Morgunblaðið - 27.07.1975, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 27.07.1975, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 1975 F urðuleg vinnubrögð við val landsliðsins Guðgeir Leifsson og Arni Stefðnsson fð aðhlynningu að Iftilshðttar meiðsium sfnum f leiknum við Norðmenn f Bergen. ISLENZKA knattspyrnulandslið- ið hefur ðtt velgengni að fagna í leikjum sfnum f sumar og ðrangurinn verið betri en ðður. Ástæðurnar fyrir velgengninni eru eflaust fleiri en ein. Nefna mð betri undirbúning leik- mannanna með sfnum félögum, gott samkomulag milli félaganna og landsliðsins, og sfðast en ekki sfzt dugandi landsliðsnefnd — ð flestum sviðum — sem lagt hefur sinn skerf af mörkum til að ðrangurinn mætti vera sem bezt- ur. Eitt er þð það atriði, sem mikið betur hefði mátt fara í sambandi við landsliðið og það eru þær breytingar sem geróar hafa verið á liðinu sjálfu og þá sérstaklega á ÁRLEG bæjarkeppni f golfi milli Ólafsfirðinga og Siglfirðinga fór fram helgina 19. og 20. júlí. Keppni þessari er þannig hðttað að þátllaka er opin öllum Sigl- firðingum og Ólafsfirðingum, og er ðrangur 6 bestu frá hvorum stað (alinn. F.vrri dag keppninnar var spilað á vellinum f Siglufirði, en sfðari daginn á Óiafsfirði. 18 holur eru leiknar á hvorum velli. Að þessu sinni báru Ólafsfirð- ingar sigur úr býtum. Án for- gjafar léku þeir á 1142 höggum, en skor Siglfirðinga var 1208 högg. Með forgjöf var skor Oiafs- firðinga 882 högg, en Siglfirðinga 922 hiigg. Árangur einstakra kylfinga varð þessi, án forgjafar: 1. Hafliði Guðinundss., S 181 2—3. Hilmar Jóhannesson, Ó 183 2—3. Jón Sæmundsson, S 183 landsliðshópnum á milli leikja. Hefur þar verið um hrærigraut að ræða, sem undirritaður fær ekki séð að þjóni neinum skynsam- legum tilgangi. Það skal skýrt tekið fram áður en lengra er haidið að f þeim lfnum sem hér fara á eftir er ekki verið að veitast að leikmönnum þeim sem hlut eiga að máli eða verið að ásaka þá á nokkurn hátt. Þeir sem við stjórnvölinn standa eiga sök á þessum vinnubrögðum, en ekki leikmennirnir sem kastað er til og frá. Fyrir leikinn við Norðmenn hér heima var Grétar Magnússon sett- ur út úr 22 manna hópi og sú skýring gefin að hann væri ekki nógu góður. I landsleiknum við Með forgjöf: 1. Hilmar Jóhannesson, 0 141 2—3. Árni Sæmundsson, 0 144 2—3. Sveinn Guðinundss., 0 144 Sigb. G. Eyja-Þór í Danmörku UNDANFARIÐ hefur 24 manna hópur 14—16 ára gamalla pilta frá Iþróttafélaginu Þór i Vest- mannaeyjum dvalið I Danmörku. Hafa piltarnir æft í einni af út- borgum Kaupmannahafnar og leikið við jafnaldra sfna þar og víðar á Sjálandi. Er hópurinn væntanlegur heim nú í vikunni eftir vel heppnaða ferð til Dan- merkur. Norðmenn f Bergen 10 dögum síðar var Grétar hins vegar að finna meðal þeirra 11 sem hófu leikinn. Hermann Gunnarsson var á sfn- um tfma hálfatvinnumaður með austurrísku knattspyrnuliði. Hann var valinn f 22 manna landsliðshóp fyrir fyrri leikinn við Norðmenn. Það kom þó aldrei til að Hermann yrði valinn í landsliðið, þvf að áður en liðið var valið áttuðu landsliðsnefndar- mennirnir sig á því að knatt- spyrnumenn, sem leikið hafa með atvinnumannaliði, mega ekki ieika með landsliði í ólympíu- keppni. Hermann var þar með útúr dæminu, en eðlilega hefði nefndin átta að kynna sér málin til hlitar áður en hún valdi Hermann f hópinn. Jón Gunnlaugsson frá Akranesi var á varamannabekk í leikjunum gegn Frökkum og A-Þjóðverjum og hann lék gegn Færeyingum. Jón var hins vegar ekki að finna meðal þeirra 16 leikmanna, sem skipuðu landsliðshópinn í leikjunum gegn Norðmönnum. Sagði Tony