Morgunblaðið - 27.07.1975, Side 39

Morgunblaðið - 27.07.1975, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLl 1975 39 Minningarorð um Asgeir Guðmundsson prentara Þegar mér barst andlátsfregn Ásgeirs Guömundssonar prentara setti mig hljóðan, og vissi ég þó, að heilsufari hans hafði um ■nókkuð langt skeið verið þannig háttað, að við öllu mátti búast. Þá var hann einnig kominn á þann aWujv sir menn hins látlausa starfs hafa eytt mestu af kröft- unum og eiga rétt á hvíld og þrá hvíld. En samt setti mig hljóðan við helfregn hans. Og hví þá það? Jú, Ásgeir Guðmundssonv var f einu og öllu einn hinn vammlausasti maður, sem ég hef mætt um dag- ana. Hans geta þeir, sem þekktu hann bezt, ávallt minnzt, er þeir heyra góðs manns getið. Hann var einn hinna hljóðlátu í landinu, hinna hlédrægu og ró- legu á hverju sem gekk. Er því ekki að neita, að oft vill sjást yfir slika menn og þeir vanmetnir í hraða og hávaða samtímans. Og þannig kann það að hafa verið við allra fyrstu kynni um Asgeir Guð- mundsson. En ekki nema fyrst í stað. Því að við nánari kynni varð öllum ljóst, að undir hljóðlátu fasi hans bjó skapfesta, hlédrægni hans var ekki afleiðing andlegs getuleysis heldur hófsamlegt sjálfsmat þess manns, sem ger- sneyddur var hroka og yfirlæti, og rósemi hans var ekki doðadofi letingjans, heldur spegilrnynd andlegs jafnvægis. Ég kynntist Asgeiri fyrst í fél- agslegu starfi f Alþýðuflokknum sem trúum og áhugasömum fél- aga. Hann var sannur og heill jafnaðarmaður, mótaður af heil- steyptri og harðri baráttu Alþýðu- flokks og verkalýðshreyfingar á fyrstu áratugum aldarinnar. Og af rótum þeirrar reynslu mótaðist jafnan viðhorf hans til manna og málefna í flokkslegu starfi. Jafnframt þessu hafði Asgeir hlotið félagsmálauppeldi í elzta stéttarfélagi fslenzkrar verkalýðs- hreyfingar, „Hinu fslenzka prent- arafélagi.“ Þar gegndi hann margvíslegum trúnaðarstörfum af sannri trúmennsku og árvekni, og ávallt með fullri sæmd. Sem fulltrúi þessa gamla og virðulega forustufélags verkalýðssamtak- anna var Ásgeir kjörinn í mið- stjórn Alþýðusambands Islands og átti þar sæti um nokkurt ára- bil. Þau ár voru ár harðra átaka og snöggra sviptinga, og var þá gott að eiga jafnlyndan, greindan og rósaman mann eins og Asgeir Guðmundsson að nánum sam- starfsmanni. Mun ég ávallt minn- ast þess með þakklæti. Það var einmitt á þessum árum, sem ég kynntist Asgeiri nánar en áður f starfi prentarans. Ég sá þá um og skrifaði að mestu timaritið „Vinnuna". Hún var prentuð i Prentsmiðjunni Eddu, en þar var Ásgeir vélsetjari. Ekki var hávað- inn f kringum Ásgeir og setjara- vélina. Og ekki bentu neinir ytri tilburðir vélsetjarans til þess að starfið gengi með neinum til- takanlegum hraða. Allt gekk svo þægilega, eðlilega fyrir sig. En staðreynd er það, að Ásgeir Guðmundsson var einn afkasta- mesti vélsetjari landsins — En hvað þá með öryggið? Var ekki allt flóandi f prentvillum hjá þessum hraðvirka hæglætis- manni? Einhver kynni að ýmynda sér að með slíkum starfshraða hefði rósemdarmaðurinn ekki ætlað sér af — ofboðið getu sinni — og afleiðingin orðið óvönduð vinnubrögð. En það var nú eitt- hvað annað. Starfsöryggið var næstum óbrigðult. Prófarkales- arinn gat lesið dálk eftir dálk án þess að rekast á nokkra villu. Mfn reynsla var sú, að þær fáu villur sem ég rakst á væru oftlega fremur lélegu handriti að kenna frá minni hendi en mistökum prentarans. Sannast að segja voru villurnar svo strjálar, að ég fann stundum til gremjutilfinningar yfir að geta ekki sett út á neitt, leiðrétt neitt. Prófarkalesturinn var tilgangs- laus og skilaði engum árangri. Þannig leyndi rósemdarmaðurinn Ásgeir Guðmundsson á sér, einnig á mörgum öðrum sviðum. Þrátt fyrir kyrrð og ró yfirborðs- ins, var hann einnig maður hrað- ans, þótt ótrúlegt virtist Skal nú ekki fjölyrt meir um ágæt kynni mfn á Ásgeiri Guð- mundssyni prentara, aðeins sagt: Átta líflátnir í Sierra Leone London, 23. júlí. Reuter. MANNRÉTTINDASAMTÖKIN Amnesty International tilkynntu f dag að átta manns hefðu verið Ifflátin f Sierre Leone, ásökuð um samsæri gegn ríkisstjórn lands- ins. I þessum hópi var fyrr- verandi fjármálaráðherra f stjórninni. Samtökin sögðu að á nokkrum undanförnum mánuð- um hefðu pólitískar aftökur farið fram f Sómalfu, Ródesfu, Dahomey auk Sierre Leone. Segir í frétt frá samtökunum að þögnin sem umlukt hafi þessa atburði sé f miklu misræmi við allan þann fréttaflutning sem barst af dauða- dómnum yfir brezka kennaranum Dennis Hills f Uganda. Hann var drengur góður f þess orðs víðtækustu merkingu. En ekki get ég lagt frá mér pennann svo, að ég kki minnist hinnar ágætu eftirlifandi eigin- konu Ásgeirs Guðmundssonar Guðríðar Kristjánsdóttur. Hún hefur mikils misst, og færi ég henni mínar innilegustu samúðar- kveð.iu um leið og ég þakka henni löng og ágæt kynni við hlið Ás- geirs Guðmundssonar, sem ég ávaflt minnist, er ég heyri góðs manns getið Hannibal Valdimarsson. HVERS VEGIMA Ad sjálf sögdu vegna einstakra gæda Reyplasteinangrunar. 