar aðstoðar að vænta af hálfu
sósialista og af hálfu nýfrjálsu
landanna í þriðja heiminum sem
sýna fyrirlitningu á sjálfstæði
þeirra. Og þeir vita að vestrænu
ríkin hafa öðru og mikilvægara að
sinna en að gera sér far um að
mótmæla aðstæðum þeirra. Því
fylgir enginn pólitískur ávinn-
ingur að taka eftir þeim, hver sem
i hlut á. Það á þá enginn.
réttlætismal
En þótt í því felist þversögn
hreinsar þetta málstað þeirra og
gerir hann — guð hjálpi þeim —
að réttlætismáli, þeim mun frekar
vegna þess að eftir því sem ég veit
bezt er ekki einn einasti þeirra
nokkuð annað en sannfærður
marxisti. Þótt ekki væri nema
vegna þess að þeir eru listamenn,
margir þeirra frábærum hæfileik-
um gæddir og þess megnugir að
lýsa upp dálítið af sameiginlegu
myrkri okkar, á ríkisstjórn þeirra
fyrirlitningu skilið.
Á vordögum þeirra fyrir átta
árum héldu þeir að þeir hefðu
fundið staðinn þar sem sósialismi
og andlegur margbreytileiki og
frelsi geta mætzt. Lögreglan
hefur barið þá niður en það sem
þeir sáu bregða fyrir i sjónhend-
ingu lifir enn i minningunni —
beinn vegur liggur áfram.
Heimurinn er að kafna í öllu
sínu kerfi sem verður sífellt
meira myrkviði, hann verður
daufari með hverri viku sem líður
fyrir andlegum vonum sínum og
vera má að hann hafi meiri þörf
fyrir þessa karla og konur en
hann gerir sér"grein fyrir eins og
nú standa sakir. Heimurinn geisp-
ar og verið getuf að í hlýjum
andardrætti hans deyi eitthvað af
sameiginlegu Iífi okkar sem er
okkur eins nauðsynlegt og brauð
— geispi golunni.
Heimurinn lætur örlög
Tékka sig engu skipta