Morgunblaðið - 01.08.1975, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. AGUST 1975
Jóhannes Jónsson, útgerðar-
maður frá Gauksstöðum í Garði
Hinn 26. júlf lézt í Reykjavík
Jóhannes Jónsson útgerðarmaður
frá Gauksstöðum I Garðí 87 ára að
aldri. Með Jóhannesi á Gauks-
stöðum er horfinn héðan einn af
merkustu og farsælustu útgerðar-
mönnum þessa lands.
Jóhannes Jónsson var fæddur á
Gauksstöðum I Garði 4. apríl 1888.
Foreldrar hans voru Jón Finns-
son, útvegsbóndi þar og kona
hans Guðrún Hannesdóttir bónda
i Prestshúsum í Mýrdal Hannes-
sonar.
Ungur að árum hóf Jóhannes
sjósókn frá heimabyggð sinni,
fyrst á opnum bátum og siðan á
vélbátum. Árið 1918 hóf hann út-
gerð ásamt mági sínum, Halldóri
Þorsteinssyni, útvegsbónda i
Vörum i Garði. Hóf Jóhannes þá
jafnframt fiskverkun á Gauks-
stöðum, sem var fyrsti vísirinn að
hinni þekktu fisk- og sildar-
vinnslustöð þar.
Haustið 1923 stofnuðu þeir
Jóhannes Jónsson á Gauks-
stöðum, uppeldisbróðir hans,
Sveinn Guðmundsson og Þorgeir
Magnússon, útvegsbóndi frá
Lambastöðum, með sér útgerðar-
félag og festu kaup á 16 lesta
vélbáti, er hlaut nafnið Jón
Finnsson. Var það fyrsti vélbátur-
inn með því þekkta nafni.
Jóhannes, sem þá skömmu áður
hafði lokið fiskimannaprófi í
Reykjavík, tók að sér skipstjórn-
ina, auk þess sem hann annaðist
stjórn fiskverkunarinnar og bú-
skaparins á Gauksstöðum, en árið
1912 tók hann við búsforráðum af
föður sínum. Árið 1930 keypti
Jóhannes hlut félaga sinna i út-
gerðinni. Var hann skipstjóri á
Jóni Finnssyni, hinum fyrsta, til
ársins 1937 en þá tók elzti sonur-
inn á Gauksstöðum, Þorsteinn
Jóhannesson, við skipstjórninni.
+ Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir
ANNA SCHEVING
Brekkustíg 6
lést 30 júlí Sigurjón Hansson börn og tengdabörn.
+
Hjartkær eiginkona min
UNNUR ÓLAFSDÓTTIR,
Hagamel 22,
lést mánudaginn 28. júlí
Gisli Jakobsson.
t
Maðurinn minn,
ÞÓROUR EYJÓLFSSON
fyrrverandi hæstaréttardómari
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 6 ágúst kl. 1.30
Halldóra Magnúsdóttir.
+
Útför
GUÐMUNDAR MAX GUÐMUNDSSONAR,
Hraunbæ 34
er lést i Landakotsspítala 24 júll verður gerð frá Oddakirkju föstudag-
inn 1. ágúst kl. 2 e h Fyrir hönd vandamanna
Sigriður Stefánsdóttir.
Lokað vegna
jarðarfarar
Skrifstofur okkar, afgreiðsla og ritstjórn verða
lokaðar í dag kl. 2—4 vegna jarðarfarar Sig-
fúsar Jónssonar fyrrv. framkvæmdastjóra.
Helgaði Jóhannes eftir það fisk-
vinnslustöðinni og búskapnum á
Gauksstöðum krafta sína, auk
þess sem hann stjórnaði áfram
útgerðinni ásamt elztu sonum
sínum, Þorsteini, sem nú er fram-
kvæmdastjóri fyrir fiskvinnslu-
stöðinni og Gisla, sem er skip-
stjóri á nýjasta bátnum með Jóns
Finnssonar nafninu.