Knapp landsliðs- þjálfari að það tæki hann sárt að setja Jón útúr hópnum fyrir fyrri Noregs-leikinn, en í liðinu væru svo margir varnarmenn að hann hefði ekki rúm fyrir þá alla. Væri þetta sérstaklega erfið ákvörðun fyrir sig þar sem Jón hefði verið bezti leikmaður Akranesliðsins f leik lA og iBK, sem var siðasti leikur IA fyrir fyrri leikinn við Norðmenn. Spurningin er hvað hafði breytzt, svo mikið, frá fyrri iandsleikjum að Jón ætti ekki rétt á því að sitja að minnsta kosti á varamannabekknum. Janus Guðlaugsson úr FH var valinn í landsliðshópinn fyrir leikinn við Færeyinga og sat á bekknum allan leikinn. Fyrir fyrri leikinn við Norðmenn var hann svo einn þeirra sem var val- inn i 22 manna hóp og hann var í 18 manna hópi sem var valinn af óskiljanlegum ástæðum. Þá var komið að því að setja hann út í kuldann ásamt Jóni Gunnlaugs- syni. Nú er Janus ekki lengur að finna meðal hinna 22 leikmanna, en f hans stað var Vestmanna- eyingurinn Ólafur Sigurvinsspn valinn. Vissulega er Ólafur allra góðra gjalda verður, en spurn- ingin er hvort hann sé kominn f nægilega þjáifun til að leika iandsleik og hvers á Janus að gjalda, sem leikið hefur mjög vel með FH og er leikmaður í stöðugri framför. Sigurður Dagsson hafði varið landsliðsmarkið mjög' vel í leikjunum við Frakka, Þjóðverja og Norðmenn hér heima. I sfðast- nefnda leiknum meiddist hann lftiilega á hendi og að sögn lands- liðsnefndarmanna voru þau meiðsli ástæðan fyrir þvf að hann fór ekki til Noregs. Sjálfur segir Sigurður þó að meiðslin hafi ekk- ert háð sér og hann hefði meiðsl- anna vegn getað leikið landsleik- inn. Hvaða tilgangi þjónar þessi hrærigrautur og hverjum er greiði gerður með þessu? Islenzkri knattspyrnu? Veit ekki ég. -áij Ólafsvíkingar unnu Siglfirðinga í golfi Að kenna árinni... 1 draumi sérhvers manns er fall hans falið — sagði Steinn Sleinarr. Og hver golfari sýnisl ala með sér þann draum, að ein- hverntfma í framtíðinni — eða jafnvel innan skemms — muni hann eignasl nýlt golfselt, sem færi honum leyndardóm golfgel- unnar á silfurfasli: Þráðbein og löng dræv, sem aldrei bregðasl, beilt járnhögg, sem stefna eins og riffilkúlur á pinnann og snar- stoppa þar. Og þessum gladra- tækjum fylgir hinn eini sanni pútlari, sem sendir allt fyrir- hafnarlaust f holuna. Framleiðendur virðast alveg klárir á þessu og nýta prýðilega þennan furðu aimenna veikieika. Þeir birta útsmognar auglýsingar með vísindalegu yfirbragði, þar sem vélar eru látnar um að segja Stóra Sannleik. Og Stóri Sann- leikur er kannski sá, að hárná- kvæm sláttumaskína hafði alltaf slegið ákveðna boitategund fáein- um metrum lengra en allt hitt draslið. Allt undir ströngu eftir- liti vísindanna að sjáfsögðu. Flestir golfarar hafa þann veik- leika að ágirnast nokkra metra í viðbótar högglengd. Þessvegna hitta auglýsingar af þessu tagi viðkvæma sálarstrengi og hafa ugglaust tilætluð áhrif. Miðlungsgolfarinn í heiminum, sem mig minnir að sé með 18 í forgjöf samkvæmt einhverri merkri statistik, hann hittir ekki alveg alltaf eins og æskilegast væri: í hnitiniðju blaðsins eða á sæta punktinn eins og þeir kalla það í útlandinu. En framleiðend- ur áttu svar við þvf; alltaf eru þeir boðnir og búnir að hjálpa goifaranum í hinum aðskiijan- TégiT raunum hans. Nú var tekið .að-skfúfa nagla í kylfuhausinn — eiturþunga nagla. Eða þá að bak- hliðin á hausnum var öll afmynd- uð og næstum því gat i miðjunni. Og sjá mínir eiskanlegu, sögðu framleiðendur: Nú er nákvæm- lega sama hvernig þið hittið, hvert einasta kiámhögg fær fulla lengd og fína stefnu. Þvflfkar framfarir, þvilík