Morgunblaðið - 27.07.1975, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLl 1975
Verður hætt við
Blönduvirkjun?
Skoðanir heimamanna skiptar
Við virkjun yrði Blanda stífluð neðan ármóta
Sandár. Neðanjarðarstöðvarhús er svo ráðgert i
Blöndudal og frárennsligöng verða niður f farveg
Blöndu, þar sem hún er í 90 m hæð y.s., 0,7 km ofan
við brúna hjá Syðri-Löngumýri í Blöndudal.
Hannsóknir á hugsanlegri Blönduvirkjun liggja nú að mestu
niðri, þvf stefnt er að því að ráðast ekki í meiri f járfestingar við
dýrar rannsóknir þar fyrr en fyrir liggur skýr vilji heimamanna
og þeirra aðila fyrir norðan, sem þarna eiga hagsmuna að gæta,
fyrir slfkri virkjun. Hefur málið verið rækilega kynnt, orku-
málaráðherra og sérfræðingar um orkumál og gróður farið
norður og haldið fundi, og sfðan hafa hrepparnir sex, sem
upprekstur eiga á landsvæði það, sem lón virkjunarinnar yrði á,
verið að móta sína afstöðu. Ef til virkjunar kemur f Blöndu, sem
orkustofnunarmenn telja hagkvæmustu virkjun norðanlands,
þá þarf stórt uppistöðulón á Auðkúluheiði vegna rekstrar-
öryggis, sem er einn aðalkosturinn við Blönduvírkjun. Það lón
tæki allt að 350 gfgalftra af vatni og yrði allt að 56,5 ferkm að
stærð, en við virkjunina færu þá alls um 5530 ha af grónu landi
undir vatn. En áætlað er að Blönduvirkjun mundi þannig
virkjuð auka um 800 Gfgavattstundum við orkuvinnslugetu
virkjanakerfis á Norðurlandi.
Valið er því hvort menn vilja
fyrir svo hagstæða virkjun
leggja þetta beitiland undir
vatn og rækta upp f staðinn
beitiiand til að bæta það úf>p,
eins og Ingvi Þorsteinsson mag-
ister telur að vel eigi að vera
hægt að gera. Hefur orkumála-
ráðherra Gunnar Thoroddsen
látið i ljós vilja á að bætt verði i
einu eða öðru formi það sem
tapast, og heimamenn m.a. látið
í Ijós að þá ætti að bæta þeím
Iandið með uppgræðslu og
hlunnindum i raforku. Aður en
ákvarðað er hvort lagt verður
fé í dýrar rannsóknir við undir-
búning að Blönduvirkjun, fé
sem mikil þörf er fyrir að nýta
annars staðar, vill ráðuneytið
láta ákvarða hvort vilji sé
heimafyrir fyrir slíkri virkjun í
Blöndu. Blönduvirkjun þykir
langhagkvæmust, en norðan-
lands er t.d. nær fullrannsökuð
Dettifossvirkjun af svipaðri
stærðargráðu og Blöndu-
virkjun, sem yrði 135 Mw og
sunnanlands eru fleiri mögu-
leikar. En Villinganesvirkjun í
Héraðsvötnum i Skagafirði, þar
sem rannsóknir eru i gangi, er
miklu minni, aðeins 32 Mw, og
óöruggari rennslisvirkjun.
Mbl. hafði á fimmtudag sam-
band við oddvita hreppanna
sem upprekstur eiga þarna, en
þeir eru þrír vestan Blöndu,
þ.e. Svínavatnshreppur, Torfa-
lækjarhreppur og Blönduós-
hreppur, en austan Blöndu Ból-
staðarhlíðarhreppur, fremri
hluti Seyluhrepps og hluti af
Lýtingsstaðahreppi, tveir þeir
siðustu í Skagafirði. Kom i ljós
í samtölum við þá, sem siðar er
getið, að Blönduósingar og
íbúar Torfalækjarhrepps vilja
láta halda áfram með Blöndu-
virkjun, i Svínavatnshreppi
voru skiptar skoðanir, 16 með
og 31 á móti fundi, en Ból-
staðarhliðarhreppur og Skaga-
fjarðarhrepparnir tveir eru
neikvæðir.
