Morgunblaðið - 27.07.1975, Síða 48
ALLTÁ EINUM STAÐ
BYGGINGAÞXDNUSTA
83155
iM 83354
■BOLHOLTI 4
REYKJAVÍK
PLAST
ÞAKRENNUR
Sterkar og endingagóðar
Hagstætt verð.
#Nýborg"
Armúla 23 — Sími 86755
SÚNNUDAGUR 27. JÚLl 1975
Japanir
kaupa allt
hvalkjötið
Aldrei fleiri
útilegumenn
í Laugardal
AÐFARARNÓTT laugar-
dags voru í tjaldstæð-
unum í Laugardal 160
tjöld, sem er mesti fjöldi
tjalda þar í þrjú ár að
sögn tjaldvarðar. Út-
lendingar eru þarna í
miklum meirihluta, allt
að 90%. Flest eru þetta
minni hópar en tveir þeir
stærstu voru með 15 tjöld
hvor og voru báðir
enskir. Þá voru þarna
6—8 manna hópar aðal-
lega Þjóðverjar, Hol-
lendingar o.fl. Hópur,
sem kom í fyrradag (þ.e.
föstud.) með Úlfari
Jacobsen úr 14 daga ferð,
tjaldaði. Það óhapp henti
þennan hóp að eldhús-
bíllinn fór á hliðina í Ás-
byrgi og varð önnur
Ljósm. Mbl. Br. H.
eldhússtúlkan að fara á
sjúkrahúsið á Húsavík
með brotið rif en hin
slapp með glóðarauga. Að
lokum sagði tjaldvörður-
inn að áætla mætti að
400—500 manns hefðu
gist Laugardalinn þessa
nótt.
Getum veitt þúsundir
tonna af kúfiski
úti fyrir Austfjörðum
VERIÐ er núna að skipa út í
Hafnarfirði um 1200 lestum af
hvalkjöti sem fara á til Japans, en
japanskir aðilar hafa boðist til að
kaupa allt það kjöt og rengi sem
unnið verður á vegum Hvals hf.
og ekki verður sett á innanlands-
markað. Greiða hinir japönsku
kaupendur hátt verð fyrir kjötið
samkvæmt upplýsingum er
Morgunblaðið aflaði sér í hval-
stöðinni í Hvalfirði í gær.
Mjög góð hvalveiði hefur verið
það sem af er sumrinu. Fjórir
hvalbátar Hvals hf. voru á föstu-
dagskvöld búnir að fá 214 hvali á
móti 195 sama dag í fyrra en þrátt
fyrir það hófst hvalveiðin nú um
hálfum mánuði síðar en í fyrra.
Skiptingin nú er þannig, að veiðzt
hafa 183 langreyðar, 4 búrhveli
og 27 sandreyðar.
Komu með
loðnu til
Siglufjarðar
Siglufirði, 26. júlí.
ELDBORG og Guðmundur
komu hingað í morgun með
nokkur tonn af loðnu, Eldborg
var með 15—20 tonn og Guð-
mundur með 5—6 tonn. Skip-
verjar á bátunum, segja að
míkið sé af smátorfum upp við
isröndina, en lítið komi út úr
þeim. Loðnan sé ekki farin að
þétta sig vel ennþá.
— mj.
Hægviðri um helgina
— ÉG á von á hægviðri um allt
land um helgina og fram yfir
hana, sagði Páll Bergþórsson
veðurfræðingur í gær. Hann sagði
að á Norður- og Austurlandi yrði
að likindum hæg NA-átt. Á Suður-
landi er ekki gert ráð fyrir mikilli
sól, tæpast i Reykjavík, frekar
fyrir austan fjall og því meiri sem
austar dregur.
REYKJAVlKURTOGARARNIR
koma nú til hafnar hver á eftir
öðrum með upp undir fullfermi,
en undanfarið hefur verið rót-
fiskerf hjá þeim á karfa — aðal-
lega á þremur miðum. Er karfa-
aflinn nú mun meiri en menn
eiga að venjast á þessum tíma, og
fyrir bragðið er mikil vinna f
öllum þremur frystihúsum borg-
arinnar um þessar mundir, svo að
mannskapurinn er að langt fram
á kvöld og um helgar.
Engey kom til hafnar í gær með
fullfermi af karfa eða um 300
tonn en átti ekki að koma inn til
löndunar fyrr en á mánudag. Áð-
ur voru búnir að landa í vikunni
Ögri og Vigri, Þormóður goði og
Karlsefni og f gær var verið að
Stór rækja fundin
LJÖST er að á næstu árum geta
Islendingar veitt þúsundir tonna
af kúfiski, en þessi skelfiskteg-
und er mikið notuð til súpugerðar
vfða um heim, þó fyrst og fremst í
Bandarfkjunum. Hafrannsókna-
stofnunin hefur nú fengið sér-
stakan kúfiskplóg, sem reynist
mjög vel, eftir að breytingar voru
gerðar á honum. — Þá hefur
fundist mjög stór rækja djúpt úti
af Austfjörðum og ekki er ósenni-
legt að farið verði að veiða hana
innan tfðar, en aðeins 140 stykki
fara í kílóið af þessari rækju, f
stað 200—220 á flestum öðrum
stöðum við landið. Þetta kom
fram í viðtali, sem Morgunblaðið
átti f gær, við Sólmund Einarsson
landa úr Ingólfi Arnarsyni sem
var með um 300 tonn. Þormóður
goði var einnig með á 3ja hundrað
tonn, að sögn Marteins Jónasson-
ar, framkvæmdastjóra hjá BÚR,
og er það mjög góður afli hjá
síðutogara.
