Morgunblaðið - 27.07.1975, Side 46

Morgunblaðið - 27.07.1975, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLI1975 ★ ★ ★ ★ o, Lucky Man! Brezk, gerð 1973. Leik- stjóri: Lindsay Ander- son. ... Og Zen þýðir? Að skilja Iffið, að lifa Iffinu, að ... hafa tilfinningu fyrir Iffinu ... I rauninni eiga allir þfnir dagar að vera góðir dagar; og á hvern dag á að Ifta sem hið lifandi augna- blik, frekar en að horfa til fortfðarinnar eða framtfðarinnar — og þetta er f raun- inni það sem Zen snýst um — að lifa á Ifðandi stund. (brot úr útvarpsviðtali, sem notað er f bakgrunnshljóð f O Lucky Man!) Arið 1968 sendi Lindsay Anderson frá sér sfðustu mynd- ina á undan þessari og nefndist hún „If.. .„ I þeirri mynd kom í fyrsta skipti fram ungur leikari er nefnist Malcolm McDowell og lék þar persónu er nefndist Mick Travers. I O Lucky Man má ætla, að hann leiki sömu persónuna sakir fjölda til- vitnana hans í fyrra hlutverk, þó nafninu hafi verið breytt lítillega í Mick Travis. En mikið hefur persónan breyst og Anderson með — eða öfugt. 1 síðasta atriðinu í „If...“ er Mick leiðtogi uppreisnar í heimavistarskóla sínum, hann kemur sér fyrir uppi á þaki skólans ásamt vinkonu sinni ( hún leikur stúlkuna í kaffi- verksmiðjunni, sem Travis spyr, hvort hann hafi ekki séð áður) og í sameiningu skjóta þau niður skölastjórann ásamt starfsliði hans — þ.e. skólakerf- ið. Mick snýr síðan vélbyssu sinni beint að áhorfendum og tekur í gikkinn. Áhorfandinn er snögglega og óþyrmilega vakinn til meðvitundar um að vera samsekur kerfinu í af- skiptaleysi sínu. I O Lucky Man er hins vegar beitt vægari að- ferðum, sem sennilega vekja engan. I lokin er öllu slegið upp í allsherjar dansleik og þrengt inn á andlit Micks, sem í sælu- vimu teygir upp hendurnar, til að reyna að höndla blöðru. Alla myndina f gegn er hann að leita einhvers, hamingjunnar, pen- inga, frama eða bara næturstað- ar. 1 stórum dráttum er sögu- þráóurinn í O Lucky Man eitt- hvað á þá leið, að Mick Travis gerist sölumaður hjá kaffi- brennsfufyrirtæki. Hann er sendur til Norður-Englands þar sem hann kemst í kynni við svalllífi æðstu manna borgar- innar — borgarstjórinn býður honum í lokaðan klúbb, sem reynist ekki vera annað en kyn- svall. Dag nokkurn kemur hann að viggirtu svæði og er umsvifa- laust handtekinn af hermönn- um og færður til yfirheyrslu. Er hann pyntaður til að játa eitthvað, enda rfkisleyndarmál í húfi, þar sem um kjarnorku- rannsóknarstofnun er að ræða. Hann sleppur þaðan er eldur brýst út og flýr.allt hvað fætur toga meðan stofnunin springur í tætlur að baki honum,.Skyndi- lega er hann staddur á grænum engjum, hvar mest ber á gam- alli, fallegri kirkju og berst þaðan söngur. Mick kemst þar inn í messu og fellur í öngvit. Sfðar er honum vísað úr þessari Paradís og hann lendir f höndunum á brjáluðum vísindamanni, sem gerir við Mick samning um að mega rannsaka hann að vild f viku fyrir 140 pund. Þegar Mick kemst að þvf fyrir tilviljun að eitt fórnardýra vísindamanns- ins er svín með mannshöfuð forðar hann sér með því að varpa sér út um glugga. Hann kemst með hljómlistarmönnum til London (Alan Price og félög- um hans, en þeir leika öll lögin í myndinni, auk þess sem þeir eru af og til sýndir í æfingasal). Með þeim er ung stúlka, Patricia, sem Mick verður hrif- inn af, ekki síður þegar hann kemst að því, að faðir hennar veður í peningum. Hann kemur sér í samband við pabbann, Sir James, og ráðinn sem aðstoðar- maður hans. Sir James er sam- viskulaus fjáraflamaður og Mick lendir fljótlega í 5 ára fangelsi fyrir að senda napalm úr landi á vegum Sir James. I fangelsinu les Mick bæði Mick I höndum brjálaða vfsindamannsins. Bergmál úr A Clockwork Orange? Að skilja lífið? Fangelsisstjórinn (forst jórinn/skólast jórinn) gefur Mick koss að skilnaði, áður en hann sendir hann frá sér á ný. Júdasarkoss? Maxim Gorky og Bertrand Russel og er hann kemur úr fangelsinu reynir hann að