Morgunblaðið - 01.08.1975, Síða 22

Morgunblaðið - 01.08.1975, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGUST 1975 Fékk Islandsferð á 50 ára starfsafmœlinu Ludovicus Oidtman og Heinrich Beyss. Þeir eiga margt gott handverk á félandi. Ludovicus Oidtman, sem ásamt bróður sfnum rekur í Þýzkalandi hið kunna verk- stæði fyrir mosaik, steinda glugga o.fl. og hefur unnið mörg slfk listaverk á Islandi, var nýlega hér á landi til að setja upp steinda glugga eftir Gerði Helgadóttur f Ölafsvíkur-- kirkju. 1 för með honum var listiðnaðarmaðurinn Heinrich Beyss, sem í áratugi hefur stjórnað vali á glerjum og lit- um í samráði við listamennina í verkstæði Oidtmans, og meðal annars unnið að gluggum Gerðar í Skálholti og víðar, gluggum Nfnu Tryggvadöttur í Þjóðminjasafni og víðar, og gluggum þýzku listakonunnar Katzgrau í Hornafjarðarkirkju og Siglufjarðarkirkju. En hann hefur aldrei komið til Islands fyrr og séð þessi verk uppsett. Við reynum venjulega að gefa sem flestum af mönnum okkar tækifæri til að koma til Islands, þegar verkefni eru fyrir hendi og kynnast þessu fagra og sérkennilega landi ykkar, og þeir eru mjög áfjáðir f það, sagði Ludovicus Oidtman í samtali við Mbl. Undir venju- legum kringumstæðum er Heinrich Beyss þó alltof dýr- mætur til að fara í slíkar ferðir úr vinnustofunum okkar í Linnich. Hann hefur nú unnið við fyrirtæki Dr. Oidtmans i 50 ár og við ætluðum að bjóða honum og konu hans Islandsför af því tilefni. Þar sem hún treysti sér ekki til að fara, kom hann með mér til að setja upp Ólafsvikurgluggana og svo höf- um við stanzað í rúma viku í viðbót til að skoða landið. Þegar við komum í Krýsuvík á fyrsta degi varð honum að orði: — Nú er ég búinn að sjá það stórkost- legasta! Og þannig hélt hann áfram allan tímann, við Arnar- stapa, við Lóndranga, í flugvél- inni, sem við tókum yfir jökl- ana, og i Vestmannaeyjum. Alltaf sagði hann: — Nú er ég búinn að sjá það stórkostleg- asta! Þegar Heinrich Beyss hóf starf í fyrirtæki Oidtmans 1925, tók hann við af manni, sem árið áður var búinn að starfa þar í 60 ár. — Og við vonum að Hein- rich Beyss eigi lika eftir að eiga demantsbrúðkaup með fyrir- tækinu, sagði Oidtman og hló við. Það er svo mikilvægt að hafa slika menn. Við erum allir daglega að læra eitthvað af honum. Heinrich Beyss velur litaða glerið í steindu gluggana, sem eru túlkun listamannsins. Hann verður því að hafa góða tilfinningu fyrir litum og einn- ig fyrir því sem listamaðurinn kann að vilja ná fram. Það er svo erfitt að lýsa lit í orðum og því þarf sá, sem vinnur verkið, að hafa næma tilfinningu fyrir því hvað hver Iistamaður á við. Og frá sjónarhóli fyrirtækisins er að sjálfsögðu mikilvægt að hver listamaður hafi áhuga á að koma og vinna með ákveðnum listiðnaðarmanni hjá okkur vegna þess að hann er svo góður. Listamaðurinn verður að bera mikið traust til þess manns, sem túlkar verk hans. Flestir listamennirnir koma svo og ræða við starfsmennina og vænta þess að fá bezta úrlausn á sínum verkum. Og það verður hver maður, allt frá okkur bræðrunum og til gluggapúss- arans, sem þrífur nýju glugg- ana í lokin, að reyna að leysa af hendi. Þá á ekki að skipta máli hvort unnið er smáverk eða gluggar í heila dómkirkju