Ekkert lát verður á löndun tog-
aranna í þessari viku, því að strax
á þriðjudag er von á Bjarna Bene-
diktssyni inn til hafnar til löndun-
ar, Narfa á miðvikudag, Júpiter á
fimmtudag, fjórða togaranum á
föstudag og í kringum helgina
mun Snorri Sturluson væntan-
legur.
Marteinn Jónasson sagðí
Morgunblaðinu í gær, að þessi
mikli karfaafli togaranna nú væri
mjög óvenjulegur miðað við árs-
sjávarlíffræðing, en hann fer f
dag á rannsóknarskipinu Dröfn
til að kanna kúfisk og rækjumið
víða kringum landið, en fyrst og
fremst út af Austfjörðum.
I sumar er verið að vinna að þvi
að girða kring um iþróttavellina í
Laugardalnum. Þurfti að skipta
tíma. Hann fæst aðallega á
þremur stöðum — við Island fæst
hann aðallega á Jökultungunni,
þá á Dormsbanka milli íslands og
Grænlands og i þriðja lagi við
A-Grænland en þar hafa togar-
arnir nýlega tekið að sigla i slóð
rannsóknarskipsins Bjarna Sæ-
mundssonar sem fann þar tölu-
vert af karfa nýverið. Ekki treysti
Marteinn sér til að segja um
ástæður þessa mikla karfaafla en
taldi vist að þar væru ýmsar sam-
verkandi orsakir, svo sem hag-
stætt hitastig sjávar og einnig
gæti það haft áhrif að miðin
fengu góða hvíld meðan togara-
verkfallið stóð.
Afli Reykjavíkurtogaranna er
Framhald á bls. 47.
Sólmundur sagði, að þeir yrðu
samtals mánuð í þessum leið-
angri og fyrstu dagana yrðu þeir í
Faxaflóa til að kanna kúfiskmiðin
þar. Þeir hefðu nýjan kúfiskplóg,
um girðinguna á gamla iþrótta-
vellinum og auk þess verið að
girða með timburgirðingu af nýja
knattspyrnuvöllinn milli Iþrótta-
hallarinnar og eldri vallarins. En
vonast er til þess að hægt verði að
taka hann i notkun í ágúst-
mánuði og þá mögulegt að hllfa
hinum, sem mikið mæðir á. Er nýi
völlurinn að stærð tvöfaldur
venjulegur völlur og má því
hreyfa leikinn til á fletinum.
Einnig er verið að girða kring um
kastvöllinn og verða þá öll
íþróttamannvirkin girt af.
Þá er nýbúið að semja um byrj-
unarframkvæmdir við nýjan
íþróttavöll I Fossvogi, en þar
verður að byrja á þvl að ræsa
fram. Stendur Reykjavíkurborg
fyrir þvi, Víkingur fær þar að-
stöðu til æfinga á grasvelli, en að
öðru leyti nota aðrir hann einnig.
Fannst látinn
FRIÐRIK Steinsson, 68 ára
gamall maður frá Selfossi, sem
var saknað þar í fyrradag, fannst I
gærmorgun látinn vestan megin
ölfusár við bæinn Kirkjuferju.
Það voru leitarmenn úr slýsa-
varnarfélagsdeildinni Tryggva á
Selfossi sem fundu Friðrik við
ána.
sem Hafrannsóknastofnunin
hefði fengið í vetur, og eftir
breytingar, sem hér hefðu verið
gerðar á honum, reyndist hann
mjög vel. Það, sem íslendingar
þyrftu að gera á*næstunni væri að
tryggja sér markað fyrir kúfisk-
inn, en hann væri t.d. mikið
notaður við súpugerð i Banda-
ríkjunum og hér heima væri
unnið að þvf, að búa til alls konar
rétti úr honum.
Þá kvað Sólmundur það ómögu-
legt að segja til um hve mikið af
kúfiski væri við landið, rannsókn-
ir væru það stutt á veg komnar.
Við hefðum komist í að veiða 5000
þús. lestir af hörpudiski á ári, en
þegar væri vitað að hægt væri að
veiða margfalt það magn af kú-
fiski árlega og þeir hjá Hafrann-
sóknastofnuninni - væru mjög
bjartsýnir hvað þessar veiðar
snerti.
Sagði Sólmundur að meiri hluta
þess tíma, sem þeir yrðu í
leiðangrinum yrði varið í að
kanna Austfjarðamið. Þar væri
þegar vitað um mjög mikið magn
Framhald á bls. 47.
162 tjöld í
Skaftafelli
Mesta umferð sumarsins
„ÞAÐ syngur ágætlega I okkur,"
sagði Ólafur Guðmundsson hjá
þjónustumiðstöðinni i þjóðgarð-
inum Skaftafelli, þegar við innt-
um frétta hjá honum í gær.
„Veðrið er bara ekki nógu gott,“
hélt hann áfram,“ en það er þó
mikil umferð hér og í nótt leið var
mesti fjöldi tjalda í sumar, alls
162 tjöld. Yfirleitt hafa þau verið
á bilinu 100—160 á hverri nóttu
siðustu viku sem hefur verið sú
jafn fjölmennasta I sumar. Veðrið
hefur verið gott af og til, en öll
umgengni er ákaflega góó hér,
kyrrð og ró og éngin sérstök ævin-
týri, a.m.k. ekki á viðavangi. Það
er talsvert um það að fólk fari hér
framhjá án þess að dvelja nóttina,
in niðað við s.l. ár, sem reyndar
var sérstakt, þá er umferð tals-
vert miklu minni nú.“
Rótfískirí togara á karfa:
Frystíhúsin hafa varla undan
meðan togaramir streyma að
r
I Laugardal;
íþróttasvæðin öll girt
Nýr völlur 1 haust