beita þessari þekkingu sinni til að bæta heiminn í kringum sig. En hann kemst strax að því að heimurinn vill ekki hlusta, hann er forsmáður og peninga- laus og einmana reikar hann um Piccadilly þegar hann allt i einu rekst á skiltið „Viltu verða stjarna? Reyndu heppnina!" Auglýst er eftir leikara í aðal- hlutverk og Mick hefur engu að tapa. Úr miklum fjölda ungra manna velur leikstjórinn (sem Anderson leikur) hann til að leika aðalhlutverkið. Gæfuhjól- ið er farið að snúast Mick í hag og öllu er slegið upp í ball. Eins og sjá má, er efnis- þráðurinn allyfirgripsmikill og víóa komið við, enda er myndin rétt tæpir þrír timar. En þó efnið sé þannig tengt saman með Mick sem aðalpersónu er myndin röð sundurleitra atriða, sem spanna flest svið mannlegs lífs. Mick er með öðrum orðum kynntur fyrir umheiminum, þeim raunveruleika, sem um- lykur okkur f dag. En í stað uppreisnarmannsins í „If...“ tekur Mick þessu öllu sem sjálf- sögðum hlut, þó Anderson leggi sig fram um að sýna fáránleika þessarar lffsmyndar með þvf að gera atburði og persónur hlægi- Mick f lok myndarinnar. Eftlr hverjti cr h*nn að sellast? Blöðrum? ? ? legar. Mick tekur einfaldlega þátt f öllu sukkinu og svína- rfinu í von um fljóttekin gróða, en verður f öllum tilvikum fórnardýr annarra. Anderson virðist beita hér sömu aðferð- inni til gagnrýni á þjóðfélagið og Bunuel gerði í „La Discret Charme de la Bourgoise", þ.e. að viðurkenna fyrir sjálfum sér að hann geti ekki breytt neinu f þessum vitskerta heimi og gera þess vegna grín að öllu saman í staðinn. Að finna sér ástæðu til að lifa í þessum heimi er öllu erfiðara, en visbendingu um þá ástæðu er ef til viil að finna í Zen-viðtalinu og í nokkrnm lín- um i titillagi Alans Price um heppna manninn (. . . ef þú átt vin, sem þú heldur að þú getir treyst, ert þú heppinn maður... ef þú hefur fundið ástæðuna til að lifa í stað þessaðdeyja ert þú heppinn maður... ef þú hef- ur fundið tilganginn í veruleika þessa gamla heims, ert þú hepp- inn maður.) 1 fyrri hluta myndarinnar er Mick stöðugt að leita leiða, til þess að verða rikur (hann byrjar á því að reikna saman hæstu árslaun sölumanns hjá kaffifyrirtæk- inu, sannfærður um að geta náð þvf hámarki) en er að lokum dæmdur í fanglesi fyrir þessar tilraunir sínar, svikinn i hend- ur réttvísinnar af margmilljón- eranum Sir James. Eftir fimm ár snýr hann til baka, breyttur maður með háleitar hugsjónir, en kemst að raun um, að heimurinn er miklu verri en hann bjóst við. I lokin byrjar hann þvf aftur að treysta á hamingjuna og haga seglum eftir vindi. I sfðasta atriðinu skipar leikstjórinn Anderson honum að brosa, en Mick vill fá að vita af hverju hann á að brosa. Leikstjórinn slær hann þá utan undir með handritinu, myndin fer í svart og þar á eftir kemur andlit Micks, skilnings- glampi er i augunum og hann brosir. Hvað hefur hann skilið? Túlkunin á þeim skilningi er opin fyrir hvern áhorfanda um sig, en ef til vill hefur hann séð þá atburði, sem hann gengur f gegnum f myndinni i skýrara Ijósi. Ef til vilf skilst honum, að andstæður þessa heims verða aldrei sameinaðar, að einstakl- ingurinn verður að hagnýta sér þær til eigin framdráttar, beygja þær undir sinn vilja. Eða brosir hann bara af hlýðni, vegna þess að hann skilur, að hann er fórnardýrið, sem verð- ur að haga seglum eftir vindi til að komast áfram? Takmarkið með brosinu er það sama — að komast áfram, að lifa. Hugsun- in á bak við það ræður hins- vegar úrslitum um framabraut hans. O Lucky Man! (, sem að hluta er byggð á ævisögu McDowells) svipar um margt til myndar Kubricks, A Clocwork Orange. Fangelsisvistin og endurbætti maðurinn, sem snýr til baka út í hinn spillta heim, Mick er alsettur rafmagnsþráðum á rannsóknarstofunni og hann flýr þaðan með því að henda sér út um glugga í nákvæmlega eins mynduóu atriði og í Clock- work Orange. Einnig eru fjöl- margar tilvitnanir f fyrri mynd Andersons, If..., t.d. i