eða þá til hvaða lands verkið á að fara. Hjá þessu fyrirtæki, sem hefur lengi verið í ætt okkar hefur það verið hefð að sömu mennirnir starfi lengi, svo við erum öll eins og ein fjölskylda, ef svo má segja. — Þetta er mjög dýrmætt nú, þegar við erum að vinna verk Gerðar Helgadóttur að henni látinni. Við höfum lengi unnið með hinni að mosaikmyndum og kirkjugluggum í Þýzkalandi, Frakklandi og hér á Islandi, allt frá því hún gerði steindu gluggana í Skálholtskirkju 1959. Hún var alltaf mikið í Linnich meðan verið var að vinna verk hennar og hver maður hjá okkur hafði unnið með henni og þekkti hana og verk hennar til hlítar. Hún var mjög kröfuhörð og við deildum stundum um einstök atriði, því að við erum ekki þrælar, heldur segjum við okkar álit og gefum ráð. En þó við þekktum Gerði svo vel, þá var ábyrgð okkar miklu meiri og erfiðari nú við Ólafsvíkurgluggana þegar hún var ekki á staðnum til að skera úr um túlkunina. Við komum því saman og ræddum mikið um hvað eina til að komast að sameiginlegri niðurstöðu um það hvað hún hefði viljað. Og ég er viss um að gluggarnir eru framleiddir í hennar anda. Okkur fannst það strax, en gát- um ekki verið fullvissir fyrr en við sáum þá komna upp f kirkj- unni á sínum stað og í réttri birtu og umhverfi. Raunar er oftast í manni nokkur kvíði um að kannski kunni listaverk ekki að verða nógu vel unnið. Ég býst við að leikurum Iíði eitt- hvað svipað áður en þeir fara inn á sviðið. Það er ekki fyrr en verkinu er lokið og það komið á sinn stað að maður getur verið viss um að það hafi tekízt. Hverfi þessi kvíði og maður fer áð segja: — Þetta er ekkert vandamál, þá er hætta á ferð- um. — Hvað nú? Við höfum tekið að okkur að vinna myndir úr bronsi, sem Gerði gafst ekki tfmi til að vinna sjálf. Högg- myndirnar vann hún alltaf sjálf, bræddi bronsið og skóp verkið. svarar Ludovicus Oidt- mann okkur. Það er raunar ekki vandasamt að vinna verkið, enda til teikningar og jafnvel nákvæmar fyrirmyndir til að stækka. Vandinn er að túlka verkið rétt. Og þvf er okkur mjög í mun að vinna þau verk, sem við komum til með að gera eftir Gerði sem fyrst, eða meðan minningin er nægilega fersk í huga okkar og til- finningin fyrir listamanninum. Við höfum gert samning um að ijúka þremur bronsskúlp- túrum, sem hún var byrjuð á fyrir Hamrahlíðarskóla fyrir árslok 1976. Einnig erum við að ræða við arkitektinn um brons- mynd fyrir Samvinnubankann. Við höfum gert sýnishorn í til- raunaskyni og Gerður sam- þykkti hana áður en hún lézt. Þá höfum við boðið ættingjum Gerðar að ljúka við stóra mynd úr bronsi, sem hún ætlaði að gera fyrir byggingarfélag í Caen í Norður-Frakklandi og stóð hálfgert í vinnustofu hennar í Parfs, hvort sem hún síðar fer svo til Islands eða verður seld i Evrópu. Geröur var stórkostlegur listamaður, og mjög vel þekkt á okkar slóðum í Þýzkalandi, og raunar miklu víðar. Við teljum að enginn annar geti lokið þvf verki í hennar anda, af því allir okkar menn þekktu hana og vinnubrögð hennar svo vel og því viljum við reyna að ljúka því. En ég vona að þetta verði ekki síðasta ferðin okkar til ts- lands eða lokin á samskiptum okkar við landið. Við erum í sambandi við unga arkitektq og unga listamenn, t.d. Leif Breið- fjörð og