Morgunblaðið - 27.07.1975, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JULl 1975
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sfmi 22 4 80.
Áskriftargjald 700.00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 40,00 kr. eintakið
Rúmlega þriðja hver
króna, sem ráðstafað
er á fjárlögum ársins 1975,
eða 16.000 milljónir, fer til
tryggingar- og heilbrigðis-
mála, enda eru þeir mála-
flokkar langstærstu gjalda-
liðir ríkissjóðs. Núverandi
ríkisstjórn tók við völdum í
endaðan ágúst á sl. ári. Frá
þeim tíma og til og með
júlímánuði í ár hafa
lífeyrisbætur almanna-
trygginga hækkað . um
2.200 milljónir króna.
Þetta kom fram í viðtali
Morgunblaðsins við
Matthías Bjarnason, heil-
brigðis- og tryggingaráð-
herra í gær.
Á valdaferli núverandi
ríkisstjórnar hafa lífeyris-
bætur hækkað fjórum
sinnum:
í fyrsta sinn í október-
byrjun sl. árs. Þá hækkuðu
almennar lifeyristrygg-
ingar um 6%, sem kostaði
þá tæpar 302 m.kr., tekju-
trygging um 16%, sem
kostaði um 80 m.kr. og
slysatrygging og sjúkra-
dagpeningar um 7%, sem
kostaði 24. m.kr. Samtals
var þessi fyrsta hækkun
upp á 406 m.kr.
Aftur varð hækkun bóta
l. desmeber um 3%, sem
nam á ársgrundvelli 173
m. kr.
Þá varð hækkun á öllum
ákvörðun um, að bætur
skyldu hækka um 8% frá
sama tíma, vegna
almennra kauphækkana,
sem urðu nýverið, en þær
bætur koma ekki til út-
borgunar fyrr en í næsta
mánuði. I reynd hækkuðu
bætur almannatrygginga-
kerfisins því um 11% frá í
júlí sl. og er áætlað að þess-
ar hækkanir muni nema
um 740 m.kr.
Það má þvi segja að á
u.þ.b. 11 mánaða valdaferli
núverandi ríkisstjórnar
hafi lífeyrisbætur hækkað
um 2.200 m.kr.
Ef gerður er saman burð-
ur á lífeyri almannatrygg-
inga í ársbyrjun 1974 og í
júlíbyrjun 1975 verður
niðurtaðan þessi. Lifeyrir
einstaklings, 67 ára og
eldri, án tekjutryggingar,
hefur hækkað úr 9.772
um tíma hækka hlutfalls-
lega miðað við kaup í al-
mennri verkamannavinnu.
Við þetta lagaákvæði er
ákvörðun ráðherra og
ríkisstjórnar bundin,
meðan það er óbreytt.
Þessi var og háttur á um
ákvörðun lífeyrisbóta bæði
hjá fyrrverandi og nú-
verandi rikisstjórn.
Hitt er svo annað mál, að
á tímum fyrri trygginga-
ráðherra, eða i febrúar
1974, var þann veg gengið
frá almennum kjarasamn-
ingum, að svokölluð lág-
laun, sem eru lagaleg við-
miðun lífeyris almanna-
trygginga, hækkuðu
minna, bæði hlutfallslega
og í krónutölu, en laun
tekjuhærri * starfshópa.
Þessir starfshættir komu
síðan óhjákvæmilega fram
í ákvörðun ellilífeyris á
bótum 1. apríl sl. um 9%,
sem þýddi útgjaldaauka að
fjárhæð 455 m.kr. á ári.
Tekjutrygging hækkaði
um 16% frá sama tíma, eða
sem svarar 250 m.kr. með
sömu viðmiðun. Auk þessa
er skattaafsláttur greiddur
sem tekjutrygging 1975,
sem áætlað er að muni
nema 210 m.kr. Samtals
eru þetta um 915 m.kr.
Frá 1. júlí sl. hækkuðu
svo allar bætur um 3%.
Að auki tók ríkisstjórnin
Lífeyrir
krónum í 16.130 eða um
65%. Einstaklingur með
fulla tekjutryggingu fékk
þá 15.108 krónur, fær nú
29.223, hækkun 93%. Hjón,
án tekjutryggingar, fengu
þá 17.590 krónur, fá nú
29.051, hækkun 65%. Hjón
með fulla tekjutryggingu
fengu þá 27.195 krónur, fá
nú 51.169, hækkun 88%.
