Morgunblaðið - 01.08.1975, Side 11

Morgunblaðið - 01.08.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGUST 1975 11 STÓRFRÉTT FYRIR SJÓNVARPSTÆKJAKAUPENDUR: Kaup á svart-hvítu tæki nú= innborgun á litsjónvarpstæki framtíðarinnar. 1. september n.k. verSur ísienzka sjónvarpið níu ára. All mörg þeirra sjónvarpstækja, sem keypt voru í tilefni af opnun stöðvarinnar, eru nú því komin eða að komast á endurnýjunarstig. Það, að endurnýja sjónvarpstæki, er þó ekki jafn einfalt mál og það ætti að vera. Ástæða þess er sú helzt, að stjórn- völd hafa dregið það óhóflega, að ákveða, hver þróun sjónvarpsmála á íslandi skuli verða, hvort koma skuli hér litsjónvarp eða ekki og þá hvenær. — Hefur sú óvissa, sem þetta afstöðuleysi ráða- manna hefur valdið, orðið til þess að gefa alls kon- ar sögusögnum um málið byr undir báða vængi, og er nú svo komið, að menn vita vart sitt rjúkandi ráð. — Er hér þó ekki um neitt smámál að ræða, því 24ra þumlunga svart-hvít sjónvarpstæki kosta nú frá 80 upp í 120 þús. kr. og littæki þre- til fjórfalt meira, og kemur málið til með að varða flestar fjölskyldur landsins áður en yfir lýkur. — Nokkrar sjónvarps- tækjaverzlanir hafa hafið innflutning og sölu litsjón- varpstækja, og skipta þeir menn sennilega nokkr- um tugum, sem keypt hafa slík tæki dýrum dómum í von um, að fregnir blaða og fullyrðingar sölumanna um, að litútsendingar væru á næsta leiti, væru á rökum reistar. — Ekki höfum við haft geð í okkur til að taka þátt i þessum leik, enda ekki talið það ábyrga viðskiptahætti, að selja mönnum litsjón- varpstæki á margföldu verði svart-hvíts tækis, meðan ekkert liggur fyrir um, hvort eða hvenær umfram tækni littækisins muni nýtast. — Eins og fram kemur þykja okkur kostir hins almenna sjón- varpskaupanda ekki góðir, og höfum við nú ákveð- ið að taka af skarið og veita hverjum þeim, sem af okkur kaupir svart-hvitt sjónvarpstæki, þriggja-ára- skiptarétt á því, þ.e. rétt til að skipta því upp í lit- sjónvarpstæki i allt að 3 ár frá söludegi á grundvelli 15% affalla fyrsta árið og 10% affalla á ári eftir það. — Við vonum, að þetta verði talið gott átak i þeirri viðleitni okkar að veita viðskiptavinum okk- ar, jafnt sjónvarpstækjakaupendum sem öðrum, aukna þjónustu og fyrirgreiðslu. NESCO HF Leiöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavik. Símar: 19150-19192-27788

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.