unga stúlku að nafni Svava Björnsdóttir. Gluggi sem við gerðum eftir hana á sýningu verður á listaverkaal- manaki næsta árs. sem forlag í Wupperdal gefur út. — Hvað sem um það verður, þá hefi ég hug á að koma hingað a.m.k. í fri með fjöl- skylduna, sagði Ludovicus Oidt- man. Mér geðjast að norrænu fólki, sem ekki segir við fyrstu kynni að það séu vinir, en eru það svo sannarlega þegar á reynir. Ég hef mikinn áhuga á Islendingasögum og á íslenzkan hest, þó ég hafi aldrei á hestbak komið. Krakkarnir minir nota hann. Ég á semsagt hest og yrki, þegar ég hefi fengið mér einn, svo þetta land á vissulega við mig á. — E.P. Minning- Sigfús Framhald af bls. 19 orrustan var háð, og þar sem við sigruðum margan laxinn en bið- um jafnframt marga ósigra. En þannig á það að vera ef um sport er að ræða. Sigfús var ákaflega nettur veiðimaður, kastaði flugu fallega, var lúsfiskinn og þolin- móður og oftast lengi á sama stað, einkum eftir að hann tók að eld- ast. Ég var aftur á móti algjör andstæða, þurfti sífellt að athuga alla veiðistaði og hafði mikla yfir- ferð. Ég er nú mikið til hættur því nú, þótt enn sé ég ekki laus við forvitnina I því efni. Sigfús var glöggur á veiðistaði, hann horfði hraukfránum augum á strengi og strauma og hann vissi nokkurn- veginn uppá hár hvar „hann“ myndi taka, jafnvel þótt hann hefði aldrei komið á staðinn áður. Stóri dagurinn í lífi hans kom þann 29. júní 1958, en þann dag átti Sigfús sextugs afmæli. Við vorum að veiðum í Norðurá, á svokölluðum bryggjum, og var dagurinn að kvöldi kominn. Við höfðum kastað mörgum flugum en höfðum haft fáa laxa uppúr krafsinu. Við settumst því uppí brekku í góða veðrinu, horfðum á ána, sögðum hvor öðrum sögur og okkur leið vel. Allt í einu sáum við einn stóran kafa á leið upp ána. Ég sagði þá: „Þenna tekur þú, Sigfús.“ Hann spratt á fætur sem unglingur væri, greip stöng- ina læddist kattlipur að ánni og sendi flugu sína I veg fyrir lónbú- ann. Og sjá, stór sporður sló vatnsflötinn, stöngin svignaði og hann var á. Nú hófst hinn spenn- andi leikur, sem barst upp og niður bryggjurnar. Þar kom að því að sá stóri tók að lýjast og lét sig síga þungt og óviðráðanlega niður strauminn. Ég óð út í ána, kældi hendur mínar I vatninu og beið unz sporðurinn rann inní greip mína. Gripið geigaði ekki og ég barþannstóralland. Þá þegar gat ég mér til þess að laxinn yrði bikarlaxinn árið 1958, og það fór eftir, um veturinn var nafn Sig- fúsar grafið á silfurskjöldinn á farandbikar þeim er veittur var þeim veiðimanni er veiddi stærst- an laxinn á veiðisvæði SVFR á flugu. Slikar minningar og marg- ar fleiri úr næstum óteljandi sam- eiginlegum veiðiferðum okkar Sigfúsar Ieita óneitanlega á mann við leiðarlok og þær ylja manni um hjartaræturnar. Sigfús var 1 senn góður veiðifélagi minn og lærifaðir. I staðinn bar ég laxana okkar beggja er heim I hús var haldið að loknum veiðidegi. Er heilsu Sigfúsar tók að hraka, sát um við mörg skiptin i bókaher- berginu hans og rifjuðum upp all- ar okkar samverustundir á ár- bakkanum, við ræddum um lax- ana sem við höfðum veitt, mund- um hvaða flugu hann tók, þeir sem veiddust á maðk voru oftast gleymdir. Eftir að Sigfús var hættur að veiða sjálfur, fór hann oft inn að Elliðaám