í almannatrygginga-
lögum er svo kveðið
á um lífeyrishækkan-
ir, að þær skuli á hverj-
þeirri tíð. Við kjarasamn-
inga á þessu ári var á
annan og heilbrigðari veg
staðið að þessum málum
sem skunnugt er.
Það er flestra mál, að
aldraðir þegnar þjóðfélags-
ins, sem unnið hafa því
langan og strangan ævi-
dag, eigi það inni hjá sam-
félaginu, áð þeir geti búið
við afkomulegt öryggi á
efri árum. Sífellt miðar og í
rétta átt um aðbúð
aldraðra og vanheilla, þó
enn megi að sjálfsögðu
betur gera. Lítið þjóðfélag
með tiltölulega stórt hlut-
fall fólks, aldraðra, van-
heilla og námsmanna, sem
af eðlilegum ástæðum tek-
ur ekki fullan þátt í verð-
mætasköpun þess, hlýtur
þó hverju sinni að taka mið
af þeirri fjárhagsgetu, sem
fyrir hendi er.
Sú aldraða sveit, sem nú
situr á friðarstóli í dag,
hefur gegnt mikilvægu
hlutverki í framvindu þjóð-
félagsmála. Það er hún,
sem með störfum og striti
breytti íslenzku þjóðfélagi
úr frumstæðu og fátæku
samfélagi í það velferðar-
þjóðfélag, sem við búum að
í dag. Það er hún, sem
lagði grundvöllinn að nú-
tíma velmegun lands-
manna. Hún skilaði niðjum
sfnum betra landi en hún
tók við. Þjóðin sem heild
stendur því í stórri ógold-
inni þakkarskuld við hina
eldri kynslóð.
Það er ljósasti votturinn
um menningu og siðferði-
legan styrkleika hverrar
þjóðar, hvern veg hún býr
að hinum öldruðu. Sú
endurskoðun á löggjöf
almannatrygginga, sem
núverandi ríkisstjórn
hefur beitt sér fyrir og
væntanlega leiðir til fram-
lagningar nýs lagafrum-
varps á vetri komanda,
verður að taka mið af þeim
menningarlegu og siðferði-
legu kvöðum nútíma þjóð-
félags, sem skyldu þess við
hina eldri kynslóð leggja
því á herðar.
i Reykiavíkurbréf
♦
►Laugardagur 26. júlí
Sögulegur
fundur
I þeirri viku, sem nú er að hefj-
ast, koma leiðtogar 35 Evrópu-
landa saman í Helsingfors til að
undirrita svonefndan öryggissátt-
mála Evrópu, en hann er eins
konar viljayfirlýsing þessara
landa um ákveðin efni, svo sem
öryggi álfunnar, menningar- og
mannúðarmál, mennta- og efna-
hagsmál. Undanfarna mánuði
hefur verið unnið að því að setja
yfirlýsingar þessar saman í Genf
og nú hefur verið gengið frá text-
anum. Hlutverk leiðtoganna í
Helsingfors er ekki annað en
flytja ræður og skrifa undir. Enda
þótt hér sé ekki um sáttmála að
ræða, heldur grundvallar-skuld-
bindingar eru þátttökurikin að
sjálfsögðu siðferðilega bundin að
framfylgja þvi, sem þar segir. Að
vísu er reynslan sú, að einræðis-
riki framfylgja einungis því, sem
þeim hentar. Þau hafa undirritað
sáttmála Sameinuðu þjóðanna,
þar sem kveðið er skýrt að orði
um ýmis grunvallaratriði í mann-
réttindamálum án þess þó, að
þeim detti i hug að framkvæma
hann. Auk þess leggja þau þá
merkingu i orð og hugtök, sem
þeim sjálfum sýnist og þarf ekki
að tíunda dæmi þess efnis í löngu
máli, heldur er nóg að minna á
orð eins og „alþýðulýðveldi" og
„sósíalístískt lýðræði“, svo ekki sé
talað um, hvernig kommúnistar
hafa gengið af orðinu „frelsi“
dauðu.