Sú aðferð, sem nú er viðhöfð
um undirbúning að hugsanlegri
virkjun Blöndu, er nýjung og
markar timamót í virkjun-
armálum. Þannig er að
staðið að virkjunartilhögun
er í upphafi vandlega kynnt
í heimahéraði, gerð grein fyrir
landskemmdum og ræktun bit-
haga og leitað eftír viðhorfum.
Efndi Gunnar Thoroddsen iðn-
aðarráðherra til kynningar-
funda á Blönduósi 25. apríl með
oddvitum upprekstrarfélag-
anna á Auðkúlu og Eyvindar-
staðaheiði, sem liggja sín
hvorum megin að Blöndu. I för
með ráðherra voru Árni
Snævarr ráðuneytisstjóri,
Jakob Björnsson orkumála-
stjóri, Páll Flygenring yfirverk-
fræðingur, Siguróur Þórðarson
verkfræðingur, Ingvi Þor-
steinsson magister, og Árni Þ.
Árnason síðar. Páll fór svo
aftur norður í maí og 9. júli
voru sérfræðingarnir enn á
fundi fyrir norðan. Voru
meginniðurstöður varðandi til-
högun virkjunar skýrðar og við-
horf kynnt, greinargerðir
lagðar fram um miðlunarlón og
beitiland, er færi undir vatn og
uppræktun að nýju o.s.frv.
Létu okkvitar hreppanna í ljós
ánægju með þessa kynningu,
en ætlunin var að þeir boðuðu
til funda heima, veittu upplýs-
ingar og skiluðu svörum heima-
manna til ráðuneytisins.
Blönduvirkjun í fullri stærð
gerir ráð fyrir því að stifla
verði í Blöndu nálægt tveimur
km. neðan ármóta Sandár. Yrói
þar jarðstífla með þéttikjarna
úr jökulruðningi. Lónið næði
yfir 56,5 ferkm, en heildar-
stærð gróins lands þar og við
virkjunina almennt yrði 5530
hektarar. Frá miðlunarlóni
ofan stíflu yrði veituskurður að
Þrístiklu með lokuvirki í stíflu
norðan Kolkuóss. Vatnsborð
Þrístilku yrði hækkað lítið eitt
með jarðstíflu í Fannlæk neðan
Smalatjarnar og verður þá sam-
fellt lón þaðan að áðurnefndum
veituskurði. Frá Smalatjörn
verður þá stuttur veituskurður
noróur f efstu drög Stuttalækj-
ar, sem fellur í Austara Frið
mundarvatn. Þaðan fellur
vatnið um Fiskilæk í Gilsvatn,
sem yrði inntakslón virkjunar
innar. Inntaksskurður virkjun-
arinnar frá Gilsvatni að Sel-
bungu verður um 7 km langur.
Við skurðenda myndast lítið
lón ofan jarðstíflu. I jarðstifl-
unni verður steinsteypt inn-
taksmannvirki með geiraloku.
Að stöðvarhúsi, sem ráðgert er
neðanjarðar, verða lóðrétt
hringlaga aðrennslisrör. Frá-
rennslisgöng verða niður i far-
veg Blöndu, þar sem hún er í 90
m hæð, 0,7 km ofan við brúna
hjá Syðri Löngumýri I Blöndu-
dal. Meðalrennsli til fyrirhug-
aðrar virkjunar er talið 38,6
kl/s. Virkjað rennsli er ráðgert
48,7 kl/s í þremur vélasam-
stæðum, samtals 135 Mw. Fyrir-
huguð miðlun við Reftjarnar-
bungu er 415 Gl. Þarf þá að
stffla upp í 478,2 m hæð, en i
almestu flóðum mundi vatns-
borðið stíga upp f 479,74 m hæð.
Slfk Blönduvirkjun mundi
auka um 800 Gfgawattstundum
við orkuvinnslugetu virkjana-
kerfis á Norðurlandi.