bylt- ing í ríki útvaldra. Menn sáu fyrir sér, hvernig forgjöfin mundi lækka úr 15 niður i 5 og það var ekkert áhorfsmál að splæsa i galdratækin þótt dýr væru. Og þarna var það, hið endanlega svar: The biggest sweet spot — The increased power area“. En þegar til kastanna kom á grængresinu, virtist Stóri Sann- leikur ekki alltaf duga. Menn héldu áfram að slæsa og krækja og toppa og slá allar hugs- anlegar sortir af klámhögg- um eins og löngum áður. Þá var ekki lengur hægt að kenna árinni, þótt róðurinn gengi ekki að óskum og kannski búið að ræna mann þeirri' sætu blekkingu, að kylfurnar hefðu ekki verið nægilega góðar. Og þó; kannski var þetta ekki nóg, þegar á allt er litið. Kannski dugar ekki svona fínn kylfuhaust með Big sweet spot og Micro- balance og hvaðeina. Kannski þarf maður stíft skaft, vegna þess að maður er svo gífurlega sterkur i handleggjunum og sveigir normalsköftin eins og band- prjóna. Eða kannski extra stíft. Þá selur maður fínirfið ein- hverjum, sem er að fikra sig upp stigann og segir honum, að hann hafi ekkert að gera við stif sköft; þau séu bara fyrir próana. Svo kaupir maður stíft eða extra stíft og tekur ennþá meira á en áður og samt verða höggin styttri en þau voru — þvf kannski hefur maður gert sér rangar hugmyndir um kraftana. Samt er ekki ástæða til að ör- vænta, því alltaf kemur eitthvað nýtt, sem gæti hugsanlega orðið hin endanlega lausn. Einusinni voru það álsköft, sem áttu að ieysa vandann; þau voru léttari en stál og þar af leiðandi betri og hver skussi átti að geta kýlt yfir 200 metra með þeim. Eftir örfá ár voru þau samt alveg úr sögunni og tfmi stálsins rann upp að nýju’ Ekki höfðu menn þó gefið upp alla von um, að ekki væri tii eitt- hvert undraefni, sem tæki fram stáli. Og nú er svarið komið: Carbonít eða grafit heitir það og framleiðendur fullyrða að það boði mikinn fögnuð, sem veitast muni öllum lýðnum. Sá fögnuður er að sjálfsögðu fólginn i viðbótar högglengd, en sá böggull fylgir skammrifi, að rythminn verður að vera í lagi og þvf miður er ekki hægt að kaupa hann. Kannski seg- ir það eitthvað um þjóðar- karakter, að Skotar, sem þó eru elztu golfþjóðin, virðast litt eltast við nýjungarnar. Þar i landi er algengt að sjá menn með eldgami- ar og útsiitnar kylfur, stundum með trésköftum og gjarnan sfna af hverri sortinni. Liti maður hinsvegar f kringum sig á sænsk- um golfvöllum eða þeim ferða- mannastöðum sunnar i álfunni, þar sem Svíar leika golf sér til afþreyingar, þá getur gjarnan að líta nýjustu árgerðir af Ping eða Lynx og öðru álíka. Og af þvf sem sjá má hér, feta islenzkir golfarar öllu fremur i fótspor Svia en Skota að þessu leyti. Það er i rauninni kyndugt að sjá ailan þennan búnað: Tunnu sekki á hjólum með fjórtán kylf- um og svo lýist maður og þreytist á að draga á eftir sér alit þetta stál. Gæti þetta ekki verið eitt- hvað einfaldara? Til dæmis um það mætti minna á, að sigurvegar- inn í 1. flokki á landsmótinu á Akureyri í vonda veðrinu hér um árið notaði tvö járn, sjöjárn og pútter. Annað hafði hann ekki með sér og hélt á prikunum í annarri hendi: Enginn trúir því samt f alvöru, að Stóri Sannleikur sé fólginn í að nota sem fæst prik; öðru nær. Og leitin að galdratækjunum heldur áfram i kynjaskógi auglýsing- anna. Svo enn sé vitnað f ljóð Steins um drauminn og blekking- una: I draumi sérhvers manns er fall hans falið þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg áf blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið á bak við veruleikans köldu ró. GS.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.