Margt og mikið hefur verið
skrifað um öryggissáttmála Evr-
ópu hér í blaðið og þar við verður
látið sitja. Einungis bent á, að í
dag er gerð dálítil úttekt á þeirri
viljayfirlýsingu, sem um er að
ræða. Margt vekur grunsemdir í
sambandi við yfirlýsingu þessa,
ekki sízt það hve annt Sovétríkj-
unum og öðrum kommúnistalönd-
um hefur verið um að koma þess-
um sáttmála í höfn. Upphafið hef-
ur jafnvel verið rakið til óska
Molotovs, utanríkisráðherra Stal-
íns, og er að sjálfsögðu óbragð að
þvi. En Sovétríkin hafa löngum
viljað fá staðfestingu á núverandi
fyrirkomulagi i Evrópu, því að
með status quo þyrftu þau ekki að
hafa áhyggjur af leppríkjum sín-
um í Austur-Evrópu og innlimun
Eistlands, Lettlands og Litháens í
Sovétrikin. Örlög þessara þriggja
smáríkja eru sem kunnugt er, ein-
hver ljótasti bletturinn á sögu
Sovétríkjanna og er þá mikið
sagt, þvi miður. Ýmsum þykir
sem lýðræðisríkin séu ekki nógu
vel á verði gagnvart Sovétríkjun-
um og „détente“ eða friðsamleg
sambúð hafi orðið meiri ávinning-
ur fyrir einræðisöflin en lýðræð-
isríkin. Hvað sem því lfður hafa
lýðræðisrikin þó áorkað ýmsu í
sambandi við samningagerðina í
Helsingfors og Genf, m.a. eru
kommúnistar siðferðilega skuld-
bundnir til að auka mannréttindi
f löndum sínum, þoka mannúðar-
málum í rétta átt, auka samskipti
við önnur ríki, auðvelda frétta-
flutning og síðast, en ekki sízt,
virða landamæri þeirra rikja sem
enn eru frjáls i álfunni. Þá hafa
Sovétmenn orðið að kyngja þeirri
kröfu Vesturveldanna að tilkynna
fyrirfram um heræfingar og ætti
þetta m.a. að auka öryggi á Norð-
ur-Atlantshafi, þar sem Rússar
hafa víðtækar flota- og heræfíng-
ar, eins og kunnugt er, en fróðlegt
verður að sjá, hversu vel þeir
virða i verki þær skyldur, sem nú
hafa verið á þá lagðar, með hinum
nýja öryggissáttmála, þ.e. að til-
kynna Islendingum og öðrum At-
lantshafsríkjum fyrirfram um
væntanlegar flotaæfingar þeirra
á Atlantshafinu. Verður rækilega
fylgzt með því, hvernig þeir munu
framfylgja þessu ákvæði, ekki sið-
ur en öðrum.
NATO jafn
nauðsynlegt
og áður,
segir Mao
Enginn ætti að vera svo barna-
legur að láta sér detta í hug, að
kommúnistar breyti áróðurstækni
sinni, stefnu, hvað þá markmiði,
þó að þeir skrifi nú undir fyrr-
nefnda viljayfirlýsingu um öryggi
og samskipti ríkja í Evrópu. Þvert
á móti er nú nauðsynlegt að vera
vel á verði og fylgjast rækilega
með því, hvaða stefnu þeir fram-
fylgja á næstunni. Og margoft
hefur verið á það bent, að þessi
nýja viljayfirlýsing breyti engu
um hernaðarjafnvægi i álfunni,
og sízt af öllu eigi Atlantshafs-
bandalagsþjóðirnar að draga úr
vörnum sínum. Nauðsynlegt er að
hafa þetta i huga.