Jóhannes giftist 21. desember
1912 Helgu Þorsteinsdóttur, út-
vegsbónda á Meiðastöðum Gísla-
sonar, mikilli dugnaðar- og dreng-
skaparkonu. Var hjónaband
þeirra hið farsælasta. Helga lézt
1968. Varð þá mikil breyting á
högum Jóhannesar, þótt hann
bæri harm sinn jafnan í hljóði.
Þau Jóhannes og Helga eign-
uðust 14 börn og eru 11 þeirra á
llfi.
Jóhannes Jónsson á Gauks-
stöðum var farsæll skipstjóri og
góður aflamaður. Þrátt fyrir
miklar annir gaf hann sér tima til
að starfa að ýmsum félagsmálum i
byggðarlagi sinu. Hann var einn
af stofnendum og forystumönn-
um Útgerðarfélags Gerðahrepps
og starfaði mikið að slysavarna-
málum. Var hann um langt skeið
formaður Björgunardeildar
Slysavarnafélagsins í Garði. Átti
Jóhannes stóran þátt I björgun
fjölda mannslifa, bæði sem skip-
stjóri og formaður björgunar-
deildarinnar.
Jóhannes var mikill tónlistar-
unnandi og söngmaður góður.
Hann var einn af stofnendum
fyrsta karlakórs á Suðurnesjum.
Var það karlakórinn „Vikingur" I
Garði. I góðtemplarareglunni
starfaði Jóhannes I áratugi, enda
var hann alla æfi bindindis-
maður.
Jóhannes var allmikill bóka-
maður og bar einkenni hins sann-
menntaða manns, þótt skóla-
gangan væri stutt eins og algeng-
ast var á uppvaxtarárum hans.
Er sildarsöltun hófst fyrir
alvöru á Suður- og Vesturlandi
árið 1950, stækkuðu Jóhannes
Jónsson og synir hans fisk-
verkunarstöðina á Gauksstöðum
Leifur Þórhalls-
son — Minning
Fæddur 14. aprfl 1912.
Dáinn 25. júlf 1975.
Kveðja frá samstarfsmönnum
„Horfinn, dáinn,“ og sætið hans
er autt.
Enn einu sinni erum við skyndi-
lega manni færri í samvinnustarf-
inu. Hann kvaddi á sinn sérstæða
hátt, allt var fínt og fágað á skrif-
stofunni hans, — einmitt þetta
sem við öfunduðum hann af. Þótt
margt megi segja um hinn látna,
lýsir ekkert eins vel manninum,
persónuleika hans og öllum
manndómi I lifanda lífi, eins og
hiri nákvæma umgengni hans á
skrifstofunni og nærgætni við
aðra menn. Við samstarfsmenn
Leifs Þórhallssonar eigum honum
margt gott að þakka. Að vinna
með manni eins og honum er
starfsmenntum meiri en löng
skólaganga getur veitt.
Leifur Þórhallsson var Sam-
vinnuskólagenginn og hóf störf
sín hjá Sambandinu 1933. Hann
fór í starfsnám erlendis, bæði í
Skotlandi og i Danmörku. Leifur
vann alla tið við innflutning og
sölu á matvörum, fóðurvörum og
fleiru. Störf hans voru meiri að
vöxtum en menn almennt gerðu
sér grein fyrir. Ef til vill var það
vegna þess, hve hljóðlátt og hnit-
miðað var unnið. — Eitt i einu og
annað síðar og ekkert tvítekið. —
Þetta kann að vera skýring þess,
hve Leifi vannst vel, en „hollt er
heima hvað“
í daglegri umgengni var Leifur
fremur fáskiptinn, en þeir sem
betur til þekktu, vissu að á bak
við festu og rósemi leyndist létt
og græskulaus kýmni. Á þessa
strengi var gjarna slegið ef timi
vannst til frá annasömu starfi.