Umhverfismál og þá fyrst og
fremst rýrnum beitilands hafa
verið mjög til umræðu í sam-
bandi við hugmyndir um
virkjun Blöndu og því komu
fram tillögur um að reisa miðl-
unarstíflu ofan móta Sandár og
Blöndu. Þá myndi verulega
minna gróðurlendi fara undir
vatn vestan Blöndu en hins
vegar austan ár. Einnig hafa
fram komið tillögur um að reisa
miðiunarstíflu ofan i Blöndu í
því skyni að minnka fóðurgildi
þess lands, sem færi undir vatn.
Með þessu fyrirkomulagi
verður þó ekki komist hjá að
hafa einnig miðlun neðar til
nýtingar á þvi vatni, sem fellur
milii stíflustæða. Við slfka at-
hugun kom i ljós að tilfærsla
miðlunarstiflu við Sandárhöfða
eða tvískipti lónsins eykur
stofnkostnað virkjunarinnar
um 970 — 2415 milljónir króna
og hækkar orkukostnað hennar
um 9,7 — 25,2%. Þær aðgerðir
bjarga allt að 45% þess beiti-
lands, er undir lónið fer i
grunntilvikinu. Við að draga úr
stærð miðlunarlónsins við Ref-
tjarnarbungu minnkar afl
virkjunarinnar um allt að 25
Mw og orkuvinnslugetan um
allt að 146 Gfgawattstundir eða
um 18%. Með því má bjarga allt
að 15% beitilandsins. Orku-
kostnaður hækkar lftið eða
mest 3,5%. Hvorug leiðin virð-
ist álitleg, fyrst og fremst vegna
verulegrar aukningar stofn-
kostnaðar eða rýrnunar orku-
vinnslugetu, en eftir sem áður
fer verulegt beitiland undir
vatn. Það er ekki talið for-
svaranlegt vegna rekstrar-
öryggis virkjunarinnar að hafa
miðlunarlónið undir 250 Gl.
Aftur á móti er lagt til og
talið unnt að rækta upp örfoka
land I næsta nágrenni væntan-
legs miðlunarlóns, bæði vestan
Blöndu og austan, og gerði
Ingvi Þorsteinsson magister
grein fyrir þvf. Þetta er talið
sannað meðal annars með til-
raunum, sem starfsmenn hjá
Rannsóknastofnun land-
búnaðarins hafa staðið fyrir á
vegum þeirrar stofnunar. Með
núverandi áburðarverði
(óniðurgreiddu) má áætla að
kostnaður við dreifingu áburð-
ar úr flugvél nemi um 20.000
kr./ha, en 2500 kr./ha ef jafn-
framt er dreift fræi. Hugsa má
sér, að slík uppgræðsla sé fram-
kvæmd þannig, að fyrsta árið sé
dreift bæði fræi og áburði, en
áburði næsta ár og síðan annað
hvert ár uns liðin eru 10 ár frá
því verkið hófst, segir i greinar-
gerð, sem lögð var fram á fund-
inum 9. júlí og fjórða hvert ár
úr því um alla framtíð. En
reiknað er með að uppgræðslan
hefjist 4 árum áður en lónið er
fyllt i fyrsta sinn. Yrði beitar-
gildi þess lands, sem fer undir
lónið ríflega bætt með upp-
græðsiu 1500 hektara af gróður-
lausu landi. Uppgræðslan
hækkar þannig orkukostnað
virkjunarinnar um 2,5% sam-
kvæmt áætluðum útreikn-
ingum. Hagkvæmni hennar
Stórt miðlunarlón á Auðkúluheiði er nauðsynlegt, ef virkja á Blöndu. En við það
mundi fara f kaf 56 ferkm af landi og þar f gróið land. Virkjunarmenn hafa
stungið upp á því að rækta í staðinn jafnstórt land á afréttinum, og Ingvi
Þorsteinsson magister telur það vel hægt. Á myndinni sést stærð slíks lóns og hvar
það yrði.