Hér að framan var minnzt á
Stalínstímann. HoIIt er að hafa
það einnig í huga, að á þeim ár-
um, sem Molotov kom með hug-
myndina um öryggissáttmála Evr-
ópu unnu Rússar að því öllum
árum að breyta Kínaveldi í sov-
ézka nýlendu. Kínverjar benda
oft á, að sú fyrirætlan hafi farið
út um þúfur rétt f þann mund,
sem heimsveldastefna sovézkra
kommúnista var að sigra i Kína og
það hafi verið fyrir einstaka ár-
vekni og framsýni Mao formanns,
sem Kínverjum tókst að sjá við
Rússum og snúa þróuninni sér I
hag. Áreiðanlega er mikið til i
þessari söguskoðun Kinverja,
enda ekki út í hött að fullyrða, að
Mao formaður og samstarfsmenn
hans hafi á siðustu árum verið
raunsæjastir allra í afstöðunni til
Sovétrikjanna. Varnaðarorð
þeirra hafa sem betur fer haldið
vöku yfir ýmsum þeim, sem ann-
ars hefðu sofnað á verðinum, ekki
sízt lýðræðisþjóðunum í Evrópu.
Hurð skall nærri hælum í Kina.
Þvi þá ekki í minni löndum?
spyrja Kínverjar. Enginn skyldi
halda annað en Sovétríkin stefni
að heimsyfirráðum. Þetta þykjast
Kínverjar vita af biturri reynslu,
enda augljóst þegar litið er á ut-
anríkisstefnu Rússa frá striðslok-
um.
Kínverjar benda fámennum
þjóðum eins og íslendingum á að
vera vel á verði, því að fyrst litlu
munaði að Kínaveldi yrði Sovét-
ríkjunum að bráð, sé smárikjum
nauðsyn á að hafa opin augu og
eyru. Þessi aðvörun maoista á
fullan rétt á sér og Islendingar
ættu að leggja við hlustirnar, ekki
sizt þegar maoistar hvetja þá til
að efla samstöðu sína með öðrum
Atlantshafsbandalagsrfkjum, svo
að unnt sé að halda Sovétríkjun-
um innan þeirra takmarka, sem
nauðsyn krefur, ef heimurinn á
ekki að verða rússneska birninum
að bráð. Fulltrúar Maos hér á
landi segja íslenzkum gestum sín-
um blákalt, að sovézk sendiráð í
öðrum löndum hafi einungis
tvenns konar hlutverki að gegna:
að stunda njósnir og vinna að því
að koma viðkomandi riki undir
sovézk yfirráð. Ekki er annað
hægt en taka mark á þessum orð-
um Kínverjanna. Þeir hafa
reynsluna. Auk þess hefur það
vakið miklar grunsemdir og tor-
tryggni, hvernig Sovétmenn hafa
valið í sendiráð sitt hér á landi.
Morgunblaðið hefur áður bent á,
að sendiherrann, Farafanov, hef-
ur verið KGB-njósnari frá 1951 og
sérhæfður í að fjarstýra erlend-
Solzhenitsyn
um kommúnistaflokkum. Höfund-
ur bókarinnar, „KGB — leynileg
störf sovézkra njósnara“, John
Barron, sem nefnir hann f þeim
kafla bókar sinnar, sem fjallar
um sovézka njósnara, segir, að
hann hafi m.a. starfað i sendiráð-
inu í Helsingfors og haft tviþætt
verkefni, i fyrsta lagi að fylgja
fram fyrirmælum miðstjórnar
sovézka kommúnistaflokksins
gagnvart finnska kommúnista-
flokknum og i öðru lagi að sjá um
flutning með leynilegum hætti á
fjármagni frá Moskvu til þess að
halda uppi margvíslegri undirróð-
ursstarfsemi. Fyrir átta árum
minntist hinn heimsfrægi blaða-
maður New York Times, Sulz-
berger, sérstaklega á Farafanov
og skýrði frá þvi, að hann hefði
um 8 ára skeið verið KGB-
njósnari i Svíþjóð. Menn geta þvi
rétt ímyndað sér, hvaða starfi
hann gegnir hér á landi.
Morgunblaðið vill einnig vekja
athygli á því, að nánasti sam-
starfsmaður hans hér á landi,
Yevgennni Ivanovich Gergel
fyrsti sendiráðsritari sovézka
sendifáðsins, er einnig nefndur i
bók John Barron um KGB-
njósnara, og er þar sagt frá því, að
bann hafi starfað í Nýja-Sjálandi
1956—1961 og Sviþjóð 1964—
1970. Morgunblaðinu er kunnugt