og fylgdist með öðrum veiðimönnum af eld- legum áhuga, tók jafnvel í stöng hjá kunningjum, en aldrei lengi. Kristínu konu sina missti Sig- fús óvænt og snögglega hinn 1. desember 1957 og var hún honum mikill missir. Viss er ég um að Kristín hefði notið þess ef húh hefði lifað það að vera viðstödd er maður hennar veiddi bikarlaxinn, sumarið eftir að hún féll frá, en ef til vill hefur hún fylgst með honum frá „hinum bakkanum“. Ég og kona min eigum margar minningar og hugljúfar frá sam- verustundum okkar með þeim Kristínu og Sigfúsi, bæði við árn- ar og á heimili þeirra. Þar var veitt af rausn og myndarskap. Mest gaman var er veiðimanna- hópurinn okkar við Norðurá kom saman annaðhvort hjá Sigfúsi og Kristinu, eða heima hjá einhverj- um okkar hinna. Þá sveif andi veiðigyðjunnar yfir vötnunum og í húsinu rikti eitthvert andrúms- loft, sem þeir einir skilja sem kúnstina kunna. Mér hefur að vonum orðið tíðrætt um laxveið- ina, enda áttum við Sigfús þar mest sameiginlegt, þótt í starfi ættum við það einnig. Ég fylgdist vel með störfum Sigfúsar við Morgunblaðið og vissi að hann sinnti því, fyrst sem gjaldkeri og siðan framkvæmdastjóri þess og prentsmiðjustjóri, af stakri alúð. Oft gekk ég innfyrir þilið á meðan bygging hins stóra húss við Aðal- stræti stóð yfir, og þá fylgdist ég með því að þá var enginn eyrir látinn af hendi nema fullt verð- mæti kæmi í staðinn. Sigfús var jafnmikið snyrtimenni i starfi sinu eins og hann var í öllum háttum sínum. Allt í kringum hann var svo hreint. Þar átti Kristín heitin stóran hlut á máli, og Magdalena systir hennar, eftir að Kristin féll frá. Sigfús var mikill bókfærslumaður, enda lærði hann hjá dönskum, fyrst I verzlunarskóla i Kaupmannahöfn og svo vann hann á danskri endurskoðunarskrifstofu sem var rekin hér í borg, Centralanstalten. Þar réð rikjum, ef ég man rétt, N. Manscher, danskur endurskoðandi sem síðar stofnaði hér eigin skrifstofu, sem raunar enn er rekin undir hans nafni sem hlutafélag. Ég mun ekki fara öllu fleiri orðum um starf Sigfúsar við Morgunblaðið, það munu aðrir mér færari sjálf- sagt gera. Ég tel þó að Sigfús hafi átt drjúgan þátt í því að gera blaðið að þvi stórveldi sem það nú er. Sigfús var dagsfarsprúður maður, vinsæll meðal vina sinna og starfsfólks á blaðinu, og ég veit að hann naut fyllsta trausts yfir- boðara sinna, það sanna reyndar margar viðurkenningar er hann hlaut frá þeim og starfsfólki einn- ig. Ég þykist vita að eigendur blaðsins myndu nú að leiðarlok- um vilja tileínka Sigfúsi látnum þessi orð þjóðskáldsins okkar (E.B.): „Orka þér entist/ aldur tveggja manna/að vinna stórt og vinna rétt. Vitur og vinsæll varstu/til heiðurs I þinni byggð og þinni stétt.“ Ég þakka Sigfúsi allar samveru- stundirnar og ég veit að kona min hugsar vel til hans úr fjarlægu landi, er hann leggur I sína hinztu ferð yfir móðuna miklu. Við Sig- fús verðum nú um sinn að veiða sinn frá hvorum bakka móðunnar miklu, en þegar ég kem yfir um getum við tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið. Á meðan þakka ég honum aftur og aftur fyrir allt gamalt og gott. Honum óska ég ails góðs á þeim brautum er hann hefur nú lagt út á. Viggó Jönsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.