lokin, þegar honum er réttur riffill og honum skipað að setja sig f árásarstöðu. Einnig er að finna andlit meðal þeirra, sem koma til tilraunamyndatökunnar, sem birtust f If... Skóla- stjórinn í þeirri mynd leikur hér tvö hlutverk, fyrst forstjóra kaffiverksmiðjunnar, sem sendirMickút af örkinni (með epli), og sióar fangelsis- stjórann, sem sendir Mick að nýju út í heiminn. Þarna er um að ræða mjög ákveðna hlut- verkaskipun, sem þjónar ákveðnum tilgangi. Ralph Richardson leikur fyrst gamlan snikkara, sem saumar gull- brydduð föt á Mick, sem eiga að vera honum til happs, en verða honum fremur til ógæfu og síðar leikur hann Sir James, sem kemur Mick f fangelsið. Annars er sú aðferð, að láta sama leikarann leika nokkur hlutverk fremur ruglandi en upplýsandi, þvi i fæstum til- vikum (fyrir utan þau, sem hafa verið nefnd) er nokkurt samhengi á milli þeirra. Annars er still Andersons f myndinni mjög skemmtilegur, hann notfærir sér alla mögu- leika kvikmyndaformsins og sú aðferð að nota skiltin vestur — norður — suður rennir stoðum undir hina almennu heims- mynd, sem hann vill draga fram. Að vísu er myndin nokkuð löng og það er ekki fjarri þvf, að Anderson endur- taki boðskap sinn einum of oft, en persónulega er ég tilbúinn að fyrirgefa honum, þó 'hann reyni á þolinmæði áhorfenda, því hann gerir að mfnu viti alltof fáar myndir. Anderson hefur leikstýrt mikið fyrir leik- svið fLondon enþærsýningar ná því miður til fárra og það er sárt til þess að vita, að einn besti kvikmyndagerðarmaður Breta f dag skuli ekki gera meira af því að láta fleiri njóta verka sinna. En ef til vill er það vegna þeirrar bitru reynslu, sem Anderson hefur orðið fyrir í sambandi við myndir sínar. I O Lucky Man voru t.d. þrjú atriði klippt burtu, áður en myndin var sýnd opinberlega, en Anderson tókst þó að koma einu inn aftur. Annað hinna tveggja atriða, sem klippt var, virðist nokkur missir að, en það gerist eftir að Mick er hleypt út úr fangelsinu. Hittir hann fyrst fyrir Hjálpræðishermenn á samkomu, á vió þá orðaskipti en flækist síðan í mál konu nokkurrar sem ætlar að fyrir- fara sér og tveim börnum sínum — hvað hún gerir þrátt fyrir fortölur Micks, sem les fyrir hana heilræði úr bók þeirri, sem fangelsisstjórinn gaf honum að skilnaði. Virðist nokkur missir að þessu atriði til frekari skilnings á myndinni, en vonandi lætur Anderson það ekki hindra sig f að halda nú áfram á sömu braut, taka sér Mick Travis til fyrirmyndar og láta ekki bugast, heldur láta hverjum degi nægja sín þjáning. SSP. Hnattsigling dúfunnar.. ★ ★ The Dove, banda- rísk, gerð 1 974 Leikstjóri: Charles Jarrot. Önnur saga um ungan mann, sem hagar seglum eftir vindi I bókstaflegri merkingu en Mick i O Lucky Man. f rauninni er þessi mynd aðeins eftirtektarverð fyrir einn hlut — kvikmyndatöku Sven Nykvists, sem i köflum, eins og i óveðursatriðinu fyrir utan Mada- gaskar, er stórkostleg. Að visu er það markmið Nykvists, að kvik- myndatakan hæfi efninu svo vel, að ekki sé eftir henni tekið, að myndavélin trani sér ekki fram, sem einhverskonar aðskotahlutur fyrir utan efnisheildina, en þegar efnið er jafn þunnt og raun ber vitni, stendur ekkert eftir til að njóta nema myndatakan sjélf. Myndin er byggð é sannsöguleg- um atburði, en þó raunveruleikinn sé oft ótrúlegri en skáldsagan, er stundum nauðsynlegt að krydda raunveruleikann aðeins i frésögn. Annars er uppbygging myndarinn- ar nokkuð hröð en Jarrot (leikstj. Anne of The Thousands Days, Mary—Queen of Scots) tekst hvergi að gæða persónurnar trú- verðugu Iffi. Þessi téknmynd um þroska piltsins Robin Lee Graham f fullvaxta mann, sem skynjar að lokum mikilvægi þess, að standa við fyrirætlandir slnar og hvika ekki fré settu marki, hlýtur að hafa kostað kvikmyndagerðar- menniqa mikið erfiði og þess vegna er það öllu sárgrætilegra, að érangurinn skuli ekki vera f samræmi við erfiðið. SSP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.