Leifur hafði yndi af góðri hljóm-
list og lék hann á hljóðfæri á
yngri árum.
Við samstarfsmenn Leifs heit-
ins Þórhallssonar kveðjum hann
með djúpum söknuði. Við þökk-
um honum samstarfið og biðjum
að Guð leiði hann til sólroðinna
stranda eilífðarinnar. öllum að-
standendum vottum við innilega
samúð.
Drottin blessi minningu hans.
Samstarfsmenn.
+
KRISTJÁN RÓSBERG
GUÐMUNDSSON
BólstaðahlTS 66.
verður jarðsettur frá Kálfatjarnar-
kirkju laguardaginn 2. ágúst kl.
14. Þeim, sem vjldu minnast
hans, er vinsamlega bent á
líknarstofnanir.
Súsanne GuSmundsson
GuSmundur Þór Kristjðnsson.
„Fyrir handan höfin blá
heiðan veit ég dag
þar sumarþrá mín athvarf á
eftir sólarlag.“
Stefán frá Hvítadal.
Samstarfsmaður minn, Leifur
Þórhailsson' deildarstjóri hjá
Sambandi ísl. samvinnufélaga,
andaðist á Landspítalanum 25.
júlí s.l. eftir stutta legu.
Hann fór, að okkur fannst, sem
með honum störfuðum, sæmilega
frískur á sjúkrahúsið til rann-
sóknar, en í ljós kom að lasleiki
hans var meiri og alvarlegri en
nokkurn hafði grunað, og þaðan
átti hann ekki afturkvæmt. Með
honum er genginn gegn og mætur
drengur sem lokið hefur lífs-
göngu sinni langt fyrir aldur
fram.
Leifur Þórhallsson var fæddur
14. apríl 1912 á Vopnafirði. For-
eldrar hans voru Þórhallur
Sigtryggsson frá Húsavík og
Kristbjörg Sveinsdóttir frá Fagra-
dal í Vopnafirði. Ári eftir að
Leifur fæddist, fluttust foreldrar
hans til Djúpavogs. Tók Þórhallur
faðir Leifs þar fyrst við
verzlunarstjórn og síðan kaup-
félagsstjórn til ársins 1935, að
hann fluttist til heimabyggðar
sinnar, Húsavikur, og tók þar við
stjórn og rekstri Kaupfélags Þing-
eyinga.
Leifur var næstelstur sinna
systkina, er voru átta að tölu.
Hann ólst því upp í stórum barna-
hóp á myndarheimili við leik og
störf. Heimili foreldra hans var
rómað fyrir gestrisni og rausn og
þangað komu margir sem áttu
erindi við föður hans og barna-
hópurinn dró að sína vini, svo þar
var jafnan margt um manninn.
Þarna í glaðværð systkinahóps og
á góðu heimili átti Leifur sína
æsku. Ekki er vafi á að hann naut
þess alla tíð, hve vel hann var
undir Iffið búinn. Hugur hans og
athöfn voru til fyrirmyndar og
framkoman öll falleg og fáguð.
Ungur fór Leifur I Alþýðu-
skólann á Eiðum og síóan í Sam-
vinnuskólann, en þaðan lauk
hann prófi 1931, rétt 19 ára
gamall. Mér hafa tjáð skólabræð-
ur Leifs að hann hafi átt gott með
að læra og að hann hafi verið
ástundunarsamur nemandi, enda
lauk hann prófi með mjög góðum
vitnisburði.
Skömmu eftir að Leifur lauk
námi réðst hann til Sambands ísl.
samvinnufélaga og þar starfaði
hann alla tíð síðan, eða I 42 ár. Er
það mikið lán fyrir hvert fyri--
tæki sem svo lengi færi að njóta
starfskrafta svo ágæts manns sem
Leifur var.