1. Hitaleióni er mjög takmörkuó (bmdagiidi 0,028-0,030)^ 2. Tekur nólega engan raka eóa vatn í sig 3. Sérlega létt og meófœrileg Yfirburdir REYPLASTeinangrunar eru augljósir og enn sem fyrr er REYPLAST í fararbroddi. L.£ S.-30978' I ■■ Armúla 44' RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN: HJÚkrunarkonur óskast til afleys- inga og í föst störf. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina, svo og einstakar vaktir. Upplýsingar veitir forstöðu- konan, sími 381 60. Reykjavík 25. júlí 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 „Copperad,, HITABLÁSARAR í eftirtöldum stærðum nýkomnir 27.400 BTU, 46.400 BTU, 64.500 BTU, 102.400 BTU Pantanir óskast sóttar sem fyrst J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F. Skúlagötu 30 Nýkomið Mikið úrval af tréklossum fyrir dömur og herra Póstsendum V E R Z LUN IN GEísiP” — Reykjavíkurbréf Framhald af bls. 25 ir hann ennfremur: „Ykkur er kunnugt um, hvað er að gerast í Kambódfu. Þaó er þjóðarmorð. Það er fullkomin og algjör eyði- legging, en f nýju formi. Eins og stundum áður f sögunni er ekki nægileg tækniþekking fyrir hendi til að byggja gasklefa, svo að höfuðborgin, hin seka höfuðborg, er tæmd. Gamalmenni, konur, börn eru rekin i burtu án nauðsynja, án matar. Farið og deyið.“ Hvað segir Henry Kamm í New York Times 15. þ.m. (og svipað kemur einnig fram f Reutersfrétt nýlega), hann segir: „Fyrstu viðbrögð flestra Kambódíumanna eftir sigur kommúnista voru léttir vegna þess að stríðinu var lokið. En við tók skelfing, þegar til- kynnt var um nauðungar- flutninga flestra landsmanna frá flestum byggðum svæðum. Þeir hófust sums staðar, m.a. i höfuðborginni Phnom Penh, strax eftir sigurinn, en annars staðar að nokkrum dögum liðnum.“ I ræðunni segir Solzhenitsyn um Víetnam m.a.: „Fyrir 2 árum litu þeir (bandariskir leiðtogar) enn fram á við þegar þýðingar- laust samkomulag var gert i Víetnam án nokkurra trygginga fyrir friði og enn var litið á málið nærsýnisaugum. Þeim lá svo mikið á að ná þessu samkomulagi, að þeir gleymdu að ná þeim Bandaríkjamönnum, sem voru þarna. Þeim lá svo mikið á að undirskrifa þetta skjal, að 1300 Bandaríkjamenn týndust Hafa þeir látið ykkur hafa landsmenn ykkar aftur? Nei. Þeir hafa ekki gert það, og þeir leggja stöðugt fram ný skilyrði fyrir ykkur. I upphafi sögðu þeir, sviptið Thieu völdum. Nú segja þeir: Bandarikin eiga að reisa við Vfetnam. Að öðrum kosti verður mjög erfitt fyrir okkur að finna alla þessa menn." Það hefur verið erfitt fyrir Kissinger að kyngja þessari pillu. En stangast hún á við staðreyndir? Hvað segir Victor Zorsa f nýlegri grein um Vietnam. Nákvæmlega það sama og Nóbels- skáldiö: „Hanoi fór þess á leit (nýlega), að Bandarfkin stæðu við skuidbindingar i friðarsamn- ingunum, sem dr. Kissinger samdi um í París og veittu Norð- ur-Víetnam aðstoð til uppbygg- ingar...“ Maður, sem hefur eytt 11 árum ævi sinnar á Eyjaklasanum, eins og Solzhenitsyn, veit hvað hann syngur. Enginn ætti að afgreiða hann eins og Kissinger gerði, nánast með orðunum: Hann er bara skáld! En Mao er lika skáld, samt veit hann hvaó hann syngur(!) Margt gerist á mannsævi. Og ekkert er svo fjarstætt i stjórn- málum að það geti ekki gerzt. En fæstum hefði þó til hugar komið aö leiðtogar Sovétríkjanna ættu eftir að semja gestalista Hvíta hússins(!) Islenzkt skáld, Steinn Steinarr, afgreiddi þessa sömu leiótoga i þremur ljóðum, sem birtust saman í Helgafelli á sinum tíma, Formála á Jörð, Kreml o’g Don Quijote ávarpar vind- myllurnar. Niðurstaða hans er, eins og vænta mátti, kjarni þeirra vandamála, sem leiótogar lýðræðisríkjanna standa frammi fyrir: Með hálfum sannleika berst ég gegn algerri lygi. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.