Leifur vann margvísleg störf á
vegum Sambandsins og starfaði
meðal annars um nokkurra ára
skeið á skrifstofum þess í Kaup-
og hófu söltun sildar I all stórum
stil . Atti ég þá þvi láni að fagna
að kynnast Jóhannesi all vel. Þótt
aldursmunur væri mikill, bund-
umst við þá vináttuböndum, sem
héldust ætið siðan.
Síldarsöltunarstöð þeirra feðga
á Gauksstöðum fékk fljótlega gott
orð á sig, bæði hjá íslenzkum
síldarmatsmönnum og erlendum
sildarkaupendum, enda var öll
vöruvöndun þar I hávegum höfð.
Ég minnist margra dæma um það,
að síldaryfirtökumenn töldu
nánast óþarfa að framkvæma
verulega gæðakönnun á saltslld-
inni frá Gauksstöðum.
Er ér reyni að leita þeirra orða,
sem bezt hæfa minningunni um
Jóhannes Jónsson á Gauks-
stöðum, koma mér helzt til hugar
orðin: drengskapur, ljúfmennska,
snyrtimennzka, fyrirhyggja,
höfðingjabragur, hógværð og
heiðarleiki, enda hefi ég aldrei
fyrirhitt þann mann, sem hall-
mælt hefir hinum látna heiðurs-
manni.
Við hjónin þökkum vináttu
hans og flytjum öllum aðstand-
endum hans innilengar samúðar-
kveðjur.
Gunnar Flóvenz
mannahöfn og Leith. Hann hafði
mjög gott vald á erlendum tung-
um og var mikill smekkmaður á
mál, enda voru bréf hans og
samningar þeir, sem hann mótaði
og gerði, til fyrirmyndar. Leifur
starfaði lengi að innflutningi á
matvöru hjá Sambandinu, en .1
nokkur undanfarin ár stjórnaði
hann deild þess sem annast kaup
á fóðurvörum og fræi.
Sú deild sem Leifur veitti for-
stöðu er ein af stærri deildum
Sambandsins hvað veltu snertir,
enda 'algengt að hún annist um
kaup og sjái um flutning á rösk-
um 40 þúsund tonnum af fóðri til
landsins árlega. Segir sig sjálft að
I mörg horn er að líta þegar um
svo umfangsmikil viðskipti er að
ræða. Gleggst vita þeir sem fóður-
vörurnar nota, hve áríðandi það
er að vörugæðin séu góð og að
varan sé jafnan fyrirliggjandi, þá
á henni þarf að halda. Leifur
annaðist starf sitt af vandvirkni
og nákvæmni, enda var hann sér-
stakur reglu- og snyrtimaóur.
Leifur var ágætur starfsmaður
með mikla og góða starfsreynslu
og þekkti vel til starfsemi kaup-
félaganna. Kom það sér vel I þvi
starfi sem hann annaðist. Ég sem
þessar línur rita hóf störf I
Innflutningsdeild Sambandsins
fyrir átta árum. Þá og síðan hafa
leiðir okkar Leifs legið meira og
minna saman. Mér er ljúft nú að
leiðarlokum að þakka honum alla
þá aðstoð sem hann veitti mér og
öll þau ráð sem hann átti svo gott
með að miðla öðrum.
Leifur var tvlkvæntúr. Fyrri
kona hans var Ingibjörg Jóns-
dóttir, ættuð héðan úr Reykjavík.
Þau Leifur og Ingibjörg
eignuðust tvo myndarsyni, þá
Steingrlm og Þórhall, sem báðir
búa hér I borg. Konu slna missti
Leifur 1966. Síðari kona hans var
Hildegard von Osten, þýskrar
ættar, og lifir hún mann sinn.
Þessi fátæklegu orð mín eru
kveðja og þakklæti til horfins
samstarfsmanns og vinar. Með
honum er genginn vandaður
drengskaparmaður. Við hjónin
þökkum Leifi Þórhallssyni góða
samfylgd og sendum bestu
kveðjur til konu hans, barna og
annarra ættingja.
Hjalti Pálsson.